Auglýsing

Ný rík­is­stjórn Bjarna Bene­dikts­sonar byrjar veg­ferð sína í miklu mót­læti. Stuðn­ingur við hana mælist ein­ungis 35 pró­sent, sem er eins­dæmi. Allar rík­is­stjórnir síð­ustu rúm­lega 20 ára hafa hið minnsta mælst með tæp­lega 60 pró­sent stuðn­ing. Til við­bótar er hún með minni­hluta atkvæða á bak við sig (46,7 pró­sent) og ein­ungis eins manns meiri­hluta í sam­starfi þriggja flokka sem hafa aldrei áður unnið sam­an.

Margir efast um erindi rík­is­stjórn­ar­inn­ar, í ljósi þess að hún var mynduð utan um mála­miðl­anir um öll stærstu kosn­inga­lof­orð – sem nú heita kosn­inga­á­herslur – Við­reisnar og Bjartrar fram­tíð­ar. Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, af öllum mönn­um, hitti naglann ágæt­lega á höf­uðið í umræðum um stefnu­ræðu for­sæt­is­ráð­herra þegar hann sagði að með „ör­fáum und­an­tekn­ingum er þetta rík­is­stjórn með óljósa sýn, tak­mark­aða stefnu og engar leiðir til að hrinda henni í fram­kvæmd.“

Þetta er rík­is­stjórnin sem varð til vegna þess að eng­inn annar náði sam­an, og þar sem flokk­arnir í henni eru með mjög ólíkar meg­in­á­herslur þá er stjórn­ar­sátt­mál­inn að lang mestu leyti moð­suða mála­miðl­ana. Flokk­arnir sem að henni standa ætla síðan að marka sér stöðu með því að stýra ráðu­neyt­unum sem féllu þeim í skaut nær mark­miðum sínum í ljósi þess að ekki náð­ist sátt um það við myndum rík­is­stjórn­ar. Áhuga­vert verður að fylgj­ast með því hvernig það geng­ur.

Auglýsing

Til þess að gefa rík­is­stjórn­inni sér­tækan til­gang, að minnsta kosti í orði, var þó sér­stak­lega tekið fram fremst í stjórn­ar­sátt­mál­anum að hún myndi setja heil­brigð­is­mál í for­gang. Þar stend­ur: „Áhersla verður lögð á að lands­menn hafi aðgengi að góðri heil­brigð­is­þjón­ustu óháð efna­hag og búset­u.“

Hug­hrif eða veru­leiki

Í ljósi þessa vakti það sér­staka athygli þegar Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra tal­aði um það í stefnu­ræðu sinni í vik­unni að sterkar vís­bend­ingar væru um „að nið­ur­skurður eftir hrun hafi kallað fram þau hug­hrif hjá stórum hluta þjóð­ar­innar að sam­fé­lags­sátt­máli um tryggt aðgengi að heil­brigð­is­þjón­ustu hafi brost­ið. Aukin útgjöld til heil­brigð­is­mála á síð­ustu árum hafa ekki náð að lækna þessi hug­hrif.“

Það er djarft, og hroka­fullt, að kalla það hug­hrif að tryggt aðgengi að heil­brigð­is­þjón­ustu hafi brost­ið. Að það sé ímyndun sem eigi sér engar stoðir í raun­veru­leik­anum heldur sé afleið­ing af því að fölsk skynjun hafi orðið til vegna áhrifa frá póli­tískri orð­ræðu. Og hægt er að tína til ansi margt sem sýnir að það er val­kvæð stað­reynd (e. alt­ernative fact) að halda slíku fram.

Í skýrslu sem unnin var fyrir vel­ferð­ar­ráðu­neytið í fyrra og birt var í sept­em­ber kom fram að heil­brigðis­út­gjöld hins opin­bera hafi lækkað úr 153 millj­örðum króna árið 2008 í 143 millj­arða króna árið 2015 á föstu verð­lagi. Þau voru komin í nokkurn vegin sömu tölu og í lok árs 2008 um síð­ustu ára­mót. Á sama tíma hefur verið dregið að fjár­festa í nauð­syn­legum húsa- og tækja­kosti í heil­brigð­is­kerf­inu. Á næsta ári á raunaukn­ing á fram­lögum til heil­brigð­is­mála að vera 6,9 millj­arðar króna. Því ber að hrósa en það breytir ekki því sem átt hefur sér stað árin á und­an.

Á þessum tíma hefur Íslend­ingum vit­an­lega fjölgað umtals­vert. Þeir voru 315.459 í byrjun árs 2008 en 337.610 í lok sept­em­ber síð­ast­lið­ins. Heil­brigð­is­kerfið er því að þjóna 20 þús­und fleiri inn­lendum not­endum en það gerði á hru­nár­inu. Þeim Íslend­ingum sem eru eldri en 67 ára hefur á sama tíma fjölgað um átta þús­und, en eldra fólk er eðli­lega lík­legra til að þurfa á heil­brigð­is­þjón­ustu að halda en það sem er yngra.

Á árinu 2008 komu hingað til lands um hálf milljón ferða­manna. Í fyrra voru þeir lang­leið­ina í tvær millj­ón­ir. Þeir nýta líka íslenska heil­brigð­is­kerf­ið. Það er því stað­reynd að fram­lög til heil­brigð­is­kerf­is­ins hafa dreg­ist saman á und­an­förnum árum þótt að nú sé loks að nást nokkur veg­inn sama raun­virð­is­fram­lag og var árið 2008. Og það er stað­reynd að kerfið þjónar nú fleiri not­end­ur, bæði inn­lendum og erlend­um, og það er stað­reynd að fjöldi þeirra sem eru lík­legri til að þurfa á heil­brigð­is­þjón­ustu að halda hefur auk­ist umtals­vert.

Næstum jafn margir skrif­uðu undir og kusu rík­is­stjórn­ina

Þá má benda á að 86.761 Íslend­ingar skrif­uðu undir áskorun Kára Stef­áns­sonar og sam­starfs­manna hans um end­ur­reisn heil­brigð­is­kerf­is­ins. Um er að ræða stærstu und­ir­skrifta­söfnun Íslands­sög­unn­ar. Þegar hún stóð yfir benti Kári á að Íslend­ingar væru að eyða því sem nemur 8,7 pró­sent af vergri lands­fram­leiðslu í heil­brigð­is­mál sem væri langt undir með­al­tali á Norð­ur­lönd­um. „Það er mat þeirra sem gerst þekkja til að við þurfum að eyða allt að 11 pró­sent af vergri lands­fram­leiðslu í heil­brigð­is­mál vegna þess að við erum fá og dreifð sem gerir þjón­ust­una dýr­ari en meðal stærri og þétt­býlli þjóða,“ sagði Kári.

Gríð­ar­legur hluti þjóð­ar­innar var sam­mála Kára um að auka ætti til muna fram­lög til heil­brigð­is­mála vegna þess að heil­brigð­is­kerfið væri fjarri því að standa undir þeim vænt­ingum sem til þess er gert. Þetta eru ekki hug­hrif, heldur stað­reynd­ir. Og ef ráða­menn efast  um að þessi fjöldi nægi til að knýja fram sam­fé­lags­breyt­ingar er vert að benda á að sá fjöldi sem skrif­aði undir áskor­un­ina er ein­ungis 1.677 fámenn­ari en sá sem kaus stjórn­ar­flokk­anna þrjá í síð­ustu kosn­ing­um.

Sam­kvæmt tölum frá Hag­stofu Íslands fór kostn­að­ar­hlut­deild sjúk­linga hér­lendis farið úr því að vera 14,3 pró­sent árið 1990 í 18,5 pró­sent árið 2015. Útgjöld sjúk­linga á Íslandi er meiri en í Bret­landi, Nor­egi, Sví­þjóð og Dan­mörku, svo dæmi séu tek­in. Í umfjöllun Vís­inda­vefs Háskóla Íslands um þessi mál, sen unnin er af Rún­ari Vil­hjálms­syni pró­fessor í félags­fræði, seg­ir: „Sam­kvæmt heil­brigðiskönn­unum hér­lendis vörðu heim­ilin að með­al­tali 156 þús­und krónum vegna heil­brigð­is­þjón­ustu heim­il­is­manna árið 2014, en kostn­að­ur­inn var mjög mis­jafn eftir þjóð­fé­lags­hóp­um. Mest var útgjalda­byrði hópa sem telj­ast í við­kvæmri stöðu. Þeir hópar sem verja stærstum hluta ráð­stöf­un­ar­tekna sinna í heil­brigð­is­þjón­ustu eru ungt fólk og náms­menn, atvinnu­lausir og fólk utan vinnu­mark­að­ar, lág­tekju­fólk, lang­veikir og öryrkj­ar. Þessar nið­ur­stöður eru áhyggju­efni vegna þess að kostn­aður vegna heil­brigð­is­þjón­ustu er ein af meg­in­á­stæðum þess að ein­stak­lingar fresta eða hætta við að leysa út lyf, eða leita til læknis eða ann­ars heil­brigð­is­starfs­manns. Kostn­aður sjúk­linga er einnig vax­andi ástæða fyrir frestun lækn­is­þjón­ustu hér­lend­is. Þessar nið­ur­stöður stang­ast á við meg­in­mark­mið félags­legra heil­brigð­is­kerfa sem er að veita öllum sam­fé­lags­þegnum sem á þurfa að halda við­eig­andi heil­brigðis­þjón­ust­u.“

Það er því stað­reynd að kostn­að­ar­hlut­deild sjúk­linga í heil­brigðis­út­gjöldum hér­lendis hefur auk­ist á und­an­förnum ára­tugum og að það er stað­reynd að það bitnar mest á þeim hópum sam­fé­lags­ins sem minnst mega sín. Hópum sem sann­ar­lega upp­lifa það að tryggt aðgengi að heil­brigð­is­þjón­ustu hafi brost­ið.

Rofið er ekki hjá þeim veiku

Í könnun sem gerð var skömmu fyrir kosn­ingar töldu 45 pró­sent kjós­enda að heil­brigð­is­mál ættu að vera mik­il­væg­asta umfjöll­un­ar­efnið í aðdrag­anda þeirra. Engin annar mála­flokkur komst nálægt heil­brigð­is­málum í mik­il­vægi sam­kvæmt þeim nið­ur­stöð­um.

Það voru ekki hug­hrif sem orsaka það að svona stór hluti þjóðar telur heil­brigð­is­kerfið brostið og þurfi á umfangs­mik­illi við­gerð að halda. Það er ein­fald­lega sú staða sem þús­undir Íslend­inga standa frammi fyrir á hverjum degi.

Það er ekki góð lenska að ásaka vinnu­veit­endur sína um að vera ekki í takti við veru­leik­ann eða að skilja hann ekki. Það fékk for­sæt­is­ráð­herra á síð­asta kjör­tíma­bili að reyna þegar hann sagði rof vera milli skynj­unar og veru­leika hjá þjóð­inni fyrst rík­is­stjórn hans var ekki vin­sælli en mæl­ingar sýndu. Það að ásaka fólk sem raun­veru­lega er í þeirri stöðu að geta ekki veitt sér heil­brigð­is­þjón­ustu vegna efna­hags­stöðu, sem getur ekki fengið lífs­nauð­syn­leg lyf vegna þess að við­kom­andi veikt­ist á vit­lausum tíma árs þegar fjár­heim­ildir til kaupa á lyfj­unum voru búnar eða sem hefur ekki aðgang að réttum tækjum til að greina kvilla sína um að vera fangar hug­hrifa en ekki raun­veru­leika er af sama meið­i. 

Það er kannski til staðar rof milli skynj­unar og veru­leika. En það á sér ekki til stað hjá hinum veiku, heldur þeim sem eiga að vera að vinna fyrir þá.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Félagsmiðlarnir Facebook og Twitter lágu undir ámæli í vikunni sem leið fyrir að hefta dreifingu fréttar frá New York Post.
Hliðverðirnir sýna klærnar
Vafasöm frétt í New York Post um Biden-feðgana Joe og Hunter og viðbrögð Facebook og Twitter við henni hafa vakið upp umræðu um ægivald félagsmiðlanna yfir þeim upplýsingum sem almenningur hefur fyrir augum á internetinu.
Kjarninn 20. október 2020
Icelandair ætlar að fljúga til 32 áfangastaða
Flugfélagið gerir ráð fyrir 25 til 30 prósentum færri sætum næsta sumar miðað við í fyrra, en stefnir þó á að fljúga til 22 borga í Evrópu og tíu í Norður-Ameríku.
Kjarninn 20. október 2020
Guðrún Þórðardóttir
Hvers vegna kostar 5.000 krónur að lesa vísindagrein?
Kjarninn 20. október 2020
Þórarinn Eyfjörð
Nýsköpunarmiðstöð Íslands – framúrskarandi stofnun
Kjarninn 20. október 2020
Skjálftinn varð um fimm kílómetra vestur af Seltúni.
Skjálftinn: Engar tilkynningar um meiðsli á fólki eða tjón á mannvirkjum
Óvissustig almannavarna hefur verið í gildi á Reykjanesi vegna landriss á svæðinu frá því í janúar.
Kjarninn 20. október 2020
Forsætisráðherra var brugðið, sem eðlilegt er.
Forsætisráðherra í beinni: „Guð minn góður, það er jarðskjálfti“
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var í beinni útsendingu á YouTube-rás bandaríska blaðsins Washington Post að ræða kórónuveirufaraldurinn þegar jarðskjálfti af stærðinni 5,6 reið yfir kl. 13:43 í dag.
Kjarninn 20. október 2020
Stór jarðskjálfti vestur af Krýsuvík
Jarðskjálfti, 5,6 að stærð samkvæmt Veðurstofu Íslands, fannst vel á höfuðborgarsvæðinu kl. 13:43 í dag. Upptök skjálftans voru vestur af Krýsuvík á Reykjanesi. Allt skalf og nötraði á Alþingi.
Kjarninn 20. október 2020
Stjórnmálamenn ræddu um sóttvarnaráðstafanir á þingi í gær.
„Sóttvarnareglur ríkisins eru þunglamalegar og dýrar“
Sjálfstæðisflokkurinn deilir þeim orðum Sigríðar Á. Andersen að opinberar sóttvarnareglur séu „þunglamalegar og dýrar“ á meðan að einstaklingsbundnar sóttvarnir séu áhrifaríkar. Líftölfræðingur segir einstaklingsbundnar aðgerðir ekki duga einar og sér.
Kjarninn 20. október 2020
Meira úr sama flokkiLeiðari
None