Auglýsing

Ný rík­is­stjórn Bjarna Bene­dikts­sonar byrjar veg­ferð sína í miklu mót­læti. Stuðn­ingur við hana mælist ein­ungis 35 pró­sent, sem er eins­dæmi. Allar rík­is­stjórnir síð­ustu rúm­lega 20 ára hafa hið minnsta mælst með tæp­lega 60 pró­sent stuðn­ing. Til við­bótar er hún með minni­hluta atkvæða á bak við sig (46,7 pró­sent) og ein­ungis eins manns meiri­hluta í sam­starfi þriggja flokka sem hafa aldrei áður unnið sam­an.

Margir efast um erindi rík­is­stjórn­ar­inn­ar, í ljósi þess að hún var mynduð utan um mála­miðl­anir um öll stærstu kosn­inga­lof­orð – sem nú heita kosn­inga­á­herslur – Við­reisnar og Bjartrar fram­tíð­ar. Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, af öllum mönn­um, hitti naglann ágæt­lega á höf­uðið í umræðum um stefnu­ræðu for­sæt­is­ráð­herra þegar hann sagði að með „ör­fáum und­an­tekn­ingum er þetta rík­is­stjórn með óljósa sýn, tak­mark­aða stefnu og engar leiðir til að hrinda henni í fram­kvæmd.“

Þetta er rík­is­stjórnin sem varð til vegna þess að eng­inn annar náði sam­an, og þar sem flokk­arnir í henni eru með mjög ólíkar meg­in­á­herslur þá er stjórn­ar­sátt­mál­inn að lang mestu leyti moð­suða mála­miðl­ana. Flokk­arnir sem að henni standa ætla síðan að marka sér stöðu með því að stýra ráðu­neyt­unum sem féllu þeim í skaut nær mark­miðum sínum í ljósi þess að ekki náð­ist sátt um það við myndum rík­is­stjórn­ar. Áhuga­vert verður að fylgj­ast með því hvernig það geng­ur.

Auglýsing

Til þess að gefa rík­is­stjórn­inni sér­tækan til­gang, að minnsta kosti í orði, var þó sér­stak­lega tekið fram fremst í stjórn­ar­sátt­mál­anum að hún myndi setja heil­brigð­is­mál í for­gang. Þar stend­ur: „Áhersla verður lögð á að lands­menn hafi aðgengi að góðri heil­brigð­is­þjón­ustu óháð efna­hag og búset­u.“

Hug­hrif eða veru­leiki

Í ljósi þessa vakti það sér­staka athygli þegar Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra tal­aði um það í stefnu­ræðu sinni í vik­unni að sterkar vís­bend­ingar væru um „að nið­ur­skurður eftir hrun hafi kallað fram þau hug­hrif hjá stórum hluta þjóð­ar­innar að sam­fé­lags­sátt­máli um tryggt aðgengi að heil­brigð­is­þjón­ustu hafi brost­ið. Aukin útgjöld til heil­brigð­is­mála á síð­ustu árum hafa ekki náð að lækna þessi hug­hrif.“

Það er djarft, og hroka­fullt, að kalla það hug­hrif að tryggt aðgengi að heil­brigð­is­þjón­ustu hafi brost­ið. Að það sé ímyndun sem eigi sér engar stoðir í raun­veru­leik­anum heldur sé afleið­ing af því að fölsk skynjun hafi orðið til vegna áhrifa frá póli­tískri orð­ræðu. Og hægt er að tína til ansi margt sem sýnir að það er val­kvæð stað­reynd (e. alt­ernative fact) að halda slíku fram.

Í skýrslu sem unnin var fyrir vel­ferð­ar­ráðu­neytið í fyrra og birt var í sept­em­ber kom fram að heil­brigðis­út­gjöld hins opin­bera hafi lækkað úr 153 millj­örðum króna árið 2008 í 143 millj­arða króna árið 2015 á föstu verð­lagi. Þau voru komin í nokkurn vegin sömu tölu og í lok árs 2008 um síð­ustu ára­mót. Á sama tíma hefur verið dregið að fjár­festa í nauð­syn­legum húsa- og tækja­kosti í heil­brigð­is­kerf­inu. Á næsta ári á raunaukn­ing á fram­lögum til heil­brigð­is­mála að vera 6,9 millj­arðar króna. Því ber að hrósa en það breytir ekki því sem átt hefur sér stað árin á und­an.

Á þessum tíma hefur Íslend­ingum vit­an­lega fjölgað umtals­vert. Þeir voru 315.459 í byrjun árs 2008 en 337.610 í lok sept­em­ber síð­ast­lið­ins. Heil­brigð­is­kerfið er því að þjóna 20 þús­und fleiri inn­lendum not­endum en það gerði á hru­nár­inu. Þeim Íslend­ingum sem eru eldri en 67 ára hefur á sama tíma fjölgað um átta þús­und, en eldra fólk er eðli­lega lík­legra til að þurfa á heil­brigð­is­þjón­ustu að halda en það sem er yngra.

Á árinu 2008 komu hingað til lands um hálf milljón ferða­manna. Í fyrra voru þeir lang­leið­ina í tvær millj­ón­ir. Þeir nýta líka íslenska heil­brigð­is­kerf­ið. Það er því stað­reynd að fram­lög til heil­brigð­is­kerf­is­ins hafa dreg­ist saman á und­an­förnum árum þótt að nú sé loks að nást nokkur veg­inn sama raun­virð­is­fram­lag og var árið 2008. Og það er stað­reynd að kerfið þjónar nú fleiri not­end­ur, bæði inn­lendum og erlend­um, og það er stað­reynd að fjöldi þeirra sem eru lík­legri til að þurfa á heil­brigð­is­þjón­ustu að halda hefur auk­ist umtals­vert.

Næstum jafn margir skrif­uðu undir og kusu rík­is­stjórn­ina

Þá má benda á að 86.761 Íslend­ingar skrif­uðu undir áskorun Kára Stef­áns­sonar og sam­starfs­manna hans um end­ur­reisn heil­brigð­is­kerf­is­ins. Um er að ræða stærstu und­ir­skrifta­söfnun Íslands­sög­unn­ar. Þegar hún stóð yfir benti Kári á að Íslend­ingar væru að eyða því sem nemur 8,7 pró­sent af vergri lands­fram­leiðslu í heil­brigð­is­mál sem væri langt undir með­al­tali á Norð­ur­lönd­um. „Það er mat þeirra sem gerst þekkja til að við þurfum að eyða allt að 11 pró­sent af vergri lands­fram­leiðslu í heil­brigð­is­mál vegna þess að við erum fá og dreifð sem gerir þjón­ust­una dýr­ari en meðal stærri og þétt­býlli þjóða,“ sagði Kári.

Gríð­ar­legur hluti þjóð­ar­innar var sam­mála Kára um að auka ætti til muna fram­lög til heil­brigð­is­mála vegna þess að heil­brigð­is­kerfið væri fjarri því að standa undir þeim vænt­ingum sem til þess er gert. Þetta eru ekki hug­hrif, heldur stað­reynd­ir. Og ef ráða­menn efast  um að þessi fjöldi nægi til að knýja fram sam­fé­lags­breyt­ingar er vert að benda á að sá fjöldi sem skrif­aði undir áskor­un­ina er ein­ungis 1.677 fámenn­ari en sá sem kaus stjórn­ar­flokk­anna þrjá í síð­ustu kosn­ing­um.

Sam­kvæmt tölum frá Hag­stofu Íslands fór kostn­að­ar­hlut­deild sjúk­linga hér­lendis farið úr því að vera 14,3 pró­sent árið 1990 í 18,5 pró­sent árið 2015. Útgjöld sjúk­linga á Íslandi er meiri en í Bret­landi, Nor­egi, Sví­þjóð og Dan­mörku, svo dæmi séu tek­in. Í umfjöllun Vís­inda­vefs Háskóla Íslands um þessi mál, sen unnin er af Rún­ari Vil­hjálms­syni pró­fessor í félags­fræði, seg­ir: „Sam­kvæmt heil­brigðiskönn­unum hér­lendis vörðu heim­ilin að með­al­tali 156 þús­und krónum vegna heil­brigð­is­þjón­ustu heim­il­is­manna árið 2014, en kostn­að­ur­inn var mjög mis­jafn eftir þjóð­fé­lags­hóp­um. Mest var útgjalda­byrði hópa sem telj­ast í við­kvæmri stöðu. Þeir hópar sem verja stærstum hluta ráð­stöf­un­ar­tekna sinna í heil­brigð­is­þjón­ustu eru ungt fólk og náms­menn, atvinnu­lausir og fólk utan vinnu­mark­að­ar, lág­tekju­fólk, lang­veikir og öryrkj­ar. Þessar nið­ur­stöður eru áhyggju­efni vegna þess að kostn­aður vegna heil­brigð­is­þjón­ustu er ein af meg­in­á­stæðum þess að ein­stak­lingar fresta eða hætta við að leysa út lyf, eða leita til læknis eða ann­ars heil­brigð­is­starfs­manns. Kostn­aður sjúk­linga er einnig vax­andi ástæða fyrir frestun lækn­is­þjón­ustu hér­lend­is. Þessar nið­ur­stöður stang­ast á við meg­in­mark­mið félags­legra heil­brigð­is­kerfa sem er að veita öllum sam­fé­lags­þegnum sem á þurfa að halda við­eig­andi heil­brigðis­þjón­ust­u.“

Það er því stað­reynd að kostn­að­ar­hlut­deild sjúk­linga í heil­brigðis­út­gjöldum hér­lendis hefur auk­ist á und­an­förnum ára­tugum og að það er stað­reynd að það bitnar mest á þeim hópum sam­fé­lags­ins sem minnst mega sín. Hópum sem sann­ar­lega upp­lifa það að tryggt aðgengi að heil­brigð­is­þjón­ustu hafi brost­ið.

Rofið er ekki hjá þeim veiku

Í könnun sem gerð var skömmu fyrir kosn­ingar töldu 45 pró­sent kjós­enda að heil­brigð­is­mál ættu að vera mik­il­væg­asta umfjöll­un­ar­efnið í aðdrag­anda þeirra. Engin annar mála­flokkur komst nálægt heil­brigð­is­málum í mik­il­vægi sam­kvæmt þeim nið­ur­stöð­um.

Það voru ekki hug­hrif sem orsaka það að svona stór hluti þjóðar telur heil­brigð­is­kerfið brostið og þurfi á umfangs­mik­illi við­gerð að halda. Það er ein­fald­lega sú staða sem þús­undir Íslend­inga standa frammi fyrir á hverjum degi.

Það er ekki góð lenska að ásaka vinnu­veit­endur sína um að vera ekki í takti við veru­leik­ann eða að skilja hann ekki. Það fékk for­sæt­is­ráð­herra á síð­asta kjör­tíma­bili að reyna þegar hann sagði rof vera milli skynj­unar og veru­leika hjá þjóð­inni fyrst rík­is­stjórn hans var ekki vin­sælli en mæl­ingar sýndu. Það að ásaka fólk sem raun­veru­lega er í þeirri stöðu að geta ekki veitt sér heil­brigð­is­þjón­ustu vegna efna­hags­stöðu, sem getur ekki fengið lífs­nauð­syn­leg lyf vegna þess að við­kom­andi veikt­ist á vit­lausum tíma árs þegar fjár­heim­ildir til kaupa á lyfj­unum voru búnar eða sem hefur ekki aðgang að réttum tækjum til að greina kvilla sína um að vera fangar hug­hrifa en ekki raun­veru­leika er af sama meið­i. 

Það er kannski til staðar rof milli skynj­unar og veru­leika. En það á sér ekki til stað hjá hinum veiku, heldur þeim sem eiga að vera að vinna fyrir þá.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Skipstjóri Samherja: Kemur á óvart að vera sakaður um brot
Arngrímur Brynjólfsson var handtekinn í Namibíu. Hann segist ekki vita til þess að skipið sem hann stýrir hafi veitt ólöglega.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Kalla eftir hugmyndum frá almenningi um vannýtt matvæli
Verkefni á vegum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra óskar eftir hugmyndum frá almenningi og framleiðendum um hvernig megi skapa verðmæti úr vannýtum matvælum. Nemendur við Hótel- og matvælaskólanum munu síðan nýta hugmyndirnar við gerð nýrra rétta.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Ilia Shuma­nov, aðstoð­ar­fram­kvæmda­stjóri Rúss­lands­deildar Tran­sparency International
Umræðufundur um rússneskt samhengi Samherjamálsins
Á morgun fer fram umræðufundur um baráttuna gegn alþjóðlegu peningaþvætti á Sólon. Aðstoðarframkvæmdastjóri Rússlandsdeildar Transparency International mun halda fyrirlestur um helstu áskoranir peningaþvættis og leiðir til að rannsaka það.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Jón Sigurðsson, stjórnarformaður Stoða.
Jón Sigurðsson kominn í stjórn Símans – Verður stjórnarformaður
Sitjandi stjórnarformaður Símans, Betrand Kan, var felldur í stjórnarkjöri í dag. Stoðir, stærsti hluthafi Símans, eru komin með mann inn í stjórn.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Fimmta hvert heimili á leigumarkaði undir lágtekjumörkum
Rúmlega 31 þúsund einstaklingar voru undir lágtekjumörkum í fyrra eða um 9 prósent íbúa á Íslandi. Hlutfall leigjenda undir lágtekjumörkum er mun hærra en á meðal þeirra sem eiga húsnæði.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Íslenskur skipstjóri í haldi í Namibíu
Skipstjóri sem starfaði árum saman hjá Samherja er í gæsluvarðhaldi í Namibíu eftir að hafa verið handtekinn fyrir ólöglegar veiðar.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Svanhildur Nanna og Guðmundur selja allan hlutinn sinn í VÍS
Þriðji stærsti eigandinn í VÍS hefur selt allan hlut sinn á tæplega 1,6 milljarða króna. Er líka á meðal stærstu eigenda í Kviku. Eigendurnir eru til rannsóknar hjá héraðssaksóknara.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Uppskipting Samherja veitti skjól gegn víðtækri upplýsingagjöf
Velta Samherja eins og hún var á árinu 2018 var það há að samstæðan var við það að þurfa að veita skattayfirvöldum víðtækar upplýsingar um tekjur og skatta allra félaga innan hennar í þeim löndum sem þau starfa.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiLeiðari
None