Auglýsing

Vog­un­ar­sjóðir hafa eign­ast stóran hlut í íslenskum við­skipta­banka. Þeir eru auk þess með kaup­rétt á hlut sem myndi gera þá að meiri­hluta­eig­anda í þeim banka, sem heitir Arion banki. Sá sem seldi þessum vog­un­ar­sjóðum þennan banka er félagið Kaup­þing ehf. Það er félag utan um eft­ir­stand­andi eignir banka sem fór eft­ir­minni­lega á hlið­ina í októ­ber 2008 með gríð­ar­legum sam­fé­lags­legum áhrif­um.

Vog­un­ar­sjóð­irnir sem voru að kaupa hlut­inn í Arion banka eru líka stærstu eig­endur Kaup­þings ehf. Þeir fjórir aðilar sem að kaup­unum standa eiga sam­tals 66 pró­sent í Kaup­þingi. Þeir eru því að kaupa hlut­inn af sjálfum sér.

Af hverju eru þeir að kaupa íslenskan banka?

Þegar til­kynnt var um kaupin um síð­ustu helgi virt­ust ansi margir him­in­lif­andi. Það var reynt að selja þetta sem frá­bærar frétt­ir. Banka­stjóri Arion banka sagði að kaupin sýndu að nýju eig­end­urnir trúi „því að fram­tíð bank­ans sé björt.“ For­stjóri Kaup­þings sagði við­skipti vog­un­ar­sjóð­anna vera „sterkt merki um trú þeirra á Íslandi og ekki síður á Arion banka.“ Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra sagði að „við­skiptin sem slík eru mikið styrk­leika­merki fyrir íslenskt efna­hags­líf “ og að það væri „ljóst að íslenska krónan hefur ekki reynst fyr­ir­staða í þessum við­skipt­u­m.“ Bene­dikt Jóhann­es­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, sagði: „Sjóð­irnir eru að veðja með bank­anum og Íslandi. Það er öfugt veð­mál en fyrir hrun þegar veðjað var gegn Íslandi. Það er hægt að horfa á það jákvætt.“

Auglýsing

Þetta er allt þvæla. Þeir sem stýra vog­un­ar­sjóðum eru erkikap­ít­alist­ar. Til­gangur þeirra er bara einn: að græða eins mikið af pen­ingum og þeir geta á sem skemmstum tíma. Þeir eru ekk­ert óheið­ar­legir með það. Sá til­gangur kemur skýrt fram í stefnu þeirra flestra. Hluti af þeirri stefnu er þó líka að tala opin­ber­lega á þann hátt sem sjóð­irnir telja að þeir sem verið er að græða á vilji að þeir tali. Þetta eru eld­klárir ein­stak­lingar sem kunna sinn leik upp á tíu. Og víla ekk­ert fyrir sér að blása sápu­kúlum upp um óæðri end­ann á íslenskum stjórn­mála- og emb­ætt­is­mönnum ef það skilar þeirri nið­ur­stöðu sem þeir vilja.

Þessir aðilar hafa þegar mok­grætt á því að kaupa kröfur á fallna íslenska banka og eru búnir að semja við íslensk yfir­völd um hversu mikið af þeim hagn­aði þeir mega fara með heim til sín og dreifa til þeirra ein­stak­linga og félaga sem standa nafn­lausir að baki hverjum sjóði fyrir sig. Kaupin á Arion banka af sjálfum sér er ekk­ert annað en liður í því að liðka fyrir þeirri útgreiðslu.

Salan færir Kaup­þing nefni­lega nær því að greiða út 81 millj­arð króna til eig­enda sinna. Þá pen­inga má ekki greiða fyrr en búið er að greiða upp skulda­bréf sem Kaup­þing gaf út til íslenskra stjórn­valda upp á 84 millj­arða króna. Salan á Arion mun gera þeim kleift að greiða upp það skulda­bréf. Þetta er helsta ástæða þess að þrír vog­un­ar­sjóðir og sjálft krúnu­djá­snið í alþjóð­legum fjár­fest­inga­banka­heimi, Gold­man Sachs, eru að makka saman að kaupa í íslenskum við­skipta­banka. Þetta er ástæðan fyrir því að þeir eru að greiða eins lágt verð og þeir kom­ast upp með fyrir hlut­inn. Það og sú stað­reynd að þrátt fyrir frekar slakan und­ir­liggj­andi rekstur íslenskra við­skipta­banka, og engar vænt­ingar um neinn veru­legan vöxt þeirra, þá eiga þeir fullt af eigin fé sem hægt verður að tappa af í nán­ustu fram­tíð. Eigið fé Arion banka var til að mynda 211 millj­arðar króna um síð­ustu ára­mót.

