Auglýsing

Nú liggur fyrir að skipan dóm­ara við nýjan Lands­rétt mun rata fyrir dóm­stóla. Ást­ráður Har­alds­son, einn þeirra sem dóm­nefnd vildi skipa sem dóm­ara á hið nýja milli­dóm­stig, hefur stefnt íslenska rík­inu vegna skip­un­ar­inn­ar. Þegar hefur verið óskað eftir því að málið fái flýti­með­ferð og í stefn­unni er gerð krafa um miska­bóta­kröfu upp á eina og hálfa milljón króna, að bóta­skylda verði við­ur­kennd og að ákvörðun Alþingis um skipun dóm­ara verði gerð ógild.

Til­laga Sig­ríðar Á. And­er­sen dóms­mála­ráð­herra um skipan dóm­ara við Lands­rétt – sem gekk út á að fjórir umsækj­endur sem dóm­nefnd hafði ekki talið hæf­asta yrðu skip­aðir í stað fjög­urra sem dóm­nefndin taldi á meðal þeirra 15 hæf­ustu – er gríð­ar­lega umdeild. Hún var sam­þykkt með atkvæðum stjórn­ar­liða ein­vörð­ungu og kröfu stjórn­ar­and­stöðu um að fresta ákvörð­un­inni svo hægt yrði að vinna rök­stuðn­ing ráð­herra betur var hafn­að. 

Nið­ur­staðan er sú að Lands­rétt­ur, gríð­ar­lega mik­il­vægt nýtt dóm­stig, hefur starf­semi sína með laskaðan trú­verð­ug­leika vegna þess að dóms­mála­ráð­herra gat ekki rök­stutt umdeilt inn­grip sitt almenni­lega. Trú­verð­ug­leiki Alþingis hefur líka laskast veru­lega, og var þó lít­ill fyr­ir. Þegar rök­stuðn­ingur fyrir jafn mik­il­vægri ákvörðun er ekki betri en þetta þá liggur fyrir að það er að minnsta kosti rök­studdur grunur um að það sé önnur ástæða fyrir breyttri röðun en sú sem ráð­herr­ann gefur upp.

Auglýsing

Afleið­ing af fúski for­tíðar

Árið 2010 var lögum um skipan dóm­ara breytt þannig að fimm manna dóm­nefnd var sett á lagg­irnar og vægi ákvörð­unar nefnd­ar­innar aukið þannig að ráð­herra yrði bund­inn við nið­ur­stöðu henn­ar. Þessar breyt­ingar voru gerðar til að auka til­trú á dóm­stóla og þrí­skipt­ingu valds á Íslandi m.a. í kjöl­far þess að ráð­herrar Sjálf­stæð­is­flokks­ins höfðu orðið upp­vísir að því að skipa nána ætt­ingja fyrr­ver­andi for­manns flokks­ins tví­vegis í dóm­ara­stöður án þess að þeir teld­ust hæf­astir á árunum fyrir hrun.

Ráð­herr­ann getur hins vegar vikið frá nið­ur­stöð­unni og lagt nýja til­lögu fyrir Alþingi til sam­þykkt­ar, sam­kvæmt lög­un­um. Sig­ríður rök­studdi breyt­ing­arnar sem hún gerði á list­anum fyrst og fremst með því að hún teldi að dóm­ara­reynsla ætti að vega þyngra. Þau rök ganga ekki upp ef þau eru mátuð við mat dóm­nefnd­ar­innar á dóm­ara­reynslu. Breytt vægi henn­ar, miðað við mat dóm­nefnd­ar, hefði alltaf skilað öðrum til­nefn­ingum en þeim sem Sig­ríður lagði til að yrðu skip­að­ir. Sig­ríður lagði ekki fram nýtt mat til að rök­styðja breyt­ing­arnar sem hún lagði til.

Það varð meðal ann­ars til þess að Jóhannes Karl Sveins­son hæsta­rétt­ar­lög­maður sagði í umsögn sinni um skipun dóm­ar­anna að hann hefði verið í áfalli þegar hann las rök­­stuðn­­ing dóms­­mála­ráð­herra. Hann upp­­­fylli engar lág­­marks­­kröfur stjórn­­­sýslu um rök­­stuðn­­ing og stand­ist auk þess „enga efn­is­­lega skoð­un“.

Aðrar skýr­ingar

Und­an­farna daga hafa stjórn­ar­lið­ar, sér­stak­lega liðs­menn Við­reisn­ar, keppst við að útskýra aðkomu sína að mál­inu með alls konar öðrum hætti en ráð­herra gerði í rök­stuðn­ingi sín­um. Pawel Bar­toszek sagð­ist telja að Alþingi ætti ekki að hafa það vald sem lögin hafi falið þeim í þessu máli. Þess vegna myndi hann sam­þykkja hvern þann lista sem lagður yrði fyrir framan hann. Jóna Sól­veig Elín­ar­dótt­ir, vara­for­maður Við­reisn­ar, bar fyrir sig jafn­rétt­is­sjón­ar­mið í ræðu sinni á Alþingi og Jón Stein­dór Valdi­mars­son, full­trúi Við­reisnar í stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd, fram­kvæmdi eigin mat á til­lögum dóms­mála­ráð­herra og reikn­aði sig þannig niður á að til­lögur hennar rím­uðu við upp­haf­legan rök­stuðn­ing ráð­herr­ans um dóm­ara­reynslu. Hann stað­festi hins vegar í sjón­varps­þætti Kjarn­ans í vik­unni að þeir útreikn­ingar væru hans, og ekki byggðir á neinum gögnum sem Sig­ríður hefði lagt fyrir nefnd­ina.

Málið var farið að minna á það þegar Don­ald Trump ákvað að reka James Comey úr starfi for­stjóra FBI. Fyrir lá form­legur rök­stuðn­ingur um að það hefði verið gert á grund­velli minn­is­blaða dóms­mála­ráð­herra Banda­ríkj­anna og næst­ráð­anda hans og fram­göngu Comey gagn­vart Hill­ary Clinton. Þ.e. þangað til að Trump sjálfur mætti í sjón­varps­við­tal dag­inn eftir og sagði að ástæðan hafi verið rann­sókn FBI á inn­gripum Rússa í for­seta­kosn­ing­arnar þar í landi í fyrra. Lík­indin með mál­unum tveimur eru fólgin í því að almenn­ingur veit ekki hverju hann á að trúa, skrif­legum rök­stuðn­ingi eða orðum stjórn­mála­manna.

Sögð­ust ekki sam­þykkja list­ann óbreyttan

Á þriðju­dag urðu svo enn frek­ari vend­ing­ar. Þá sagði Hanna Katrín Frið­riks­son, þing­flokks­for­maður Við­reisn­ar, frá því á opnum fundi flokks­ins að upp­runa­legur listi dóm­nefndar hafi ekki farið í gegn út af jafn­rétt­is­sjón­ar­mið­um. „Það vorum við sem rákum hana til baka vegna þess að við hefðum ekki hleypt fyrri list­anum í gegn,“ sagði Hanna Katrín á fund­in­um. Bene­dikt Jóhann­es­son, for­maður Við­reisnar og fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, stað­festi þetta við RÚV á mið­viku­dag. Þar sagð­ist hann hafa gert athuga­semd við lista dóm­nefndar þar sem hann upp­fyllti ekki jafn­rétt­is­skil­yrði. „Við sögðum ein­fald­lega að listi sem að upp­fyllti ekki jafn­rétt­is­sjón­ar­mið, að við gætum ekki sam­þykkt hann“, sagði Bene­dikt.

Sig­ríður Á. And­er­sen hefur raunar stað­fest þetta líka. Hún sagði í grein í Morg­un­blað­inu um síð­ustu helgi að ljóst hafi verið að nið­ur­staða dóm­nefndar um skipan dóm­ara við Lands­rétt myndi ekki hljóta braut­ar­gengi á Alþingi. Rök­stuðn­ingur hennar hefði engu breytt þar um.

Það skal tekið fram að það er vita­skuld gott að jafn­rétt­is­sjón­ar­mið séu höfð að leið­ar­ljósi í stjórn­sýslu. En þau geta ekki ýtt lögum og reglum til hlið­ar, sama hversu rétt­læt­an­leg þau eru. Ef vilji er til að breyta lögum þá eru þing­menn í kjör­stöðu til að leggja slíkt til. Þeir geta hins vegar ekki bara farið gegn lög­unum vegna þess að þeim finnst þau vera asna­leg. 

Það er algjör­lega skýrt að lög um jafna stöðu karla og kvenna gera ráð fyrir því að for­gangur til starfs á grund­velli kyn­ferðis gildir ein­ungis þegar ein­stak­lingar eru metnir jafn­hæf­ir. Dóm­nefnd komst að þeirri nið­ur­stöðu að 15 af umsækj­end­unum 33 væru hæf­ari en hin­ir. Þá strax setti Við­reisn fram skil­yrði um að kynja­hlut­föll yrðu jöfn­uð, án þess að fyrir lægi einu sinni nýtt mat ráð­herra um að fleiri umsækj­endur væru hæf­astir (hún komst að þeirri nið­ur­stöðu síðar að 24 af 33 væru hæfir).

Þar með liggur fyrir að Við­reisn, einn stjórn­ar­flokk­anna, hafi sett það sem skil­yrði að lista dóm­nefndar yrði breytt út frá jafn­rétt­is­sjón­ar­mið­um. Og þar með liggur fyrir að breytt röðun umsækj­enda, sem varð til þess að fjórir þeirra sem dóm­nefnd taldi hæf­asta voru teknir af honum og aðrir fjórir settir inn, var póli­tísk ákvörð­un, en ekki ákvörðun tekin innan marka þess ferlis sem lög heim­ila. Því er að minnsta kosti rök­studdur efi um að stjórn­sýslu­at­höfnin við skipun dóm­ar­anna sé ólög­mæt. Það mun svo ráð­ast fyrir dóm­stólum hvort svo sé.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari