West Ham og vísindi

Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar að það sé ósanngjarnt gagnvart vísindum að ætlast til að vísindamenn rökræði niðurstöður á móti persónulegum skoðunum annarra.

Auglýsing

Ég held með West Ham í knattspyrnu og fyrir mér er það besta lið Englands. Ef ég væri spurður hvort West Ham eða Chelsea væri betra lið þá myndi ég sjálfsögðu svara West Ham. Þetta er afstaða mín, fyrst og fremst vegna þess að það er eindregin von mín og vilji að West Ham sé besta liðið. Til að „sanna“ þessa fullyrðingu þá myndi ég benda á síðasta leik þessara liða sem endaði tvö eitt fyrir Hömrunum. Vísindin myndu nálgast þessa spurningu öðruvísi. Þau myndu skoða stærra úrtak og fleiri mælingar en þessa einu sem ég freistaðist til að nota. Niðurstaða vísindamanna væri, því miður fyrir mig, að mælingar bentu eindregið til þess að Chelsea væri langtum betra lið en West Ham. Vísindi eru nefnilega alls ekki skoðun heldur aðferðafræði. Niðurstöður vísindarannsókna byggja á stöðluðum mælingum sem gefa af sér einhverja útkomu sem hefur ekkert með vonir, þrár eða tilfinningar vísindamannsins að gera. Það eru of margir sem átta sig ekki fullkomlega á hvað vísindi eru í eðli sínu. Það er orðið allt of algengt að fólk tali um að það sé ekki sammála vísindamönnum í hinu og þessu, líkt og vísindaleg framsetning sé einhver skoðun sem hægt er að rökræða og þrátta um. 

Það er ósanngjarnt gagnvart vísindum að ætlast til að vísindamenn rökræði niðurstöður á móti persónulegum skoðunum annarra. Vísindamenn eru alltaf í þeirri erfiðu stöðu að grunneðli vísinda setur þeim takmörk um túlkanir og útilokar í raun fullyrðingar. Ef vísindamaður væri spurður hvort liðið væri betra væri svarið hófstillt og varlega orðað t.d. „Niðurstöður mælinga benda eindregið til þess að Chelsea sé talsvert betra lið að jafnaði“. Persónulega gæti ég sjálfur verið mun meira afgerandi og svarað „West Ham er betra lið eins og síðasti leikur sýndi klárlega“. En hvað er ég að blaðra um þetta? Jú um þessar mundir eru ýmsir tækifærissinnar duglegir við að afneita vísindalegum niðurstöðum um mikilvæg mál. Til eru þeir sem t.d. velja kaldasta dag ársins eða einhverja aðra skammtímasveiflu niður á við, til afneita með öllu vísindalegum niðurstöðum um loftslagsbreytingar. Þeir eru líka til sem nota dæmi um rafbíl, sem hlaðinn er með orku frá úreltasta kolaorkuveri heims, sem einhverja „sönnun“ fyrir því að almennt sé lítill munur á heildarútblæstri rafbíls og bensínbíls. 

Auglýsing

Til að ná mikilvægum framförum í umhverfismálum þá verður fólk, sem velur skynsemi umfram þröngsýni eða sérhagsmuni, að standa með vísindum og berjast fyrir jákvæðum framgangi byggðum á aðferðafræði. Vísindin þurfa hjálp í umræðunni, því ein og sér eru þau berskjölduð. Það er alltaf hægt að koma vísindamanni í erfiða aðstöðu gagnvart allri umræðu með þessari einföldu spurningu: „Getur þú fullyrt að þetta sé svona alltaf?“. Samkvæmt vísindalegri nálgun verður svarið alltaf nei á meðan andstæðingurinn getur fullyrt hvað sem er út frá sinni skoðun eða tilfinningu. Ég er alls ekki að tala um að að fólk hætti að efast og kokgleypi við öllu. Efi er einmitt eitt af grunngildum vísinda og öll vísindavinna eins og stöðlun, stærð úrtaks og endurtekningar snúast um að lágmarka efann. Efinn er svo aftur nýttur til að að lágmarka oftúlkun á niðurstöðum fyrir einstakar rannsóknir. Vísindi eru ekki og verða aldrei fullkomin en þau eru besta aðferðafræðin til að nálgast öll þau viðfangsefni og áskoranir sem við stöndum frammi fyrir. Áfram West Ham! 

Höfundur er framkvæmdastjóri Orkuseturs.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Frá vígslu málverkanna í febrúar árið 2018. Síðan þá hafa þau ekki verið sýnd hlið við hlið.
Portrettmyndir Obama-hjónanna gera víðreist um Bandaríkin
Aðsóknarmet var slegið í National Portrait Gallery í Washington D.C. eftir að opinberar portrettmyndir Obama-hjónanna bættust í safneignina árið 2018. Nú eru myndirnar á leið í 11 mánaða reisu vítt og breitt um Bandaríkin.
Kjarninn 19. júní 2021
Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar.
Afnám leiguþaks gæti orðið Löfven að falli
Svíþjóð hefur, líkt og önnur lönd í Evrópu, reynt að sporna gegn hröðum leiguverðshækkunum með leiguþaki. Nú gæti farið svo að sænska ríkisstjórnin falli vegna áforma um að afnema slíkar takmarkanir fyrir nýbyggingar.
Kjarninn 18. júní 2021
Frá Akureyri.
Starfsfólki sagt upp á hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akureyri
Forseti ASÍ gagnrýnir hagræðingaraðgerðir sem bitna fyrst og fremst á starfsfólki að hennar mati. Heilsuvernd tók við rekstri Öldrunarheimila Akureyrar í apríl á þessu ári.
Kjarninn 18. júní 2021
Kona gengur fram hjá minningarvegg um fórnarlömb COVID-19 í London.
Delta-afbrigðið á fleygiferð á Bretlandseyjum
Tilfellum af COVID-19 fjölgaði um 50 prósent í Bretlandi á einum mánuði frá 5. maí til 7. júní. Smitum af völdum Delta-afbrigðisins svokallaða fjölgaði um tæp 80 prósent milli vikna. Ný bylgja segja sumir en aðrir benda á að hún verði aldrei skæð.
Kjarninn 18. júní 2021
Komum erlendra ferðamanna til landsins fækkaði um 81 prósent milli 2019 og 2020.
Íslendingar eyddu minna á ferðalögum innanlands í fyrra heldur en árið 2019
Heildarútgjöld íslenskra ferðamanna innanlands námu 122 milljörðum króna í fyrra og drógust saman um 14 prósent frá 2019. Hlutfall ferðaþjónustu í landsframleiðslu dróst saman um rúmlega helming á tímabilinu, fór úr átta prósentum niður í 3,9 prósent.
Kjarninn 18. júní 2021
Upplýsingar um alla hluthafa og hversu mikið þeir eiga í skráðum félögum hafa legið fyrir á opinberum vettvangi undanfarið. Þetta telur Persónuvernd stríða gegn lögum.
Persónuvernd telur víðtæka birtingu hluthafalista fara gegn lögum
Vegna nýlegra lagabreytinga hefur verið hægt að nálgast heildarhluthafalista skráðra félaga í Kauphöllinni í samstæðureikningum á vef Skattsins. Persónuvernd telur þessa víðtæku birtingu fara gegn lögum.
Kjarninn 18. júní 2021
Flókið að fást við fólk sem lætur sannleikann ekki þvælast fyrir sér
Kerfið brást Helgu Björgu harðlega eftir að hún upplifði stöðugt áreiti borgarfulltrúa Miðflokksins í um tvö ár án þess að geta borið hönd fyrir höfuð sér. Málið hefur haft margvíslegar alvarlegar afleiðingar á andlega og líkamlega heilsu hennar.
Kjarninn 18. júní 2021
Horft frá Nauthólsvík yfir á Kársnes og að Hamraborg, þar sem Kópavogsbær stefnir á uppbyggingu þéttrar byggðar meðfram væntum borgarlínuleiðum.
Telur kjörnum fulltrúum skylt að rýna í hugmyndir um ódýrari Borgarlínu
Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi vill rýna betur í hugmyndir um ódýrari Borgarlínu, sem lagðar hafa verið fram að undanförnu, svo vilji sveitarstjórna sé skýr í málinu. Einnig viðrar hún sérstakar áhyggjur af rekstrarkostnaði.
Kjarninn 18. júní 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None