Auglýsing

Nú stendur yfir ferli sem mun móta íslenska fjár­mála­kerfið um ókomna tíð. Það ferli snýst um breytt eign­ar­hald á bönkum og til­heyr­andi kerf­is­breyt­ingar sem fylgja munu í kjöl­far­ið. Frá haust­mán­uðum 2008 hefur íslenska ríkið haft boð­vald yfir kerf­inu. Og þar með haft hemil á því.

Það boð­vald varð til með neyð­ar­lög­unum og lögum um fjár­magns­höft. Sá grunnur gerði stjórn­völdum kleift að stýra því hvernig banka­kerf­inu yrði stjórn­að. Á honum var hægt að knýja kröfu­hafa bank­anna til að spila eftir leik­reglum okk­ar, í stað þess að þeir settu þær sjálf­ir. Það var sann­ar­lega reynt.

En nú á að færa eign­ar­hald, og mót­un­ar­vald, til einka­að­ila.

Þeir sem segj­ast standa með Íslandi

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem „kröfu­haf­ar“ hafa reynt að kom­ast í bíl­stjóra­sætið hér­lend­is. Ég hitti full­trúa kröfu­hafa föllnu íslensku bank­anna fyrst sem blaða­maður Morg­un­blaðs­ins á fundi sem settur var upp af ráð­gjafa á þeirra vegum 13. nóv­em­ber 2008, um mán­uði eftir hrun­ið. Um var að ræða tvo menn og annar þeirra reynd­ist síðar vera einn mesti þunga­vigt­ar­mað­ur­inn í þessum hópi sem vann fyrir kröfu­haf­ana. Maður sem var meira og minna með annan fót­inn á Íslandi frá 2008 og út árið 2015.

Þeir boð­uðu fund­inn til þess að reyna að selja þá hug­mynd að vinda þyrfti ofan af öllum þeim aðgerðum sem stjórn­völd höfðu gripið til fram til þess tíma, sér­stak­lega neyð­ar­lög­unum sem gerðu inn­stæður að for­gangs­kröf­um. Þeir sögðu að erlendu kröfu­hafar íslensku bank­anna vildu stofna eign­ar­halds­fé­lag utan um eignir gömlu bank­anna, breyta kröfum sínum í hlutafé og koma þannig að banka­rekstri á Íslandi sem eig­end­ur. Söluræðan var á þann veg að þannig myndi draumur Íslend­inga um aðkomu erlendra banka að íslensku banka­kerfi ræt­ast.

Annar mað­ur­inn spurði: „Hverjir eiga íslensku bankana? Eru það þeir sem veita þeim starfs­leyfi eða þeir sem fjár­magna starf­semi þeirra?“ Hann svar­aði síðan spurn­ing­unni sjálfur á þann veg að ef bankar fari í þrot þá eigi kröfu­hafar þeirra þá. Það að breyta leik­regl­unum eftir á, líkt og gert var með neyð­ar­lög­un­um, væri ekk­ert annað en þjóð­nýt­ing og and­stætt öllum gildum hins kap­ít­al­íska hag­kerf­is.

Auglýsing


Inn­takið í boð­skap mann­anna tveggja var þetta: Kröfu­hafar hafa efni á því að afskrifa afgang­inn af kröfum sínum gagn­vart Íslandi og hverfa frá land­inu fyrir fullt og allt. Ísland hefur hins vegar ekki efni á því að þeir fari frá land­inu með þeim hætti. Þess vegna vildu þeir vinna með Íslend­ingum að upp­bygg­ingu. Þeir vildu „taka stöðu með Ísland­i“, að eigin sögn. Veðja á end­ur­reisn­ina. „Ís­land er ríkt land þangað til það ákveður að það sé það ekki,“ sagði annar þeirra.

„Ef ég á að setja þetta upp í lík­ingu þá erum við stödd í þorpi og allt þorpið brenn­ur. Við erum ein­ungis með nægi­legt vatn til að bjarga tveimur bygg­ingum og það þarf að ákveða hvaða bygg­ingar það eiga að vera. Ef þú ert ekki með neina sér­staka hug­mynd um hvernig þorpið ætti að líta út eftir að björg­un­ar­að­gerðum er lokið þá er mjög erfitt að mynda sér skoðun á hvaða bygg­ingum á að bjarga. Viltu bjarga kirkj­unni eða versl­un­ar­mið­stöð­inni? Viltu að skól­inn eða ráð­húsið verði mið­punktur alls? Það er alltaf hætta á að þú bjargir rangri bygg­ingu, ekki þeirri sem fellur best að heild­ar­mynd­inn­i,“ bætti hann við.

Þeir litu sem sagt á Ísland sem brenn­andi þorp og sjálfa sig sem slökkvi­liðið sem hefði nægj­an­lega heild­ar­mynd og þekk­ingu til að ákveða hverju ætti að bjarga í þorp­inu, og hvað ætti að fá að brenna.

Ekk­ert skiptir máli nema hámarks arð­semi

Ég gleymi aldrei þeirri ónota­til­finn­ingu sem ég var með eftir að hafa hitt þessa menn á þessum fundi. Þá varð mér ljóst að þeir voru fyrst og síð­ast sölu­menn í vinnu fyrir eig­endur fjár­magns sem höfðu það eina mark­mið að hámarka arð­semi þess. Ekk­ert annað skipti máli. Aðrar afleið­ingar væru ein­fald­lega her­kostn­að­ur.

Ísland var í þannig stöðu á þessum tíma að greiðslu­fall rík­is­ins var mjög raun­veru­leg­ur, og nálæg­ur, mögu­leiki. Gengi krón­unnar hafði fallið um nálægt 50 pró­sent, atvinnu­leysi stefndi í tveggja stafa tölu, verð­bólga topp­aði skömmu síðar í tæp­lega 20 pró­sent­um, stýri­vextir voru 18 pró­sent og hall­inn á rekstri rík­is­sjóðs var yfir 200 millj­arðar króna. Með neyð­ar­lög­unum hafði ríkið til við­bótar búið til nýtt banka­kerfi – byggt á inn­stæðum og völdum eignum sem átti eftir að greiða fyrir – sem var að öllu ófjár­magn­að. Fjár­mögnun þess var talið kosta allt að 385 millj­arða króna, sem voru ekki til í rík­is­sjóði. Rúmur helm­ingur fyr­ir­tækja í land­inu var í van­skilum og talið var að um 70 pró­sent þeirra væru með nei­kvætt eigið fé, og þar með tækni­lega gjald­þrota. Tug­þús­undir heim­ila voru með fjár­mál sín í algjöru upp­námi af ýmsum ástæð­um. Sum höfðu skuld­sett sig of mikið til að hraða sér í lífs­gæða­kapp­hlaup­inu, (ís­lenskum heim­ilum tókst að verða þau skuld­sett­ustu í heimi á árunum fyrir hrun), sum voru með geng­is­tryggð eða verð­tryggð lán sem hækk­uðu tíma­bundið mikið við fall krónu og verð­bólgu­skot og sum glímdu við þann skyndi­lega veru­leika að fyr­ir­vinnan varð atvinnu­laus.

Við þessar aðstæður voru menn­irnir fyrir framan mig að reyna að sann­færa mig um að það væri lang­best fyrir okkur sem þjóð að þeir myndu stjórna ferð­inni í end­ur­reisn­inni. Við ættum að færa þeim bank­ana aftur og leyfa mark­aðnum að fram­kvæma galdr­a­nna sína. Hinum frjálsa mark­aði sem hafði skil­aði íslensku sam­fé­lagi í ofan­greindu ástandi á þeim tæpum sex árum sem liðu frá því að lunda­fléttur og póli­tísk spill­ing skil­aði rík­is­bönkum í valdar hendur þar til allt saman hrundi.

Bless­un­ar­lega völdum við aðra leið.

Sami hópur boðar nýja stöðu­töku með Íslandi

Það er þarft að rifja þetta upp í dag þar sem nú boðar hópur aðila af nákvæm­lega sömu gerð og menn­irnir tveir það að þeir séu að „taka stöðu með Ísland­i“. Um er að ræða þrjá vog­un­ar­sjóði og fjár­fest­inga­bank­ann Gold­man Sachs. Undir orð­ræðu þeirra er tekið í íslenskum stjórn­mál­um. Ráða­menn hafa fagnað aðkomu þeirra, banka­menn kitlar í fing­urna að fara að leika sér aftur á alvöru­sviði og valdir fjöl­miðlar taka undir söng­inn. Þeir sem setja rétt­mætan fyr­ir­vara um að þetta sé besta leiðin fyrir Ísland eru jað­ar­settir sem annað hvort vit­leys­ingar sem sjái ekki veisl­una, skilji hana ekki eða sem komm­ún­istar sem hati einka­fram­tak­ið.

