Auglýsing

Verk­fall sjó­manna hefur nú staðið yfir frá því 14. des­em­ber með til­heyr­andi tjóni fyrir efna­hags­lífið og þá ekki síst helstu sjáv­ar­út­vegs­pláss lands­ins. Atvinnu­leysi og erf­ið­leikar fylgja því eðli­lega þegar sjáv­ar­út­veg­ur­inn er tek­inn úr sam­band­i. 

Það sem heyra má af útgerð­ar­mönnum og sjó­mönnum er það, að beggja megin eru miklar áhyggjur af stöðu mála og vilj­inn til að leysa úr deil­unni er til stað­ar. Það eitt og sér er góð byrj­un, en sumt af því sem hefur verið borið á borð í umræð­unni um þessa deilu, einkum af hálfu útgerð­ar­fyr­ir­tækj­anna, hefur ekki verið boð­legt.

Rík­is­sátt­ar­semj­ari er far­inn að reyna að leysa úr deil­unni, en án árang­urs til þessa.

Auglýsing

Sam­kvæmt útreikn­ingum Sjó­manna­sam­bands­ins kosta kröfur sjó­manna útgerð­ina um 3 millj­arða á ári. Sam­kvæmt útreikn­ingum Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi er kostn­að­ur­inn hins vegar um fjórir millj­arð­ar. Þarna munar um millj­arði á ári, eins og greint var frá í frétt RÚV í vik­unn­i. 



Þetta kemur ekki á óvart, og það væri öllum til góðs ef deilur sem þessar færi fram fyrir opnum tjöld­um, þar sem kröfur yrðu birt jafn óðum. Áróð­urs­stríðið yrði þá hálf til­gangs­lítið og meiri áherslu á efn­is­at­riðin sjálf í fjöl­miðlaum­fjöll­un.

Að grunni til vilja sjó­menn fá meiri hlut­deild í arð­sem­inni sem hefur verið í sjáv­ar­út­vegi. Þeir telja sig hlunn­farna, og benda margir hverjir á það að útgerð­irnar séu með bólgna sjóði eftir mesta góð­ær­is­tíma­bil í sögu sjáv­ar­út­vegs­ins á und­an­förnum átta árum. 

Grund­vall­ar­at­riðin í kröfum sjó­manna eru þessi, til ein­föld­unar sagt: ókeypis klæði, ókeypis fæði, ókeypis fjar­skipti innan ákveð­inna marka, og að útgerðin bæti sjó­manna­af­slátt sem stjórn­völd felldu niður og að olíu­verðsvið­miði verði breytt þannig að sjó­menn fái auk­inn hlut í afla­verð­mæti.

Útgerð­ar­fyr­ir­tækin telja of langt geng­ið. Þau vilja halda sínu eða fá meira. 

Digrir sjóðir

Það er óþarfi að rekja það í smá­at­riðum hvernig útgerð­ar­fyr­ir­tækin - einkum þau stærstu - standa en eftir mikla vel­gengni á und­an­förnum árum eru sjóðir þeirra digr­ir.

Hjá tveimur stærstu fyr­ir­tækj­unum er staðan svona:

Sam­herji, það glæsi­lega fyr­ir­tæki, var með um 70 pró­sent eig­in­fjár­hlut­fall í lok árs 2015 og eigið fé upp á meira en 70 millj­arða króna. 

HB Grandi er nú með eig­in­fjár­hlut­fall upp á 62 pró­sent. Eigið féð nemur um 35 millj­örðum og rekst­ur­inn hefur gengið vel á síð­ustu árum. 

Á síð­ustu árum hefur fjár­hags­leg staða þess­ara fyr­ir­tækja styrkst veru­lega og sjóðs­staðan er sterk, svo ekki sé meira sag­t. 

Heild­ar­myndin er sú að fram­legð hefur verið mikil í íslenskum sjáv­ar­út­vegi á und­an­förnum árum, skuldir verið greiddar niður og fjár­fest­ingar hafa verið að aukast. Eigið fé hefur auk­ist um 300 millj­arða króna frá því árið 2008. 

Þetta er nefnt sér­stak­lega til að benda á að útgerð­ar­fyr­ir­tækin geta beðið miklu lengur og hafa til þess digra sjóði. Þau vita samt að verk­fallið stór­skaðar íslenskan sjáv­ar­út­veg og nú þegar eru byrj­aðar að lok­ast leiðir inn á mark­aði.

Staðan er mjög alvar­leg og fórn­ar­lömbin eru ekki aðeins deilu­að­ilar og starfs­fólk í landi - harð­dug­legt og ósér­hlífið eins og það hefur orð á sér fyrir - heldur líka allur almenn­ingur á Ísland­i. 

Það að loka á gjald­eyr­is­inn­streymi frá sjáv­ar­út­vegi inn í landið er aug­ljós­lega til þess fallið að grafa undan hag­kerf­inu. Rúmar sex vikur með þá stöðu er alltof langur tíma og aug­ljós­lega eru höggin þyngst fyrir þau fyr­ir­tæki sem hafa veik­ustu stoð­irnar og minnsta úthald­ið. 

Einmitt þess vegna ættu stóru útgerð­irnar nú að finna til ábyrgðar og beita sér fyrir því að leysa deil­una. Bolt­inn er ekki hjá stjórn­völd­um, svo mikið er víst.

Þau eru ekki aðili að deil­unni og von­andi kemur það ekki til greina, með neinum hætti, að blanda inn í þessa deilu stefnu stjórn­valda þegar kemur að veiði­gjöldum eða öðrum þáttum sem snúa að gjald­töku grein­ar­inn­ar. Stefna nýrrar rík­is­stjórnar er reyndar alveg óljós í þessum efn­um, en það er algjört lág­mark að stjórn­völd skipti sér ekk­ert af þess­ari deilu og að stefn­unni þegar kemur að gjald­töku eða öðru slíku sé með engum hætti blandað saman við deil­una.

Framan af henni barst talið ótt og títt að gengi krón­unn­ar, en bless­un­ar­lega eru þær raddir þagn­aðar að mestu, enda teng­ist deilan því ekk­ert. Útgerð­ar­fyr­ir­tækin og sjó­menn lifa í geng­is­sveiflu­heim­inum í raun­tíma og óþarfi að færa deil­una í þann arfa­vit­lausa far­veg að gera gengi krón­unnar að aðal­at­riði henn­ar. Það þekkja allir skað­ann af þessum stans­lausu geng­is­sveiflum og hvernig þær færa til auð í hag­kerf­in­u. 

Sjó­menn hafa aug­ljós­lega ekki sama úthald og stærstu eig­endur útgerð­ar­fyr­ir­tækj­anna sem eru millj­arða­mær­ing­ar. Þetta er ekki atriði sem á að líta fram­hjá, heldur þvert á móti að taka til­lit til. 

Gefið eftir

Útgerð­ar­fyr­ir­tækin eru flest með góða eig­endur og stjórn­endur sem vilja sjáv­ar­út­vegnum vel, alveg óháð deilum um ýmis atriði sem snúa að fisk­veiði­stjórn­un­ar­kerf­inu. Það verður ekki annað séð en að þau verði að stíga inn í þessa deilu, taka til­lit til krafna sjó­manna að lang­mestu leyti og halda áfram að vinna eftir þeirri stöð­u. 

Það mun þýða að eig­endur útgerð­ar­fyr­ir­tækj­anna fá minna í vas­ann úr rekstr­inum og sjó­menn aðeins meira. Sjáv­ar­út­veg­ur­inn stendur samt eftir sterk­ur. Engar dramat­ískar breyt­ingar verða á því hvernig afkom­unni er skipt, svo því sé til haga hald­ið, og reyndar fullt til­efni til að færa einnig hluta af miklum ávinn­ingi eig­enda útgerð­ar­fyr­ir­tækj­anna til fólks sem vinnur í vinnslu í landi. En það er önnur saga sem mætti taka upp síð­ar. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari
None