Auglýsing

Don­ald J. Trump tók við stjórn­ar­taumunum 20. jan­úar í Hvíta hús­inu og hefur gustað um hann og allt hans nán­asta sam­starfs­lið, svo ekki sé meira sagt. Hægt er að rekja það í löngu máli, hversu mörg deilu­mál hafa komið upp frá því Trump tók við, en það er ekki ætl­unin að gera það í þessum pistli. 

Fjöl­miðlar hafa hins vegar staðið sig vel í því að láta Trump, fjöl­miðla­full­trú­ann Sean Spicer, dóms­mála­ráð­herr­ann Jeff Sessions og fleiri í Trump-­stjórn­inni, ekki kom­ast upp með neitt rugl. Jafn­óðum hefur vit­leysa verið leið­rétt, en það breytir ekki öllu um stöð­una í hinu póli­tíska lands­lagi í land­inu. Þjóðin er klof­in.

Blóm­strandi hag­kerfi á aust­ur- og vest­ur­strönd­inni leiða í mót­mæla­bylgj­unni sem hefur verið gegn Trump og hans orð­ræðu, og það er frekar að herð­ast á þeirri afstöðu en hitt. Trump á síðan mik­inn stuðn­ing víð, einkum í mið­ríkj­un­um. Kann­anir sýna að þessi staða hefur ekki breyst svo mikið frá kosn­ing­um. 

Auglýsing

En hvað ætlar Trump sér á næstu fjórum árum og hvernig hafa stefnu­málin birst? Mörg mál má nefna en það eru einkum þrjú mál, sem sýna hvert skuli stefnt.

1. Banda­ríkin í for­gangi. Eitt er alveg öruggt og það er að Trump ætlar sér að setja banda­ríska hags­muni - eins og hann skil­greinir þá - í for­gang. „Ráðið Banda­ríkja­menn og kaupið banda­rískar vör­ur,“ sagði hann í stefnu­ræðu sinni. Þá hefur hann talað fyrir því að end­ur­semja við önnur mark­aðs­svæði í heim­inum með það í huga að efla starf­semi banda­rískra fyr­ir­tækja og skapa fleiri störf í Banda­ríkj­un­um. Marg­ít­rekað hefur hann sagt, að störfin muni flytj­ast til Banda­ríkj­anna, nóg sé komið af því að störfin hverfi. Skatta­lækk­anir og ein­földun á reglu­verki fjár­mála­geirans á síðan að ýta undir auk­inn hag­vöxt.

Ennþá hafa hins vegar ekki komið fram ítar­legar til­lögur um hvernig stefnan mun birt­ast í smá­at­rið­um. Um þau snú­ast nú oft alþjóða­við­skipt­in. Margir hafa líst miklum efa­semdum um þessi ein­földu stefnu­mál, þar sem banda­rískt er skil­greint út frá ein­hvers konar róm­an­tískri hug­mynd um hvað telst banda­rískt, fremur en að rýna í það í hverju hags­munir Banda­ríkj­anna fel­ast. 

Í sæmi­legri ein­földun má segja, að það eigi eftir að útskýra hvað eru raun­veru­legir banda­rískir hags­mun­ir, í alþjóða­væddum heimi.

2. Her­inn stór­efld­ur. Trump hyggst leita eftir stuðn­ingi þings­ins þegar kemur að því að efla Banda­ríkja­her. Hann vill auka fjár­út­lát til hers­ins um 10 pró­sent eða sem nemur 54 millj­örðum Banda­ríkja­dala. Það er upp­hæð sem nemur um 6 þús­und millj­örðum króna. Þetta er risa­vax­inn efna­hags­að­gerð fyrir Banda­rík­in. Her­inn er einn stærsti vinnu­veit­andi Banda­ríkj­anna og mikil efna­hags­leg áhrif hans, vítt og breitt, inn­an­lands og utan, eru vel þekkt. Trump hefur talað fyrir því að efl­ing hers­ins standi í beinu sam­hengi við áherslur hans sam­fé­lags­legum verk­efnum á lands­vís­u. 

En þessi mikla fjárinn­spýt­ing á ekki að ger­ast öðru­vísi en með stór­felldum nið­ur­skurði í ýmsum öðrum verk­efn­um, þar á meðal í mörgum sam­fé­lags- og umhverf­is­mál­um. Óhætt er að segja að margir ótt­ist þetta og hvaða áhrif það mun hafa til fram­tíðar lit­ið. Eins og í mörgum öðrum mála­flokkum er þó of snemmt að segja til um hvernig nið­ur­skurð­ur­inn mun birt­ast og hvaða áhrif hann hef­ur. 

3. Inn­viða­fjár­fest­ing­ar. Mark­miðið hjá Trump er að eyða þús­und millj­örðum Banda­ríkja­dala, eða sem nemur um 106 þús­und millj­örðum króna, í inn­viða­fjár­fest­ingar á næstu árum. Það eru meðal ann­ars sam­göngu­fram­kvæmdir um öll Banda­ríkin sem eru þarna und­ir. Upp­hæðin kom mörgum á óvart vegna þess hve umfangið er mik­ið. En það sem kemur líka á óvart er að áætl­unin rýmar að miklu leyti við það sem Barack Obama barð­ist fyrir í banda­ríska þing­inu, en var aftur og aftur stopp­aður af með atkvæðum Repúblik­ana. Hann tal­aði um mik­il­vægi þess að ráð­ast í inn­viða­fjár­fest­ingar til að styrkja sam­keppn­is­hæfni lands­ins til fram­tíðar og allt bendir til þess að Trump ætli sér að ná þessu í gegn í þetta skipt­ið. Demókratar munu hugs­an­lega styðja þessa áætl­un, þó deilt verði um umfang og for­gangs­röð­un. 

Hvernig sem mun ganga að hrinda þessu í fram­kvæmd þá er ljóst að Trump er að taka við góðri stöðu í Banda­ríkj­unum sé tekið mið af flestum hag­töl­um. Atvinnu­leysi er komið vel undir fimm pró­sent og í febr­úar mán­uði sköp­uð­ust 298 þús­und ný störf, sem er mesta starfa­aukn­ing í mán­uði frá árinu 2015. Þá hafa mörg af fram­sækn­ustu fyr­ir­tækjum lands­ins til­kynnt nýlega um mikil vaxt­ar­á­form en þeim mun fylgja mikil starfa­aukn­ing í Banda­ríkj­un­um. Janet Yellen seðla­banka­stjóri hefur auk þess gefið í skyn að framundan sé vaxta­hækk­un­ar­ferli. Er meg­in­á­stæðan sögð sterk­ari efna­hagur lands­ins.

Jafn­vel þó Trump og hans nán­ustu banda­menn séu boð­berar frels­is­skerð­ing­ar, for­dóma, kvenn­fyr­ir­litn­ingar og ýmissa leið­inda, í það minnsta eins og mál horfa við mér, þá bendir fátt til ann­ars en að bjartir tímar séu framundan í efna­hags­málum í Banda­ríkj­un­um. Stór­tæk áætlun Trumps er lík­leg til að örva hag­vöxt þó nokk­uð, og staðan þegar hann tók við kefl­inu af Barack Obama var að mörgu leyti góð og efna­hags­bat­inn mik­ill frá fyrri árum. Það er helst að það sé mikil hætta á því að það verði óvar­lega far­ið, og ótemjan á Wall Street vakni til lífs­ins á nýjan leik í breyttu umsvifa­m­inna reglu­verki.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari