Heildin sem þarf að vernda

Umhverfisráðherra þarf að taka afstöðu til þess hvort vernda eigi Svartá og Suðurá. Það væri réttast að gera það.

Auglýsing

Vernd­ar­fé­lag Svartár og Suð­urár hefur farið þess á leit við umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra, Björt Ólafs­dótt­ur, að hún beiti sér fyrir frið­lýs­ingu Svartár og Suð­urár í Bárð­ar­dal í Suð­ur­-­Þing­eyj­ar­sýslu sam­kvæmt heim­ildum í 55. og 56. grein laga um nátt­úru­vernd nr. 60/2013.

Von­andi sér Björt sóma sinn í því að taka undir þessar kröfur og friða svæðið og koma í veg fyrir að virkj­anir verði byggðar á svæð­inu. Áform eru uppi um tæp­lega 10 mega­vatta virkj­un. Rík­is­jörðin Stóra tunga í Bárð­ar­dal er þar í for­grunni, en um helm­ingur áhrifa­svæðis virkj­ana teng­ist henni.

Spurn­ingum ósvarað

Svo virð­ist sem íslenska ríkið hafi gefið félag­inu SSB orku ehf. vatns­rétt­indi og/eða virkj­ana­mögu­leik­ann innan rík­is­jarð­ar­innar án end­ur­gjalds eða því sem næst. Ég er búinn að senda fyr­ir­spurn um þetta á fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­ið, og fróð­legt verður að fá svör við henni. Þau hafa ekki borist enn. Að auki eru sér­fræð­ingar í Evr­ópu­rétti að kanna, fyrir hönd Vernd­ar­fé­lags­ins, hvernig það sam­ræm­ist umfangs­mik­illi og ítar­legri lög­gjöf á EES-­svæð­inu, meðal ann­ars um rík­is­stuðn­ing, að gefa þessi rétt­indi frá sér með þeim hætti sem gert var.

Auglýsing

Um mikla hags­muni er að ræða og auð­velt að sjá verð­mætin í vatns­afls­virkj­unum horft til ára­tuga. Fyrir tíu mega­vött hlaupa þau á tugum millj­arða inn í fram­tíð­ina og frekar lík­leg til að aukast þegar fram í sæk­ir. Hitt er síðan að á þessu svæði, og þá ekki síst á Mývatns- og Lax­ár­svæð­inu, er heima­völlur áhrifa­mestu og mik­il­væg­ustu nátt­úru­vernd­ar­deilu í Íslands­sög­unni sem lauk 1973. Lausn á henni fékkst með sátt að lokum og áttu stjórn­mála­menn og aðrir þar þakkir skildar fyrir sitt fram­lag. En í ljósi þessa er mik­il­vægt að á svæðið sé litið sem eina heild þar sem farið er að öllu með gát, áður en ára­tuga gamlar virkj­ana­hug­myndir - arfa­vit­lausar raunar - eru færðar aftur upp á teikni­borð­ið.

Miklu skipt­ir, horft út frá almanna­hags­mun­um, að gagn­sæi ríki um hvernig farið er með þessi rétt­indi inn á rík­is­jörð­um. Bene­dikt Jóhann­es­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, hefur talað mikið fyrir gagn­sæi og það er gott hjá hon­um. Þetta er alveg dæmi­gert mál, þar sem birta ætti öll gögn um málið án taf­ar, og draga saman helstu atriði af hálfu stjórn­valda, og upp­lýsa um helstu per­sónur og leik­end­ur.

Hluti af ein­stakri heild

Frið­lýs­ingin þyrfti að ná til ánna beggja, með eyj­um, hólmum og kvísl­um, frá Suð­ur­ár­botnum og Svart­ár­vatni allt að ósi Svartár við Skjálf­anda­fljót, ásamt 200 metra breiðum bakka báðum meg­in, líkt og raunin er með Laxá að hluta í Suð­ur­-­Þing­eyj­ar­sýslu.

Í áskorun sinni til ráð­herra, frá því í apríl síð­ast­liðn­um, leggur félagið til að allt land milli Skjálf­anda­fljóts og Svart­ár-­Suð­ur­ár, frá mörkum Vatna­jök­uls­þjóð­garðs við Suð­ur­ár­botna til ármóta Svartár og Skjálf­anda­fljóts, verði frið­lýst og gert að hluta Vatna­jök­uls­þjóð­garðs, með vísan til 8., 9. og 10. kafla laga um nátt­úru­vernd.

Þessi til­laga félags­ins er rök­studd með nokkrum lið­um, sem draga má saman til ein­föld­unar með eft­ir­far­andi hætti.

1. Svartá og Suð­urá eiga upp­tök sín við jaðar Ódáða­hrauns í um 460 metra hæð og falla í Skjálf­anda­fljót um 240 metrum neð­ar. Svæðið er á jaðri hálend­is­ins, á mörkum byggðar og óbyggð­ar, og varð­veitir sam­fellda gróð­ur­þekju á þessum við­kvæmu mörkum lág­lendis og hálend­is. Svæðið er í mik­il­vægum vist­fræði­legum tengslum við Mývatn og Laxá, og hluti af heild sem ætti að vernda fyrir öllu raski og eyði­legg­ingu.

2. Líf­ríkið í ánum og kringum þær er sér­stakt og auð­ugt, þarna eru mikið dýra­líf og fjöl­skrúð­ugt fugla­líf, sumar teg­undir á válista, t.d. straumönd og gulönd ásamt fálka. Hér eru varp­stöðvar húsand­ar. Í ánum lifir bleikja og einn glæsi­leg­asti urriða­stofn lands­ins, og veiði­svæðið rómað sem ein­stakt á heims­vísu.

3. Verndun svæð­is­ins er tákn­ræn fyrir við­horf í umhverf­is- og atvinnu­mál­um, sem Ísland ætti að hafa í for­grunni, þegar landið er að byggj­ast upp sem ferða­manna­land og úti­vistar­perla.

Til við­bótar má svo nefna, að þessar virkj­anir eru ekki hluti af neinni atvinnu­upp­bygg­ingu á svæð­inu, eða slíkum hug­mynd­um.

Mikið í húfi

Í bréfi Vernd­ar­fé­lags­ins til ráð­herra segir meðal ann­ars: „Vernd­ar­fé­lag Svartár og Suð­urár vill árétta að nátt­úra Íslands, jarð­fræði, umhverfi og líf­ríki er sér­stök ger­semi sem við berum ábyrgð á gagn­vart kom­andi kyn­slóðum og umheim­in­um.“

Þetta eru góð orð og mik­il­vægt að umhverf­is­ráð­herra hafi þetta í huga, þegar hún mótar sér skoðun á þessu máli. En áður en hún gerir það, þá ætti hún að gera kröfu um að kom­ast til botns í því hvernig á því stóð að vatns­rétt­indi á rík­is­jörð voru allt í einu komin í eigu einka­hluta­fé­lags út í bæ og farin að ganga kaupum skömmu síð­ar. Þetta hefur allt gerst án þess að nokkur umræða fari fram um málin á hinu póli­tíska sviði, þó aug­ljóst sé að vanda þurfi til verka þegar almanna­eignir eru ann­ars vegar og verð­mæti með­höndl­uð.

Þó þau atriði teng­ist nátt­úru­vernd­ar­sjón­ar­mið­unum ekki beint, þá eru þau hluti af heild­ar­um­fangi máls­ins. Alveg eins og Svartá og Suð­urá eru hluti af ein­stakri heild í íslenskri nátt­úru sem ætti að vernda fyrir kom­andi kyn­slóð­ir.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari