Framlag mitt til hatursorðræðunnar

Björg Árnadóttir skrifar um viðbrögð annarra við pistli sem hún skrifaði um neyslusamfélag og ofþyngd og viðbrögð sín við viðbrögðum þeirra.

Auglýsing

Guð okkar kall­ast kaloría og til­beiðslu­stað­ur­inn bað­vigt. Þegar ég er hér meðal fólks sem heldur sér áreynslu­laust í kjör­þyngd sé ég hvað við­horf okkar Vest­ur­landa­búa til matar eru orðin ein­kenni­leg. Ég man þá tíð að við vorum líka flest í kjör­þyngd án þess að leggja neitt sér­stak­lega á okk­ur. Mig langar að velta þessu upp en líður eins og sú umræða sé ekki leyfi­leg.” 

Þannig hefj­ast hug­leið­ingar sem ég skrif­aði á face­book þegar ég var stödd á Ind­landi nýlega. Ég birti oft lang­ar, mis­vel ígrund­aðar færslur um efni sem ég hef ekki sér­fræði­þekk­ingu á en snerta mig í dag­lega líf­inu og nota við­brögð vina­hóps­ins til að reyna að sjá við­fangs­efnið í nýju ljósi. Mér þóttu ólík við­brögð við umræddum pistli það athygl­is­verð að ég ákvað að birta hann hér í heild og gera síðan grein fyrir við­brögðum vina minna og við­brögðum mínum við þeim. 

Face­book-­færsla um neyslu­sam­fé­lagið skrifuð fyrir morg­un­mat einn dag­inn á Ind­landi:

Icelandic people are big and …, segja riks­haw-öku­menn­irnir og hreyfa hend­urnar í kringum mag­ann í leit að lýs­ing­ar­orði. Þeir hitta marga Íslend­inga hér í Fort Kochi

-Fat? sting ég upp á og þeir kinka kolli. Við erum orðin þekkt fyrir að vera þrek­vaxin þjóð. Um dag­inn las ég blogg á slóvakís­kum vef þar sem höf­undur á ekki orð til að lýsa hrifn­ingu sinni á íslenskum konum en skrifar í fram­hjá­hlaupi: 
Íslenskar konur eru miklar um sig. Við hittum bara tvær í venju­legum hold­um.” 

Auglýsing

Eitt af stærstu heilsu­far­s­vanda­málum heims um þessar mundir mun tengj­ast ofneyslu matar og ann­arra efna. Vand­inn er svo stór að hann telst far­ald­ur. Ég er þó að mörgu leyti sam­mála þeim sem segja að umræðu um holda­far ann­arra megi kalla hat­urs­orð­ræðu vegna þess að hún nið­ur­lægir hóp fólks og beinir allri athygl­inni að einum af ótal mörgum þáttum per­sónu þess. Ég man hvað ég leið í bernsku fyrir umræð­una um spóa­leggi mína og ókunnar búð­ar­konur sem sögðu að það væri ekki kjöttutla á þér, krakki.” Skömm hor­aða barns­ins yfir að vera ekki patt­ara­legt og hinum fannst að hann ætti að vera blundar enn í mér í bland við skömm full­orð­innar konu vegna til­hneig­ingar sinnar til að tútna út. Ég skil vel rök­semda­færslu þeirra sem kalla umræðu um holda­far hat­urs­orð­ræðu en hins vegar finnst mér við verða að fá að ræða þann vanda sem vax­andi neysla okkar á öllum sviðum veldur ein­stak­ling­um, sam­fé­lögum og sjálfri jörð­inni.

Ég við­ur­kenni að ég hef ekki kynnt mér orð­ræðu ofþyngd­ar­geirans vel en ég veit hvernig má tala um vímu­efna­vand­ann. Offitu- og vímu­efna­vanda­mál hljóta á margan hátt að vera svipuð enda stafa bæði að ein­hverju leyti af röskun á heila­starf­semi en einnig af fram­boði efna sem ber að var­ast. Lausnin liggur líka í heil­anum þótt oft krefj­ist það yfir­nátt­úru­legra krafta að vinna bug á vand­an­um. Far­aldur beggja er sam­fé­lags­legt vanda­mál og ein ástæðan er vax­andi aðgengi að ofgnótt efna sem eru ekki góð fyrir okk­ur.

Hér á Ind­landi á ég mínar til­beiðslu­stundir á vog­inni þar sem ég horfi á kílóin hrynja af mér. Þau hverfa áreynslu­laust vegna þess hve auð­velt er að aftengja hugsun sína mat. Hér eru ekki kalor­íu­sprengju­til­boð á hverju götu­horni. Brenn­andi löng­unin hverfur þegar eng­inn er elds­mat­ur­inn. Ég kvíði því af öllu hjarta að koma aftur heim í ofgnótt­ina.

Þarf það að flokk­ast undir ofbeldi að ræða holda­far ann­arrar mann­eskju? Er dóna­legt að spyrja fólk hvort það sé að missa tök á drykkju? Ég treysti mér ekki til að svara fyrri spurn­ing­unni en ætla að svara þeirri síð­ari. Vegna eigin reynslu af því að missa tök á drykkju finnst mér að það ætti að vera borg­ara­leg skylda hvers og eins að ræða við aðra um vax­andi áfeng­is­neyslu þeirra. Alkó­hólist­inn er svo fastur í neyslu sinni og afneitun að hann skilur ekki að heilsu­brestur hans og til­finn­ing­arask­anir geta verið afleið­ingar neysl­unn­ar. Það er ekki fyrr en félags­lega aðhaldið brestur á að honum tekst kannski að horfast í augu við eigin vanda. Mig skortir reynslu og þekk­ingu til að bera saman drykkju­vand­ann og ofþyngd­ar­vand­ann, en ég leyfi mér þó að velta því fyrir mér hvort við ættum kannski á öllum sviðum að grípa miklu fyrr til þess félag­lega að­halds sem felst í umræðu.

Kannski ætti það aldrei að vera ósmekk­legt að ræða opin­skátt um áhyggjur sínar af öðrum? Getur verið að við þurfum að læra að tala hvert við annað á opin­skáan en þó var­fær­inn og heilandi hátt? Gætum við sparað heil­brigð­is­kerf­inu millj­arða með jafn­ingja­sam­tölum í for­varn­ar­skyni? Eykur það enn vand­ann að umræðan sé feimn­is­mál?

Hér á Ind­landi lofa ég guð fyrir hvað fólkið er neyslu­grannt. Hvaða áhrif hefði það á heim­inn ef átján pró­sent jarð­ar­búa vendu sig á að panta ham­borg­ara og þamba áfengi ótæpi­lega? Það hefði ekki bara áhrif á ind­verskt heil­brigð­is­kerfi. Það hefði áhrif á verð­mæta nátt­úru þessa fal­lega lands og meira en það, aukin neysla Ind­verja hefur áhrif á veð­ur­far og nátt­úru heima á Íslandi og sama hátt og ofneysla okkar eyði­leggur jörð­ina fyrir öðr­um.

Auð­vitað gína pen­inga­öflin yfir stórum, ind­verskum mark­aði rétt eins og þau gína yfir litl­um, íslenskum mark­aði. Ég hef ekk­ert á móti mark­aðs­öfl­um, þau eru góð til síns brúks. En þegar þau ræna okkur heils­unni með því að halda að okkur óholl­ustu og óþarfa eru þau slæm, ekki síst sé það gert í skjóli kjör­inna full­trúa fólks­ins. En við getum tekið höndum saman gegn neyslu­vand­an­um, okkur hefur til dæmis næstum tek­ist að útrýma þeim dauni sem gegn­sýrði æsku mína. Engum finnst lengur óeðli­legt að ræða um reyk­ingar ann­arra. 

Ég man þá tíð að mamma bak­aði smákökur á jóla­föstu og við fengum að smakka þær afbök­uðu en hinar voru inn­sigl­aðar til jóla. Sjálf bak­aði ég smákökur en var ekki eins ströng og mamma ef ein­hverjum varð á að laum­ast í bauk­inn. Nú bökum við smákökur á aðvent­unni en borðum þær jafn­óðum af því að það er hvort sem er svo mik­ill matur sem við verðum að kom­ast yfir að borða á sjálfri jóla­há­tíð­inn­i. 

Ég vona að mér tak­ist að stand­ast freist­ingar þegar ég kem aftur heim í land kalor­í­unn­ar. Ég vona að mér tak­ist að halda mér aftengdri hugs­unum um mat á jafn eðli­legan hátt og hér af því að mér líður svo marg­falt betur þegar löng­unin stýrir ekki gerðum mín­um. Vegna þess sam­fé­lags­lega aðhalds sem ég hef kallað yfir mig með birt­ingu þessa pistils held ég að ég hafi ekk­ert val. Hnippið í mig þegar þið sjáið mig hlaða diskinn!

Við­brögð ann­arra við pistl­inum og við­brögð mín við við­brögðum þeirra

Hér lýkur færsl­unni en við­brögð­unum við hann skipti ég hér á eftir í sex flokka. Flest sner­ust þau meira um neyslu­vanda ein­stak­linga en neyslu­sam­fé­lag­ið.

Fyrst nefni ég þá sem þökk­uðu mér skrifin og kjarkinn sem í huga les­enda virð­ist meiri en ég hafði áttað mig á að þyrfti til að fjalla um þetta mál. Aðrir tóku undir hug­leið­ingar mínar og sumir minnt­ust á sam­visku­bit sitt vegna fyrri van­þekk­ingar á nær­ing­ar­fræði og oftrúar á fram­leið­endur sem selja sykur undir merkjum heil­brigð­is. Þriðji hóp­ur­inn benti rétti­lega á að tengsl milli ofþyngdar og inn­töku fæðu sé alls ekki eins skýr og ætla mætti af óvís­inda­legum pistli mínum þar sem löngun í mat er líka óþarf­lega mikið líkt við fíkn. Marg­vís­legar ástæður séu fyrir því að fólk fitni, sagði þriðji hóp­ur­inn, en sá fjórði lýsti því hins vegar afdrátt­ar­laust yfir að ofþyngd væri lífstíls­sjúdómur sem sumir teldu alfarið á ábyrgð ein­stak­lings­ins en aðrir sam­fé­lags­ins. Fimmti hóp­ur­inn minnt­ist þess tíma þegar umræða um áfeng­is­vand­ann var tabú af því að drykkju­fólk upp­lifði hana sem árás. Sú þöggun hafi verið virki­lega skað­leg og við­haldið rang­hug­myndum um fólk sem þurfti stuðn­ing.

Síð­asti hóp­ur­inn benti á að skrif eins og mín, þar sem ofþyngd náung­ans er gerð að per­sónu­legu og sam­fé­lags­legu vanda­máli, kyndi undir hatur enda lít­ils­virði þau hóp fólks: Höldum feitu fólki utan við þessa umræðu! Hver segir að þeir grann­holda séu endi­lega heilsu­hraust­ari?”

Ég sé það nú að ég gerði mig seka um hat­urs­orð­ræðu. Það á ekki að skoða holda­far náung­ans sem vanda­mál fremur en upp­runa hans, trú­ar­brögð, kyn­hneigð eða fötl­un. Því hef ég reyndar haldið fram þau fjöru­tíu ár sem ég hef mót­mælt útlits­dýrkun sem steypir alla í sama mótið enda græddi ég það á mynd­list­ar­námi mínu að læra að meta feg­urð manns­lík­am­ans óháð hlut­föllum og stærð. Fólk er ekki vanda­mál. Fjöl­breyti­leik­inn sendir lífið út í lit. Mér til varnar vil ég segja að það var ekki ásetn­ingur minn að lít­ils­virða jað­ar­settan hóp enda taldi ég mig í pistl­inum einkum fjalla um eigin þyngd og þjóð­ar­innar allr­ar. Og ég verð að við­ur­kenna að eitt skil ég ekki. Hvað varð um umræð­una um ofþyngd sem lífstíls­sjúk­dóm og lýð­heilsu­vanda? Hefur verið afsannað að ofþyngd auki álag á liði, líf­færi og Land­spít­al­ann?  

Fram­lag mitt til kær­leiks­orð­ræð­unnar

Dag­inn sem ég gerði mig seka um hat­urs­orð­ræðu var ég full kær­leika og sett­ist við skriftir til að segja heim­inum frá frels­inu sem fylgir því að tala um vanda sinn. Það er brýnt að tala um hat­rið í heim­inum en getum við ekki tamið okkur kær­leiksum­ræðu sem leyfir að öllum flötum sér­hvers máls sé velt upp? Reynsla mín er sú að þannig skap­ist gagn­kvæmur skiln­ing­ur. 

Flókið sam­spil líf­fræði­legra og til­finn­inga­legra þátta veldur því að fólk fitnar og við­heldur þyngd­inni. Sjálf hef ég þó alltaf séð þráð­beint sam­band á milli þyngdar minnar og inn­töku matar og drykkja. Hversu oft hef ég ekki staðið á bað­vog­inni og beðið kalor­íuguð­inn um að hjálpa mér að koma mér í kjól­inn fyrir jól­in! Á Ind­landi varð mér ljóst hversu lítið hald er í þeirri nálgun við vigt­ar­vand­ann. Hverjum er ekki sama um hvort ég kemst í þennan kjól? Mér varð loks ljóst að ofþyngd er umhverf­is­vanda­mál og að ég er sjálf bóf­inn í mat­ar­só­un­ar­dramanu. Því hvað er það annað en mat­ar­sóun að stuðla að því að hættu­lega stór hluti heims­ins er lagður undir ræktun og dýr drepin ein­göngu til að við getum geymt afurð­irnar á lær­unum á okk­ur? Það er kom­inn tími til að við ræðum þennan gríð­ar­stóra, sam­eig­in­lega vanda okkar með veg­semd og virð­ingu – og tök­umst á við hann. 

Tillagan um breytingu á skilyrðum fyrir stjórn FME kemur frá fjármálaráðuneytinu
Starfshópur fjallaði um hæfisskilyrði þeirra sem geta tekið sæti í stjórn Fjármálaeftirlitsins.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Trump styður Sádi-Arabíu og olían hríðfellur
Eftir að Donald Trump lýsti yfir stuðningi við Sádí-Arabíu vegna morðsins á Jamal Khashoggi hrundi verðið á hráolíu.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Raunverð fasteigna hækkað um 1,3 prósent undanfarið ár
Að teknu tilliti til verðbólgu hefur fasteignaverð lítið sem ekkert hækkað í eitt ár.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Til lítils að fjölga leikskólarýmum ef leikskólarnir standa ómannaðir
Sjálfstæðismenn telja áætlanir meirihlutans í borginni ekki ganga upp.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Baldur Blöndal
Gleymdur tími
Kjarninn 20. nóvember 2018
Bláa lónið
Grímur kaupir hlut Horns II í Bláa lóninu
Breyting hefur orðið á eignarhaldi í Bláa Lóninu en samningur hefur verið gerður um kaup Kólfs ehf., eignarhaldsfélags í meirihlutaeigu Gríms Sæmundsen, á hlut Horns II í Hvatningu hf. en Hvatning heldur á um 40% hlut í Bláa Lóninu hf..
Kjarninn 20. nóvember 2018
Heimavellir voru skráðir á markað fyrr á þessu ári.
Heimavellir ákveða að selja fleiri fasteignir
Í skráningarlýsingu Heimavalla frá því í vor kom fram að félagið ætlaði að selja fasteignir fyrir tíu milljarða fyrir árslok 2020. Nú hefur það ákveðið að selja eignir fyrir 17 milljarða á tímabilinu.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Vandræði á Facebook
Gengið hefur brösulega fyrir notendur samfélagsmiðilsins Facebook að skoða efni á síðunni síðan í hádeginu í dag.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar