Bréf til Þórunnar Antoníu og Secret Solstice

Þuríður Elín Sigurðardóttir segir að ábyrgðin á nauðgun sé einungis hjá nauðgaranum. Límiði á glasi skiptir þar engu máli.

Auglýsing

Ég vil byrja á því að fagna því að mann­eskja af þinni for­rétt­inda­stöðu Þór­unn ákveði að nota aðstöðu sína til góðs. Eða alla vega að meina það til góðs. En því mið­ur, þá er þetta virki­lega van­hugsuð hug­mynd. Þegar þið hvetjip fólk til þess að verja sig með því að setja lok yfir drykk­inn sinn á skemmti­stað eða úti­há­tíð eru þið, jafn­vel þótt þið hafið ekki ætlað ykkur að gera það, að setja ábyrgð­ina á fórna­lömin. Þegar þú Þór­unn talar um það að nauðgun sé ekki ein­ungis hjá kven­fólki, tek ég undir það með þér, en hins vegar á árunum 2005-2010 voru heim­sóknir á Neyð­ar­mót­töku LSH sam­tals 776, þar af 24 karl­ar. Ég fann ekki upp­lýs­ingar um síð­ustu 7 ár en það gefur auga leið að fórna­lömb nauðg­unar eru oft­ast konur og ger­end­urnir í nær öllum til­vikum karl­kyns. Þegar konum er nauðgað er þeim líka oft kennt um það sjálf­um. Ég hef lent í því sjálf, þegar mér var nauðgað var ég spurð hvort ég hefði verið mjög full og beðin um að lýsa nákvæm­lega uppá cm hversu stutt pilsið mitt var, hvort bol­ur­inn minn hafi verið fleg­inn og hvort ég hafi gefði í skyn að ég vildi stunda kyn­líf. Nota bene þá var ég ekki við­ræðu­hæf því ég var svo drukk­in. Þú spyrð afhverju er þessi lím­miða umræða slæm og ef fólki finnst þetta svona vond hug­mynd og það setur svona mikið út á hana afhverju kemur það ekki með betri hug­mynd?

Nr. 1 Af því að hann (lím­mið­inn) skaðar þessa umræðu og færir hana aftur um mörg ár með því að gefa í skyn að fólk geti komið í veg fyrir að þeim sé nauðg­að. Þegar konum er nauðgað eru þær spurðar "Í hverju varstu?" "Hvað drakkstu mik­ið?", "Sagð­iru nei?"...Svo núna eftir þennan lím­miða kemur eflaust spurn­ingin "Hmm...varstu ekki með lím­miða?”

Nr. 2 Ég er ekki með neina hug­mynd til þess að koma í veg fyrir að vera nauðgað en ég veit að þetta er ekki rétta aðferð­in.  Því þið, Þór­unn og Secret Sol­stice, eruð að setja ábyrgð­ina á fórna­lömb­in. Ábyrgðin er ekki hjá fórna­lömb­um. Ég vildi óska þess að ég gæti komið í veg fyrir nauðg­an­ir. Það hefði hjálpað mér tvisvar. Eitt sinn þegar mér var nauðgað í Reykja­vík og síðan þegar það var reynt að nauðga mér í LA. Í fyrra skipti kenndi ég mér um það, en í seinna skipti kenndi ég honum um það. Ég átt­aði mig á því að það var ekk­ert sem ég hefði getað gert til að koma í veg fyrir þessar árás­ir. Ég þrái að finna lausn á þessum hrylli­lega raun­veru­leika sem við búum við en ég er ekki með svarið en það ert þú svo sann­ar­lega ekki held­ur.

Auglýsing

Ég er ekki að snúa út úr þegar ég segi að þú sért að varpa ábyrgð­inni á fórna­lömbin vegna þess að þú sagðir orð­rétt: „Ábyrgðin er ekki ein­ungis hjá þeim sem drekka úr glas­in­u…“ Nei. Hún ER EIN­UNGIS hjá nauð­gar­an­um. Fólk er ekki eins og bíll, hús eða hlut­ur. Nauðgun er versta gerð af lík­ams­árás og umræða sem hvetur fólk til að verja sig með því að drekka ekki of mik­ið, vera ekki fáklædd­ur, vera aldrei einn á ferð, vera með lykil á milli put­anna til að verja sig og að setja lím­miða á glasið sitt svo eng­inn geti byrlað þeim er ekki af hinu góða. Bara alls alls alls ekki. Hún setur ábyrgð­ina á fórna­lömb­in. Ég veit að þetta er örugg­lega erfitt vegna þess að fólk er að gagn­rýna þig harka­lega og þú ætl­aðir þér ekki að gera neitt illt. En þessi gagn­rýni er ekki per­sónu­leg árás, heldur hvatn­ing til þín og Secret Sol­stice um að opna augun og gera ykkur grein fyrir því að þessir lím­mið­ar, burt­séð frá upp­runa­legri mein­ingu þeirra, eru skað­legir umræð­unni um nauðg­an­ir. Mjög skað­leg­ir. 

Ég hvet ykkur sem berið ábyrg á þessu til þess að við­ur­kenna mis­tök ykk­ar. Það krefst hug­rekkis sem ég er viss um Þór­unn að þú haf­ir. Gerðu það. 

Kveðja,

Ebba

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar