Vötnin okkar

Stefán Jón Hafstein skrifar um dóm um bókina Undur Mývatns, þar sem haldið er til haga hvílík náttúruparadís og menningarsetur sveitin er.

Auglýsing

„Vatnið er meira og minna for­djarfað og eyði­lag­t,“ segir Böðvar sveit­ar­höfð­ingi á Gaut­löndum í Mývatns­sveit í sam­tali við Unni Jök­uls­dótt­ur. Hún rifjar upp sam­talið í nýrri bók, Undur Mývatns, þar sem haldið er til haga hví­lík nátt­úrupara­dís og menn­ing­ar­setur sveitin er. En sil­ungs­veiði hrun­in. Kúlu­skít­ur­inn er geir­fugl okkar tíma, (næst­u­m?) útdauð­ur. Þessi furðu­lega líf­vera sem hvergi fannst á jarð­ríki nema í Mývatni og öðru slíku í Jap­an. Unnur hefði getað sagt frá fleiru: Skolp­inu veitt í vatnið eins og þrumu lostin þjóð sá í Kast­ljósi og ófor­skamm­aðir menn reisa hót­el­vegg 50 metra frá bakk­anum í blóra við lög. Munum það næst Icelandair. Mývatn er komið á rauðan válista Um­hverf­is­stofn­un­ar, sem þýð­ir: Óbæt­an­leg hætta í nánd.

I. Lítil bók með stórt erindi

Þetta er merki­leg bók. ­Per­sónu­leg um leið og hún þræðir stigu þjóð­menn­ing­ar, sveita­lífs og nátt­úru­vís­inda af miklu inn­sæi og virð­ingu með hríf­andi sög­um, lýs­ingum og skýr­ingum á því sem fyrir skiln­ing­ar­vitin ber. Vottar land­inu okkar virð­ingu, fólk­inu og sögum þess.Við­töl við gamla karla, gluggað í skræð­ur, rölt með Geira­staða­frúnni í eggja­leit eða með smá­stelpum í gjá­ar­lontu­veið­ar­. Og við hlið Unnar með­vís­inda­legar skýr­ingar sem skila sér á alþýð­legan hátt, eig­in­mað­ur, nátt­úru­fræð­ingur og lista­mað­ur; Árni Ein­ars­son er greini­lega ráð­gef­andi um Und­urs Mývatns­. Vatns­lita­myndir hans yndi og öfunds­verðar hverj­u­m þeim sem gutlað hefur með pensil.

Undur Mývatns eftir Unni Jökulsdóttur.Bókin hefur í mínum huga miklu víð­ari skírskotun og stærra svið en nafnið og umfjöll­un­ar­efnið sjálft gefa til kynna. Hún er um vötnin okk­ar. Það eru ekki nema örfáir ára­tugir síðan virkj­anatröll vildu heimta Mývatn og Laxá ásamt Svartá í Bárð­ar­dal í risa­vaxið lón og stíflu á ein­hverjum feg­ursta stað Íslands­. Hug­rakkir heima­menn sprengdu síðar stíflu við Mið­kvísl í fyrsta „um­hverf­is­hryðju­verki“ sögu okkar og stöðv­uðu ill áform. Enn er klapp­aður steinn­inn. ­Fyrir nokkrum árum átti að hækka stíflu­vegg­inn niður í Lax­ár­dal og stækka lón fyrir örfá skít­leg mega­vött undir því hlægi­lega ­yf­ir­skin­i að skila örugg­ara raf­magni til Húsa­víkur (!). Og núna, einmitt núna, á að gera aðra árás á Svartá í Bárð­ar­dal, sem við köllum „Litlu Laxá“ vegna feg­urð­ar, fugla­lífs og urrið­ans sem er svo sprækur í kvíslum hrauns­ins sem kennt er við ódæð­i. ­Svartá er líka forða­búr húsanda þegar illar árar á Mývatn­i. Nú á að stífla vernd­ar­svæði henn­ar, taka í stokk. Vill svo heppi­lega til að mega­vatta­talan er sér­stak­lega fundin til að kom­ast hjá umhverf­is­mati, en slapp samt ekki í gegn - í bil­i. 

Auglýsing

Þessi litla fagra bók á stórt erindi. Allt það góða sem Unnur skrifar um undur Mývatns er í stærra sam­hengi um þau ­skítseið­i ­sem við erum og það tjón sem við vinn­um.

II. Vatn er almenn­ings­eign

„Vatn er það dýr­mætasta sem fyrir finnst á jörð­inni og því má segja að „blátt gull“ sé ekki rang­nefni yfir vatn­ið. Íslend­ingar eru heppnir að hafa vatns­auð­lind sem er eins sjálf­bær og raun ber vitni en í síbreyti­legum heimi er vert að staldra við og kanna hvort gera megi bet­ur.“ (Bláa gullið, Kjarn­inn).

Staldra við? Til dæmis á Sel­fossi sem kallar sig Árborg og hugsa um hvernig íbúar þar dæla skólp­inu beint út í Ölf­usá?

Sótt er að vötnum okkar víða. Vötn­in, vatnið sjálft er auð­lind og ætti að vera stjórn­ar­skrár­varið sem almenn­ings­eign. Þjóð­in, sem getur ekki einu sinni stöðvað enda­laust sífur um að klípa af Þjórs­ár­verum, kann auð­vitað engin ráð til að vernda þjóð­ar­ger­sem­ina Þing­valla­vatn. Orku­veitan dælir linnu­laust heitu afgangs­vatni frá Nesja­valla­virkjun út í þennan blá­tæra vatns­geim sem hún lítur á sem hverja aðra þró. Í Þor­steins­vík er bað­volgt vatn: Ylströnd fyrir Ísald­ar­ur­riða. Kís­ilúr­fell­ingar á botn­inum víða vegu fyrir landi Nesja eins og í Bláa lón­in­u. (Þetta er sams konar sukk og í Bjarn­arflagi við Mývatn sem Ómar Ragn­ars­son kall­ar hernað gegn undrum Mývatns og þar sem helsti tals­maður aðal umhverf­is­vernd­ar­flokks­ins vildi virkja fyr­ir­ kola­ofn­ana á Bakka við Húsa­vík.) Skammt undan Nesja­völlum var unnið mesta umhverfispell­virki síð­ari tíma þegar eit­ur­hern­aður gegn líf­rík­inu var rek­inn fyrir Sogs­virkj­anir sem síðar leiddu til hrak­falla sem urðu næstum til að útrýma ein­stæðum fiski­stofn­i. Af því að hern­að­ur­inn gegn Þing­valla­vatni er linnu­laus þurfti lán­laus ­rík­is­stjórn á síð­ari árum að heim­ila þunga­flutn­inga gegnum þjóð­garð­inn með til­heyr­andi mengun og hávaða­djöf­ul­skap. 

Rit­höf­undur eins og Unnur hefði geta tekið annað líf í að rekja fræði, sög­ur, tala við gamla karla og kerl­ingar og rýna örver­urnar og hlýða á röfl and­fugl­anna og væl himbrim­ans við Þing­velli, þennan meinta þjóð­helga stað sem er okkur öllum til skamm­ar. Þess í stað nennum við ekki að tala enn einu sinni um „frá­veitu­mál­in“ sem eru álíka slæm þar og fyrir norð­an, og því síður um hvernig for­rétt­inda­stéttin íslenska helg­aði sér þar sum­ar­húsa­byggð með fádæma klíku­skap og spill­ingu - nema núna ætlum við víst að kaupa aftur hús­grunn fyrir 70 millj­ónir af ein­hverj­u­m ­sem byggði þar í óleyfi - inni í „þjóð­garð­i“.

Vötnin okkar og árn­ar: Nú skal tekið næsta óheilla­skref óhikað og af ein­drægni, fylla firði okkar af norskætt­uðum eld­is­laxi sem mun sleppa og sækja í árnar okk­ar. Já, hann mun sleppa eins og mink­arnir sem dreifðu sér um landið og hann mun erfða­menga árnar okkar fram­vegis eins hann hefur hingað til gert hér heima og erlendis. Við ætlum að senda marg­falt fleiri eld­is­laxa upp í árnar okkar en nemur heild­ar­stæð íslenska laxa­stofns­ins. Í hverri okkar lax­veiðiá býr ein­stakur lít­ill stofn með eigin ein­stæðu erfða­ein­kenni, telur stundum ekki nema nokkur hund­ruð hrygn­ing­ar­fiska. Í hverjum hyl lítil laxa­fjöl­skylda sem af rat­vísi sinni leitar til síns heima á vorin og væri sögu­efni í bók. Nú ætlum við að herja á þetta brot­hætta líf­ríki með norsku kap­ít­ali sem ekki fær lengur að vinna sams konar hryðju­verk í heima­landi sínu enda tjónið löngu óbæt­an­legt þar. Þetta skulum við endi­lega gera vötn­unum okk­ar. Enda svo smekk­lega sið­laust. Í krafti þess að við viljum breyta fjórum kílóum af sjáv­ar­fiski í fóður til að fram­leiða eitt kíló af sporð­búnum svínum fjarð­anna.

Biðjum höf­und eins og Unni að líta með okkur í Gren­læk sem er á nátt­úru­minja­skrá, undur sem rennur um hraunin í Land­broti og geymir tign­ar­legan sjó­birt­ings­stofn. Þarna hafa Vega­gerðin og Orku­stofnun vís­vit­andi veitt vatni burt svo læk­ur­inn þornar hvað eftir ann­að, síð­ast í fyrra­sum­ar, en hefur gerst fyrr - af manna­völdum, með miklu tjón­i. Um það sagði for­stjóri Veiði­mála­stofn­unar: „Ef þessu er bara lokað eins og Land­græðslan vill gera þá nátt­úr­lega ein­fald­lega þorna þessir lækir og þá getum við gleymt þeim. Þá drepst allt og það finnst okkur dálítið drastísk aðgerð miðað við að þarna er gríð­ar­leg sjó­birt­ings­veiði. Og Gren­lækur er nú einu sinni á Nátt­úru­minja­skrá út af líf­ríki og fugla­líf­i.“ ­Böðvar á Gaut­löndum hefði kallað það for­djör­f­un.

Ég hef gengið með stöng um Eld­hraunið þar sem vatnið sprettur fram und­an fugla­d­rits­þúfum og kletta­dröng­um. Farið um gljúfur Segl­búða­lands og séð sjó­birt­ings­drjól­ana í djúpum hyljum og stór­bleikjur undir bökk­um.­Staðið í sef­inu í Fitja­flóði og hlustað á þyt frá kvöld­flugi anda og séð rastir af göngu­fiskum á fleygi­ferð; farið niður á sandana ógn­ar­legu eftir stik­uðum slóðum á hné­djúpu vatni þar sem áin sam­ein­ast Skaftá í Veið­iós með þrum­andi brim­öld­una skammt und­an­. Komið á jóla­föstu í hvítri jafn­fall­inni fönn á svörtum brunasöndum og hraunum og séð ást­ar­hreiður fiskanna og hvernig þeir koma á svifi eins og kola­molar á lit upp í vatns­borð und­ir brog­andi norð­ur­ljósum á næt­ur­himn­i. Horft á jökla­leik­húsið sem rammar allt þetta inn, þetta stóra og smáa, sem einnig eru sögu­svið eins og Unnur lýsir Mývatn­i; enn þá eru það mest ósagðar sög­ur, eitt og eitt vitni snýr aftur og skilur ekki ofstopann gegn undr­inu.

III. Segjum sögur og verndum nátt­úru

Í tóni og áferð minnir þessi bók Unnar á sög­una sem Stein­unn Sig­urð­ar­dóttir birti um Heiðu fjall­dala­bónda í fyrra. ­Skáld­leg sýn, nostur við smá­at­riði sem öll skipta máli og svo hin stóra vídd þar græðgi og ofbeldi leika hlut­verk. 

Hinn dásam­legi kafli Unnar um ævi húsand­ar­innar er bara brot af öllum anda­sögum lands­ins, öllum fugla­sög­um. Að rölta með Hjör­dísi á Geira­stöðum í eggja­tínslu er saga sem lúrir við hvern þann hálf­fallna girð­ing­ar­staur sem hangir uppi í land­inu, í hverju hrauni, við hvern bæ, meðan Hjör­dís kjaftar við end­urnar eins og hún lærði af ömmu sinni. Eða kvika telpan í sveit­inni sem skýst á lontu­veið­ar, eins og lítil útgáfa af Línu langsokk - okkar fólk, okkar arf­ur.

Auð­vitað er Mývatn ein­stakt og þess vegna getur þjóðin sem kann ekki að frið­lýsa hálendið ekki heldur verndað það, sett kúlu­skít­inn á þann virð­ing­ar­sess sem Jap­anar gera og stundað hrein­læti nema eins og í fátæku þró­un­ar­land­i. 

Unnur fer með okkur í smá­sjár­ferð inn í lít­inn dropa úr vatn­inu og þar er eins og að horfa út í alheim­inn - óra­víddir örver­anna eins og stjörnu­þok­ur. Hversu margir eru slíkir vatns­dropar á Ísland­i? Hún opnar dag­bók fugla­taln­inga­manns­ins og yrkir óð til mýflug­unn­ar. Eins og spæj­ara­kona leggur hún lífs­gát­una fyrir sig og býður upp á sum­ar­lesn­ing­una 2017. G­leymið öllum reyf­ur­um. Allt það smáa verður allt það stóra, sam­hengið í lífi okkar og sögu, lands og þjóð­ar­. ­Mý­vatn er ekki bara Mývatn heldur vötnin okkar öll - sem við nú reynum að for­djarfa með til­tækum ráð­um.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sólveig Anna Jónsdóttir
Nokkur orð um stöðuna
Kjarninn 27. september 2020
Halldór Benjamín var gestur í Silfrinu í dag.
Segir algjöran skort hafa verið á samtali
Halldór Benjamín Þorbergsson sagði í Silfrinu í morgun að verkalýðshreyfingin hefði hafnað því að eiga í samtali um útfærsluatriði Lífskjarasamnings. Kosning fyrirtækja innan SA um afstöðu til uppsagnar kjarasamninga hefst á morgun.
Kjarninn 27. september 2020
Tuttugu ný smit innanlands – fjölgar á sjúkrahúsi
Fjórir einstaklingar liggja nú á sjúkrahúsi vegna COVID-19 og fjölgar um tvo milli daga. Einn sjúklingur er á gjörgæslu.
Kjarninn 27. september 2020
Framundan er stór krísa en við höfum val
„Okkar lærdómur af heimsfaraldrinum er sá að við höfum gengið of hart fram gagnvart náttúrunni og það er ekki víst að leiðin sem við vorum á sé sú besta,“ segir Stefán Gíslason, umhverfisstjórnunarfræðingur.
Kjarninn 27. september 2020
James Albert Bond er hér til vinstri ásamt Daniel Craig sem hefur farið með hlutverk njósnarans James Bond síðustu ár.
Bond, James Bond
Margir kannast við eina frægustu persónu hvíta tjaldsins, James Bond njósnara hennar hátignar. Sem ætíð sleppur lifandi, þótt stundum standi tæpt. Færri vita að til var breskur njósnari með sama nafni, sá starfaði fyrir Breta í Póllandi.
Kjarninn 27. september 2020
Ísak Már Jóhannesson
Má bjóða þér skógarelda með kaffinu?
Kjarninn 26. september 2020
Sæunn Kjartansdóttir
Tímaskekkja
Kjarninn 26. september 2020
Vilhjálmur Árnason gagnrýndi nýtt frumvarp um fæðingarorlof í aðsendri grein í Morgunblaðinu í morgun.
Telur ný heildarlög um fæðingarorlof skerða frelsi fjölskyldna
Í aðsendri grein í Morgunblaðinu segir Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, að nýtt frumvarp um fæðingarorlof feli í sér skerðingu á frelsi fjölskyldna. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir frumvarpið auka jafnrétti.
Kjarninn 26. september 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar