Auglýsing

Anders Samuelsen, utanríkisráðherra Danmerkur, var til viðtals í Washington Post og Foreign Policy í lok janúar síðastliðinn og greindi þar frá framþróun á utanríkisstefnu landsins. Þessi fimm milljóna vinaþjóð og frændþjóð Íslands á Norðurlöndum hefur tekið það stóra skref að tilnefna sérstakan sendiherra Dana gagnvart tæknifyrirtækjunum. Þetta á ekki síst við um ýmis álitamál danska ríkisins og Dana almennt sem tengjast fyrirtækjum eins og Google, Facebook, Apple, Microsoft, Cisco, Oracle og Amazon, en þessi fyrirtæki búa yfir gríðarlegu magni af gögnum sem sífellt mikilvægara er að huga betur að í hinu daglega lífi fólks. 

Fjárstyrkur þessara fyrirtækja er líka með ólíkindum og er nærtækt að benda á digra sjóði Apple og Microsoft. Apple átti 231,5 milljarða Bandaríkjadala í lausu fé frá rekstri (Cash on hand), í lok árs í fyrra, og Microsoft 140 milljarða Bandaríkjadala. Samanalagt eiga þessi fyrirtæki, sem að framan eru nefnd, tæplega 600 milljarða Bandaríkjadala í lausu fé frá rekstri, sem er tæplega 40 prósent af öllu lausafé fyrirtækja í Bandaríkjunum, séu fjármálafyrirtæki frátalin. 

Rökrétt skref

Í viðtalinu segir Samuelsen að það sé mat danskra stjórnvalda að mikilvægt sé fyrir Dani að rækta betri tengsl við tæknifyrirtækin stóru sem hafa svo mikil áhrif á líf okkar. Hugsunin sé sú, að framþróa utanríkisstefnuna þannig að hagsmunagæslan sé virk gagnvart stærstu tæknifyrirtækjunum og með tímanum verði komin á tengsl sem geti styrkt samkeppnishæfni Danmerkur. Þetta er rökrétt framhald á stefnu sem Danir hafa unnið eftir til að auka erlenda fjárfestingu í tækniiðnaði, og má nefna 166 þúsund fermetra gagnaver Apple í Viborg á Jótlandi sem dæmi um árangur á því sviði. Starfsmaður Invest in Denmark - eins konar Íslandsstofa þeirra Dana - sem er staðsettur í Sílikondalnum í Kaliforníu vann að því að linnulítið í þrjú ár að koma á tengslum við Apple til að ræða möguleikann á grænu gagnveri í Danmörku. Þetta skilaði árangri að lokum. 

Auglýsing

Hægt að læra af Dönum

Stefnan sem Samuelsen hefur talað fyrir og þessi skref sem Danir hafa stigið virka skynsamlegt og eitthvað sem við Íslendingar þurfum að gefa gaum. Í okkar agnarsmáa landi eru tæknifyrirtækin áhrifamikil og það mun skipta miklu máli hvernig farið verður með gögnin sem safnast saman hjá þeim. Það þarf að hugsa um þessa hagsmuni, ekki síst þegar kemur að persónufrelsissjónarmiðum og fénýtingu gagna. Nú þegar er sá iðnaður orðinn risavaxinn og alveg öruggt er að aðeins lítill toppur á ísjakanum er farinn að sjást í þeim efnum.

Tengjumst svæðum, ekki löndum

Skref Dana vekur einnig upp fleiri spurningar um framþróun utanríkisstefnunnar. Hið pólitíska landslag í heiminum virðist einnig draga vel fram þær miklu breytingar sem eru að verða á samfélögum, á Vesturlöndum og í Asíu ekki síst. Innan einstakra ríkja eru hávaxtarsvæði þar sem viðskiptasambönd myndast, vöruþróun á sér stað, nýsköpun blómstrar, fjárfestingar eru framkvæmdar og rannsóknir stundaðar. Borgir eru í lykilhlutverki. Í mörgum tilvikum eru hin hefðbundnu pólitísku tengsl, í gegnum viðskiptasamninga og diplómatísk samskipti, ekki endilega rétta leiðin til að tengjast þessum svæðum. Heldur frekar þaulhugsuð markaðssetning og langtímaáætlanir, þar sem einkafyrirtæki og hið opinbera leiða saman hesta sína. 

Erlendir ferðamenn eru umsvifamestir í gjaldeyrissköpuninni, en við þurfum að auka útflutning á vörum og þjónustu.Nefna má helstu vaxtarborgir í Kína, borgarsvæðin á austur- og vesturströnd Bandaríkjanna, fiskmarkaði í Síle, nýsköpunarsuðupottinn í Stokkhólmi og menningarstarfið í miðborg Berlín, sem dæmi. Þetta eru alþjóðlegir mannlífspottar að grunni til og það þarf að nálgast þá með beinum tengslum á vettvangi, með svipuðum hætti og Danir hafa hugsað nálgun sína að tæknigeiranum.

Vel má hugsa sér að Ísland búi til nýjar sendiherrastöður í framtíðinni sem byggja á þessari nálgun. Þá sendiherra ætti alls ekki að sækja í hóp þingmanna eða embættismanna, heldur miklu frekar beint út á einkamarkaðinn á viðkomandi svæðum.

Stöðurnar gætu til dæmis verið sendiherra Íslands gagnvart tæknifyrirtækjum og sendiherra gagnvart nýsköpunarsvæðum í borgum, þar sem unnið er þvert á landamæri. Því betur sem tekst að rækta tengsl íslensks atvinnulífs við þessa nýju efnahagslegu turna, því betra.

Utanríkisþjónustan finnst mér of oft vera tengd við bruðl í opinberri umræðu. Ég held að það sé ósanngjarnt og einfaldlega ekki rétt. Ef eitthvað er þá er hún líklega undirmönnuð og of veikburða til að geta sinnt fjölþættum verkefnum vel, þó erfitt sé að meta það nákvæmlega.

En hún þarf að framþróast og örríkið Ísland hefur mikil tækifæri þegar kemur að betri tengingum við einstaka markaðssvæði þar sem vörur geta komist á markað, viðskiptatengsl orðið til og þjónusta íslenskra fyrirtækja verið keypt. Við þurfum að huga vel að þessum málum til framtíðar litið og líklega er fátt mikilvægara fyrir komandi kynslóðir en að styrkja þessi alþjóðlegu tengsl.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fékk „bakteríuna“ eftir Söngvakeppni sjónvarpsins
„Lögin hafa orðið til á yfir 20 ára tímabili og er því nokkur breidd í þessu hjá mér; allt frá stígandi ballöðum til eins konar rokkóperu,“ segir Pétur Arnar Kristinsson sem blásið hefur til söfnunar fyrir útgáfu fyrstu breiðskífu sinnar.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Smári McCarthy er að hætta á þingi og ætlar í kjölfarið að láta reyna á sitt eigið hugvit í tengslum við loftslagsbreytingar.
„Flokkarnir voru að þvælast fyrir hvorum öðrum“ og niðurstaðan varð núll
Smára McCarthy fráfarandi þingmanni Pírata finnst sem undanfarin fjögur ár hafi litast af því að lítið ráðrúm hafi verið til þess að ræða pólitík, þar sem stjórnarflokkarnir eru ósammála um mörg grundvallarmálefni.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Það er fremur fátítt að sólarhringsúrkoma í Reykjavík mælist meira en 20 mm eða meiri að sumarlagi.
Rignir af meiri ákefð nú en áður?
Fátt bendir til þess að Ísland sleppi alfarið við aftakaúrkomu sem nágrannaríki okkar hafa upplifað á síðustu árum, skrifar Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur og veltir fyrir sér getu fráveitukerfa til að taka við meiriháttar vatnsflaumi.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Norska kvennaliðið í strandhandbolta að loknu Evrópumeistaramótinu í Búlgaríu á dögunum.
Bikiní- og stuttbuxnadeilan
Nýafstaðið Evrópumeistaramót í strandhandbolta vakti mikla athygli víða um heim. Það var þó ekki keppnin sjálf sem dró að sér athyglina heldur deilur um klæðnað. Nánar tiltekið klæðnað norska kvennalandsliðsins.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Joe Biden forseti Bandaríkjanna tilkynnti í apríl að viðskiptaþvingunum yrði beitt á Rússland vegna njósnanna.
Brotist inn í tölvupósta bandarískra saksóknara
Óttast er að viðkvæmum gögnum hafi verið stolið er brotist var inn í tölvur tæplega þrjátíu embætta saksóknara í Bandaríkjunum á síðasta ári. Bandarísk yfirvöld telja Rússa standa að baki árásinni.
Kjarninn 31. júlí 2021
Eftir helgi verða breytingar á ferðatakmörkunum til Bretlands.
Fagna ákvörðun Breta um að bólusettir sleppi við sóttkví
„Hvenær ætla Bandaríkin að svara í sömu mynt?“ spyrja Alþjóða samtök flugfélaga sem fang ákvörðun Breta um að aflétta sóttkvíarkröfum á bólusetta farþega frá Bandaríkjunum og ESB-ríkjum.
Kjarninn 31. júlí 2021
Eggert Gunnarsson
Hamfarakynslóðin
Kjarninn 31. júlí 2021
Frá aðdáun til andófs í álfu strangra takmarkana
Í Eyjaálfu hefur „núllstefnan“ í baráttunni við kórónuveiruna skilað eftirtektarverðum árangri og engin smit hafa greinst í nokkrum ríkjum. Eftir að smitum fjölgaði í Ástralíu og útgöngubann var sett á fannst mörgum nóg komið.
Kjarninn 31. júlí 2021
Meira úr sama flokkiLeiðari
None