Far vel Bretar

Vorið 2019 yfirgefa Bretar ESB. Þeim leið aldrei vel þar og vilja nú spjara sig sjálfir. Brexit var rekið á Evrópuandúð, lygum og bjöguðum staðreyndum, segir Gunnar Hólmsteinn Ársælsson.

Auglýsing

Eitt virtasta dag­blað heims, Fin­ancial Times (FT), birti fyrir skömmu mjög áhuga­verða grein sem teng­ist Brexit - þeirri ákvörðun hluta bresku þjóð­ar­innar að yfir­gefa Evr­ópu­sam­band­ið. Í henni FT kemur fram að þegar Bret­land fer úr ESB í lok mars árið 2019, þá falla úr gildi á einni nóttu 165 alþjóða­sam­þykktir sem Bret­land á aðild að við önnur ríki utan ESB, svokölluð „þriðju rík­i“. Sömu nótt falla úr gildi um 750 samn­ingar á milli Bret­lands, ESB og ann­arra aðila, hjá hinum ýmsu alþjóða­sam­tök­um. Um 300 þess­ara samn­inga snú­ast ein­göngu um við­skipti. En þetta eru líka sem samn­ingar sem snúa að fisk­veið­um, land­bún­aði, kjarn­orku­málum og fleiru. Lög ESB snerta nán­ast öll svið bresks sam­fé­lags, rétt eins og hjá öðrum aðild­ar­ríkjum (sem og EES-lönd­um).

Við­mæl­andi, sem rætt er við í grein­inni lýsir þessum ­miklu breyt­ingum eins og „verið sé að byrja upp á nýtt,“ og þar á hann við að þetta sé nán­ast eins og að end­ur­ræsa Bret­land. Byrja frá núlli.

Það er nokkuð ljóst að þeir sem töl­uðu sem hæst um Brexit voru ekki mikið að tala um þetta, enda hefði það senni­lega fengið ein­hverja til þess að hugsa málið bet­ur. Enda var málið keyrt áfram á til­finn­ing­um, almennri Evr­ópu­andúð og ekki minnst, lygum og bjög­uðum stað­reynd­um. Und­ir­rit­aður hefur sjálfur hitt og rætt við Breta sem átt­uðu sig ekki á lyg­unum fyrr en eftir atkvæða­greiðsl­una.

Auglýsing

Norð­menn sjá tæki­færi í Brexit

Það sem er einnig áhuga­vert í þess­ari grein er að þar er rætt við sendi­herra Nor­egs hjá ESB, Oda Hel­en Slet­nes, en hún seg­ir: „Við viljum að sjálf­sögðu fá sem bestu samn­inga fyrir fiskaf­urðir okk­ar.“ Nor­egur er með hátt í 40 samn­inga við Bret­land sam­kvæmt grein­inni og seg­ist sendi­herr­ann vilja losna við ýmis­legt sem hún telur vera til vansa úr þessum samn­ingum varð­andi, tolla, kvóta og þess hátt­ar. Sam­kvæmt grein FT er Nor­egur eitt þeirra ríkja sem líta á Brexit sem tæki­færi, rétt eins og utan­rík­is­ráð­herra okk­ar, Guð­laugur Þór Þórð­ar­son (Sjálf­stæð­is­flokki). Norskir virð­ast vera nokkuð ákveðnir og allir sem eitt­hvað fylgj­ast með fisk­veiðum vita að Norð­menn eru skrambi góðir á því sviði. Og þeim er örugg­lega mikið í mun að vinna sér nýja mark­aði fyrir norskar sjáv­ar­af­urðir og betri aðgang.

Guð­laugur Þór vill Breta í EFTA

Utan­rík­is­ráð­herra Íslands er mjög hrifin af þeirri hug­mynd að Bretar gangi úr ESB, enda er hann á móti ESB. Hann er líka mjög mikið á móti eft­ir­liti og þess háttar og hefur iðu­lega talað á mjög nei­kvæðum nótum um það sem hann kallar „eft­ir­lits­iðn­að­inn“ (les; t.d. að fylgja lögum og regl­u­m). Hann vill líka ólmur fá Breta í EFTA (Frí­versl­un­ar­sam­tök Evr­ópu). En EFTA eru mjög lítil sam­tök á alþjóða­vísu og í dag eru auk Íslands löndin Nor­eg­ur, Svis­s og Li­echten­stein að­ilar að EFTA. EFTA er því dæmi­gert smá­ríkja­banda­lag, en hefur þó tek­ist að gera ýmis­legt mark­vert á sínu sviði. 

