Auglýsing

Útgerð­ar­maður spurði mig nýver­ið: „Af hverju hat­arðu sjáv­ar­út­veg?“ Ástæðan var frétta­flutn­ingur Kjarn­ans af kröfum útgerð­ar­manna um að ríkið leysti kjara­deilur þeirra við sjó­menn. Í kjöl­farið þurfti ég að útskýra að svo væri ekki og að það væri fjar­stæðu­kennd nálgun að álykta sem svo bara vegna þess að fjöl­mið­ill fylgdi ekki línu útgerð­ar­manna í mál­inu.

Raunar finnst mér íslenskur sjáv­ar­út­vegur magn­að­ur. Atvinnu­greinin var lengi vel eina alvöru gjald­eyr­is­skap­andi stoðin undir íslenskum efna­hag og hefur átt gríð­ar­legan þátt í þeim lífs­kjara­fram­förum sem orðið hafa á Íslandi und­an­farna ára­tugi. Í stétt­inni vinnur mjög hæft fólk sem tek­ist hefur að hámarka tekj­urnar sem hægt er að fá fyrir nýt­ingu þjóð­ar­auð­lind­ar­innar án þess að ganga á sjálf­bærni henn­ar. Árang­ur­inn er ein­stakur á heims­vísu.

Á síð­ustu árum, á meðan að íslensk þjóð hefur tek­ist á við erf­iða upp­bygg­ingu eftir efna­hags­hrun, hefur sjáv­ar­út­vegur átt sín bestu ár. Lágt gengi krónu, lágt heims­mark­aðs­verð á olíu og koma mak­ríls inn í íslenska lög­sögu hefur skipt þar miklu máli. Sá gangur hef­ur, að und­an­skildu vexti í ferða­þjón­ustu, verið ein helsta ástæða þess að efna­hags­bat­inn hefur verið jafn hraður og raun ber vitni. Þrátt fyrir þetta þá er greinin ekki yfir gagn­rýni hafin og margt í fram­ferði þeirra sem fara fyrir henni sem er veru­lega ámæl­is­vert.

Auglýsing

Þótt sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækin virð­ist oft tala einu máli í gegnum Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi (SFS, áður LÍÚ) þá er geir­inn sam­an­settur úr ansi ólíkum öng­um. Sjó­manna­verk­fall eins og það sem nú stendur yfir bitnar ann­ars vegar lang­verst á litlum fyr­ir­tækjum sem byggja afkomu sína á veiðum og vinnslum og hins vegar þeim sem eru í verk­falli, sjó­mönn­unum sjálf­um. Sjóðir þess­ara aðila eru nán­ast tómir nú þeg­ar. Stóru útgerð­irn­ar, sem eiga tugi millj­arða hver í eigin fé, geta hins vegar auð­veld­lega beðið lengur eftir því að fá það sem þær vilja úr kjara­við­ræð­un­um. Þær munu hvort eð er veiða allan þann fisk sem þau hafa kvóta til. Og gætu jafn­vel fundið frek­ari við­skipta­tæki­færi í kaupum á rekstri þeirra sem hafa ekki frekara úthald.

Vilja „leið­rétt­ingu“ fyrir sjó­menn

Nú liggur fyrir að útgerð­ar­menn vilja að ríkið leysi kjara­deilu þeirra við sjó­menn. Þar kemur tvennt til greina: ann­ars vegar laga­setn­ing á verk­fall þeirra eða hins vegar að ríkið veiti sjó­mönnum skatt­afslátt af hluta launa sinna, og taki þar með þátt í því að greiða laun þeirra. Heiðrún Lind Mart­eins­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri SFS, skrifar grein í Morg­un­blaðið á fimmtu­dag þar sem hún segir það vera dylgjur að útgerðir séu að fara fram á að ríkið taki þátt í að greiða laun sjó­manna. Samt eru uppi kröfur um að þeir greiði ekki skatt af fæð­is­pen­ingum og dag­pen­ingum vegna ferða- og dval­ar­kostn­að­ar. Heiðrún Lind segir að „leið­rétt­ing þessa órétt­lætis er for­senda þess að kjara­samn­ingar verði und­ir­rit­að­ir.“ Það liggur því fyrir að útgerð­ar­menn munu ekki sam­þykkja kjara­samn­ing nema að að ríkið gefi frá sér tekj­ur. Og ef ríkið gefur frá sér tekj­ur, þá er ríkið að taka þátt í greiðslu launa.

Það er eng­inn vafi um að svona er þetta. Tekjur rík­is­ins minnka og tekjur sjó­manna aukast. Þannig aukast álögur ann­arra skatt­greið­enda eða féð sem á að standa undir rík­is­rekstr­inum dregst sam­an. Þetta er bara stað­reynd. Um þetta ætti ekki að þurfa að ríf­ast og að halda öðru fram er bara orð­heng­ils­hátt­ur. Að kalla þetta dylgjur eða „leið­rétt­ingu“ er í besta falli kostu­legt.

Útgerðin ber fyrir sig að rík­is­starfs­menn og flug­á­hafnir fái að draga gisti- og fæð­is­kostnað frá greiddum dag­pen­ingum vegna ferða­laga og nota það sem rök fyrir því að sjó­menn eigi að fá það líka. Í fyrsta lagi eru sjó­menn ekki rík­is­starfs­menn, heldur starfs­menn einka­geira sem átti 220 millj­arða króna í eigið fé í árs­lok 2015 eftir að hafa greitt eig­endum sínum rúma 54 millj­arða króna í arð á nokkrum árum. Það er ekki hægt að bera kjör sjó­manna saman við kjör rík­is­starfs­manna eða getu eig­enda útgerða til að greiða laun við getu rík­is­sjóðs.

Það er ekki ný taktík hjá útgerð­ar­mönnum að benda á að flug­á­hafnir fái skatta­grið af dag­pen­ingum sín­um. Þetta var bar­áttu­vopn hjá LÍU árum saman við að við­halda sjó­manna­af­slætti. Og það má vel vera að það sé ósann­gjarnt að flug­á­hafnir fái skatt­frjálsa dag­pen­inga. En það er hins vegar í sam­ræmi við skatt­mat rík­is­skatt­stjóra. Þing­mönnum er í lófa lagt að breyta þeirri stöðu með laga­breyt­ingu ef þeir vilja. Varð­andi sjó­menn þá liggja hins vegar fyrir úrskurðir yfir­skatta­nefndar um að í útgerð og sjó­sókn felist ekki til­fallandi ferðir utan vinnu­staðar í skiln­ingi skatt­mats­reglna. Þess vegna kemur ekki til greina að að heim­ila skatt­drá­drátt af fæð­ings­pen­ingum sjó­manna.

Nýtt útlit en sömu hags­munir

Þótt sam­tök útgerð­ar­manna hafi gengið í gegnum and­lits­lyft­ingu með því að breyta nafn­inu sínu úr LÍÚ í SFS og fýldum svart hvítum Frið­riki í fyrst nútíma­legan Kol­beinn í lit, og svo Heiðrúnu Lind, þá eru sömu hags­munir að baki. Að tryggja eig­endum stærstu útgerða lands­ins sem mesta arð­semi af nýt­ingu þjóð­ar­auð­lind­ar­inn­ar. Á und­an­förnum árum hefur þessi hags­muna­bar­átta tekið á sig ýmsar mynd­ir. Flot­anum var siglt í land 2012 til að mót­mæla töku veiði­gjalda sem renna í sam­neysl­una. Árið 2015 var settur í gang gríð­ar­legur þrýst­ingur um að Ísland hætti stuðn­ingi við við­skipta­þving­anir gegn Rússum og tæki með því hags­muni útgerð­ar­innar fram yfir sið­ferð­is­lega afstöðu með mann­rétt­ind­um, með full­veldi sjálf­stæðra þjóða, með vest­rænu varn­ar­sam­starfi, aðra við­skipta­lega hags­muni Íslands á innri mark­aði Evr­ópu og rétt­læti. Og nú er krafan sú að ríkið leysi kjara­deilu við sjó­menn með því að taka á sig hluta kostn­að­ar­ins við það.

Fyrir utan SFS hafa útgerð­ar­menn tvær leiðir til að koma kröfum sínum á fram­færi. Sú fyrri er í gegnum stjórn­mál. Eng­inn einn atvinnu­vegur veitir jafn miklu fé í styrki til stjórn­mála­flokka og -manna og sjáv­ar­út­veg­ur. Þar er aðal­lega um að ræða stór­út­gerðir og tengd félög. Það kemur lík­ast til fáum á óvart að níu af hverjum tíu krónum sem útgerðir veita til stjórn­mála­flokka fari til Sjálf­stæð­is­flokks og Fram­sókn­ar­flokks, þeirra tveggja flokka sem sögu­lega hafa staðið vörð um hags­muni sjáv­ar­út­vegs framar öðrum hags­mun­um.

Seinni leiðin er í gegnum Morg­un­blað­ið, stærsta áskrift­ar­dag­blað lands­ins. Útgerð­ar­menn og tengdir aðilar eiga 96 pró­sent í blað­inu og hafa sett að minnsta kosti 1,2 millj­arð króna inn í rekst­ur­inn. Blaðið hefur auk þess fengið 4,5 millj­arða króna afskrif­aða síðan að þeir keyptu það árið 2009. Samt hefur útgáfu­fé­lag Morg­un­blaðs­ins tapað 1,5 millj­arði króna hið minnsta.

Morg­un­blaðið nýtur þeirrar sér­stöðu í íslenskum fjöl­miðla­heimi að vera eini fjöl­mið­ill Íslands sem er með yfir­lýst póli­tísk mark­mið. Nokkur konar stefnu­skrá. Hún var opin­beruð í við­tali við Óskar Magn­ús­son, fyrr­ver­andi útgef­anda blaðs­ins, á Hring­braut í des­em­ber síð­ast­liðn­um. Þar sagði Óskar að eig­endur blaðs­ins hafi viljað fá „öðru­vísi tök á þjóð­fé­lag­inu“ í þremur mál­um. „Það var Ices­ave fyrst og fremst, ESB og svo sjáv­ar­út­vegs­mál. Við vitum árang­ur­inn af Ices­ave og ég þakka það Morg­un­blað­inu mjög. Við vitum hvar ESB er statt, sjáv­ar­út­vegs­málin eru enn í óvissu og upp­námi.“ Við þetta má bæta fjórða mark­mið­inu, sem var að tryggja að vinstri­st­jórn eft­ir­hrunsár­anna myndi ekki sitja áfram, og því fimmta, að koma í veg fyrir breyt­ingar á stjórn­ar­skrá. Þar skiptir meðal ann­ars miklu máli að ákvæði um að nátt­úru­auð­lind­ir, þar með tal­inn fisk­ur­inn í sjón­um, séu þjóð­ar­eign.

Fyrir þess­ari stefnu er barist á hverjum degi á vett­vangi Morg­un­blaðs­ins, jafnt í öllu rit­stjórn­ar­efni og völdum frétta­skrif­um.

Hatar ein­hver sjáv­ar­út­veg?

Það má segja að þessi fjár­fest­ing útgerð­ar­mann­anna hafi skilað 100 pró­sent árangri. Ekki var samið um Ices­ave og það mál leyst­ist á end­anum far­sæl­lega, vinstri stjórnin hrökkl­að­ist frá sem lúbarin minni­hluta­stjórn, Evr­ópu­sam­bandsum­sóknin var eyðilögð, stjórn­ar­skráin stendur óhreyfð og hags­munir útgerð­ar­manna hafa að mestu verið ræki­lega tryggð­ir. Engar breyt­ingar hafa verið gerðar á sjáv­ar­út­vegs­kerfi sem klýfur þjóð­ina í herðar nið­ur, veiði­gjöld voru lækkuð stór­kost­lega á sama tíma og geir­inn gekk í gegnum sín bestu ár og engin önnur leið til að ná sátt um sann­gjarnt afgjald fyrir nýt­ingu á sam­eig­in­legri auð­lind er á borð­inu.

Ég hata ekki sjáv­ar­út­veg. Það er í raun fjar­stæðu­kennd hug­mynd að hata atvinnu­veg, sér­stak­lega slíkan sem færir okkur öllum aukin lífs­gæði. En mér líkar ekki frekja, hót­an­ir, til­ætl­un­ar­semi og yfir­gangur þeirra útgerð­ar­manna og full­trúa þeirra sem tala fyrir hönd grein­ar­inn­ar. Og mér líkar ekki þau gríð­ar­legu ítök og áhrif sem þeir hafa á stjórn­mál, við­skipti, fjöl­miðlun og efna­hags­mál á Íslandi í krafti valda sem auður byggður á nýt­ingu á þjóð­ar­auð­lindar hefur fært þeim. 

Ef gæslu­menn þjóð­ar­auð­lind­ar­innar geta ekki fundið leiðir til að skipta arð­semi hennar á milli sín og starfs­manna sinna, og nýta ekki auð­lind­ina til að skapa tekjur fyrir þjóð­ar­búið í tvo mán­uði, þá ætti ríkið kannski að skoða það að finna nýja gæslu­menn. Það væri aðkoma ríkis sem myndi mögu­lega njóta stuðn­ings almenn­ings. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari
None