Auglýsing

And­ers Samu­el­sen, utan­rík­is­ráð­herra Dan­merk­ur, var til við­tals í Was­hington Post og For­eign Policy í lok jan­úar síð­ast­lið­inn og greindi þar frá fram­þróun á utan­rík­is­stefnu lands­ins. Þessi fimm millj­óna vina­þjóð og frænd­þjóð Íslands á Norð­ur­löndum hefur tekið það stóra skref að til­nefna sér­stakan sendi­herra Dana gagn­vart tækni­fyr­ir­tækj­un­um. Þetta á ekki síst við um ýmis álita­mál danska rík­is­ins og Dana almennt sem tengj­ast fyr­ir­tækjum eins og Goog­le, Face­book, App­le, Microsoft, Cisco, Oracle og Amazon, en þessi fyr­ir­tæki búa yfir gríð­ar­legu magni af gögnum sem sífellt mik­il­væg­ara er að huga betur að í hinu dag­lega lífi fólks. 

Fjár­styrkur þess­ara fyr­ir­tækja er líka með ólík­indum og er nær­tækt að benda á digra sjóði Apple og Microsoft. Apple átti 231,5 millj­arða Banda­ríkja­dala í lausu fé frá rekstri (Cash on hand), í lok árs í fyrra, og Microsoft 140 millj­arða Banda­ríkja­dala. Sam­an­a­lagt eiga þessi fyr­ir­tæki, sem að framan eru nefnd, tæp­lega 600 millj­arða Banda­ríkja­dala í lausu fé frá rekstri, sem er tæp­lega 40 pró­sent af öllu lausafé fyr­ir­tækja í Banda­ríkj­un­um, séu fjár­mála­fyr­ir­tæki frá­tal­in. 

Rök­rétt skref

Í við­tal­inu segir Samu­el­sen að það sé mat danskra stjórn­valda að mik­il­vægt sé fyrir Dani að rækta betri tengsl við tækni­fyr­ir­tækin stóru sem hafa svo mikil áhrif á líf okk­ar. Hugs­unin sé sú, að fram­þróa utan­rík­is­stefn­una þannig að hags­muna­gæslan sé virk gagn­vart stærstu tækni­fyr­ir­tækj­unum og með tím­anum verði komin á tengsl sem geti styrkt sam­keppn­is­hæfni Dan­merk­ur. Þetta er rök­rétt fram­hald á stefnu sem Danir hafa unnið eftir til að auka erlenda fjár­fest­ingu í tækni­iðn­aði, og má nefna 166 þús­und fer­metra gagna­ver Apple í Viborg á Jót­landi sem dæmi um árangur á því sviði. Starfs­maður Invest in Den­mark - eins konar Íslands­stofa þeirra Dana - sem er stað­settur í Síli­kondalnum í Kali­forníu vann að því að linnu­lítið í þrjú ár að koma á tengslum við Apple til að ræða mögu­leik­ann á grænu gagn­veri í Dan­mörku. Þetta skil­aði árangri að lok­um. 

Auglýsing

Hægt að læra af Dönum

Stefnan sem Samu­el­sen hefur talað fyrir og þessi skref sem Danir hafa stigið virka skyn­sam­legt og eitt­hvað sem við Íslend­ingar þurfum að gefa gaum. Í okkar agn­arsmáa landi eru tækni­fyr­ir­tækin áhrifa­mikil og það mun skipta miklu máli hvernig farið verður með gögnin sem safn­ast saman hjá þeim. Það þarf að hugsa um þessa hags­muni, ekki síst þegar kemur að per­sónu­frels­is­sjón­ar­miðum og fénýt­ingu gagna. Nú þegar er sá iðn­aður orð­inn risa­vax­inn og alveg öruggt er að aðeins lít­ill toppur á ísjak­anum er far­inn að sjást í þeim efn­um.

Tengj­umst svæð­um, ekki löndum

Skref Dana vekur einnig upp fleiri spurn­ingar um fram­þróun utan­rík­is­stefn­unn­ar. Hið póli­tíska lands­lag í heim­inum virð­ist einnig draga vel fram þær miklu breyt­ingar sem eru að verða á sam­fé­lög­um, á Vest­ur­löndum og í Asíu ekki síst. Innan ein­stakra ríkja eru hávaxt­ar­svæði þar sem við­skipta­sam­bönd myndast, vöru­þróun á sér stað, nýsköpun blómstr­ar, fjár­fest­ingar eru fram­kvæmdar og rann­sóknir stund­að­ar. Borgir eru í lyk­il­hlut­verki. Í mörgum til­vikum eru hin hefð­bundnu póli­tísku tengsl, í gegnum við­skipta­samn­inga og diplómat­ísk sam­skipti, ekki endi­lega rétta leiðin til að tengj­ast þessum svæð­um. Heldur frekar þaul­hugsuð mark­aðs­setn­ing og lang­tíma­á­ætl­an­ir, þar sem einka­fyr­ir­tæki og hið opin­bera leiða saman hesta sína. 

Erlendir ferðamenn eru umsvifamestir í gjaldeyrissköpuninni, en við þurfum að auka útflutning á vörum og þjónustu.Nefna má helstu vaxt­ar­borgir í Kína, borg­ar­svæðin á aust­ur- og vest­ur­strönd Banda­ríkj­anna, fisk­mark­aði í Síle, nýsköp­un­ar­suðu­pott­inn í Stokk­hólmi og menn­ing­ar­starfið í mið­borg Berlín, sem dæmi. Þetta eru alþjóð­legir mann­lífspottar að grunni til og það þarf að nálg­ast þá með beinum tengslum á vett­vangi, með svip­uðum hætti og Danir hafa hugsað nálgun sína að tækni­geir­an­um.

Vel má hugsa sér að Ísland búi til nýjar sendi­herra­stöður í fram­tíð­inni sem byggja á þess­ari nálg­un. Þá sendi­herra ætti alls ekki að sækja í hóp þing­manna eða emb­ætt­is­manna, heldur miklu frekar beint út á einka­mark­að­inn á við­kom­andi svæð­um.



Stöð­urnar gætu til dæmis verið sendi­herra Íslands gagn­vart tækni­fyr­ir­tækjum og sendi­herra gagn­vart nýsköp­un­ar­svæðum í borg­um, þar sem unnið er þvert á landa­mæri. Því betur sem tekst að rækta tengsl íslensks atvinnu­lífs við þessa nýju efna­hags­legu turna, því betra.

Utan­rík­is­þjón­ustan finnst mér of oft vera tengd við bruðl í opin­berri umræðu. Ég held að það sé ósann­gjarnt og ein­fald­lega ekki rétt. Ef eitt­hvað er þá er hún lík­lega und­ir­mönnuð og of veik­burða til að geta sinnt fjöl­þættum verk­efnum vel, þó erfitt sé að meta það nákvæm­lega.

En hún þarf að fram­þró­ast og örríkið Ísland hefur mikil tæki­færi þegar kemur að betri teng­ingum við ein­staka mark­aðs­svæði þar sem vörur geta kom­ist á mark­að, við­skipta­tengsl orðið til og þjón­usta íslenskra fyr­ir­tækja verið keypt. Við þurfum að huga vel að þessum málum til fram­tíðar litið og lík­lega er fátt mik­il­væg­ara fyrir kom­andi kyn­slóðir en að styrkja þessi alþjóð­legu tengsl.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari
None