Þeir sem keyptu í Arion banka eiga 66 prósent í Kaupþingi

Vogunarsjóðirnir þrír og Goldmans Sachs, sem geta geta eignast rúman helming í íslenska viðskiptabankanum Arion banka, eiga 2/3 hluta í seljandanum, Kaupþingi. Því eru þeir að kaupa eign af sjálfum sér.

Kaupþing ehf. er eignarhaldsfélag utan um eftirstandandi eignir hins fallna banka, og í eigu fyrrverandi kröfuhafa hans.
Kaupþing ehf. er eignarhaldsfélag utan um eftirstandandi eignir hins fallna banka, og í eigu fyrrverandi kröfuhafa hans.
Auglýsing

Þeir fjórir aðilar sem hafa keypt 29,18 pró­sent hlut í Arion banka af Kaup­þingi ehf. eiga sam­tals 66,31 pró­sent hlut í Kaup­þingi. Langstærsti ein­staki eig­andi Kaup­þings eru sjóðir í stýr­ingu Taconic Capi­tal með 38,64 pró­sent eign­ar­hlut. 

Næst stærsti eig­and­inn er lúx­em­borgískt félag tengd vog­un­ar­sjóðnum Och-Ziff Capi­tal Mana­gement Group með 14,21 pró­sent eign­ar­hlut. Þriðji stærsti hóp­ur­inn eru sjóðir í stýr­ingu hjá Attestor Capi­tal, sem eiga 8,63 pró­sent hlut. Fjár­fest­inga­bank­inn Gold­man Sachs og sjóður í stýr­ingu hans eru síðan skráðir fyrir 4,83 pró­sent hlut. Þetta kemur fram í svari Kaup­þings við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um eign­ar­hald á félag­inu.

Kaup­þing ehf. er eign­ar­halds­fé­lag utan um þær eignir sem kröfu­hafar fallna bank­ans Kaup­þings héldu eftir í kjöl­far þess að íslensk stjórn­völd sömdu um að heim­ila þeim að slíta þrota­búi bank­ans gegn greiðslu stöð­ug­leika­fram­laga. Langstærsta ein­staka eignin sem Kaup­þing átti var 87 pró­sent hlut í íslenska við­skipta­bank­anum Arion banka. Eigið fé hans var 211 millj­arðar króna um síð­ustu ára­mót.

Á sunnu­dag var til­kynnt að Taconic, Och-Ziff, Attestor og Gold­man Sachs hefðu keypt sam­tals 29,18 pró­sent hlut í Arion banka af Kaup­þingi á 48,8 millj­arða króna. Verðið sem greitt var fyrir er um 0,8 krónur á hverja krónu af bók­færðu eigin fé Arion banka.

Þegar samið var um stöðu­leika­fram­lög setti íslenska ríkið inn ákvæði þess efnis að það gæti gengið inn í við­skipti með hluti í Arion banka ef gengið yrði lægra en 0,8 af bók­færðu eigin fé bank­ans. Í því sam­komu­lagi var líka samið um að Kaup­­­þing þurfi að selja hlut sinn í Arion banka fyrir árs­­­lok 2018. Ef það myndi ekki tak­­ast myndi rík­­­is­­­sjóður leysa bank­ann til sín.

Í við­skipt­unum sem til­kynnt var um á sunnu­dag felst því að eig­endur ⅔ hluta Kaup­þings voru að kaupa stóran hluta í Arion banka á eins lágu verði og mögu­legt var fyrir þá án þess að virkja ákvæði sem gerði íslenska rík­inu kleift að ganga inn í kaup­in.

Til við­bótar á þessi hópur kaup­rétt á 21,9 pró­sent hlut í Arion banka til við­bót­ar. Nýti þeir hann, en lík­legt er að þeir geri það síðar á þessu ári, verða vog­un­ar­sjóð­irnir þrír og Gold­man Sachs beinir eig­endur að meiri­hluta í Arion banka.

Vantar 0,01 pró­sent til að telj­ast virkir eig­endur

Ekki hefur verið til­greint hverjir eru end­an­legir eig­endur þeirra sjóða sem munu saman verða ráð­andi eig­endur Arion banka nýti þeir kaup­rétt sinn. Tveir þeirra, Taconic og Attestor, halda sem stendur á 9,99 pró­sent hlut. Til að Fjár­mála­eft­ir­litið meti hæfi aðila til að fara með virkan eign­ar­hluta í fjár­mála­fyr­ir­tæki, meðal ann­ars út frá orð­spori, þurfa þeir hins vegar að eiga í minnsta lagi tíu pró­sent hlut. Því mun eft­ir­litið ekki fara yfir hæfi þeirra vog­un­ar­sjóða sem keyptu í Arion banka um liðna helgi. Að minnsta kosti ekki fyrr en þeir nýta kaup­rétt sinn og eign­ast meira í bank­an­um.

Auglýsing

Í fréttum sem Fjár­mála­eft­ir­litið hefur birt hefur þó komið fram að kaupum vog­un­ar­sjóð­anna þriggja á hlutum í Arion banka fylgi ekki atkvæð­is­rétt­ur. Eft­ir­litið hefur hins vegar ekki „upp­­lýs­ingar um þetta atriði“ varð­andi Gold­man Sachs.

Hafa fjóra daga til að birta lista yfir eig­endur

Bene­dikt Jóhann­es­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, var þrá­spurður um eign­ar­haldið á vænt­an­legum eig­endum í Arion banka á Alþingi í gær. Þar sagð­ist hann hafa óskað eftir því við for­stjóra Fjár­mála­eft­ir­lits­ins að upp­lýst verði um end­an­lega eig­endur í Arion banka og að það væri óvið­un­andi fyrir Íslend­inga að vita ekki hverjir standi þarna á bak við.

Fjármálaeftirlitið sendi frá sér frétt í gær þar sem það vakti athygli á því að fjár­­­mála­­fyr­ir­tækjum beri að til­­­greina nöfn og hlut­­falls­­legt eign­­ar­hald allra þeirra sem eiga umfram eitt pró­­sent hluta­fjár á heima­­síðu sinni. „Sé lög­­að­ili eig­andi hluta­fjár umfram eitt pró­­sent skal jafn­­framt koma fram hvaða ein­stak­l­ingur eða ein­stak­l­ingar séu raun­veru­­legir eig­endur við­kom­andi lög­­að­ila.“

Jón Þór Sturlu­son, aðstoð­ar­for­stjóri eft­ir­lits­ins, sagði í tíu­fréttum RÚV í gær að Arion banki hefði fjóra daga til að upp­fylla þessa skyldu.

Tíu stærstu eig­endur Kaup­þings opin­beraðir

Það hefur hins vegar ekki gengið vel hingað til að fá upp­lýs­ingar um end­an­lega eig­endur vog­un­ar­sjóða sem eign­ast hafa hluti í íslenskum fjár­mála­fyr­ir­tækj­um. End­ur­reistur Straumur fjár­fest­ing­ar­banki fékk á sínum tíma fjár­fest­inga­banka­leyfi frá Fjár­mála­eft­ir­lit­inu án þess að þurfa að greina frá hverjir end­an­legir eig­endur hans voru. Eina sem vitað var um það var að dótt­ur­fé­lag Deutsche Bank í Hollandi hélt utan um hlut­deild­ars­kirteini þeirra.

Þá komst Fjár­mála­eft­ir­litið að þeirri nið­ur­stöðu fyrr í ár að vog­un­ar­sjóð­ur­inn Burlington Loan Mana­gement, í eigu Dav­id­son Kempner, mætti fara með virkan eign­ar­hlut í fjár­mögn­un­ar­fyr­ir­tæk­inu Lýs­ingu.

Kjarn­inn beindi fyr­ir­spurn til Kaup­þings um hverjir væru stærstu eig­endur þess félags. Í svari félags­ins kemur fram yfir­lit yfir tíu stærstu hlut­hafa Kaup­þings í lok árs 2016. Á þeim lista eru end­an­legir eig­endur hins vegar ekki til­greind­ir.

Eftirfarandi tíu eru stærstu eigendur Kaupþings
  1. fjár­fest­ing­ar­sjóðir í stýr­ingu Taconic Capi­tal 38,64%;
  2. Sculptor Invest­ments s.a.r.l., félag tengt Och-Ziff Capi­tal Mana­gement Group 14,21%;
  3. fjár­fest­ing­ar­sjóðir í stýr­ingu Attestor Capi­tal 8,63%;
  4. Gold­man Sachs og sjóður í stýr­ingu Gold­man Sachs 4,83%;
  5. fjár­fest­ing­ar­sjóðir í stýr­ingu Center­bridge 3,92%;
  6. Kaupt­hing Sin­ger & Fried­lander (in Administration) 3,14%;
  7. Deutsche Bank AG, London 3,01%;
  8. Merrill Lynch International 2,33%;
  9. Citigroup Global Markets Ltd. 2,10%;
  10. fjár­fest­ing­ar­sjóður á vegum Blu­eMountain Capi­tal Mana­gement 1,44%

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Myndin er fengin úr kerfisáætlun Landsnets 2016-2025. „DC-strengur á Sprengisandsleið hefur jákvæð áhrif á mögulega lengd jarðstrengja á Norðurlandi,“ segir í myndatexta.
Sprengisandskapall „umfangsmikil og dýr“ framkvæmd fyrir „fáa kílómetra“ af jarðstreng í Blöndulínu
Landsnet tekur ekki undir þau sjónarmið Samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi að skynsamlegt sé að leggja jarðstreng yfir Sprengisand til að auka möguleika á því að leggja hluta Blöndulínu 3 í jörð.
Kjarninn 20. maí 2022
Hersir Sigurgeirsson
Segir sig frá úttektinni á sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Bankasýsla ríkisins sendi bréf til ríkisendurskoðanda með ábendingu um að Hersir Sigurgeirsson hefði sett „like“ á tiltekna færslu á Facebook sem varðaði útboðið. „Ég kann ekki við slíkt eftirlit,“ segir Hersir.
Kjarninn 20. maí 2022
Hvernig gengur að koma úkraínskum flóttabörnum inn í skólakerfið?
Langfæst börn sem flúið hafa stríðið í Úkraínu með foreldrum sínum á síðustu vikum og mánuðum eru komin inn í skólakerfið hér á landi og spila þar inn margir þættir. Samstarf á milli stærstu sveitarfélaganna hefur þó gengið vel.
Kjarninn 20. maí 2022
Jarðskjálftahrinur ollu mikilli hræðslu meðal barna og engar upplýsingar voru veittar til fólksins, sem margt glímir við áfallastreituröskun. Ásbrú er því ekki ákjósanlegasti dvalarstaðurinn fyrir fólk sem flúið hefur stríðsátök, að mati UN Women.
Konur upplifi sig ekki öruggar á Ásbrú – og erfitt að koma óskum á framfæri
UN Women á Íslandi gera alvarlegar athugasemdir við svör Útlendingastofnunar varðandi útbúnað og aðstæður fyrir flóttafólk og umsækjendur um alþjóðlega vernd á Ásbrú.
Kjarninn 20. maí 2022
Myndir af börnum í Austur-Kongó með alvarleg einkenni apabólu.
Fimm staðreyndir um apabólu
Apabóla er orð sem Íslendingar höfðu fæstir heyrt þar til nýverið er tilfelli af þessum sjúkdómi hófu að greinast í Evrópu og Norður-Ameríku. Sjúkdómurinn er hins vegar vel þekktur í fátækustu ríkjum heims þar sem þúsundir sýkjast árlega.
Kjarninn 19. maí 2022
Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB
„Hlutverk hins opinbera er að tryggja öllum húsnæðisöryggi“
Formaður BSRB segir að margt sé til bóta í tillögunum starfshóps um aðgerðir og umbætur á húsnæðismarkaði – og gefi ástæðu til hóflegrar bjartsýni um betri tíma.
Kjarninn 19. maí 2022
Árni Guðmundsson
Af þreyttasta frumvarpi Íslandssögunnar
Kjarninn 19. maí 2022
Jóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Vilja margföldun á framlagi ríkisins til rannsókna í ferðaþjónustu
Samtök ferðaþjónustunnar gagnrýna framsetningu á framlögum til ferðamála í umsögn sinni við fjármálaáætlun. Samtökin óska eftir 250 milljón króna árlegri hækkun framlaga til rannsókna í greininni á gildistíma áætlunarinnar.
Kjarninn 19. maí 2022
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None