Miðlun á sjálfi: Merking like, fav og follow

Díana Sjöfn Jóhannsdóttir skrifar um nýja gjaldmiðla sem eiga að tryggja hamingu í samtímanum, en rannsóknir sýna að gera hið gagnstæða.

Auglýsing

Við mælum virði okkar og ann­arra sífellt meira eftir því hversu mikið af fylgj­end­um, þumlum upp eða hjörtum við fáum á hina sam­fé­lags­legu ímynd okk­ar. Þessi ímynd og hvernig henni er tekið á sam­fé­lags­miðlum er orð­inn hinn nýi gjald­mið­ill fyrir ham­ingju í sam­tím­an­um. Þrýst­ing­ur­inn til að skapa sér nógu stórt ­fylgj­enda­net og nógu mikið magn af lík­ingum og sam­þykktum verður sífellt ágeng­ari. Við viljum vera við­kunn­an­leg, við viljum að fólk líki við okkur og á þess­ari tækniöld er ekki nóg að okkar nán­ustu líki við okk­ur, í hinu gægju­hneigða sam­fé­lagi sem er orðið einkum háð ­mark­aðs­setn­ing­u á sjálfi er nauð­syn að fá sam­þykki sitt fá stærri fjölda en áður. Við erum í miklu meiri nánd við hvort annað núna vegna sam­fé­lags­miðla, en samt á ákveð­inn hátt einnig mun fjarri. Þessi „li­ke“, „fav“ og „foll­ow“ sem móta nán­ast alla sam­fé­lags­miðlun eru þó ekki ein­ungis mæli­kvarði á sjálfs­virði ein­stak­linga heldur spilar það líka inn í að í menn­ingu okkar í dag eru þessar ein­ingar orðnar drif­kraftar efna­hags­lífs­ins. Hvað á ég við með því? Jú einmitt það að fleiri li­ke virð­ast vera farin að gefa fleiri mögu­leika– hvers vegna? Jú því við höfum gild­is­hlaðið merk­ingu þeirra við­bragða og mik­il­vægi góðra ímynda sem ein­kenna sam­fé­lags­lega miðl­un.

Fjöld­inn af greinum og rann­sóknum sem fjalla um auk­inn kvíða vegna sam­fé­lags­miðla og hvaða áhrif gægju­hneigð og til­hneig­ingar til per­sónu­sköp­unar hafa á sjálfs­mynd og skap ein­stak­linga fer sívax­andi. Vegna þess hversu nýir miðl­arnir eru og það hvernig virkni þeirra og notk­un­ar­mögu­leikar eru í stöðugri þróun og það á svo stuttu tíma­bili gerir mönnum þó erfitt fyrir að rann­saka áhrif þeirra almenni­lega.  

Auglýsing
Sjálfs­á­lit okkar er farið að líta meira í átt til þess hversu mörg li­ke við fengum á síð­ustu Instagram ­mynd og hegðun á sam­fé­lags­miðlum fer að end­ur­spegl­ast í því að vekja nógu mörg við­brögð frá nógu mörgum aðil­um. Það að fá ótal fylgj­end­ur það er að segja aðra oft­ast ókunn­uga net­not­endur til að fylgja sér eftir á hinum ýmsu miðlum fáum við til­finn­ingu fyrir aðdá­un. Þessi aðdáun fjöld­ans og við­kunn­an­legi og við­ur­kenndi stimp­ill á per­sónu okkar sem við fáum frá­ li­ke og fa­v –um á stöðu­upp­færsl­ur, tíst eða mynd­deil­ing­ar höfum við sett upp og sam­þykkt sem ávísun á vel­gengni í líf­inu. Við erum stöðugt að skapa ímynd af okkur sjálfum og högum miðlun okkar eftir því. ­Sam­fé­lags­miðlar og tæknin gefa full­kom­ið tæki­færi til að búa til þessa ímynd en sífellt fleiri umræður spretta upp um mynd­breyt­ing­ar, stell­ingar sem við setjum okkur í og aðstæður sem við sköpum til að láta okkur líta sem best út fyrir dóm­harðan netheim­inn. 

Þrýst­ing­ur­inn eftir fjölda fylgj­enda fer vax­andi en sam­an­burð­ur­inn við aðra spilar þar stórt hlut­verk. Algengt er, og þá sér­stak­lega meðal yngri not­enda, að fylgja eftir aðgangi ann­arra ein­stak­linga sem eru þeim þó gjör­sam­lega ókunn­ugir í hinu raun­veru­lega lífi til þess eins að auka við sinn eig­in ­fylgj­enda­fjölda. Fras­inn „li­ke ­for li­ke“ er vin­sæll í því sam­hengi þar sem söfnun okkar á þumlum upp, hjörtum og ummælum verður að mik­il­vægri sjálfs­mark­að­setn­ingu sam­tím­ans. Ef ég er ekki með þriggja stafa tölu á Instagram ­mynd­inni minni er hún þá nokkuð að stand­ast vænt­ingar þeirrar dýrk­un­ar­menn­ingar sem heimtar að við séum áber­andi, geð­þekk og sífellt flott­ari en næsti maður við hlið­ina? Best er að vera með stærri fylgj­endur heldur en þú sjálfur ert að fylgja eft­ir. Það merkir víst að þú sért nógu merki­leg mann­eskja fyrir tækni­væddan popp-kúlt­úr­inn. 

Sam­fé­lags­miðlar eru í sífellt meiri mæli nýttir sem mark­að­setn­ing­ar­tæki frægra ein­stak­linga til að miðla til aðdá­enda sinna ákveðnum upp­lýs­ingum eða til að skapa eða end­ur­skapa ákveðið við­horf almenn­ings til sín sjálfra. Sömu sögu má í raun­inni segja um hinn „hvers­dags­lega“ not­anda, en hver sem er getur nýtt sér þessa miðla í mark­að­setn­ing­ar­skyni á sjálfi. 

Mögu­leik­inn á að kaupa sér fylgj­endur hefur þó opn­ast en margir bregða á það til­tekna ráð til að skapa sér betri ímynd en vert er að taka fram að sú nýt­ing miðl­anna gefur ekki eins mikla sam­fé­lags­lega vellíðan eins og sú sem kemur frá vax­andi aðdáun sem sprottin er út frá „nátt­úru­legri“ leið­u­m. Auð­vitað eru margir sem falla ekk­ert endi­lega í þennan for­arpytt sam­fé­lags­miðla­sköp­unar og láta sig litlu varða hver skoðar líf þeirra og hverjir ekki en raunin er sú að kyn­slóðir sem alast upp með þessa miðla allt í kringum sig verða sjálf­krafa háð­ari þeirri menn­ingu sem þar grass­er­ar. Þannig mætti spyrja sig hvort að menn­ing kom­andi kyn­slóða muni lit­ast mun meira af þessu við­horfi heldur en við sjáum núna í dag. 

Símiðlun er orðin mik­il­vægur hluti af lífi ein­stak­linga og sam­fé­lags­legt gild­is­mat fer í gegnum þessa miðla sem geta ekki annað en fallið undir aðferðir mark­aðs­setn­ing­ar. Hug­myndin um að meiri lukka fylgi fleiri li­ke-um verður svo föst í hegð­ana­mynstri not­enda sem er í raun­inni hálf kald­hæðn­is­legt þegar flestar rann­sóknir benda til þess að aukin óham­ingja fylgir notkun þeirra.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rauða kjötið: Áætlunin sem á að bjarga Boris
Pólitísk framtíð Boris Johnson er um margt óljós eftir að hann baðst afsökunar á að hafa verið viðstaddur garðveislu í Downingstræti í maí 2020 þegar útgöngubann vegna COVID-19 var í gildi. „Rauða kjötið“ nefnist áætlun sem á að halda Johnson í embætti.
Kjarninn 17. janúar 2022
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata.
Spurði forsætisráðherra út í bréfið til Kára
Þingmaður Pírata spurði forsætisráðherra á þingi í dag hver tilgangurinn með bréfi hennar til forstjóra ÍE hefði verið og hvers vegna hún tjáði sig um afstöðu sína gagnvart úrskurði Persónuverndar við forstjóra fyrirtækisins sem úrskurðurinn fjallaði um.
Kjarninn 17. janúar 2022
Mun meira kynbundið ofbeldi í útgöngubanni
Þrátt fyrir að útgöngubann auki verulega líkur á ofbeldi gagnvart konum og transfólki hefur málaflokkurinn fengið lítið sem ekkert fjármagn í aðgerðum stjórnvalda víða um heim til að bregðast við afleiðingar heimsfaraldursins.
Kjarninn 17. janúar 2022
Heimild til að slíta félögum sett í lög 2016 – Fyrsta tilkynning send út 2022
Fyrir helgi sendi Skatturinn í fyrsta sinn út tilkynningar til 58 félaga sem hafa ekki skilað inn ársreikningum þar sem boðuð eru slit á þeim. Lögin voru sett árið 2016 en ráðherra undirritaði ekki reglugerð sem virkjaði slitaákvæðið fyrr í haust.
Kjarninn 17. janúar 2022
Umfjallanir um liprunarbréf Jakobs Frímanns og „Karlmennskuspjallið“ ekki brot á siðareglum
Hvorki DV né 24.is brutu gegn siðareglum Blaðamannafélags Íslands með umfjöllunum sínum um Jakob Frímann Magnússon annars vegar og „Karlmennskuspjallið“ hins vegar.
Kjarninn 17. janúar 2022
Greiðslubyrðin svipuð og fyrir faraldurinn
Í kjölfar mikilla vaxtalækkana hjá Seðlabankanum lækkuðu afborganir af húsnæðislánum til muna. Þessi lækkun er nú að miklu leyti gengin til baka, þar sem bæði húsnæðisverð og vextir hafa hækkað á undanförnum mánuðum.
Kjarninn 17. janúar 2022
Ármann Kr. Ólafsson hefur verið oddviti Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi og bæjarstjóri frá árinu 2012.
Ármann ætlar ekki að gefa kost á sér til endurkjörs í Kópavogi
Ármann Kr. Ólafsson oddviti Sjálfstæðisflokksins og bæjarstjóri í Kópavogi frá árinu 2012 ætlar ekki að sækjast eftir endurkjöri í sveitarstjórnarkosningunum í maí.
Kjarninn 17. janúar 2022
Það að skipa stjórn yfir Landspítala var á meðal mála sem stjórnarflokkarnir náðu saman um í nýjum stjórnarsáttmála.
Sjö manna stjórn yfir Landspítala verði skipuð til tveggja ára í senn
Skipunartími stjórnarmanna í nýrri stjórn Landspítala verður einungis tvö ár, samkvæmt nýjum frumvarpsdrögum. Talið er mikilvægt að hægt verði að skipa ört í stjórnina fólk sem hefur sérþekkingu á þeim verkefnum sem Landspítali tekst á við hverju sinni.
Kjarninn 17. janúar 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None