Á vef­síðu Utan­rík­is­ráðu­neyt­is­ins um Brexit stendur þetta: „Bret­land er, líkt og öll aðild­ar­ríki ESB, aðili að samn­ingnum um Evr­ópska efna­hags­svæðið (EES). Þegar úrsögn Bret­lands úr ESB verður að veru­leika munu sam­skipti Íslands og Bret­lands ekki lengur byggja á EES-­samn­ingnum eða öðrum samn­ingnum Íslands við ESB. Þetta skapar Íslandi og Bret­landi tæki­færi til að móta sam­skipti sín á nýjum grund­velli en þýðir um leið að ekki verður lengur byggt á þeim gagn­kvæmu rétt­indum sem rík­is­borg­arar og fyr­ir­tæki frá Íslandi eða Bret­landi njóta á grund­velli EES-­samn­ings­ins...Bresk stjórn­völd hafa lýst því yfir að þau hygg­ist verða málsvarar frí­versl­unar og ein­faldra við­skipta­hátta eftir útgöngu lands­ins úr ESB. Þetta mark­mið sam­ræm­ist vel íslenskum hags­munum og vekur vænt­ingar um að semja megi um enn betri mark­aðs­að­gang fyrir íslenskan útflutn­ing við Bret­land, einkum fyrir sjáv­ar­af­urð­ir. Eigi að síður þarf að hafa í huga að hags­munir Íslands í viðskiptum á Bret­lands­mark­aði eru afar víð­tæk­ir.“

Hvað á eða mun Brexit að kosta Íslend­inga?

Þetta er áhuga­vert orða­lag að mörgu leyti og hér vakna spurn­ing­ar, t.d. hvort Utan­rík­is­ráðu­neytið fagni því að sam­skipti Íslands eft­ir Brexit muni ekki byggja lengur á EES-­samn­ingnum (sem allir við­ur­kenna að hafi verið Íslandi til mik­ils gagns)? Það má alveg skilja þessi orð þannig. Og hvernig á að vinna að þessum „nýju“ sam­skipt­um? Hvað á að eyða miklum pen­ingum í að semja við Breta? Hvað ger­ist hér þegar Bret­land fer úr ESB? Hvernig á t.d. að tryggja hags­muni útflytj­enda, ferða­manna og eða skóla­fólks? Hverjar verða kröfur Íslands gagn­vart Bret­um? Fullur og óheftur mark­aðs­að­gangur fyrir allar fiskaf­urðir frá Íslandi? Muna Bretar ganga að því? Ó,nei. Við megum ekki gleyma því að við unnum Breta í svoköll­uðu Þorska­stríði á síð­ustu öld og það er geymt en ekki gleymt hjá Bret­um. Og ef við fáum allt, hvað eiga Bretar þá að fá? Verður utan­rík­is­ráð­herra nógu harð­ur? Það eru jú skoð­ana­bræður hans sem þrýstu mest á Brexit.

Og verður lítið sem ekk­ert eft­ir­lit með verslun og við­skiptum við Breta eftir útgöngu þeirra? Verður þetta allt bara svona „létt og þægi­legt – engar reglur eða ves­en?“ Verða þetta bara lauf­létt sam­skipti á milli „frjálsra manna“, þar sem „vond stjórn­völd“ koma hvergi nærri? Er það drauma­sena utan­rík­is­ráð­herra?

Verða Bret­ar nýjir kyndil­berar frí­versl­unar og tákn­mynd and­stöð­unnar við þá „kúg­un“ sem ESB hefur leitt yfir þjóðir Evr­ópu og þeirra sem sam­bandið hefur sam­skipti við? Í því sam­hengi er áhuga­vert að benda á að flestar þær þjóðir sem losn­uðu undan oki komm­ún­ism­ans voru fljótar að  sækja um aðild að ESB, allt frá Eystra­salti, til Króa­tíu.

Svö við þessu spurn­ingum koma senni­lega ekki í ljós fyrr en Bret­land verðu farið úr ESB, eftir tæp tvö ár. En það verður að segj­ast eins og er að þessi aðgerð, Brexit, er í raun eins og að leika sér með fjöregg þjóð­ar­innar og er óvenju fífldjörf aðgerð. Enda senni­lega van­hugsuð frá upp­hafi. Áhrifa Brexit er þó þegar byrjað að gæta og í frétt á RÚV frá í byrjun júlí er sagt frá ákvörðun Breta um að segja upp fisk­veiði­samn­ingi sem gilt hefur í yfir hálfa öld og veitir nokkrum grann­þjóðum Breta leyfi til veiða í breskri lög­sögu. Þessi samn­ingur var reyndar gerður áður en Bretar gengu í ESB 1973. Nú vilja Bretar hafa lög­sög­una fyrir sjálfa sig.  Um var að ræða veiðar á 10.000 tonnum af fiski, af um 700.000 tonna heild­ar­afla! Bretar fengu einnig að veiða í lög­sög­u hinna land­anna á móti, en með þess­ari aðgerð segj­ast þeir vera að „ná ­yf­ir­ráðum ­yfir eigin mið­u­m.“ Vegna 10.000 tonna?

Gott að losna við Breta úr ESB?

En verður þá ekki bara gott fyrir ESB að vera lausir við Breta? Þeir voru hvort eð er aldrei sátt­ir, voru alltaf í hálf­gerðri fýlu innan ESB. Svona rétt eins og ein­stak­lingur sem er félagi í ein­hverjum klúbbi, en getur aldrei sætt sig við þær reglur sem spila á eft­ir. Og er alltaf ­sóló, alltaf í fýlu á fundum og vill aldrei vera almenni­lega með. Er þá ekki bara betra að fara? Fyrst maður getur ekki breytt klúbbnum og haft hann eins og maður vill, því Bretar voru pínu þannig innan ESB. Er um að ræða leifar af stór­veld­iskomp­lexum Breta? Getur það ver­ið?

Bretar eru jú fyrrum heims­veldi og réðu á sínum tíma stórum hluta heims­byggð­ar­inn­ar, enda var sagt að sólin sett­ist aldrei í breska heims­veld­inu – svo stórt var það. Síðan kom seinna stríð og upp úr ösk­unni úr því reis efna­hags­veld­ið Þýska­land, sem er í dag stærra heldur en það breska og álitið „prímus­mót­or­inn“ í evr­ópskum efna­hags­mál­um. Við þá stað­reynd líkar ekki áhrifa­mönnum í Bret­landi, sér­stak­lega innan breska Íhalds­flokks­ins. Það er und­ir­liggj­andi andúð gagn­vart Þjóð­verjum í Bret­landi hjá ákveðnum fjöl­miðlum og stutt í öfund­ina. Jafn­vel gagn­vart Frökkum líka. En Brexit er fúlt fyrir breskan almenn­ing, því ESB hefur veitt breskum almenn­ingi hluti í gegnum lög­gjöf sína sem Whitehall hefði ekki einu sinni dottið í hug. Allskyns rétt­indi, fríð­indi og annað slíkt. Og nú á að taka þetta af þeim. Það er svona þegar vit­leys­ingar fá of mikil völd og áhrif, þá „ger­ist skít­ur“ (shit happ­ens).

Gaman að fá Skota í ESB

Já, en það er þá kannski bara best að Bretar fari úr ESB og reyni að spjara sig sjálfir, sem ,frjálsir menn.“ Rétt eins og þeir Bretar sem stofn­uðu Banda­ríkin á sínum tíma og börð­ust gegn skatt­pín­ingu og oki breska kóngs­ins. En Skotar mega gjarnan koma í stað Breta innan ESB og margt sem bendir til þess að svo verði. Íbúar Skotlands kusu að vera áfram í ESB (62% með ESB, 38% vildu fara). Nú fá þeir von­andi tæki­færi til þess að losa sig end­an­lega við okið frá Whitehall í London, sem þeir hafa lengi verið óhressir með. Það væri mjög áhuga­vert að fá Skotland inn í ESB, enda þjóð sem hugsar um vel­ferð almenn­ings og hafa Skotar mjög heil­brigða sýn á venju­legt fólk og líf þess. Annað en í hinu stétt­skipta Bret­landi.

„Chill“ og tebolli?

Það samn­inga­ferli sem nú er hafið milli breskra stjórn­valda og ESB felur í sér að rifnir eru upp allir þeir samn­ingar sem sam­bandið og Bret­land hafa gert með sér á þeim 43 árum sem Bretar hafa verið í ESB (og for­verum þess). Þetta eru hund­ruð þús­undir síðna af laga­texta. Það sjón­ar­mið hefur heyrst að verk­efnið sér nær óyf­ir­stíg­an­legt og að stjórn­kerfið í Bret­landi hafi hvorki mann­afla né getu til þess að vinna verk­efn­ið. Talið er að ef vel eigi að gera þetta, þurfi um 700 samn­inga­menn hjá Bret­um, eða um tvö­falt fleiri en eru núna.

En hverjir eiga að semja við Breta fyrir Ísland og hvað á það að kosta? