Rússíbanareiðin heldur áfram

Útflutningsfyrirtæki finna nú fyrir styrkingu krónunnar og fátt bendir til annars en að hún muni halda áfram. Framundan er háannatími í ferðaþjónustunni. Kúvending á stöðu hagkerfisins eftir uppgjör slitabúa er að „lyfta“ hagkerfinu. En of hratt?

Auglýsing

Ég stopp­aði stutt á Íslandi nýverið en náði að hitta á gott fólk og spjalla og heyra hvernig staða mála á Íslandi horfir við þeim. Flestir voru jákvæðir en líka áhyggju­full­ir. Er verið að ganga of hratt um gleð­innar dyr?

Alltaf þegar ég sé ein­hvern úr hag­fræð­i­stétt deila grafi um að Ísland sé á toppnum í hag­vexti þá verð ég svo­lítið hugsi. Sér­stak­lega þegar það fylgir sög­unni að það sé aðeins Ind­land, með 20 pró­sent allra íbúa jarðar innan sinna vébanda (1,3 millj­arða), sem er með meiri árlegan hag­vöxt. Er fólki raun­veru­lega alvara með því að stilla Íslandi upp með þessum risa­þjóð­u­m? 

Hag­vöxtur góður mæli­kvarði?

Eftir að hafa hlustað (Hlað­varp Bloomberg) á hag­fræði­pró­fess­or­inn Lor­enzo Fioramonti, við Uni­versity of Pretor­ia, tæta í sig þennan sífellda hag­vaxt­ar­sam­an­burð þjóða sem hjálp­ar­tæki við að mæla efna­hags­lega heilsu, þá fær maður þá til­finn­ingu að þetta sé sér­stak­lega vit­laust þegar kemur að sam­an­burði smá­þjóða við miklu stærri rík­i. 

Auglýsing

Til að glöggva sig á stöðu mála á Íslandi ætti að rýna ofan í smá­at­riðin í hag­kerf­inu, og spyrja hvort við séum á réttri leið, með til­liti til hvernig störf eru að verða til og hvort sam­keppn­is­hæfnin sé að styrkj­ast. Það er of auð­velt að birta gröf sem sýna að Ísland sé best í heimi, hlut­falls­lega, eins og er nú að breyt­ast í hálf­gerða þjóðar­í­þrótt hefur mér sýnst. Ég held að fólk ætti að fara var­lega í þessu, einkum og sér í lagi pólítískir stuðn­ings­menn stjórn­valda. Þetta hafa spuna­meist­arar allra rík­is­stjórna frá því árið 2009 ástundað af miklum krafti, ein­hverra hluta vegna (Áfram Ísland!).

Heppin að geta beitt rík­is­vald­inu af þunga

Ísland er dásam­legt, með öllum sínum kostum og göll­um, en það hjálpar nú ekki mikið til, svona almennt tal­að, að trúa því að á þessu litla landi sé allt best. Þannig er það ekki og verður aldrei. En inn­við­irnir á Íslandi eru samt traustir og sýna við­brögðin í fjár­mála­hrun­inu, fyrir bráðum ára­tug, að það er hægt að leysa úr erf­iðum aðstæðum með far­sælum hætti í jafn litlu landi.

Beit­ing rík­is­valds af miklum þunga, með neyð­ar­lögum og fjár­magns­höft­um, var þar lyk­il­at­riði og mynd­aði grund­völl við­spyrnu. Þetta gátu stærri þjóðir ekki gert og ekki heldur ein­stök svæði innan stór­þjóða, sem fóru hörmu­lega út út fjár­málakreppuni. Má nefna mið­ríki Banda­ríkj­anna sem dæmi. Það er hollt að minna á þetta reglu­lega. Við vorum heppin að geta gert þetta, örríki á norð­ur­hjara.

