Viðskiptasamband Íslands og Bandaríkjanna orðið umfangsmikið

Mikil aukning í ferðaþjónustu hefur gjörbreytt viðskiptasambandi Íslands og Bandaríkjanna. Meira en 400 þúsund Bandaríkjamenn heimsóttu landið í fyrra. Vöruútflutningur á risavaxinn Bandaríkjamarkað er þó enn frekmur umfangslítill.

Fangelsi
Auglýsing

Við­skipta­legt sam­band milli Íslands og Banda­ríkj­anna hefur auk­ist með dramat­ískum hætti á und­an­förnum tveimur árum og munar þar mestu mikla fjölgun ferða­manna. Hlut­falls­leg fjölgun far­þega frá Banda­ríkj­unum hefur verið langt umfram hlut­falls­legan vöxt í ferða­þjón­ust­unni og var árið í fyrra algjört met ár hvað þetta varð­ar. 

Af um 1,8 millj­óna heild­ar­fjölda erlendra ferða­manna þá komu 415 þús­und frá Banda­ríkj­un­um, eða sem nemur um 24 pró­sent af heild­inni. Sé mið tekið af grein­ingum sér­fræð­inga á gjald­eyr­is­inn­streymi ferða­þjón­ust­unnar í fyrra þá komu um 430 millj­arðar inn í landið frá erlendum ferða­mönn­um. Nákvæmar tölur liggja þó ekki fyrir enn um hvernig útkoman var í fyrra. Því er spáð að aukn­ingin í ferða­þjón­ustu verði mikil á þessu ári og heild­ar­fjöldi gesta fari yfir 2,2 millj­ón­ir.

Sé mið tekið af fyrr­nefndu hlut­falli þá komu banda­rískir ferða­menn með ríf­lega 100 millj­arða inn í landið í fyrra og eyddu í ýmsa þjón­ustu fyrir ferða­menn.

Auglýsing

Eins og sést á þessari mynd frá Ferðamálastofu, þá hefur heimsóknum ferðamanna frá Bandaríkjunum fjölgað gríðarlega á síðustu árum.

Vöxt­ur­inn í vöru­út­flutn­ingi hefur hins vegar ekki verið mik­ill á und­an­förnum árum, en í fyrra nam hann um 40 til 42 millj­örðum króna. Hag­stofan hefur aðeins birt stöð­una fyrir fyrstu ell­efu mán­uð­ina, og nemur útflutn­ing­ur­inn þá ríf­lega 38 millj­örðum króna. Miðað við með­al­talið á mán­uði á fyrstu ell­efu mán­uðum þá má gera ráð fyrir að vöru­út­flutn­ing­ur­inn í des­em­ber mán­uði hafi numið um 2 til 4 millj­örðum króna. 

Það eru einkum sjáv­ar­af­urðir sem fara inn á Banda­ríkja­mark­að.

Á fyrstu ell­efu mán­uðum árs­ins nam vöru­úflutn­ing­ur­inn í heild sinni um 495,8 millj­örðum króna, sam­kvæmt tölu Hag­stofu Íslands. Hlutur vöru­út­flutn­ings til Banda­ríkj­anna er um 8,4 pró­sent. Lang­sam­lega mest af vöru­út­flutn­ingi frá Íslandi fer til EES-­svæð­is­ins. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None