Af hverju skiptir máli hver á banka?

Bankar hafa gríð­ar­leg áhrif á líf okk­ar. Það ættum við Íslend­ingar að vita manna best. Fyrir átta og hálfu ári hrundi spila­borg banka­gosa, sem hafði vaxið svo mikið á vængjum ódýrs láns­fjár og vaxta­muna­við­skipta að hún var tólf sinnum stærri en þjóð­ar­fram­leiðsla litla rík­is­ins, yfir okk­ur. Afleið­ing­arnar urðu eft­ir­far­andi: hrun gjald­mið­ils, atvinnu­leysi fór í tveggja stafa tölu, rík­is­sjóður fór úr því að vera nær skuld­laus í að verða gríð­ar­lega skuld­sett­ur, Ísland þurfti að fara í áætlun hjá Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóðnum eins og þriðja heims ríki til að fá fyr­ir­greiðslu svo hægt yrði að reka báknið okkar áfram, verð­bólga fór í 18,6 pró­sent, neyð­ar­lög tóku gildi, fjár­magns­höft voru sett á og allt traust milli almenn­ings og stofn­ana sam­fé­lags­ins nán­ast hvarf og hefur ekki verið end­ur­heimt.

Það má segja að heilög þrenn­ing hafi orsakað þetta. Í fyrsta lagi með­virkt og barna­legt opin­bert kerfi, með blá­eygða stjórn­mála­menn í aðal­hlut­verki. Í öðru lagi banka­menn sem lán­uðu lélegum tengdum aðilum allt of mikið af pen­ing­um, fjár­mögn­uðu eigin hluta­bréf í mæli sem aldrei áður né síðar hefur sést í heim­inum (og urðu með því upp­vísir að for­dæma­lausri mark­aðs­mis­notk­un) og þegar erlendu lána­lín­urnar lok­uð­ust fóru að grípa til aðgerða sem gerðu afleið­ing­arnar miklu verri. Í þriðja lagi vegna þess að stórir aðil­ar, t.d. vog­un­ar­sjóð­ir, sáu brjál­æð­is­leg gróða­tæki­færi í því að spila á litla örhag­kerfið og litla gjald­mið­il­inn okkar en forð­uðu sér nægi­lega tím­an­lega til að þurfa ekki að taka á sig högg­ið. Þeir voru hins vegar mættir strax aftur til að græða á ringul­reið­inni sem skap­að­ist í kjöl­far­ið.

Bankar eru því mjög sam­fé­lags­lega mik­il­væg­ir. Þess vegna voru allir föllnu bank­arnir end­ur­reistir af rík­inu með handafli utan um inn­stæður og inn­lendar eign­ir. Heim­ili og fyr­ir­tæki voru þvegin í gegnum þessa banka. Þeir hafa enn mikið vald yfir afdrifum beggja. Og móta til­veru okkar meira en góðu hófi gegn­ir.

Við erum fljót að gleyma

Það er ekki ár liðið frá því að íslenskt sam­fé­lag fór á hlið­ina vegna Panama­skjal­anna. Und­ir­liggj­andi í þeirri ólgu var að almenn­ingur sætti sig ekki við það að yfir­stétt Íslend­inga lifði ekki í sama veru­leika og hann, heldur kom sér undan tug millj­arða skatt­greiðslum og faldi fé sem orðið hafði til í íslensku efna­hags­kerfi á aflandseyjum þar sem kröfur um upp­lýs­inga­gjöf eru eng­ar. Með því að gera þetta kom þessi hópur sér undan því að taka þátt í aðlög­un­inni sem við öll hin sem fáum bara borgað í íslenskum krónum og lifum mán­uði til mán­aðar þurftum að taka á okkur í gegnum geng­is­fall og aðrar búsifj­ar.

Gagn­sæi og opnun urðu tísku­orð stjórn­mál­anna. Traust og sátt yrði ekki end­ur­heimt fyrr en að við værum búin að inn­leiða kerfi þar sem allt er uppi á borð­um. Í stefnu­yf­ir­lýs­ingu þeirrar rík­is­stjórnar sem tók við völdum fyrir tveimur mán­uðum kemur gagn­sæi t.d. fyrir sex sinn­um.

Nú er hins vegar verið að selja banka sem ríkið end­ur­reisti með handafli til hóps erkikap­ít­alista. Banka sem ríkið hefur sýnt í verki að það muni gang­ast í ábyrgð á, að minnsta kosti að hluta, ef illa fer. Banka sem Seðla­banki Íslands þarf að þjón­usta og sjá t.d. til þess að hafi nægj­an­legt aðgengi að lausu fé.

Kaup­end­urnir hafa m.a. nýverið greitt á þriðja tug millj­arða króna í sektir fyrir að múta emb­ætt­is­mönnum í Afr­íku. Einn þeirra var í vik­unni færður í rusl­flokk af mats­fyr­ir­tæki. Þeir pössuðu upp á að eiga bara 9,99 pró­sent hver í Arion banka en ekki 10 pró­sent, sem hefði þýtt að þeir væri virkir eig­endur og hefðu þurft að fara í gegnum hæf­is­mat. Þeir munu aldrei nokkurn tím­ann gefa upp hvaða ein­stak­lingar eru á bak við fjár­fest­ingar þeirra. Þeir eru skráðir með end­an­legt heim­il­is­festi á Cayma­n­eyjum eða öðrum þekktum aflandseyjum vegna „skatta­hag­ræð­is“. Það er ekk­ert opið né gagn­sætt við neinn þess­ara aðila.

Það er ekki vilji til að breyta

Þrátt fyrir að banka­hrun hafi skil­greint til­veru okkar árum sam­an, og valdið gríð­ar­legu sam­fé­lags­legu tjóni, hefur ekki verið mótuð nein alvöru stefna hér­lendis um hvernig fjár­mála­kerfi við eigum að byggja upp. Hvernig kerfi myndi nýt­ast íslensku sam­fé­lagi best. Eina stefnan sem er við lýði hjá sitj­andi rík­is­stjórn er sú að aðrir en ríkið eigi að eiga banka. Mark­að­ur­inn eigi að sjá um fjár­mála­þjón­ust­una. En við erum búin að reyna það. Þá þurfti ríkið og almenn­ingur að hreinsa upp í nokkur ár eftir að kap­ít­alist­arnir og mark­að­ur­inn brugð­ust gjör­sam­lega því trausti sem þeim var sýnt.

Ýmsir stjórn­mála­menn segja að það sé í raun ekk­ert hægt að gera neitt varð­andi sölu á Arion banka. Hann sé nú þegar að mestu í eigu einka­að­ila sem hljóti að mega selja þá eign, jafn­vel þótt þeir séu sjálfir á kaup­hlið­inni.

Það bara ódýr fyr­ir­slátt­ur. Lög­gjaf­inn mótar umgjörð sam­fé­lags­ins með lögum og regl­um. Hann getur mótað það algjör­lega eftir sínu höfðu hvers konar fjár­mála­kerfi hann vill, hverjir megi eiga banka í slíku kerfi og hvort við­skipta­banka­starf­semi sé heimil í sama fyr­ir­tæki og stundar áhættu­saman fjár­fest­inga­banka­rekst­ur. Vanda­málið er að lög­gjaf­inn, og kannski aðal­lega fram­kvæmd­ar­valdið sem ræður því sem það vill í þing­inu, vill ekk­ert breyta þessu. Það er ein­beittur vilji valda­manna sem drífur þá þróun sem við erum föst í áfram.

Enn og aftur er verið að taka snún­ing á okk­ur. Sömu aðilar og tóku snún­ing á okkur í gervi­upp­gangnum fyrir hrunið og sömu aðilar og högn­uð­ust ævin­týra­lega á end­ur­reisn­inni hér sem kröfu­hafar eru að taka einn hring í við­bót áður en þeir fara með ávinn­ing­inn heim. Þeim er alveg sama um íslenskt sam­fé­lag. Þeir vilja bara græða sem mest á sem skemmtum tíma og fara síðan til að skipta ávinn­ingnum milli huldu­mann­anna sem standa að baki skrýtnu nöfn­unum sem skráð eru á hlut­haf­alist­anna. Þeir eru ekki að fjár­festa hér vegna þess að þeir telja að fram­tíð Arion banka sé björt, ekki vegna þess að þeir hafa svo mikla trú á Arion banka, ekki vegna þess að þeir eru að veðja með íslenskum bönkum og íslensku efna­hags­kerfi.

Með orð­skrúð er verið að fela það sem raun­veru­lega er að eiga sér stað. Það er verið að hafa okkur að fífl­um. Og það virð­ist vera að þeir sem það eru að gera muni enn og aftur kom­ast upp með verkn­að­inn.Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Myndin er fengin úr kerfisáætlun Landsnets 2016-2025. „DC-strengur á Sprengisandsleið hefur jákvæð áhrif á mögulega lengd jarðstrengja á Norðurlandi,“ segir í myndatexta.
Sprengisandskapall „umfangsmikil og dýr“ framkvæmd fyrir „fáa kílómetra“ af jarðstreng í Blöndulínu
Landsnet tekur ekki undir þau sjónarmið Samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi að skynsamlegt sé að leggja jarðstreng yfir Sprengisand til að auka möguleika á því að leggja hluta Blöndulínu 3 í jörð.
Kjarninn 20. maí 2022
Hersir Sigurgeirsson
Segir sig frá úttektinni á sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Bankasýsla ríkisins sendi bréf til ríkisendurskoðanda með ábendingu um að Hersir Sigurgeirsson hefði sett „like“ á tiltekna færslu á Facebook sem varðaði útboðið. „Ég kann ekki við slíkt eftirlit,“ segir Hersir.
Kjarninn 20. maí 2022
Hvernig gengur að koma úkraínskum flóttabörnum inn í skólakerfið?
Langfæst börn sem flúið hafa stríðið í Úkraínu með foreldrum sínum á síðustu vikum og mánuðum eru komin inn í skólakerfið hér á landi og spila þar inn margir þættir. Samstarf á milli stærstu sveitarfélaganna hefur þó gengið vel.
Kjarninn 20. maí 2022
Jarðskjálftahrinur ollu mikilli hræðslu meðal barna og engar upplýsingar voru veittar til fólksins, sem margt glímir við áfallastreituröskun. Ásbrú er því ekki ákjósanlegasti dvalarstaðurinn fyrir fólk sem flúið hefur stríðsátök, að mati UN Women.
Konur upplifi sig ekki öruggar á Ásbrú – og erfitt að koma óskum á framfæri
UN Women á Íslandi gera alvarlegar athugasemdir við svör Útlendingastofnunar varðandi útbúnað og aðstæður fyrir flóttafólk og umsækjendur um alþjóðlega vernd á Ásbrú.
Kjarninn 20. maí 2022
Myndir af börnum í Austur-Kongó með alvarleg einkenni apabólu.
Fimm staðreyndir um apabólu
Apabóla er orð sem Íslendingar höfðu fæstir heyrt þar til nýverið er tilfelli af þessum sjúkdómi hófu að greinast í Evrópu og Norður-Ameríku. Sjúkdómurinn er hins vegar vel þekktur í fátækustu ríkjum heims þar sem þúsundir sýkjast árlega.
Kjarninn 19. maí 2022
Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB
„Hlutverk hins opinbera er að tryggja öllum húsnæðisöryggi“
Formaður BSRB segir að margt sé til bóta í tillögunum starfshóps um aðgerðir og umbætur á húsnæðismarkaði – og gefi ástæðu til hóflegrar bjartsýni um betri tíma.
Kjarninn 19. maí 2022
Árni Guðmundsson
Af þreyttasta frumvarpi Íslandssögunnar
Kjarninn 19. maí 2022
Jóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Vilja margföldun á framlagi ríkisins til rannsókna í ferðaþjónustu
Samtök ferðaþjónustunnar gagnrýna framsetningu á framlögum til ferðamála í umsögn sinni við fjármálaáætlun. Samtökin óska eftir 250 milljón króna árlegri hækkun framlaga til rannsókna í greininni á gildistíma áætlunarinnar.
Kjarninn 19. maí 2022
Meira úr sama flokkiLeiðari
None