Bréf til Þórunnar Antoníu og Secret Solstice

Þuríður Elín Sigurðardóttir segir að ábyrgðin á nauðgun sé einungis hjá nauðgaranum. Límiði á glasi skiptir þar engu máli.

Auglýsing

Ég vil byrja á því að fagna því að mann­eskja af þinni for­rétt­inda­stöðu Þór­unn ákveði að nota aðstöðu sína til góðs. Eða alla vega að meina það til góðs. En því mið­ur, þá er þetta virki­lega van­hugsuð hug­mynd. Þegar þið hvetjip fólk til þess að verja sig með því að setja lok yfir drykk­inn sinn á skemmti­stað eða úti­há­tíð eru þið, jafn­vel þótt þið hafið ekki ætlað ykkur að gera það, að setja ábyrgð­ina á fórna­lömin. Þegar þú Þór­unn talar um það að nauðgun sé ekki ein­ungis hjá kven­fólki, tek ég undir það með þér, en hins vegar á árunum 2005-2010 voru heim­sóknir á Neyð­ar­mót­töku LSH sam­tals 776, þar af 24 karl­ar. Ég fann ekki upp­lýs­ingar um síð­ustu 7 ár en það gefur auga leið að fórna­lömb nauðg­unar eru oft­ast konur og ger­end­urnir í nær öllum til­vikum karl­kyns. Þegar konum er nauðgað er þeim líka oft kennt um það sjálf­um. Ég hef lent í því sjálf, þegar mér var nauðgað var ég spurð hvort ég hefði verið mjög full og beðin um að lýsa nákvæm­lega uppá cm hversu stutt pilsið mitt var, hvort bol­ur­inn minn hafi verið fleg­inn og hvort ég hafi gefði í skyn að ég vildi stunda kyn­líf. Nota bene þá var ég ekki við­ræðu­hæf því ég var svo drukk­in. Þú spyrð afhverju er þessi lím­miða umræða slæm og ef fólki finnst þetta svona vond hug­mynd og það setur svona mikið út á hana afhverju kemur það ekki með betri hug­mynd?

Nr. 1 Af því að hann (lím­mið­inn) skaðar þessa umræðu og færir hana aftur um mörg ár með því að gefa í skyn að fólk geti komið í veg fyrir að þeim sé nauðg­að. Þegar konum er nauðgað eru þær spurðar "Í hverju varstu?" "Hvað drakkstu mik­ið?", "Sagð­iru nei?"...Svo núna eftir þennan lím­miða kemur eflaust spurn­ingin "Hmm...varstu ekki með lím­miða?”

Nr. 2 Ég er ekki með neina hug­mynd til þess að koma í veg fyrir að vera nauðgað en ég veit að þetta er ekki rétta aðferð­in.  Því þið, Þór­unn og Secret Sol­stice, eruð að setja ábyrgð­ina á fórna­lömb­in. Ábyrgðin er ekki hjá fórna­lömb­um. Ég vildi óska þess að ég gæti komið í veg fyrir nauðg­an­ir. Það hefði hjálpað mér tvisvar. Eitt sinn þegar mér var nauðgað í Reykja­vík og síðan þegar það var reynt að nauðga mér í LA. Í fyrra skipti kenndi ég mér um það, en í seinna skipti kenndi ég honum um það. Ég átt­aði mig á því að það var ekk­ert sem ég hefði getað gert til að koma í veg fyrir þessar árás­ir. Ég þrái að finna lausn á þessum hrylli­lega raun­veru­leika sem við búum við en ég er ekki með svarið en það ert þú svo sann­ar­lega ekki held­ur.

Auglýsing

Ég er ekki að snúa út úr þegar ég segi að þú sért að varpa ábyrgð­inni á fórna­lömbin vegna þess að þú sagðir orð­rétt: „Ábyrgðin er ekki ein­ungis hjá þeim sem drekka úr glas­in­u…“ Nei. Hún ER EIN­UNGIS hjá nauð­gar­an­um. Fólk er ekki eins og bíll, hús eða hlut­ur. Nauðgun er versta gerð af lík­ams­árás og umræða sem hvetur fólk til að verja sig með því að drekka ekki of mik­ið, vera ekki fáklædd­ur, vera aldrei einn á ferð, vera með lykil á milli put­anna til að verja sig og að setja lím­miða á glasið sitt svo eng­inn geti byrlað þeim er ekki af hinu góða. Bara alls alls alls ekki. Hún setur ábyrgð­ina á fórna­lömb­in. Ég veit að þetta er örugg­lega erfitt vegna þess að fólk er að gagn­rýna þig harka­lega og þú ætl­aðir þér ekki að gera neitt illt. En þessi gagn­rýni er ekki per­sónu­leg árás, heldur hvatn­ing til þín og Secret Sol­stice um að opna augun og gera ykkur grein fyrir því að þessir lím­mið­ar, burt­séð frá upp­runa­legri mein­ingu þeirra, eru skað­legir umræð­unni um nauðg­an­ir. Mjög skað­leg­ir. 

Ég hvet ykkur sem berið ábyrg á þessu til þess að við­ur­kenna mis­tök ykk­ar. Það krefst hug­rekkis sem ég er viss um Þór­unn að þú haf­ir. Gerðu það. 

Kveðja,

Ebba

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Inga Sæland
Segir sama gamla spillingarkerfið blómstra sem aldrei fyrr
„Hvenær hættir maður að verða hissa á sérhagsmunagæslunni í pólitík?“ spyr formaður Flokks fólksins.
Kjarninn 5. júní 2020
Leirdalur með Leirdalsvatni og Leirdalsá falla í Geitdalsá. Í Leirdal hugsar Arctic Hydro sér upphafslón Geitdalsárrvirkjunar.
„Nýtt virkjanaáhlaup“ á hálendi Austurlands verði stöðvað
Stjórnvöld þurfa að koma í veg fyrir að hálendi Austurlands verði raskað frekar og standa við fyrirheit sem gefin voru um að þar yrði ekki virkjað meira. Þetta kemur fram í tillögu að ályktun sem lögð verður fyrir aðalfund Landverndar á morgun.
Kjarninn 5. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Ráðherra metur næstu skref með lögmönnum
Mennta- og menningarmálaráðherra fer nú yfir úrskurð kærunefndar jafnréttismála með lögmönnum. Hún segir að ekki hafi skipt máli að Páll Magnússon væri framsóknarmaður.
Kjarninn 5. júní 2020
Komufarþegar munu þurfa að greiða sjálfir fyrir sýnatöku frá 1. júlí.
Komufarþegar greiða 15 þúsund fyrir sýnatöku
Sýnataka á landmærum Íslands verður gjaldfrjáls fyrstu tvær vikurnar en frá 1. júlí munu komufarþegar þurfa að greiða 15 þúsund krónur fyrir rannsóknina.
Kjarninn 5. júní 2020
Óvenjulegur sjómannadagur framundan
Vegna COVID-19 faraldursins verður sjómannadagurinn í ár ólíkur því sem Íslendingar eiga að venjast. Þó verður lágmarksdagskrá víða um land með heiðrunum aldinna sjómanna, minningarathöfnum og veittar verða viðurkenningar fyrir björgunarafrek.
Kjarninn 5. júní 2020
Jane Goodall fór á þrítugsaldri inn í skóga Tansaníu og dvaldi þar lengi í hópi simpansa. Rannsóknir hennar gjörbreyttu þekkingu manna á öðrum dýrategundum.
Mannkynið er „búið að vera“ ef það skiptir ekki um kúrs í kjölfar COVID
„Við erum komin að tímamótum í sambandi okkar við náttúruna,“ segir Jane Goodall sem barist hefur verið náttúruvernd í sex áratugi. Hún segir að nú hafi opnast lítill gluggi til að gera róttækar breytingar svo koma megi í veg fyrir frekari hörmungar.
Kjarninn 5. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir og Björn Leví Gunnarsson
„Það eru nákvæmlega svona mál sem halda aftur af Íslandi“
Þingmaður Pírata gagnrýnir ákvarðanir mennta- og menningarmálaráðherra. „Svona mál leiða til lélegri niðurstaðna í öllu sem gerist í framhaldinu af því að hæfasta fólkið er ekki að taka ákvarðanirnar.“
Kjarninn 5. júní 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Eldhúsið
Kjarninn 5. júní 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar