Til hamingju, Ísland!

Birgir Birgisson minnist þess að 30 ár eru í dag frá því að umferðarlög tóku gildi. Og bendir á nauðsyn þess að taka þau til endurskoðunar.

Auglýsing

Dag­ur­inn í dag, 1. mars, er merki­legur fyrir margra hluta sak­ir. Í almennri umræðu und­an­farnar vikur hefur mest borið á teng­ingu við áfeng­is­lög­gjöf­ina og þá ákvörðun að leyfa sölu á bjór eftir ára­tuga bann. En dag­setn­ingin teng­ist líka merki­legum við­burði sem gerð­ist fáum árum fyrr og snertir dag­legt líf okkar allra. Þann 1. mars 1987 tóku nefni­lega gildi ný umferð­ar­lög sem gerðu öllum skylt að nota bíl­belti, með örfáum und­an­tekn­ing­um. Nú­orðið þykir bíl­belta­notkun sem betur fer sjálf­sagður hlutur og jákvæð áhrif af því ættu að vera öllum aug­ljós.

Það sem ekki er eins aug­ljóst er hvers vegna við búum við 30 ára gömul og nán­ast óbreytt umferð­ar­lög. Það er engu lík­ara en ekk­ert hafi breyst í tækni­þró­un, skipu­lagi og hönnun umferð­ar­mann­virkja, mann­fjölda, ferða­háttum eða gerðum sam­göngu­far­ar­tækja und­an­farna ára­tug­i. En er það virki­lega þannig?

Hlut­verk Sam­göngu­stofu eru mörg og mörgum verkum hennar er vel sinnt. Sú sorg­lega stað­reynd blasir þó við að það fjár­magn sem stofn­unin hefur úr að moða er í engu sam­ræmi við mik­il­vægi henn­ar. Þó þessi hluti umræðu um umferð­ar­ör­yggi hafi ef til vill lítið með sjálf umferð­ar­lögin að gera, blasir þarna við það sinnu­leysi sem ræður ríkjum á þessu svið­i. Þess þarf að breyta.

Auglýsing

Varla þarf að tví­yrða um stór­lega auk­inn fjölda veg­far­enda síð­ustu ára, til dæmis vegna auk­innar umferðar ferða­fólks. En það eru fleiri hlutir sem gera það nauð­syn­legt að taka íslensk umferð­ar­lög og reglu­gerðir sem þeim tengj­ast til end­ur­skoð­un­ar. Slík end­ur­skoðun hefur að vísu þegar verið reynd í nokkur skipti á löngum gild­is­tíma þeirra, en póli­tísk ref­skák hefur oftar en ekki orðið til þess að ekk­ert verður úr fram­kvæmd­inn­i. Þessu þarf að breyta.

Það hlýtur líka að vera umhugs­un­ar­efni, svo dæmi sé tek­ið, að náms­skrá í öku­kennslu hefur ekk­ert breyst í tæpan ára­tug (og hafði ekki breyst í ára­tug þar á und­an), þrátt fyrir allar þær miklu breyt­ingar sem orðið hafa á ferða­venjum mik­ils hluta veg­far­enda. Til dæmis eru hvorki þar né í umferð­ar­lög­unum sjálfum neinar mark­tækar breyt­ingar að sjá vegna þeirrar miklu fjölg­unar hjól­reiða­fólks sem orðið hefur á und­an­förnum árum. Þessu þarf að breyta.

Þekk­ing­ar­leysi allt of margra öku­manna, þegar kemur að sam­skiptum og sam­vinnu við hjól­reiða­fólk í dag­legri umferð, er bein­línis lífs­hættu­leg­t. Ein þeirra fáu greina umferð­ar­lag­anna sem fjalla um þennan til­tekna hóp veg­far­enda, svo dæmi sé tek­ið, gefur hjól­reiða­fólki á skýran og afdrátt­ar­lausan hátt leyfi til að taka hægra megin fram úr bif­reið­um, til dæmis þar sem löng bíla­röð mynd­ast við gatna­mót. Þess vegna verður eitt­hvað að ger­ast í því að auka með­vit­und öku­manna um notkun ljósa- og merkja­bún­að­ar, sem er alltof ábóta­vant. Þessu þarf að breyta.

Almennar upp­lýs­inga­her­ferðir hafa að miklu leyti misst marks, einkum vegna þess að aðferð­irnar til miðl­unar eru úrelt­ar, fjár­magnið til verks­ins af skornum skammti og veru­lega skortir á að slík átök verði nægj­an­lega sam­stillt á -öllum víg­stöðv­um. Þessu þarf að breyta.

Nýlega hefur einnig farið fram umræða um örygg­is­mynda­vélar í opin­beru rými. Gagn­semi þeirra hefur til að mynda sýnt sig við rann­sóknir saka­mála. Hins vegar virð­ist sem sú gagn­semi hverfi alger­lega þegar um er að ræða mynda­vélar sem öku­menn hafa í öku­tækjum sín­um. Engar reglur virð­ast vera til um hvernig skuli með­höndla slík gögn, hvort sem er til að skera úr um ábyrgð eða orsök í umferð­ar­slysum eða við alvar­leg umferð­ar­laga­brot. Þessu þarf að breyta.

Fjöldi veg­far­enda sem nýtir bland­aða göngu- og hjól­reiða­stíga vex ört. Að sama skapi hefur minni háttar slysum við þær aðstæður fjölgað og oftar en ekki er um að kenna skorti á upp­lýs­ing­um, skorti á merk­ingum eða vill­andi merk­ing­um, en ekk­ert síður skorti á því sem mætti kalla eðli­lega umferð­ar­menn­ing­u. ­Fólk sem ferð­ast um, er hluti af umferð­inn­i. Hvort sem fólk velur að ganga, aka, hjóla eða eitt­hvað ann­að. Al­menna reglan um að halda sig hægra megin ætti að vera jafn­gild þar sem ann­ars stað­ar­. Í íslenskum veru­leika virð­ist oft sem hug­takið ´um­ferð´ nái ekki yfir aðra en þá sem eru akand­i. Þessu þarf að breyta.

Svo allrar sann­girni verði gætt þarf það að fylgja sög­unni að breyt­ingar á umferð­ar­lög­unum á gild­is­tíma þeirra eru að nálg­ast fimmta tug­inn, ef með eru taldar minni háttar lag­fær­ingar og við­auk­ar. En það hljómar örugg­lega und­ar­lega fyrir flest fólk að minnstur hluti þeirra breyt­inga hefur snú­ist um að auka öryggi veg­far­enda. Mun fleiri fjalla um sekt­ar- og refsi­á­kvæði eða minni háttar stjórn­sýslu­legar aðlag­an­ir. Þessu þarf að breyta.

Örugg umferð ætti að vera kapps­mál okkar allra og jafn­vel þó mik­ill árangur hafi náðst í því að draga úr alvar­legum slysum á þjóð­vegum lands­ins, er umferð­ar­þungi og þétt­leiki umferðar að breyt­ast ört. Þess vegna er fyrir löngu orðið nauð­syn­legt að end­ur­skoða íslensk umferð­ar­lög í heild sinni ásamt þeim reglu­gerðum sem af þeim leiða og gera á þeim nauð­syn­legar breyt­ing­ar.

Ef það tekst að hefja það verk fljót­lega er kannski von til þess að því ljúki fyrir fer­tugs­af­mæl­ið.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None