Auglýsing

Ef það er eitt gott lýs­ing­ar­orð sem lýsir íslensku efna­hags­kerfi betur en annað þá eru það öfg­ar. Við erum nán­ast eins og saga úr bibl­í­unni. Eigum sjö góð ár en svo skellur skyndi­lega á pest og við sitjum uppi með sjö mögur ár í kjöl­far henn­ar.

Við áttum góð ár í aðdrag­anda hruns­ins. Það var ævin­týra­legur hag­vöxt­ur, mikil kaup­mátt­ar­aukn­ing og rík­is­sjóður varð því sem næst skuld­laus. Þetta var, líkt og við vitum núna, byggt á lofti og ódýrum erlendum pen­ingum sem streymdu inn í landið í vaxta­muna­við­skipt­um.

Þegar allt hrundi í októ­ber 2008 var banka­kerfið orðið tólf sinnum þjóð­ar­fram­leiðsla. Afleið­ing­­arnar urðu eft­ir­far­andi: hrun gjald­mið­ils um tugi pró­senta, atvinn­u­­leysi fór í tveggja stafa tölu, rík­­is­­sjóður fór úr því að vera nær skuld­­laus í að verða gríð­­ar­­lega skuld­­sett­­ur, Ísland þurfti að fara í áætlun hjá Alþjóða­gjald­eyr­is­­sjóðnum eins og þriðja heims ríki til að fá fyr­ir­greiðslu svo hægt yrði að reka báknið okkar áfram, verð­­bólga fór í 18,6 pró­­sent, neyð­ar­lög tóku gildi, fjár­­­magns­höft voru sett á og allt traust milli almenn­ings og stofn­ana sam­­fé­lags­ins nán­­ast hvarf og hefur ekki verið end­­ur­heimt.

Næstu ár voru því slæm.

Upp­sveifla

Und­an­farin ár hafa hins vegar verið efna­hags­lega góð. Okkur hefur tekist, í skjóli hafta, að leysa úr flestum þeim stóru vanda­málum sem við stóðum frammi fyr­ir. Það tókst að semja við kröfu­hafa um lausn á málum slita­bú­anna með hætti sem allir gátu sætt sig við og sem styrkti stöðu Íslands mjög. Fjölgun ferða­manna úr 500 þús­und í tvær millj­ónir og koma mak­ríls inn í íslenska land­helgi vegna hlýn­unar jarðar hjálp­aði mjög til við við­snún­ing­inn ásamt geng­is­hruni krón­unnar sem þýddi að útflytj­endur fengu miklu fleiri krónur fyrir evr­urnar og dal­ina sem þeir seldu vör­una sína fyr­ir. Þessar miklu fleiri krónur not­uð­ust svo til að reka höf­uð­stöðvar og fram­leiðslu, og borga laun til þorra þjóð­ar­innar sem fær jú borgað í krón­um.

Auglýsing

Afleið­ingin er sú að nú erum við að lifa ótrú­legt vaxt­ar­skeið. Hag­vöxtur í fyrra var 7,2 pró­sent. Af þeim ríkjum OECD sem hafa skilað inn hag­vaxt­ar­tölum fyrir 2016 hefur bara Ind­land mælst með meiri hag­vöxt. Sam­hliða hefur krónan styrkst gríð­ar­lega hratt og laun í krónum talið hafa hækk­að. Á síð­asta ári einu saman er áætlað að kaup­máttur hafi vaxið um allt að 15 pró­sent. Það er um tíu ára eðli­leg kaup­mátt­ar­aukn­ing tekin út á einu ári. Á árinu 2009 lækk­aði kaup­máttur Íslend­inga um svipað hlut­fall. Þessi tvö ár end­ur­spegla því ágæt­lega öfgarnar okk­ar.

Föst í umræðum um hlið­ar­af­urðir

Af hverju er þetta svona? Fíl­inn í her­berg­inu er auð­vitað íslenska krón­an, sem sveifl­ast eins og lauf í vindi. Hún er ástæðan fyrir því að hér er verð­trygg­ing en ekki ann­ars­staðar í heim­in­um. Hún er ástæðan fyrir því að stýri­vextir eru háir hér­lend­is. Hún er ástæðan fyrir reglu­legum verð­bólgu­skot­um. Hún er ástæðan fyrir öllum þessum áhuga spá­kaup­manna úr alþjóð­legum fjár­mála­heimi á þessu örlitla efna­hags­kerfi okk­ar. Þeir vita að í sveiflum hennar leyn­ast mikil tæki­færi til að græða mikla pen­inga ef lagt er undir á réttan lit hverju sinni. Stundum veðja þeir á styrk­ingu, stundum veik­ingu. Og svo reyna þeir að hafa áhrif á í hvora átt­ina gengið sveifl­ast. Þetta eru helstu auka­verk­anir sjúk­dóms­ins sem örgjald­mið­ill­inn okkar er.

Þegar rætt er um íslensku krón­una þá benda varð­menn hennar oftar en ekki á þann kost að geta látið gengið falla til að rétta við við­skipta­jöfnuð á auga­bragði. Þá þurfi ekki að taka út sam­drátt í gegnum til dæmis atvinnu­leysi. Hin meg­in­rök­semd þeirra er sú að það felist ein­hvers konar full­veldi í því að reka eigin gjald­mið­il. Það hafi til að mynda gert okkur kleift að grípa til þeirra aðgerða sem gert var haustið 2008 þegar bank­arnir féllu. Aðgerða sem á end­anum björg­uðu okk­ur.

Þetta eru frekar bæði frekar bil­leg rök. Þau fyrri vegna þess að íslenskt launa­fólk þarf að taka á sig þá aðlögun sem fellst í geng­is­fell­ingu í gegnum kaup­mátt­arrýrn­un. Virði þeirra króna sem það fær borgað rýrnar bara um tugi pró­senta, og lífs­gæðum þeirra hrakar í takt við það. Á árinu 2009 hafði krónan til að mynda helm­ing­ast í virði gagn­vart evru frá árinu áður. Samt var atvinnu­leysi í tveggja stafa tölu.

Síð­ari rökin eru enn ódýr­ari, vegna þess að við blasir að þær aðstæður sem sköp­uðu hrunið höfðu allt með gjald­mið­il­inn okkar að gera. Til­urð krónu gerði það að verkum að það flæddi ódýrt fjár­magn inn í landið í vaxta­muna­við­skipt­um. Krónan bjó því til vanda­málið sem hún leysti.

Evra eða sveiflu­jafn­ari

En hvað getum við gert? Flestir sem skoða þetta af ein­hverri alvöru kom­ast að þeirri nið­ur­stöðu að það er að minnsta kosti tvennt sem við getum gert: Ann­ars vegar getum við gengið í Evr­ópu­sam­bandið og tekið upp evru með öllum þeim kostum og göllum sem slíku myndi fylgja. Það er þó að minnsta kosti hægt að slá því föstu að slíkt skref myndi skapa stöð­ug­leika í gjald­miðla­málum og eyða nær öllum ofan­greindum auka­verk­un­um.

Vanda­málið við þessa leið er auð­vitað sú að Íslend­ingar vilja ekk­ert ganga í Evr­ópu­sam­band­ið. Það er minni­hluti fyrir því á meðal almenn­ings sam­kvæmt könn­unum og það er sann­ar­lega ekki meiri­hluti fyrir slíku á Alþingi. Við höfum ekki einu sinni kom­ist á þann stað að geta átt vit­ræna umræðu um þessi mál, heldur fer hún öll fram í upp­hrópun­ar­stíl frá báðum hlið­um. Þeir sem eru mjög á móti Evr­ópu­sam­band­inu mála upp­ ­mynd af Evr­ópu­sam­band­inu sem bjúrókrat­ísku gúlagi sem svipti alla innan þess frelsi, lífs­vilja og efna­hags­legri vel­sæld. Þeir sem eru heit­trú­að­astir á inn­göngu láta sem Evr­ópu­sam­bandið sé fyr­ir­heitna landið sem leysi öll okkar vanda­mál. Hvorug myndin er rétt, en á meðan þessi staða er uppi, og umræðan er á þeim stað sem hún er, þá er inn­ganga í Evr­ópu­sam­bandið og upp­taka evru ekki mögu­leiki.

Þá er þann hinn mögu­leik­inn. Í honum felst að breyta pen­inga­stefnu lands­ins frá því að snú­ast bara um verð­bólgu­mark­mið. Hann krefst auk­ins aga í hag­stjórn, lang­tíma­á­ætluna­gerðar í stað skamm­tíma­lausna og síð­ast en ekki síst í því að stofna ein­hvers konar sjóð utan efna­hags­kerf­is­ins sem hægt er að nota til að hita og kæla það þegar við á. Slíkur sjóður þarf að vera mjög öfl­ug­ur. Norð­menn settu til að mynda á fót slíkan sjóð fyrir vænt­an­legan olíu­auð sinn árið 1990. Um 97 pró­sent af eignum hans eru utan Nor­egs. Einn helsti til­gangur sjóðs­ins er sveiflu­jöfn­un­ar­hlut­verk. Þegar harðnar í ári í Nor­egi er hægt að nota hann til að koma í veg fyrir efna­hags­á­fall. Þ.e. hann dregur úr öfg­um.

Íslend­ingar reka líkt og Nor­egur auð­linda­drifið hag­kerfi. Stoð­irnar undir okkar hag­kerfi eru fjór­ar. Þrjár þeirra: sjáv­ar­út­veg­ur, orku­bú­skapur og ferða­þjón­usta, eru auð­linda­stoð­ir. Sú fjórða er síðan allt hitt.

Þessar verð­mætu auð­lindir veita okkur gríð­ar­legt for­skot á flest lönd. Ef við værum fyr­ir­hyggju­söm og gætum hugsað til lengri tíma þá myndum við nota þessar stoðir til að und­ir­byggja fyr­ir­mynd­ar­sam­fé­lag sem sniðið væri að þörfum fólks­ins sem hér býr. Þar sem þjón­ustu­stig væri við­un­andi, inn­viðir frá­bærir og atvinnu­lífið þró­að­ist í takt við mennt­un­ar­vilja þjóð­ar­inn­ar. Og síð­ast en ekki síst þar sem sann­gjarnt afgjald væri tekið fyrir nýt­ingu auð­linda sem notað væri allri þjóð­inni til heilla. En við Íslend­ingar erum ekki skipu­lagðir heldur lifum í núinu og viljum leyfa þeim sem fá að nýta auð­lind­irnar okkar að verða ríkir á evr­ópskan mæli­kvarða. Svo söfn­umst við saman með útréttar hendur og von­umst við til þess að per­sónu­legur auður þeirra á nýt­ingu þjóð­ar­auð­lindar skili brauð­molum til okkar hinna.

Íslend­ingar kunna heldur ekki að plana. Við kunnum bara að bregð­ast við. Þess vegna hefur okkur ekki borið gæfu til að taka almenni­lega rentu af þeim sem hafa fengið að nýta þessar auð­lindir okk­ar, t.d. til að safna saman í auð­linda- eða stöð­ug­leika­sjóð sem hægt yrði að nota þegar harðn­aði í ári og nauð­syn­legt væri að draga úr sveifl­um.

Þess vegna sitjum við uppi með fúna inn­viði. Þegar við hefðum átt að hita hag­kerfið með inn­viða­fjár­fest­ingum á eft­ir­hrunsár­unum þá var ekki til neinn pen­ing­ur. Nú er hag­kerfið of heitt til að ráð­ast í nauð­syn­lega inn­viða­fjár­fest­ingu án þess að það leiði til þenslu. Var­lega áætlað mun það kosta mörg hund­ruð millj­arða króna að laga þá stöðu sem er uppi í sam­göng­um, heil­brigð­is­kerfi, mennta­málum og öðrum mik­il­væg­ustu kerfum lands­ins. Óli Björn Kára­son, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, sagði þá tölu vera um 700 millj­arðar króna á nýlegum fundi.

Fyrir hvern er efna­hags­kerf­ið?

Það er vert að spyrja okkur að því fyrir hvern er þetta efna­hags­kerfi? Gagn­ast það t.d. launa­fólki á Íslandi? Svarið er aug­ljós­lega nei.

Á Íslandi er nokkuð mikið jafn­ræði í laun­um. Það er aðal­lega vegna þess að flestir launa­hópar á Íslandi eru með frekar lág laun. Hér er t.d. menntun langt frá því að vera metin til launa á sama hátt og í við­mið­un­ar­lönd­um. Þum­al­putta­reglan er að þrír hópar séu hálaun­aðir á Íslandi: for­stjór­ar, læknar og sjó­menn. Síð­asta haust bætt­ist síðan fjórða stétt­in, stjórn­mála­menn, við.

Þegar skoðuð er skipt­ing eigna blasir allt önnur staða við. Þau tíu pró­sent Íslend­inga sem eiga mestar eignir eiga 64 pró­sent allra eigna. Það hlut­fall er reyndar mjög var­lega áætlað þar sem öll verð­bréf í þess­ari tölu eru færð á nafn­verði, en mark­aðsvirði þeirra er marg­falt hærra. Og efsta tíundin á nán­ast öll verð­bréf­in. Það má því vel skjóta á að þessi tíu pró­sent hóp­ur, um það bil 20 þús­und fjöl­skyld­ur, eigi á bil­inu 70-80 pró­sent af öllum eignum hér­lend­is.

Þessi hópur hagn­ast á því efna­hags­kerfi sem við rek­um. Hann hagn­ast í nið­ur­sveifl­unum vegna þess að þá dregst rekstr­ar­kostn­aður hans saman og það losnar um aðrar eign­ir, og hann hagn­ast í upp­sveifl­unum vegna þess að hann á þá fjár­muni til að ávaxta. Og þetta er hóp­ur­inn sem berst harð­ast gegn því í gegnum stjórn­mál, fjöl­miðla og við­skipta­lífið að sem minnstar breyt­ingar verði á kerf­inu.

Sá hópur sem helst verður út undan nú er ungt fólk. Það þarf ekk­ert að tíunda þá stöðu sem það er í á hús­næð­is­mark­aði í dag. Um það eru skrif­aðar margar fréttir á dag. Ungt fólk á auk þess minna af eignum en það átti fyrir ára­tug. Það hefur dreg­ist aftur úr í ráð­stöf­un­ar­tekj­um, finnur ekki störf við hæfi, bætur til þeirra hafa lækkað og vel­ferð­ar­kerfið sem t.d. barna­fólk treystir mjög á er mun lak­ara hér en í öðrum lönd­um.

Þetta ætti að vera aðal­við­fangs­efni íslenskra stjórn­mála. Hvernig sam­fé­lag viljum við byggja upp fyrir fram­tíð­ar­-Ís­lend­inga.

Það er hins vegar ekki þannig. Helsta við­fangið eru við­brögð. Vegna þess að við plönum aldrei. Og þá breyt­ist ekk­ert.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari
None