Þrjár áskoranir í miklum meðbyr

Þrátt fyrir að hagtölur séu jákvæðar í augnablikinu þá eru áskoranir fyrir hendi sem þarf að skoða vel.

Auglýsing

Það er óhætt að segja að mik­ill byr sé í seglum í íslenska hag­kerf­inu þessi miss­erin eins og 7,2 pró­sent hag­vöxtur í fyrra er til marks um.

Bjarg­vættir frá útlöndum

Erlendir ferða­menn hafa togað landið upp úr efna­hags­þreng­ingum og von­andi tekst að hlúa þannig að ferða­þjón­ust­unni að inn­viðir hennar styrk­ist og eflist eftir því sem fram líð­ur. 

Þessi mikli vöxtur stafar ekki síst af því að Ísland er agn­arsmátt og með einn minnsta vinnu­markað ver­ald­ar, tæp­lega 200 þús­und manns. Þegar fjöldi ferða­manna fer úr 450 þús­und í tæp­lega tvær millj­ónir á fimm árum, þá er ekki við öðru að búast en að lands­fram­leiðslan vaxi mik­ið.

Auglýsing

Það er ekki sjálf­sagt að svo verði áfram. Þrátt fyrir að mest sóttu svæðin fyrir ferða­menn séu með mun betra skipu­lag nú en þau voru fyrir nokkrum árum, þá þarf að setja miklu meiri fjár­muni í að skipu­leggja mörg svæði. Þetta á við um þjóð­garða ekki síst. 

Nauð­syn­legt að bæta sam­göngur

Annað mál sem þarf að huga að eru frek­ari fjár­fest­ingar í sam­göng­um. Hug­myndir Jóns Gunn­ars­son­ar, sam­göngu­ráð­herra, um að taka upp veg­tolla, eru bæði rök­réttar og eðli­leg­ar. Útfærsl­urnar þurfa að vera vand­aðar og taka mið af aðstæð­um. Horfa má til erlendra fyr­ir­mynda, sem eru fjöl­marg­ar. Hér á Seattle svæð­inu eru veg­tollar algengir innan stór­borg­ar­svæð­is­ins en umferð vex mikið á svæð­inu milli ára, eða á bil­inu fjögur til fimm pró­sent. Tækni­legar lausnir eru löngu komnar fram sem hindra að tafir þurfi að vera á umferð.

Það verður að telj­ast und­ar­legt hversu margir hafa tjáð sig með nei­kvæðum hætti um veg­tolla­hug­mynd­ina í ljósi þess veru­leika sem hefur verið að birt­ast okkar upp á síðkast­ið. Umferð jókst á einu ári á hring­veg­inum um fimmtán pró­sent, sam­kvæmt upp­lýs­ingum úr 16 umferð­ar­telj­urum Vega­gerð­ar­innar um land allt. Það er ekki hægt að deila mikið um þessi frum­gögn. Þau segja til um algjöra kúvend­ingu í þessum málum og það þarf að vinna hratt.

Rík­is­stjórnin tók við ófjár­magn­aðri sam­göngu­á­ætlun frá fyrri rík­is­stjórn og rétti­lega benti Bene­dikt Jóhann­es­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, að það væri nú næstum sið­laus ákvörðun að sam­þykkja áætl­un­ina þannig, einmitt í ljósi mik­il­vægis þess­ara verk­efna sem þarf að ráð­ast í. En margt bendir til þess að auka­fjár­veit­ing muni kom­ast í brýn­ustu sam­göngu­verk­efn­in, meðal ann­ars á Vest­fjörðum og Norð­aust­ur­landi.

Sjáv­ar­út­veg­ur­inn og stórir nýjir „vöru­glugg­ar“

Þriðja sem stjórn­völd þurfa að gefa gaum ásamt fyr­ir­tækjum í sjáv­ar­út­vegi er að fylgj­ast með miklum og örum breyt­ingum sem eru að verða á smá­sölu í heim­in­um. Gríð­ar­lega hraður vöxtur net­versl­unar með ferskvör­ur, einkum í borg­um, gerir kröfu til fyr­ir­tækja um að tengj­ast nýjum birgjum og mörk­uð­um. Hjá verð­mætasta smá­sölu­fyr­ir­tæki heims, Amazon, eru uppi áform um að gjör­bylta verslun með ferskvör­ur. 

Þorskur til sölu í netverslun Amazon Fresh, sem er mest ört vaxandi ferskuvöruverlsun heims.

Sem dæmi um „vöru­glugga“ þar sem íslenskan fisk er hvergi að sjá er net­verslun Amazon Fresh, mest ört vax­andi fersku­mark­aður heims. Þar er þorskur frá Kana­da, lax frá Nor­egi og Síle, en íslenskt sjáv­ar­fang hefur ekki sést þar. Vör­urnar eru afbragð og áreið­an­leik­inn í þjón­ust­unni til fyr­ir­mynd­ar. Þetta get ég stað­fest sem not­and­i. 

Framundan er sjáv­ar­út­vegs­ráð­stefnan í Boston, 19. til 21. mars, þar sem fimmtán íslensk fyr­ir­tæki kynna starf­semi sína fyrir 22 þús­und gestum sem hafa alls konar teng­ingar við sjáv­ar­út­veg­inn. Von­andi tekst að rækta þar sam­bandið við Banda­rík­in, sem er einn stærsti mark­aður heims fyrir ferskvör­ur. En fyr­ir­tækin ættu líka að huga að því að tengja sig beint við réttu aðil­ana sem eru að gjör­breyta versl­un­ar­venjum með nýrri tækni. Því fyrr sem fyr­ir­tæki ná að tengj­ast við rétta birgja, því betra. 

Íslensk fyr­ir­tæki þurfa að tengja sig betur inn á aðra mark­aði en EES-­svæð­ið. Ef það tekst að opna betur mark­aði í Banda­ríkj­un­um, Afr­íku og Asíu, þá gæti það lagt grunn­inn að traust­ari áfram­hald­andi vexti og upp­bygg­ingu en reikna má með frá erlendum ferða­mönnum til fram­tíðar lit­ið. 

Hér sést hversu gríðarlega háð Íslenska hagkerfið er EES svæðinu þegar kemur að útflutningi. Bandaríkin er svipað stórt markaðssvæði og EES-svæðið, og þar eiga íslensk fyrirtækið töluverð tækifæri.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari
None