Aftur er rétt að minna á hvað gerð­ist síð­ast þegar við leyfðum banka­kerfið að skil­greina hlut­verk sitt sjálft. Þá komst þjóð sem er rík­ari en flestar af auð­lind­um, er vel menntuð og hafði byggt upp þol­an­legt vel­ferð­ar­kerfi mjög nálægt því að fara í greiðslu­þrot. Út af banka­mönnum og and­vara­leysi stjórn­valda gagn­vart þeim. Banka­mönnum og fylgitunglum þeirra sem rann­sókn­ar­skýrslur síð­ustu ára sýna að blekktu og svindl­uðu til að fá sínu fram. Frömdu stærstu sam­fé­lags­legu glæpi sem framdir hafa verið í íslenskri sam­tíma­sögu. Hópi sem tók aldrei eina ein­ustu ákvörðun með heild­ar­hags­muni þjóð­ar­innar í huga, heldur setti eig­in­hags­muni alltaf í fyrsta sæt­ið.

Það liggur fyrir að fjár­fest­arnir sem ætla að kaupa Arion banka eru að spila með okk­ur. Það að þeir hafi skrifað undir drög að sam­komu­lagi 12. febr­úar en dregið líf­eyr­is­sjóði lands­ins á asna­eyr­unum í við­ræðum í rúman mánuð til við­bótar stað­festir það. Ástæðan var sú að þeir vildu spara sér rúman millj­arð króna og miða við eigin fé Arion banka í níu mán­aða upp­gjöri í stað árs­upp­gjörs. 12. febr­úar var síð­asti dag­ur­inn til að gera það. Til að kaupa hlut í Arion banka án þess að ríkið gæti stigið inn þurfti að borga 0,8 krónur á hverja krónu af eigin fé. Miðað við níu mán­aða upp­gjörið er hóp­ur­inn að borga 0,807 krónur á hlut. Eða rétt yfir mark­inu.

Þetta er ekki eina markið sem hóp­ur­inn pass­aði sig á að vera rétt við. Tveir stærstu vog­un­ar­sjóð­irnir keyptu 9,99 pró­sent hlut svo þeir færu ekki yfir tíu pró­sent mark­ið, sem myndi leiða til þess að Fjár­mála­eft­ir­litið þyrfti að meta hæfi þeirra til að eiga virkan eign­ar­hlut í banka.

Að lokum virð­ist engin vilji til þess að upp­lýsa hverjir séu end­an­legir eig­endur sjóð­anna og þess hlutar sem Gold­man Sachs seg­ist halda á fyrir eigin reikn­ing. Og svo virð­ist sem eft­ir­lits­stofn­anir okkar skorti annað hvort tól,vilja eða þor til að kalla fram þær sjálf­sögðu upp­lýs­ingar svo fyrir liggi hverjir eigi fjár­magns­kerfið okk­ar, hvort þeir tengdir á þann hátt að máli skipti og hvort þeir séu hæfir eig­end­ur.

Kerfi sem er til fyrir þá sem eiga fjár­magnið

Það er eðl­is­munur á því að skilja ekki og sætta sig ekki við. Bankar á Íslandi eru svo kerf­is­lega mik­il­vægir að það er í raun ótrú­legt að láta sér detta það í hug að end­ur­skipu­lagn­ing kerf­is­ins eigi að fara fram á for­sendum vog­un­ar­sjóða og alþjóð­legra fjár­fest­inga­banka – sem hafa það eitt mark­mið að hámarka arð­semi sína – en ekki sam­fé­lags­ins sem umræddir bankar eiga að þjóna.

Það er óum­deilt að nútíma­banka­kerfi er fyrst og síð­ast til svo að eig­endur fjár­magns geti ávaxtað það sem mest. Ef maður þýðir þá setn­ingu þá er það til svo hinir ríku geti orðið rík­ari. Þetta er rök­stutt með brauð­mola­kenn­ing­unni. Ef þeir verði rík­ari á fjár­fest­ingum sínum þá munu brauð­mol­arnir gagn­ast öllum hin­um.

Um þetta þarf í raun ekk­ert að takast á. Hin hefð­bundna við­skipta­banka­starf­semi, og sá hluti banka­starf­semi sem þjón­ustar atvinnu­lífið með eðli­legum lán­tökum til upp­bygg­ingu rekst­urs, er ekki í for­grunni. Það er enda bara hægt að skuld­setja almenn­ing upp að vissu marki. Lána honum fyrir húsi, bíl og veita hæfi­legan yfir­drátt. Svo eyðir almenn­ingur ævinni í að borga þennan start­kostnað full­orð­ins­ár­anna til baka á allt of háum vöxt­um.

Vaxta­tæki­fær­in, þókn­ana­tekj­urnar og spennan er öll í einka­banka­þjón­ustu fyrir ríkt fólk og í gíruðum fjár­mála­gjörn­ing­um. Í „leikn­um“ sem útvaldir fá að spila. Afleið­ingin af þessu kerfi er sú að stétta­skipt­ing og ójöfn­uður eykst. Traust hverf­ur. Það er líka óum­deil­an­legt og stutt með hag­töl­um. Í lok árs 2015 áttu þau tíu pró­sent lands­manna sem voru rík­ust 64 pró­sent allra hreinna eigna. Hlut­fallið er reyndar hærra, þar sem í þessum tölum er gert ráð fyrir að verð­bréf séu metin á nafn­virði, ekki mark­aðsvirði. Sami hópur á nær öll verð­bréf, þ.e. skulda­bréf og hluta­bréf í eigu ein­stak­linga, á Íslandi. Á árinu 2015 fór 43 pró­sent af allri nýrri hreinni eign sem varð til hér­lend­is, til þessa hóps.

Þetta er hóp­ur­inn sem banka­kerfið er til fyr­ir. Og sá hópur sem mest áhersla er á að þjón­usta.

Hvern er verið að þjón­usta?

Það er eðli­legt, og raunar nauð­syn­legt, að stjórn­mála­menn nýti þá for­dæma­lausu stöðu sem upp er kom­in, og felur í sér að stjórn­völd eru með allt banka­kerfið í fang­inu, til að spyrja sig mjög ein­faldra spurn­inga: Til hvers eru bankar? Og fyrir hvern eru þeir?

Það er um tvennt að velja. Það er hægt að halda áfram á þeirri leið sem verið er að feta, hlusta á yfir­læt­is­legu fjár­mála­mark­aðs­spað­anna sem hafa í raun aldrei afrekað neitt annað en að hagn­ast vegna aðgengis að pen­ingum ann­arra, tæki­færum sem vin­veittir stjórn­mála­menn veita þeim eða upp­lýs­ingum sem sami þröngi hópur deilir með sjálfum sér til að halda for­skot­inu og hagnast, og leyfa fjár­mála­mark­aðnum að móta kerf­ið. Nið­ur­staðan verður aftur sú sama: kerfið mun laga sig enn frekar að því að gera hinu ríku rík­ari og launa­fólk skuld­sett­ara.

Hin leiðin er sú að það sé hægt að líta svo á að það sé ekki óum­flýj­an­legt að fjár­mála­kerfið sé eins og það er. Að það sé hægt, með umræðu, und­ir­bún­ingi og skýrri stefnu­mótum að byggju upp kerfi sem þjón­ustar sam­fé­lag­ið. Kerfi sem er til fyrir fólkið sem býr í land­inu, en ekki fyrir kerfið sjálf og hand­fylli fjár­magns­eig­enda sem hagn­ast gríð­ar­lega á því. Það kerfi þarf ekk­ert endi­lega að vera að öllu leyti í eigu hins opin­bera. Það þarf bara að vera með skýran til­gang og skil­greindan ramma. Að fjár­mála­kerfið þjón­usti almenn­ing og fyr­ir­tæki, ekki að almenn­ingur og fyr­ir­tæki þjón­usti það.

Það er til staðar val. Ætlar Ísland sjálft að vera slökkvi­liðið sem tekur ákvörðun um hvað fær að brenna og hvað ekki þegar illa fer. Á að byggja mik­il­væg­ustu ein­ingar þorps­ins þannig upp að allar bruna­varnir séu í sem bestu standi og að tryggt sé að eldur í einu húsi breið­ist ekki í það næsta. Eða eiga vænt­an­legir banka­eig­end­ur, sem voru líka kröfu­hafar föllnu bank­anna, að halda á slöng­unni, setja upp bruna­varn­irnar og velja hvað fær að brenna?

Á allra næstu dögum og vikum munu stjórn­mála­menn þjóð­ar­innar þurfa að taka afstöðu til þess. Af þeirri afstöðu verða þeir dæmd­ir.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari
None