Bréf til Þórunnar Antoníu og Secret Solstice

Þuríður Elín Sigurðardóttir segir að ábyrgðin á nauðgun sé einungis hjá nauðgaranum. Límiði á glasi skiptir þar engu máli.

Auglýsing

Ég vil byrja á því að fagna því að mann­eskja af þinni for­rétt­inda­stöðu Þór­unn ákveði að nota aðstöðu sína til góðs. Eða alla vega að meina það til góðs. En því mið­ur, þá er þetta virki­lega van­hugsuð hug­mynd. Þegar þið hvetjip fólk til þess að verja sig með því að setja lok yfir drykk­inn sinn á skemmti­stað eða úti­há­tíð eru þið, jafn­vel þótt þið hafið ekki ætlað ykkur að gera það, að setja ábyrgð­ina á fórna­lömin. Þegar þú Þór­unn talar um það að nauðgun sé ekki ein­ungis hjá kven­fólki, tek ég undir það með þér, en hins vegar á árunum 2005-2010 voru heim­sóknir á Neyð­ar­mót­töku LSH sam­tals 776, þar af 24 karl­ar. Ég fann ekki upp­lýs­ingar um síð­ustu 7 ár en það gefur auga leið að fórna­lömb nauðg­unar eru oft­ast konur og ger­end­urnir í nær öllum til­vikum karl­kyns. Þegar konum er nauðgað er þeim líka oft kennt um það sjálf­um. Ég hef lent í því sjálf, þegar mér var nauðgað var ég spurð hvort ég hefði verið mjög full og beðin um að lýsa nákvæm­lega uppá cm hversu stutt pilsið mitt var, hvort bol­ur­inn minn hafi verið fleg­inn og hvort ég hafi gefði í skyn að ég vildi stunda kyn­líf. Nota bene þá var ég ekki við­ræðu­hæf því ég var svo drukk­in. Þú spyrð afhverju er þessi lím­miða umræða slæm og ef fólki finnst þetta svona vond hug­mynd og það setur svona mikið út á hana afhverju kemur það ekki með betri hug­mynd?

Nr. 1 Af því að hann (lím­mið­inn) skaðar þessa umræðu og færir hana aftur um mörg ár með því að gefa í skyn að fólk geti komið í veg fyrir að þeim sé nauðg­að. Þegar konum er nauðgað eru þær spurðar "Í hverju varstu?" "Hvað drakkstu mik­ið?", "Sagð­iru nei?"...Svo núna eftir þennan lím­miða kemur eflaust spurn­ingin "Hmm...varstu ekki með lím­miða?”

Nr. 2 Ég er ekki með neina hug­mynd til þess að koma í veg fyrir að vera nauðgað en ég veit að þetta er ekki rétta aðferð­in.  Því þið, Þór­unn og Secret Sol­stice, eruð að setja ábyrgð­ina á fórna­lömb­in. Ábyrgðin er ekki hjá fórna­lömb­um. Ég vildi óska þess að ég gæti komið í veg fyrir nauðg­an­ir. Það hefði hjálpað mér tvisvar. Eitt sinn þegar mér var nauðgað í Reykja­vík og síðan þegar það var reynt að nauðga mér í LA. Í fyrra skipti kenndi ég mér um það, en í seinna skipti kenndi ég honum um það. Ég átt­aði mig á því að það var ekk­ert sem ég hefði getað gert til að koma í veg fyrir þessar árás­ir. Ég þrái að finna lausn á þessum hrylli­lega raun­veru­leika sem við búum við en ég er ekki með svarið en það ert þú svo sann­ar­lega ekki held­ur.

Auglýsing

Ég er ekki að snúa út úr þegar ég segi að þú sért að varpa ábyrgð­inni á fórna­lömbin vegna þess að þú sagðir orð­rétt: „Ábyrgðin er ekki ein­ungis hjá þeim sem drekka úr glas­in­u…“ Nei. Hún ER EIN­UNGIS hjá nauð­gar­an­um. Fólk er ekki eins og bíll, hús eða hlut­ur. Nauðgun er versta gerð af lík­ams­árás og umræða sem hvetur fólk til að verja sig með því að drekka ekki of mik­ið, vera ekki fáklædd­ur, vera aldrei einn á ferð, vera með lykil á milli put­anna til að verja sig og að setja lím­miða á glasið sitt svo eng­inn geti byrlað þeim er ekki af hinu góða. Bara alls alls alls ekki. Hún setur ábyrgð­ina á fórna­lömb­in. Ég veit að þetta er örugg­lega erfitt vegna þess að fólk er að gagn­rýna þig harka­lega og þú ætl­aðir þér ekki að gera neitt illt. En þessi gagn­rýni er ekki per­sónu­leg árás, heldur hvatn­ing til þín og Secret Sol­stice um að opna augun og gera ykkur grein fyrir því að þessir lím­mið­ar, burt­séð frá upp­runa­legri mein­ingu þeirra, eru skað­legir umræð­unni um nauðg­an­ir. Mjög skað­leg­ir. 

Ég hvet ykkur sem berið ábyrg á þessu til þess að við­ur­kenna mis­tök ykk­ar. Það krefst hug­rekkis sem ég er viss um Þór­unn að þú haf­ir. Gerðu það. 

Kveðja,

Ebba

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Atli Viðar Thorstensen
Hamfarasprengingar í Beirút
Kjarninn 8. ágúst 2020
Nýir íbúðareigendur velja nú frekar að taka lán hjá bönkum en lífeyrissjóðum.
Eðlisbreyting á húsnæðislánamarkaði – Lántakendur flýja lífeyrissjóðina
Í fyrsta sinn síðan að Seðlabanki Íslands hóf að halda utan um útlán lífeyrissjóða greiddu sjóðsfélagar upp meira af lánum en þeir tóku. Á sama tíma hafa útlán viðskiptabanka til húsnæðiskaupa stóraukist. Ástæðan: þeir bjóða nú upp á mun lægri vexti.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Alma Möller, landlæknir á upplýsingafundi dagsins.
Alma: Ungt og hraust fólk getur orðið alvarlega veikt
„Það er ekki að ástæðulausu sem við erum í þessum aðgerðum,“ segir Alma D. Möller landlæknir. „Þessi veira er skæð og getur valdið veikindum hjá mjög mörgum ef ekkert er að gert.“ Maður á fertugsaldri liggur á gjörgæslu með COVID-19.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra.
Ferðamálaráðherra: Áhættan er í mínum huga ásættanleg
„Áhættan af því að skima og hleypa fólki inn [í landið] er svo lítil,“ segir ferðamálaráðherra. „Ég bara get ekki fallist á þau rök að hún sé svo mikil að það eigi bara að loka landi og ekki hleypa fólki inn.“
Kjarninn 8. ágúst 2020
Kanaguri Shizo árið 1912 og við enda hlaupsins 1967.
Ólympíuleikunum frestað – og hvað svo?
Þann 24. júlí hefði opnunarathöfn Ólympíuleikanna 2020 átt að fara fram, en heimsfaraldur hefur leitt til þess að leikunum í Tókýó verður frestað um eitt ár hið minnsta. Það er ekki einsdæmi að Ólympíuleikum sé frestað eða aflýst.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þrjú ný innanlandssmit – 112 í einangrun
Þrjú ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær og tvö í landamæraskimun. 112 manns eru nú með COVID-19 og í einangrun.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, á upplýsingafundi almannavarna fyrr á árinu.
Hafa fengið 210 milljónir til baka frá fyrirtækjum sem nýttu hlutabótaleiðina
Alls hafa 44 fyrirtæki endurgreitt andvirði bóta sem starfsmenn þeirra fengu greiddar úr opinberum sjóðum fyrr á árinu vegna minnkaðs starfshlutfalls. Forstjóri Vinnumálastofnunar segist „nokkuð viss“ um að öll fyrirtækin hafi greitt af sjálfsdáðum.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Þórdís hafnar gagnrýni Gylfa – „Þekki ekki marga sem ætla að fara hringinn í október“
Ráðherra ferðamála segir gagnrýni hagfræðinga á opnun landamæra slá sig „svolítið eins og að fagna góðu stuði í gleðskap á miðnætti án þess að hugsa út í hausverkinn að morgni.“
Kjarninn 8. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar