Framlag mitt til hatursorðræðunnar

Björg Árnadóttir skrifar um viðbrögð annarra við pistli sem hún skrifaði um neyslusamfélag og ofþyngd og viðbrögð sín við viðbrögðum þeirra.

Auglýsing

Guð okkar kall­ast kaloría og til­beiðslu­stað­ur­inn bað­vigt. Þegar ég er hér meðal fólks sem heldur sér áreynslu­laust í kjör­þyngd sé ég hvað við­horf okkar Vest­ur­landa­búa til matar eru orðin ein­kenni­leg. Ég man þá tíð að við vorum líka flest í kjör­þyngd án þess að leggja neitt sér­stak­lega á okk­ur. Mig langar að velta þessu upp en líður eins og sú umræða sé ekki leyfi­leg.” 

Þannig hefj­ast hug­leið­ingar sem ég skrif­aði á face­book þegar ég var stödd á Ind­landi nýlega. Ég birti oft lang­ar, mis­vel ígrund­aðar færslur um efni sem ég hef ekki sér­fræði­þekk­ingu á en snerta mig í dag­lega líf­inu og nota við­brögð vina­hóps­ins til að reyna að sjá við­fangs­efnið í nýju ljósi. Mér þóttu ólík við­brögð við umræddum pistli það athygl­is­verð að ég ákvað að birta hann hér í heild og gera síðan grein fyrir við­brögðum vina minna og við­brögðum mínum við þeim. 

Face­book-­færsla um neyslu­sam­fé­lagið skrifuð fyrir morg­un­mat einn dag­inn á Ind­landi:

Icelandic people are big and …, segja riks­haw-öku­menn­irnir og hreyfa hend­urnar í kringum mag­ann í leit að lýs­ing­ar­orði. Þeir hitta marga Íslend­inga hér í Fort Kochi

-Fat? sting ég upp á og þeir kinka kolli. Við erum orðin þekkt fyrir að vera þrek­vaxin þjóð. Um dag­inn las ég blogg á slóvakís­kum vef þar sem höf­undur á ekki orð til að lýsa hrifn­ingu sinni á íslenskum konum en skrifar í fram­hjá­hlaupi: 
Íslenskar konur eru miklar um sig. Við hittum bara tvær í venju­legum hold­um.” 

Auglýsing

Eitt af stærstu heilsu­far­s­vanda­málum heims um þessar mundir mun tengj­ast ofneyslu matar og ann­arra efna. Vand­inn er svo stór að hann telst far­ald­ur. Ég er þó að mörgu leyti sam­mála þeim sem segja að umræðu um holda­far ann­arra megi kalla hat­urs­orð­ræðu vegna þess að hún nið­ur­lægir hóp fólks og beinir allri athygl­inni að einum af ótal mörgum þáttum per­sónu þess. Ég man hvað ég leið í bernsku fyrir umræð­una um spóa­leggi mína og ókunnar búð­ar­konur sem sögðu að það væri ekki kjöttutla á þér, krakki.” Skömm hor­aða barns­ins yfir að vera ekki patt­ara­legt og hinum fannst að hann ætti að vera blundar enn í mér í bland við skömm full­orð­innar konu vegna til­hneig­ingar sinnar til að tútna út. Ég skil vel rök­semda­færslu þeirra sem kalla umræðu um holda­far hat­urs­orð­ræðu en hins vegar finnst mér við verða að fá að ræða þann vanda sem vax­andi neysla okkar á öllum sviðum veldur ein­stak­ling­um, sam­fé­lögum og sjálfri jörð­inni.

Ég við­ur­kenni að ég hef ekki kynnt mér orð­ræðu ofþyngd­ar­geirans vel en ég veit hvernig má tala um vímu­efna­vand­ann. Offitu- og vímu­efna­vanda­mál hljóta á margan hátt að vera svipuð enda stafa bæði að ein­hverju leyti af röskun á heila­starf­semi en einnig af fram­boði efna sem ber að var­ast. Lausnin liggur líka í heil­anum þótt oft krefj­ist það yfir­nátt­úru­legra krafta að vinna bug á vand­an­um. Far­aldur beggja er sam­fé­lags­legt vanda­mál og ein ástæðan er vax­andi aðgengi að ofgnótt efna sem eru ekki góð fyrir okk­ur.

Hér á Ind­landi á ég mínar til­beiðslu­stundir á vog­inni þar sem ég horfi á kílóin hrynja af mér. Þau hverfa áreynslu­laust vegna þess hve auð­velt er að aftengja hugsun sína mat. Hér eru ekki kalor­íu­sprengju­til­boð á hverju götu­horni. Brenn­andi löng­unin hverfur þegar eng­inn er elds­mat­ur­inn. Ég kvíði því af öllu hjarta að koma aftur heim í ofgnótt­ina.

Þarf það að flokk­ast undir ofbeldi að ræða holda­far ann­arrar mann­eskju? Er dóna­legt að spyrja fólk hvort það sé að missa tök á drykkju? Ég treysti mér ekki til að svara fyrri spurn­ing­unni en ætla að svara þeirri síð­ari. Vegna eigin reynslu af því að missa tök á drykkju finnst mér að það ætti að vera borg­ara­leg skylda hvers og eins að ræða við aðra um vax­andi áfeng­is­neyslu þeirra. Alkó­hólist­inn er svo fastur í neyslu sinni og afneitun að hann skilur ekki að heilsu­brestur hans og til­finn­ing­arask­anir geta verið afleið­ingar neysl­unn­ar. Það er ekki fyrr en félags­lega aðhaldið brestur á að honum tekst kannski að horfast í augu við eigin vanda. Mig skortir reynslu og þekk­ingu til að bera saman drykkju­vand­ann og ofþyngd­ar­vand­ann, en ég leyfi mér þó að velta því fyrir mér hvort við ættum kannski á öllum sviðum að grípa miklu fyrr til þess félag­lega að­halds sem felst í umræðu.

Kannski ætti það aldrei að vera ósmekk­legt að ræða opin­skátt um áhyggjur sínar af öðrum? Getur verið að við þurfum að læra að tala hvert við annað á opin­skáan en þó var­fær­inn og heilandi hátt? Gætum við sparað heil­brigð­is­kerf­inu millj­arða með jafn­ingja­sam­tölum í for­varn­ar­skyni? Eykur það enn vand­ann að umræðan sé feimn­is­mál?

Hér á Ind­landi lofa ég guð fyrir hvað fólkið er neyslu­grannt. Hvaða áhrif hefði það á heim­inn ef átján pró­sent jarð­ar­búa vendu sig á að panta ham­borg­ara og þamba áfengi ótæpi­lega? Það hefði ekki bara áhrif á ind­verskt heil­brigð­is­kerfi. Það hefði áhrif á verð­mæta nátt­úru þessa fal­lega lands og meira en það, aukin neysla Ind­verja hefur áhrif á veð­ur­far og nátt­úru heima á Íslandi og sama hátt og ofneysla okkar eyði­leggur jörð­ina fyrir öðr­um.

Auð­vitað gína pen­inga­öflin yfir stórum, ind­verskum mark­aði rétt eins og þau gína yfir litl­um, íslenskum mark­aði. Ég hef ekk­ert á móti mark­aðs­öfl­um, þau eru góð til síns brúks. En þegar þau ræna okkur heils­unni með því að halda að okkur óholl­ustu og óþarfa eru þau slæm, ekki síst sé það gert í skjóli kjör­inna full­trúa fólks­ins. En við getum tekið höndum saman gegn neyslu­vand­an­um, okkur hefur til dæmis næstum tek­ist að útrýma þeim dauni sem gegn­sýrði æsku mína. Engum finnst lengur óeðli­legt að ræða um reyk­ingar ann­arra. 

Ég man þá tíð að mamma bak­aði smákökur á jóla­föstu og við fengum að smakka þær afbök­uðu en hinar voru inn­sigl­aðar til jóla. Sjálf bak­aði ég smákökur en var ekki eins ströng og mamma ef ein­hverjum varð á að laum­ast í bauk­inn. Nú bökum við smákökur á aðvent­unni en borðum þær jafn­óðum af því að það er hvort sem er svo mik­ill matur sem við verðum að kom­ast yfir að borða á sjálfri jóla­há­tíð­inn­i. 

Ég vona að mér tak­ist að stand­ast freist­ingar þegar ég kem aftur heim í land kalor­í­unn­ar. Ég vona að mér tak­ist að halda mér aftengdri hugs­unum um mat á jafn eðli­legan hátt og hér af því að mér líður svo marg­falt betur þegar löng­unin stýrir ekki gerðum mín­um. Vegna þess sam­fé­lags­lega aðhalds sem ég hef kallað yfir mig með birt­ingu þessa pistils held ég að ég hafi ekk­ert val. Hnippið í mig þegar þið sjáið mig hlaða diskinn!

Við­brögð ann­arra við pistl­inum og við­brögð mín við við­brögðum þeirra

Hér lýkur færsl­unni en við­brögð­unum við hann skipti ég hér á eftir í sex flokka. Flest sner­ust þau meira um neyslu­vanda ein­stak­linga en neyslu­sam­fé­lag­ið.

Fyrst nefni ég þá sem þökk­uðu mér skrifin og kjarkinn sem í huga les­enda virð­ist meiri en ég hafði áttað mig á að þyrfti til að fjalla um þetta mál. Aðrir tóku undir hug­leið­ingar mínar og sumir minnt­ust á sam­visku­bit sitt vegna fyrri van­þekk­ingar á nær­ing­ar­fræði og oftrúar á fram­leið­endur sem selja sykur undir merkjum heil­brigð­is. Þriðji hóp­ur­inn benti rétti­lega á að tengsl milli ofþyngdar og inn­töku fæðu sé alls ekki eins skýr og ætla mætti af óvís­inda­legum pistli mínum þar sem löngun í mat er líka óþarf­lega mikið líkt við fíkn. Marg­vís­legar ástæður séu fyrir því að fólk fitni, sagði þriðji hóp­ur­inn, en sá fjórði lýsti því hins vegar afdrátt­ar­laust yfir að ofþyngd væri lífstíls­sjúdómur sem sumir teldu alfarið á ábyrgð ein­stak­lings­ins en aðrir sam­fé­lags­ins. Fimmti hóp­ur­inn minnt­ist þess tíma þegar umræða um áfeng­is­vand­ann var tabú af því að drykkju­fólk upp­lifði hana sem árás. Sú þöggun hafi verið virki­lega skað­leg og við­haldið rang­hug­myndum um fólk sem þurfti stuðn­ing.

Síð­asti hóp­ur­inn benti á að skrif eins og mín, þar sem ofþyngd náung­ans er gerð að per­sónu­legu og sam­fé­lags­legu vanda­máli, kyndi undir hatur enda lít­ils­virði þau hóp fólks: Höldum feitu fólki utan við þessa umræðu! Hver segir að þeir grann­holda séu endi­lega heilsu­hraust­ari?”

Ég sé það nú að ég gerði mig seka um hat­urs­orð­ræðu. Það á ekki að skoða holda­far náung­ans sem vanda­mál fremur en upp­runa hans, trú­ar­brögð, kyn­hneigð eða fötl­un. Því hef ég reyndar haldið fram þau fjöru­tíu ár sem ég hef mót­mælt útlits­dýrkun sem steypir alla í sama mótið enda græddi ég það á mynd­list­ar­námi mínu að læra að meta feg­urð manns­lík­am­ans óháð hlut­föllum og stærð. Fólk er ekki vanda­mál. Fjöl­breyti­leik­inn sendir lífið út í lit. Mér til varnar vil ég segja að það var ekki ásetn­ingur minn að lít­ils­virða jað­ar­settan hóp enda taldi ég mig í pistl­inum einkum fjalla um eigin þyngd og þjóð­ar­innar allr­ar. Og ég verð að við­ur­kenna að eitt skil ég ekki. Hvað varð um umræð­una um ofþyngd sem lífstíls­sjúk­dóm og lýð­heilsu­vanda? Hefur verið afsannað að ofþyngd auki álag á liði, líf­færi og Land­spít­al­ann?  

Fram­lag mitt til kær­leiks­orð­ræð­unnar

Dag­inn sem ég gerði mig seka um hat­urs­orð­ræðu var ég full kær­leika og sett­ist við skriftir til að segja heim­inum frá frels­inu sem fylgir því að tala um vanda sinn. Það er brýnt að tala um hat­rið í heim­inum en getum við ekki tamið okkur kær­leiksum­ræðu sem leyfir að öllum flötum sér­hvers máls sé velt upp? Reynsla mín er sú að þannig skap­ist gagn­kvæmur skiln­ing­ur. 

Flókið sam­spil líf­fræði­legra og til­finn­inga­legra þátta veldur því að fólk fitnar og við­heldur þyngd­inni. Sjálf hef ég þó alltaf séð þráð­beint sam­band á milli þyngdar minnar og inn­töku matar og drykkja. Hversu oft hef ég ekki staðið á bað­vog­inni og beðið kalor­íuguð­inn um að hjálpa mér að koma mér í kjól­inn fyrir jól­in! Á Ind­landi varð mér ljóst hversu lítið hald er í þeirri nálgun við vigt­ar­vand­ann. Hverjum er ekki sama um hvort ég kemst í þennan kjól? Mér varð loks ljóst að ofþyngd er umhverf­is­vanda­mál og að ég er sjálf bóf­inn í mat­ar­só­un­ar­dramanu. Því hvað er það annað en mat­ar­sóun að stuðla að því að hættu­lega stór hluti heims­ins er lagður undir ræktun og dýr drepin ein­göngu til að við getum geymt afurð­irnar á lær­unum á okk­ur? Það er kom­inn tími til að við ræðum þennan gríð­ar­stóra, sam­eig­in­lega vanda okkar með veg­semd og virð­ingu – og tök­umst á við hann. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar