Bretar sjálfstæð þjóð árið 2020?

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar um Brexit og útgöngu Breta úr Evrópusambandinu.

Auglýsing

Verða Bretar sjálf­stæð þjóð árið 2020? Þegar búið verður að semja um útgöngu þeirra úr ESB? Verða þeir þá lausir undan „oki“ ESB og búnir að „taka landið sitt til baka“ (take our country back) eins og tals­menn útgöng­unn­ar, með lýð­skrumarann/popúlist­ann Nigel Farage í broddi fylk­ingar sögðu kjós­endum að myndi ger­ast? Það kann að hljóma skringi­lega, en sá hefur reyndar haft lifi­brauð sitt af því að sitja á Evr­ópu­þing­inu frá árinu 1999, eða í 18 ár.

Leið Bretum eins og nýlendu?

Leið Bretum kannski innan ESB eins og íbúum nýlendna þeirra leið á meðan Bretar drottn­uðu yfir þeim og jafn­vel kúg­uðu? Til dæmis Ind­verjar áður en landið braust undan hæl Breta­veldis árið 1950? Voru Bretar kúg­að­ir, áhrifa og valda­lausir innan ESB? Hlust­aði eng­inn á þá í Brus­sel? Voru þeir kannski fúlir yfir því að ráða ekki öllu eins og í gamla heims­veld­inu?

For­sprakk­ar Brexit voru dug­legir við að segja almenn­ingi í Bret­landi að það væri búið að „taka landið frá þeim“ og að elítan, valda­stétt­in, í Brus­sel drottn­aði yfir lífi þeirra. En for­sprakk­arnir sjálfir eru einmitt hluti af þeirri elítu sem þeir keppt­ust við að gagn­rýna. Bæði í Brus­sel og ekki síður í London, höf­uð­borg Stóra-Bret­lands.

Auglýsing

Eitt er víst: Bret­land verður aldrei aftur það heims­veldi, hvorki hern­að­ar­lega, né við­skipta­lega, sem það var. Sé Brexit ein­hver draumur þess efn­is, geta Brex­it-­sinnar gleymt því. Sé ætl­unin að end­ur­reisa hina fornu frægð Stóra-Bret­lands, í ein­hverju nostal­gísku reiði­kasti gegn Brus­sel, þá geta Nigel FarageBoris John­son og félagar gleymt því. Ein­fald­lega vegna þess að heim­ur­inn hefur breyst – í grund­vall­ar­at­rið­um.

Alþjóða­kerfið eins og við þekktum það eftir seinna stríð og sem mót­að­ist í köldu stríði risa­velda er gjör­breytt. Til leiks eru komnir Kín­verjar og Ind­verjar („gim­steinn­inn í kór­ón­unn­i“) sem sækja hart fram. Sem og fleiri ­þjóð­ir. Við „unnið sjálf­stæði“ frá ESB þurfa Bretar því að spila leik sinn í ger­breyttu umhverfi.

Gamla fólkið vann

Rifjum aðeins upp hvernig þetta fór: Eng­land og Wales kusu út, á meðan N-Ír­land og Skotland vildu áfram vera í ESB. Sem og höf­uð­borg­in, London. Töl­urnar voru: 51.9 % vildu út, en 48.1% vildu vera áfram í ESB. Ljóst er að þessi ákvörðun hefur klofið Bret­land í tvennt, þar sem Skotar sækj­ast nú eftir sjálf­stæði. Því eldra sem fólk var, því meira kaus það að fara út (sner­ist í raun við 50 ára ald­ur­inn), minna mennt­aðir kusu að fara út, sem og þeir tekju­lægri. Þá hafði ESB meira aðdrátt­ar­afl á svæðum þar sem hlut­fall inn­flytj­enda var hærra og því meira kosið þar að vera áfram í ESB. Kosn­inga­þátt­taka var mun meiri meðal eldra fólks, sem e.t.v. getur skýrt að hluta þá stað­reynd að Brex­it-ið vann. Var unga fólkið þá bara heima á net­inu? Hefðu nið­ur­stöður orðið öðru­vísi, ef um net­kosn­ingu hefði verið að ræða? Það verður að telj­ast mögu­legt, þar sem fjöl­margt ungt fólk lifir sínu lífi nú nán­ast á net­inu.

Hvað fékk Bret­land með ESB?

En hvað hefur ESB veitt Bret­landi og Bretum frá því að þeir gengu inn árið 1973, ásamt Írlandi og Dan­mörku? Í til­felli Írlands er eitt á hreinu; landið var eitt það fátæk­asta og verst stadda í allri Evr­ópu þegar það gekk inn og nán­ast allir eru sam­mála um að ESB-að­ild hafi skipt algerum sköpum fyrir Írland. Það er ekki „fake news“ og menn álíka sam­mála um þetta og þá stað­reynd að aðild Íslands að Innri mark­aði ESB (með EES-­samn­ingnum 1995) hafi verið Íslandi til góðs. Nán­ast eng­inn mót­mælir þeirri stað­reynd eða þessu með Írland og ESB. 

Hvað hafa Bretar fengið með aðild að ESB? Hér koma aðeins nokkur dæmi: Þeir hafa fengið aðgang að Innri mark­aði ESB og tugum við­skipta­samn­inga sem sam­bandið hefur gert við önnur ríki. Þeir hafa fengið fullt ferða­frelsi um alla Evr­ópu (31 milljón ferðir til Evr­ópu árið 2014) og breskir eft­ir­launa­þegar (sem búa víðs veg­ar um Evr­ópu) geta tekið út eft­ir­launin sín eins og þeir væru í Bret­landi. Þeir geta notið aðgangs að heilsu­gæslu um alla Evr­ópu og fengið sendi­ráðs­að­stoð í neyð frá öðrum sam­bands­ríkj­um, ef þörf er á. Rétt eins og þeir væri kannski Svíar eða Finn­ar. Um hálf milljón breskra bænda hafa fengið ríku­lega styrki frá byggða­á­ætl­unum ESB og meira að segja Drottn­ingin líka. Talið er að hún og hennar fjöl­skylda muni verða af um 1 milljón punda í land­bún­að­ar­styrki á ári vegna Brexit (það er kannski ekki lyk­il­at­riði máls­ins, held­ur dulít­ið kó­mísk stað­reynd). Ríku­leg neyt­enda­vernd sem breskir neyt­endur hafa not­ið, er komin frá ESB, sem og listar yfir „hættu­leg flug­fé­lög“ sem og önnur starf­semi, sam­evr­ópsk, sem miðar að bar­áttu gegn glæp­um, mansali, eit­ur­lyfja­smygli og öðrum óskunda. Allt þetta er í hættu við Brexit. Að maður tali nú ekki um frið­inn á N-Ír­landi, en það er efni í aðra grein.

Helm­ingur útflutn­ings Bret­lands til ESB

Í efna­hags­legu til­liti lítur málið svona út: Um helm­ingur af öllum útflutn­ingi Breta fer inn á Innri markað ESB. Þetta kemur meðal ann­ars fram á stað­reynda­blaði (fact sheet) sem CBI, Sam­tök breska iðn­að­ar­ins, gáfu út vegna Brexit. Þar er mikið af áhuga­verðum stað­reyndum og hér verða nokkrar taldar upp: Yfir 70% fyr­ir­tækja inn­an CBI segja að aðild að ESB hafi verið jákvæð, aðeins 13% segja að hún hafi verið nei­kvæð. Í könnun sögð­ust 78% fyr­ir­tækja­eig­enda ætla að segja nei við Brexit og vilja vera áfram í ESB. Talið er að aðild Breta að ESB hafi aukið við­skipti við sum Evr­ópu­lönd um allt að 50% og um 76% fyr­ir­tækja­eig­enda segja að aðild að ESB og Innri mark­aðnum hafi haft jákvæð áhrif á rekst­ur­inn. Þá hefur aðild að ESB verið stökk­bretti inn á aðra mark­aði og auð­veldað að kom­ast þar inn. Af fjár­fest­ingu í Bret­landi, hefur ESB staðið fyrir um tæp­lega 50% af henni og and­virði hennar árið 2011 er talið hafa verið um 1.2 billjónir (þús­und millj­arð­ar) punda. Aðild Breta að ESB hefur líka laðað að fjár­fest­ingar landa utan ESB til Bret­lands. Breskir atvinnu­rek­endur segja einnig að hið „hreyf­an­lega vinnu­afl“ (eitt af fjór­frelsum ESB) hjálpi þeim til þess að finna hæft starfs­fólk fyrir fyr­ir­tæki sín. 1% pró­sent af þeim sem eru í CBI sögðu „hið hreyf­an­lega vinnu­afl“ vera nei­kvætt. Aðeins 15% af félögum í CBI sögðu sam­eig­in­legar reglur og ákvarð­anir ESB vera nei­kvæðar fyrir breskt atvinnu­líf.

Nettófram­lag Breta til ESB og fjár­laga sam­bands­ins er um 0.4% af þjóð­ar­fram­leiðslu. Sé þetta reiknað yfir á með­al­-Bret­ann kostar það hann um 116 pund ári að vera í ESB. Sem er minna en bæði Sví­ar, Finn­ar, Þjóð­verjar, Danir og Hol­lend­ingar eru að borga til sam­bands­ins. Þá er það klass­íska spurn­ing­in: Fengu Bretar næstum allt fyrir ekk­ert?

Þegar Bretar gengu í ESB þess tíma, var litið á landið sem eins­konar „sjúk­ling Evr­ópu“. Fram­leiðsla var lág og sam­keppni lítil og léleg. Í frétt á Fin­ancial Times sem ber heitið „What has the EU done for the UK“ kemur fram að með aðild hafi verð­stöð­ug­leiki auk­ist og sam­keppni einnig. Eftir aðild hafi Bret­land svo saxað á önnur aðild­ar­lönd og farið fram úr löndum á borð við Þýska­land, Frakk­land og Ítalíu í fram­leiðslu­legu til­liti. Fræði­menn sem hafa skoðað þetta hafa sagt að án aðildar væri Bret­land að öllum lík­indum (ekki hægt að full­yrða hér) eins og blanda af Nýja-­Sjá­landi og Argent­ínu efna­hags­lega séð. Sem er kannski ekki beint glæsi­legt. Í grein­inni kemur fram að Bret­land hafið notið þess ríku­lega að hafa haft aðgang að mörk­uðum ESB og það hafi bæði aukið sam­keppni, losað efna­hag­inn við illa rekin fyr­ir­tæki, bætt stjórnun fyr­ir­tækja og bætt aðstæður í atvinnu­líf­inu. Enda er það áhuga­verð stað­reynd að eng­inn af Brex­it-sinnum hefur and­mælt því að aðildin að ESB hafi verið slæm fyrir Bret­land. Meðal ann­ars hefur Pat­rick Minford, hag­fræði­pró­fessor og einn mesti Brex­it-sinni Bret­lands sagt að aðild að ESB hafi gagn­ast Bret­landi og breskum efna­hag með því að auka frelsi í við­skipt­um.

Til hvers að fara?

Til hvers eru þá Bretar að yfir­gefa ESB? Við því er ekki til neitt eitt svar. Er það vegna knýj­and­i efna­hags­legrar þarfar eða liggur eitt­hvað annað að baki? Er þetta spurn­ing um ein­hvern metnað og langvar­andi „nún­ing“ á milli Breta og meg­in­lands­þjóð­anna, Þýska­lands og Frakk­lands? Er um að ræða ein­hverja óskil­greinda þjóð­ern­is­hyggju, sem byggir á djúp­stæðri löngun til þess að stjórna sér sjálf­ur? Eða að minnsta kosti að fá til­finn­ingu fyrir því? Er Bretum virki­lega stjórnað af Brus­sel? Setur breska þingið ekki ennþá lög? Gera Bretar ekki fjár­lög á hverju ári fyrir breska rík­ið? Ég veit ekki bet­ur. Rétt eins og Íslend­ing­ar, Sví­ar, Þjóð­verjar, Frakkar og öll hin Evr­ópu­rík­in. Sem eru í ESB. Nema við, að sjálf­sögðu, en Íslend­ingar hafa verið hafðir að fíflum í Evr­ópu­málum af síð­ustu tveimur rík­is­stjórnum og hvert lof­orðið á fætur öðru svikið eins og ekk­ert sé.

Ther­esa sendi bréf

Ther­esa May er búin að senda bréf til Brus­sel, svona rétt eins og Gunnar Bragi gerði á sínum tíma. Þar með er útganga Breta hafin úr ESB. Ég óska Bretum góðs gengis og vona að þeir verði nú loks­ins „frjáls þjóð“ þegar þessu er lokið og fái landið sitt aft­ur, sem að minnsta kosti hluti þeirra hélt að væri glat­að. Enda var það eitt af lof­orð­um Brexit. En það hefði verið gam­an, og nauð­syn­legt að mínu mati, að hafa þá áfram með. Nú þegar vax­andi þjóð­ern­is­hyggja, útlend­inga­andúð og hatur á ýmsum hópum gerir illi­lega vart við sig í ýmsum þjóð­fé­lögum um heim allan, og sér­stak­lega Evr­ópu. Þeir sem þekkja til sögu Evr­ópu vita að slíkt kann ekki góðri lukku að stýra. Á tímum sem þessum þarf sam­stöðu, ekki sundr­ungu. „Sam­ein­aðir stöndum vér, sundraðir föllum vér,“ eins og ein­hver sagði.

Höf­undur er MA í stjórn­mála­fræði og situr í stjórn Evr­ópu­sam­tak­anna.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None