Auglýsing

Íslenskt þjóð­fé­lag er lag­skipt og það er gjá milli elítu og almenn­ings. Sterk tengsl eru á milli elítu við­skipta- og atvinnu­lífs­ins ann­ars vegar og félags- og hags­muna­sam­taka, til dæmis stjórn­mála­flokka, hins veg­ar. Auk þess tengj­ast valda­miklir aðilar í fjöl­miðlum og stjórn­sýslu elítu­hópum úr mörgum atvinnu­grein­um. Flestir sem til­heyra þess­ari elítu búa í Garðabæ og Sel­tjarn­ar­nesi. Þar búa 150 pró­sent fleiri ein­stak­lingar í við­skipta- og atvinnu­lífsel­ít­unni en vænta hefði mátt út frá íbúa­fjölda. Og gamlir karlar sem búa í þessum sveit­ar­fé­lög­um, og eru virkir í t.d. stjórn­mála­starfi, eru lang­lík­leg­astir til að vera hluti af elít­unni.  

Þetta er nið­ur­staða stór­merki­legrar nýbirtrar greinar Magn­úsar Þórs Torfa­­son­­ar, lekt­ors í við­­skipta­fræð­i­­deild Háskóla Íslands, Þor­­gerðar Ein­­ar­s­dótt­­ur, pró­­fess­ors við stjórn­­­mála­fræð­i­­deild Háskóla Íslands, Guð­­bjargar Lindu Rafns­dótt­­ur, pró­­fess­ors við félags- og mann­vís­inda­­deild Háskóla Íslands, og Mar­grétar Sig­rúnar Sig­­urð­­ar­dótt­­ur, lekt­ors við við­­skipta­fræð­i­­deild Háskóla Íslands, í tíma­­rit­inu Stjórn­­­mál og Stjórn­­­sýsla, sem fjallar um elítur á Íslandi og inn­­­byrðis tengsl þeirra.

Auglýsing
Í grein­inni er sú mantra að á Íslandi sé meiri efna­hags­legur og félags­legur jöfn­uður en ann­ars staðar á meðal vest­rænna þjóða sprengd með vís­inda­legri fram­setn­ingu. Kerfi sem gengur út á betra aðgengi að upp­lýs­ing­um, tæki­færum og fjár­munum ann­arra og því að hinar miklu sveiflur sem ein­kenna íslenskt efna­hags­kerfi vegna örgjald­mið­ils­ins fái áfram að eiga sér stað. Þetta er nefni­lega hópur sem hagn­ast bæði í nið­ur­sveiflum og upp­sveifl­um. Á meðan að þorri lands­manna – launa­fólkið sem vinnur hjá elít­unni – tekur þær aðlag­anir út í gegnum veskið og lífs­gæð­in.

Afætur í næstu íbúð

Garða­bær og á Sel­tjarn­ar­nes eru sveit­ar­fé­lög þar sem ríkt fólk býr. Og í báðum sveit­ar­fé­lögum hefur Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn alltaf haft hreinan meiri­hluta í sveit­ar­stjórn. Þau eru einu sveit­ar­fé­lögin á höf­uð­borg­ar­svæð­inu þar sem ekki er rukkað hámarks­út­svar. Það geta þessi sveit­ar­fé­lög gert vegna þess að þau taka ekki þátt í að veita sömu þjón­ustu og hin sveit­ar­fé­lögin á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Besta dæmið um þetta eru fjöldi félags­legra íbúða. Í Reykja­vík eru þær 1.901 eða 16 á hverja þús­und íbúa. Í Garðabæ eru þær 26 og á Sel­tjarn­ar­nesi eru þær tíu. Í báðum þessum sveit­ar­fé­lögum eru félags­legar íbúðir tvær á hverja þús­und íbúa. Til við­bótar fer átta sinnum meira af tekjum Reykja­vík­ur­borgar í félags­lega fjár­hags­að­stoð en hjá Sel­tjarn­ar­nesi. Reykja­vík greiðir að með­al­tali um 24 þús­und krónur í fjár­hags­að­stoð á hvern íbúa, á meðan Sel­tjarn­ar­nes greiðir að með­al­tali þrjú þús­und krónur og Garða­bær fjögur þús­und.

Í við­tali við Kjarn­ann í októ­ber 2013 sagði Jón Gnarr, sem þá var borg­ar­stjóri í Reykja­vík, að Sel­tjarn­ar­nes væri fyrir Reykja­vík „eins og þú eigir íbúð og ríki frændi þinn eigi íbúð við hliðiná þér þar sem er inn­an­gengt í þína. Hann hefur engar skyldur gagn­vart þinni íbúð en getur gengið inn í hana á skítugum skónum og étið úr ísskápnum þegar hann vill vegna þess að hann keypti íbúð­ina með þessum rétt­ind­um. Að sama skapi keyptir þú íbúð­ina þína með þessum van­kanti. Þetta setur þig og frænda þinn í sér­kenni­lega stöðu. Það er ekk­ert úti­gangs­fólk á Sel­tjarn­ar­nesi. Þar er mjög lít­ill félags­legur vandi, lág glæpa­tíðni og mikil nálægð við nátt­úru. Þetta eru lífs­gæði sem allir eiga að fá að njóta, ekki bara þeir sem hafa efni á að kaupa sér þau. Það er líka ekk­ert leik­hús á Sel­tjarn­ar­nesi. Það er engin Sin­fón­íu­hljóm­sveit Sel­tjarn­ar­ness. Það er hins vegar til staðar í Reykja­vík og er, ásamt alls konar annarri þjón­ustu, niðurgreitt af borg­inni. Það er því mjög ósann­gjarnt að ríkt fólk nýti sér þjón­ust­una án þess að borga fyrir hana.“

Lítil elíta á þorra auðs

Hverjar eru afleið­ingar þess að sam­fé­lag elítu­væð­ist? Að lag­skipt­ing eykst? Jú, hinar ráð­andi stéttir sem stýra sam­fé­lags­kerf­inu og hafa sniðið það að sínum eigin hags­mun­um, hagn­ast ævin­týra­lega. Og mis­skipt­ing gæða eykst.

Það er ekki til­finn­ing að mis­skipt­ing sé að aukast hratt, það er tölu­leg stað­reynd. Frá árs­lokum 2010 og fram til loka árs 2015 juk­ust hreinar eignir lands­manna um 1.384 millj­arða króna. Þær tæp­lega tvö­föld­uð­ust. Rík­asta tíund lands­manna tók mestan hluta þess­ara eigna til sín, eða 527,4 millj­arða króna. Á árinu 2015 einu saman óx auður þessa hóps um 185 millj­arða króna. Alls fór 43 pró­sent af allri nýrri hreinni eign til hans á árinu 2015. Rík­asta tíundin á alls 64 pró­sent af allri hreinni eign þjóð­ar­inn­ar.

Þessi auður er reyndar van­met­inn. Í þessum tölum eru eignir í verð­bréfum færðar á nafn­virði, ekki mark­aðsvirði. Rík­asta tíund þjóð­ar­innar á 86 pró­sent allra verð­bréfa í eigu ein­stak­linga. Inn í þetta vantar allar erlendar eignir sem þessi hópur á, og hefur ekki verið talin fram hér­lend­is, en þús­undir ríka Íslend­inga stofn­uðu aflands­reikn­inga á fyr­ir­hrunsár­un­um. Á slíkum eru, að mati sér­fræð­inga, tugir millj­arða króna. Eignir þessa litla hóps eru því miklu meiri en þær sem upp­gefnar eru hér. Við vitum bara ekki hversu miklu meiri.

Þótt ekki séu til full­komnar hag­tölur um ríki­dæmi rík­asta pró­sents lands­manna er hægt að draga þá ályktun að sá hóp­ur, um tvö þús­und fram­telj­end­ur, sé sá sem eigi lang­mest hér­lend­is. Í tölum frá rík­is­skatt­stjóra er til að mynda hægt að sjá að 44 pró­sent af öllum fjár­magnstekjum árs­ins 2015 lentu hjá þessum hópi. Næstum helm­ingur af öllum tekjum sem urðu til vegna ávöxt­unar fjár­magns runnu til eins pró­sents lands­manna.

Sam­an­­dregið þá liggur fyrir svart á hvítu að það er stað­­reynd að lít­ill hópur eigna­­fólks hagn­­ast á sam­­fé­lags­­gerð okkar langt umfram það sem þorri þjóð­­ar­innar ger­­ir.

Fyrir hvern er þetta sam­fé­lag?

Íslend­ingar eru plat­aðir til að halda að þetta sé kerfi sem gagn­ist öll­um. Að brauð­molar elít­unnar sem hrynji af nægta­borði hennar séu nægj­an­legir til að almenn­ingur líti í hina átt­ina og sam­þykki að hafa sam­fé­lagið áfram eins og hentar þess­ari fámennu valda­klíku.

Það er ítrekað hamrað á að hér sé svo ægi­lega mik­ill tekju­jöfn­uð­ur. Það er nú gert með því að vísa í nýja skýrslu OECD. En það er vegna þess að tekjur (svona utan þess þegar krónan tekur skamm­vinnt risa­styrk­ing­ar­stökk á nokk­urra ára fresti) eru mest megnis frekar lágar í öllu sam­hengi. Og eig­in­lega er launa­munur allt of lít­ill. Menntun er t.d. alls ekki nægj­an­lega metin til launa á Íslandi.

Þrátt fyrir að hér ríki ægi­leg efna­hags­leg vel­sæld finnur venju­legt fólk ekk­ert mikið fyrir henni. Inn­viðir okkar eru að molna og fyr­ir­huguð fjár­fest­ing í þeim er í óra­fjar­lægð frá því að vera nægj­an­leg. Það vantar sex til sjö hund­ruð millj­arða króna í inn­viða­fjár­fest­ingu hið minnsta næsta ára­tug­inn til að laga þá stöðu. Fjár­fest­ing í sam­göngum er hættu­lega lít­il, mennta­kerfið er gríð­ar­lega fjársvelt og heil­brigð­is­kerfið er ekki í aðstöðu til að takast á við þær áskor­anir sem fylgja sífellt eldri þjóð og millj­ónum ferða­manna. Allt þetta bitnar á lífs­gæðum venju­legs fólks, sem eru þorri lands­manna.

Á sama tíma er neyð­ar­á­stand á hús­næð­is­mark­aði. Ungt fólk á mun minna af eignum en áður. Það hefur dreg­ist aftur úr í ráð­stöf­un­ar­tekj­um. Störfin sem verða til hér­lendis eru fyrst og síð­ast lág­launa­störf í ferða­þjón­ustu eða bygg­inga­iðn­aði, ekki þau hug­vits­störf sem þeir þús­undir sem útskrif­ast úr háskólum lands­ins á hverju ári sækj­ast eft­ir. Í stað þess að vera aðlað­andi fyrir tækni­fyr­ir­tæki flytjum við inn þús­undir smiða og rútu­bíl­stjóra. Sem vinna fyrir fjár­magns­eig­endur í efsta lagi sam­fé­lags­ins, svo þeir geti orðið enn rík­ari.

Þetta er val

Þetta er kerfi sem mun bara halda áfram að auka á lag­skipt­ingu milli elítu og almenn­ings. Þrýst­ing­ur­inn verður áfram sem áður á að fjársvelta stoð­kerfi sam­fé­lags­ins og selja þau svo til fjár­magns­eig­enda. Þannig verður hægt að lækka skatta. Við það fjölgar kannski krón­unum í vasa launa­manna um nokkrar en lífs­gæði þeirra rýrna veru­lega og nýju krón­urnar eru langt frá því nægj­an­lega margar til að gera þeim kleift að kaupa þau gæði aftur á mark­aði.

Venju­legir Íslend­ingar þurfa bara að taka ákvörð­un. Vera sjálfselsk­ir. Og ákveða hvernig sam­fé­lag þeir telja að gagn­ist þeim best. Hvernig sam­fé­lag færir þeim mest gæði.

Viljum við gegn­sætt, opið, fram­sæk­ið, alþjóð­legt, lýð­ræð­is­legt og rétt­látt sam­fé­lag þar sem áherslan er lögð á jöfn tæki­færi og sterka inn­viði? Þar sem við – og sér­stak­lega ríka fólkið – greiðum meira í sam­neysl­una fyrir afnot af gæðum sam­fé­lags­ins? Eða viljum við sam­fé­lag sem gagn­ast fyrst og síð­ast gömlum körlum í Garðabæ á kostnað allra hinna?

Okkar er val­ið.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari