Auglýsing

Við erum uppi á tímum sem flestar lif­andi kyn­slóðir hafa ekki upp­lifað áður. Það er raun­veru­leg hætta á því að grund­völlur vest­rænnar heims­mynd­ar, sem Banda­ríkin hafa byggt upp og hefur tryggt frið og gríð­ar­legar lífs­gæða­fram­farir í hinum vest­ræna heimi und­an­farna ára­tugi, geti lið­ast í sund­ur. Sú heims­mynd hvílir á alþjóða­sam­vinnu, frí­versl­un, auknum mann­rétt­ind­um, upp­bygg­ingu vel­ferð­ar­kerfa og lýð­ræði. Það er margt að innan þeirrar heims­myndar og gríð­ar­lega margt sem í henni má laga. En sem rammi utan um líf okkar þá er hún það lang­besta sem er í boði.

Það er eng­inn vafi á því að rík­is­stjórn Don­ald Trump ætlar sér að reyna að gjör­breyta heim­in­um. Það er bein­línis hennar helsta stefnu­mál að setja hags­muni Banda­ríkj­anna alltaf í fyrsta sæti. Í því felst að segja upp frí­versl­un­ar­samn­ingum og setja upp tollam­úra, veikja alþjóða­stofn­anir eins og Sam­ein­uðu Þjóð­irnar og jafn­vel NATO og hindra mjög frjálst flæði fólks inn í land­ið. Í stjórn lands­ins eru að velj­ast ein­stak­lingar sem hafna þró­un­ar­kenn­ing­unni, vilja afnema lög sem koma í veg fyrir að trú­ar­sam­tök taki beinan þátt í stjórn­mál­um, trúa ekki á raun­veru­leika lofts­lags­breyt­inga og telja að lög­legir (at­hugið ekki ólög­leg­ir) inn­flytj­endur séu eitt helsta vanda­mál Banda­ríkj­anna. Fyrir þessum hópi fer Steve Bannon, æðsti ráð­gjafi Don­ald Trump. Stjórn­mála­mark­mið Bannon er glund­roði. Þann glund­roða vill hann síðan nota til að end­ur­skipu­leggja þjóð­fé­lags­skipu­lag Banda­ríkj­anna, og heims­ins. Bannon, ekki Trump, er á for­síðu nýj­ustu útgáfu Time-­tíma­rits­ins þar sem fyr­ir­sögnin er „The great man­ipulator“. Í umfjöllun tíma­rits­ins er því síðan velt upp hvort Bannon sé annar valda­mesti maður í heimi.

Sann­leik­ur­inn skiptir engu máli

Þessi hópur hefur ein­ungis setið að völdum í um þrjár vikur og áhrif hans á heims­mynd okkar eru rétt að byrja að koma fram. Þau áhrif munu teygja sig til Íslands. Það er óum­flýj­an­legt sökum þess að Banda­ríkin eru orðin einn okkar helsti tekju­öfl­un­ar­mark­aður vegna fjölda ferða­manna sem þaðan koma, vegna þess að örríki eins og okkar verður að treysta á alþjóð­legt sam­starf til að tryggja hag­sæld og öryggi og vegna þess að nýjar stefnur í stjórn­málum finna sér oft­ast far­veg á fleiri stöðum en bara þar sem þær eru upp­runn­ar.

Auglýsing

Það er eng­inn vafi á því að kjarn­inn í stefnu Trump-­stjórn­ar­innar er að virða stað­reyndir að engu. Val­kvæðar stað­reyndir (e. alt­ernative facts) eru not­aðar til að rétt­læta allar gjörð­ir. Svo það sé und­ir­strikað þá eru val­kvæðar stað­reyndir ekk­ert annað en skáld­skap­ur. Í grunn­inn snýst aðferð­ar­fræði þeirra sem aðhyll­ast val­kvæðar stað­reyndir um það að ef þér finnst eitt­hvað, þá er það jafn rétt og jafn­vel rétt­ara en það sem hægt er að sýna fram á með gögnum eða ann­ars konar stað­reynd­um.

Þegar Kellyanne Conway, einn helsti ráð­gjafi Trump, not­aði hug­takið fyrst þá var það í tengslum við hversu margir hefðu mætt á athöfn­ina þegar Trump sór emb­ætt­is­eið. Til­efnið var kjána­legt vegna þess að hún var að ríf­ast við stað­reyndir sem umsjón­ar­menn garð­anna þar sem áhorf­endur söfn­uð­ust saman og sem almenn­ings­sam­göngu­yf­ir­völd í Was­hington höfðu sett fram. Sær­indi Trump gagn­vart því að miklu færri hefðu mætt að sjá hann sverja emb­ætt­is­eið en horfðu á Obama gera það voru eig­in­lega tragikó­mísk. En þau hræddu mann ekki.

Það sem hræðir mest

Það hafa hins vegar mörg önnur verk for­set­ans og nán­asta sam­starfs­fólks hans und­an­förnum dögum gert. Þar má nefna van­stillt sím­tal Trump við for­sæt­is­ráð­herra Ástr­alíu, sam­skipti hans við ráða­menn í Mexíkó, linnu­lausar árásir hans á fjöl­miðla og sífelldar rang­færslur í full­yrð­ingum á opin­berum vett­vangi. Þrjú dæmi standa þar upp úr. Fyrst ber að nefna full­yrð­ingu Conway um Bowl­ing Green-­fjöldamorðin (e. The Bowl­ing Green Massacre) þegar hún var að rök­styðja stefnu rík­is­stjórn­ar­innar gegn hryðju­verk­um. Hún fór með þá full­yrð­ingu þrí­vegis í fjöl­miðl­um. Það hafa aldrei nein fjöldamorð átt sér stað í Bowl­ing Green. Nokkru sinni.

Næst er full­yrð­ing Trump á fundi með nokkrum fógetum í gær um að morð­tíðnin í Banda­ríkj­unum væri sú hæsta í 47 ár. Fjöl­miðlar segðu bara ekki frá því. Stað­reyndin er hins vegar sú, sam­kvæmt tölum frá banda­rísku alrík­is­lög­regl­unni FBI, að morð­tíðnin er nálægt því lægsta sem hún hefur mælst í hálfa öld. Morð­tíðnin 2015 var 4,9 morð á hverja 100 þús­und íbúa. Árið 1980 var hún 10,2 á hverja 100 þús­und íbúa.

Þriðja og síð­asta full­yrð­ingin er kannski mest lýsandi. Trump tísti í fyrra­dag að allar skoð­ana­kann­anir sem væru nei­kvæðar fyrir hann væru „falskar frétt­ir“. Í þess­ari afstöðu felst kjarn­inn í Trump. Það sem honum finnst er satt. Annað eru bara árásir og rugl.

Stað­leysur um múslima­bann

Alvar­leg­asta aðgerð Trump er auð­vitað til­skipun hans um að meina fólki frá völdum múslima­löndum um að koma til Banda­ríkj­anna. Til að und­ir­byggja umræðu um það er nauð­syn­legt að halda nokkrum stað­reyndum til haga.

Í fyrsta lagi sagði Trump í des­em­ber 2015 að hann vildi banna komu múslima til Banda­ríkj­anna. Sú boðun náði yfir alla múslima. Þeir sem halda því fram ann­ars vegar að auð­vitað hafi Trump staðið við það sem hann lof­aði en hins vegar að til­skipun Trump sé beint gegn hryðju­verka­mönn­um, ekki múslim­um, eru fastir í rökvillu.

Þetta var eftir árás­irnar í San Berna­d­ino (sem voru fram­kvæmdar af banda­rískum rík­is­borg­ara og paki­stönskum rík­is­borg­ara með land­vist­ar­leyfi í Banda­ríkj­un­um, en Pakistan er ekki á bann-lista Trump). Fyrir rúmum þremur vikum síðan kom Rudy Giuli­ani, fyrr­ver­andi borg­ar­stjóri New York-­borg­ar, í við­tal á Fox sjón­varps­stöð­ina og sagði frá því að Trump hefði hringt í sig og spurt hvernig hann gæti lög­lega komið á „a muslim ban“. Giuli­ani og aðrir ráð­gjafar sögðu honum að ein­beita sér að „dan­ger“ frekar en trú til að geta bannað komu múslima. Þessi ummæli Giuli­ani eru mjög mik­il­vægt gagn í þeim mál­sóknum sem höfð­aðar hafa verið gegn ákvörðun Trump. Sam­kvæmt þess­ari yfir­lýs­ingu Giuli­ani, sem er mik­ill Trump stuðn­ings­maður og þótti lengi lík­legur til að sitja í rík­is­stjórn hans, er til­gangur banns­ins að banna komu múslima til Banda­ríkj­anna.