Gjald­eyr­is­inn­streymið mikið

Eins og staða mála er nú á Íslandi, með 7,2 pró­sent hag­vöxt í fyrra og gríð­ar­lega hraðan vöxt gjald­eyr­is­inn­streym­is, þá virð­ist sem ofris krón­unnar sé óhjá­kvæmi­legt, nema að rík­is­vald­inu sé beitt mis­kunn­ar­laust til að halda annarri stöðu á krón­unn­i. 

Ríf­lega 40 pró­sent hækkun á fast­eigna­verði á einu ári, mælt í Banda­ríkja­dal, segir manni að eitt­hvað und­ar­legt sé á seyði. Eða í það minnsta finnst mér það.

Spjótin bein­ast að Seðla­banka Íslands þegar umræðan um stöðu krón­unnar er ann­ars veg­ar. 

Nú túlka grein­endur á mark­aði yfir­lýs­ingar Pen­ingu­stefnu­nefndar með ólíkum hætti, eins og eðli­legt er. Eitt af því sem ég hef tekið eft­ir, er að fólk í pen­inga­stefnu­nefnd­inni hefur sagt að það sé ekki hægt að reikna með því að Seðla­bank­inn stuðli að veik­ingu krón­unnar með inn­gripum sínum til lengd­ar, en hann geri þó það sem hann telji skyn­sam­legt á hverjum tíma. Seðla­bank­inn gerði þetta ítrekað í fyrra, en inn­streymið var það mikið að við­skipti Seðla­bank­ans gerðu ekki annað en að tempra styrk­ing­una. 

Þá hefur fjár­mála­stöð­ug­leika­svið bank­ans teiknað upp eina sviðs­mynd af erf­ið­leik­um, sem gæti verið þokka­lega lík­leg. Í þeirri sviðs­mynd var horft til þess að ferða­þjón­ustan myndi upp­lifa erf­ið­leika og að hún færi á svip­aðan stað og hún var árið 2012, þegar ör vöxtur var far­inn að gera vart við sig. Harpa Jóns­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri fjár­mála­stöð­ug­leika, lét þá hafa eftir sér að það væri aug­ljóst, að bakslag í ferða­þjón­ust­unni gæti haft mikil og víð­tæk áhrif á Íslandi.

For­rit­ar­inn, útgerð­ar­mað­ur­inn og banka­mað­ur­inn

En aftur að þessum stuttu sam­tölum í heim­sókn­inni á Íslandi. Vitna ég til sam­tala við for­rit­ara, útgerð­ar­mann og banka­mann. 

1. For­rit­ar­inn var búinn að segja mér að oft væru sárs­auka­mörkin þegar kæmi að íslenskum hug­bún­að­ar­fyr­ir­tækj­um, sem hefðu tekjur erlend­is, í kringum 110 krónur á Banda­ríkja­dal.

Hann kostar nú 107 krónur og hefur krónan styrkst um ríf­lega 30 pró­sent gagn­vart Banda­ríkja­dal á einu og hálfu ári. Svip­aða sögu er að segja um evr­una sem nú kostar 116 krón­ur.

En þetta var áður en samið var um miklar launa­hækk­an­ir, svo sárs­auka­mörk­in, þegar kemur að sam­keppn­is­hæfni við önnur lönd, liggja ann­ars stað­ar. Kannski frekar nær 120 eða 130 krónum fyrir Banda­ríkja­dal­inn. 

Þetta þýðir að hljóð­lát­lega verða færri störf til í þessum geira og vöxt­ur­inn hjá þeim stærstu verður utan lands­stein­anna, fyrst og fremst. Þetta er umhugs­un­ar­efni, því það eru mörg efni­leg hug­bún­að­ar- og nýsköp­un­ar­fyr­ir­tæki á Íslandi. Versti óvinur þeirra er rús­sí­ban­areið krón­unn­ar. 

2. Útgerð­ar­mað­ur­inn (úr sjáv­ar­út­vegi kannski nær lagi) var viss um að krónan myndi styrkj­ast mikið á næst­unni, og sagð­ist halda að erf­ið­leikar myndu koma fram víða, ekki síst í sjáv­ar­út­vegi. Flókn­ara var það nú ekki. Hann var undir þetta búinn og sagði að fyr­ir­tæki stæðu mis­jafn­lega til að takast á við mikla styrk­ing­u. 

3. Banka­mað­ur­inn hafði áhyggjur af geng­inu og styrk­ing­unni, eins og flest­ir. Hann benti líka á það, sem er rétt, að Ísland stendur nú með góða inn­viði til að takast á við sveifl­ur. Þær ættu ekki að koma á óvart, hvorki upp á við né niður á við. Gjör­breytt skulda­staða, eftir upp­gjör slita­bú­anna, hefur kúvent stöð­unni til hins betra og ýtt undir hækk­andi eigna­verð, til dæmis á krón­unn­i. 

Þá standi líka stór fyr­ir­tæki á tíma­mót­um, til dæmis Icelanda­ir, sem þurfi að end­ur­skipu­leggja starf­sem­ina og takast á við vax­andi sam­keppni. Þetta væri spenn­andi á margan hátt og það mætti horfa til þess að þetta væri partur af því að styrkja inn­viði ferða­þjón­ust­unnar á Íslandi.

Mikið er til í þessum sjón­ar­miðum öll­um, finnst mér. 

Stjórn­mála­stéttin skuldar svör

En að lokum mætti samt minna á það, að það stendur upp á stjórn­mála­stétt­ina að skýra það, hvers vegna þessi heima­til­búna rús­sí­ban­areið geng­is­sveiflna er góð og skyn­sam­leg. 

Stjórn­mála­stéttin vill greini­lega við­halda henni, sam­an­ber lögin sem frá henni kemur sem leggur grunn að pen­inga­stefn­unni og fram­kvæmd henn­ar. Eng­inn vilji virð­ist vera til breyt­inga og má greina aug­ljósan mein­ing­ar­mun milli til dæmis Sjálf­stæð­is­flokks­ins ann­ars veg­ar, og Við­reisnar og Bjartrar fram­tíðar hins veg­ar. 

Afar ólík­legt er að ein­hverjar breyt­ingar verði á pen­inga­stefn­unni ef ekki tekst að skapa ein­ingu um breyt­ingar hjá stjórn­völd­um, í ljósi eins manns meiri­hluta á Alþingi. Þá verða þau sjón­ar­mið ávallt ofan á sem hagn­ast á því að breyta engu. 

Nú þegar búið er að slaka á fjár­magns­höftum þá styrk­ist krónan á fullu og hún mun vafa­lítið gera það áfram, sé horft fram­hjá ein­staka inn­an­dags sveifl­um. Veru­leik­inn er gjör­breyttur frá því sem var í hag­kerf­inu. Það er stefna útaf fyrir sig að láta stöð­una rétta sig af í gegnum rekstr­ar­erf­ið­leika fyr­ir­tækja og kannski er það óhjá­kvæmi­legt. Mark­að­ur­inn á að rétta sig af stund­um, óstudd­ur. Afskriftir og neyð­ar­lög mega ekki verða af ein­hverjum sjálf­sögðum hlut. 

Staða mála á Íslandi er og verður alltaf öfunds­verð í sam­an­burði við flestar þjóð­ir, sér­stak­lega þegar horft er til öryggis og frið­sæld­ar. En einnig inn­viða á flestum svið­um. Vel­megun er mik­il, og óþarfi að gera lítið úr þessu eða teikna upp svart­ari mynd en raunin er.

Á sama tíma ætti að vera mikil umræða um brest­ina í kerf­inu og hvernig megi laga það. Núver­andi rús­sí­ban­areið geng­is­ins, utan frá séð, er kannski ágætt til­efni til þess að taka málin föstum tökum og spyrja hvort við séum á réttri leið. Hag­vöxt­ur­inn er ekki stóri dómur í því. Miklu frekar hvort það séu að verða til góð störf til fram­tíðar lit­ið, sem geti bætt stöð­una í okkar litla og góða sam­fé­lagi, og hvert rús­sí­ban­areiðin mun leiða okkar að þessu sinni.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari
None