Í öðru lagi er ítrekað full­yrt að Trump sé ein­fald­lega að fylgja eftir stefnu sem Obama hafi mótað í sinni for­seta­tíð. Þetta er rangt. Það sem Obama-­stjórnin gerði árið 2011 var að kalla eftir end­ur­skoðun á því sem kall­ast „a special immigr­ant Visa“. Þetta voru vega­bréfs­á­rit­anir sem hópur Íraka sem hafði hjálpað Banda­ríkj­unum í Írak­stríð­inu gat sótt um til að kom­ast til Banda­ríkj­anna. Um var að ræða mjög þrönga end­ur­skoð­un­ar­til­skipun sem hægði á inn­flæði þeirra flótta­manna sem sótt­ust eftir þess­ari árit­un. End­ur­skoð­unin var í gildi í hálft ár og ástæðan var sú að tveir Írakar sem höfðu kom­ist inn í Banda­ríkin með þessum hætti voru hand­teknir í Bowl­ing Green í Kent­ucky vegna gruns um að þeir væru að skipu­leggja hryðju­verka­árás­ir. Þetta má, og á, að gagn­rýna. En þessi end­ur­skoðun á ekk­ert sam­eig­in­legt með til­skipun Trump.

Í þriðja lagi nær skipun Trump til sjö landa. Þótt fyrri rík­is­stjórnir Banda­ríkj­anna hafi skil­greint þessi lönd þannig að hryðju­verka­menn geti komið frá þeim þá hafa þær aldrei skil­greint alla þegna þeirra sem ógn. Og það má alveg minna á það að eng­inn hryðju­verka­maður sem framið hefur skil­greind hryðju­verk í Banda­ríkj­unum frá 11. sept­em­ber 2001 (engin hryðju­verka­mann­anna sem fram­kvæmdu þá árás voru heldur frá lönd­unum sjö, flestir voru frá Sádí-Arabíu) eru frá lönd­unum sjö. Svo má benda á það að fleiri eru drepnir í Banda­ríkj­unum á ári af vopn­uðum korna­börnum en af hryðju­verka­mönn­um. Þannig að hættan af hryðju­verkum er ekki beint yfir­vof­andi.

Til­skipun Trump nær til allra íbúa land­anna sjö og allra þeirra sem eru með tvö­falt rík­is­fang (m.a. íslensks Taekwondo-keppn­is­manns). Hún náði meira að segja til fimm ára gam­als sonar íranskra inn­flytj­enda sem er fæddur í Banda­ríkj­un­um. Þótt ofan­greindir hafi á end­anum fengið að fara inn í landið eftir dúk og disk (og gríð­ar­lega fjöl­miðlaum­fjöllun og alþjóð­legan þrýst­ing) þá náði til­skip­unin samt yfir þá.

Í henni fólst líka lokun flótta­manna­mót­töku­kerfis Banda­ríkj­anna í 120 daga. (Banda­ríkin undir stjórn Obama bera mikla ábyrgð á því ömur­lega ástandi sem ríkir þar, og því má færa mjög sterk rök fyrir því að ef Banda­ríkja­menn ættu að taka við ein­hverjum flótta­mönnum þá væru það Sýr­lend­ing­ar) og ákvörðun um að minnka fjölda þeirra flótta­manna (sama hvaðan þeir koma) á árinu 2017 úr 110 í 50 þús­und. Það er ekki bara afbökun heldur bein­línis rangt að blanda stefnu Obama saman við það sem Trump er að gera.

Í fimmta lagi hafa ISIS og fleiri hryðju­verka­hópar fagnað til­skipun Trump, kallað hana „A blessed ban“ á sam­fé­lags­miðlum og borið áróð­urs­gildi hennar saman við Íraks­stríðið.

Íslensk með­virkni

Þrátt fyrir að for­seti Banda­ríkj­anna sé að haga sér með for­dæma­lausum hætti gagn­vart sann­leik­an­um, heima­hag­anum og umheim­inum gætir með­virkni í garð Trump og skýr­inga hans hér­lend­is. Sú með­virkni hefur meðal ann­ars birst tví­vegis í leið­ara­skrifum Morg­un­blaðs­ins, í skrifum háskóla­pró­fess­ors á sam­fé­lags­miðlum, í orðum þing­manns­ins Óla Björns Kára­sonar og í við­tali við Bjarna Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra á sunnu­dag. Skrif leið­ara­höf­undar Morg­un­blaðs­ins og helstu aðdá­enda hans ættu ekki að koma mikið á óvart. Flest sem kemur úr þeim ranni eru ein­feldn­ings­legir frasar byggðir á yfir­borðs­kenndri hent­i-þekk­ingu og vana­lega tekst að koma annað hvort RÚV, Evr­ópu­sam­band­inu eða Pírötum að hvert svo sem umræðu­efnið er.

Bjarni er hins vegar for­sæt­is­ráð­herra heillar þjóðar og ber allt ann­ars konar ábyrgð gagn­vart þjóð­inni sem hann vinnur fyr­ir. Hann sagði í Silfr­inu á sunnu­dag að honum fynd­ist ekk­ert að því í sjálfu sér að það komi fram á sjón­ar­sviðið af og til ein­stak­lingar sem eru ekki alveg steyptir úr sama mót­inu og allir fyr­ir­renn­ar­ar[...]­mörg af hans vinnu­brögðum bera þess merki, hann er ekki mjög diplómat­ískur for­seti. Mér finnst alltof snemmt hins vegar að fara að fella þessa stóru dóma sem eru gerðir um hans for­seta­stefn­u.“

Don­ald Trump er ekki ein­hver spé­fugl. Hann er ekki Jón Gnarr að lofa ísbirni í Hús­dýra­garð­inn. Hann, og sam­starfs­menn hans, hafa opin­berað sýn sem er bein ógn við heim­inn eins og við þekkjum hann. Þeir ljúga ítrek­að, hóta, bera enga virð­ingu fyrir stað­reynd­um, standa gegn mann­rétt­indum sem við teljum sjálf­sögð, ráð­ast gegn fjöl­miðlum og miklar líkur eru á því að til­skip­unin um múslima­bannið sé brot á stjórn­ar­skrá Banda­ríkj­anna.

Ekki normalísera rugl

Völdum og valda­stöðum fylgir ábyrgð. Þótt engum detti í hug að litla Ísland sé að fara að snúa niður Banda­ríkin með neinum hætti á vett­vangi alþjóða­stjórn­mála þá er lág­marks­krafa að valda­fólk hér­lendis sé ekki pikk­fast í afstöðu­leysi gagn­vart þeirri mann­legu hnignun sem á sér stað með veru Trump á for­seta­stóli og hegðun hans þar. Það er ekki í lagi að mis­muna eftir trú. Það er ekki í lagi að ljúga. Það er ekki í lagi að beita sér gegn mann­rétt­ind­um. Það er ekki í lagi að hundsa stað­reyndir og það er ekki í lagi að hóta fjöl­miðlum eða heilu lönd­unum ítrekað á  Twitter. Og það er sann­ar­lega ekki í lagi fyrir íslenska ráða­menn að normalisera slíkt með óskilj­an­legri með­virkni.

Slík með­virkni valdra fjöl­miðla, háskóla­pró­fess­ora og stjórn­mála­manna smitar nefni­lega út frá sér. Ef valda­fólkið í sam­fé­lag­inu er farið að segja opin­ber­lega að rugl sé í lagi þá fara aðrir hópar sam­fé­lags­ins að telja það líka. Það er þegar farið að sjá þess merki í  um­ræð­unni. Í aðsendri grein eftir fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóra sem birt­ist í Morg­un­blað­inu í morgun segir t.d.: „Svo í lokin þá erum við kristin þjóð og ég sem krist­inn maður hef lít­inn áhuga á að fylla hér allt af ein­hverjum múslim­um, en mér sýn­ist þjóðin stefna hrað­byri í að verða múslimum að bráð.“ Í þess­ari stuttu setn­ingu er að finna ras­is­ma, val­kvæðar stað­reynd­ir, mis­mun­un, hræðslu og mann­lega hnign­un. Allt það sem skóp Don­ald Trump og gerði hann að for­seta Banda­ríkj­anna.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari
None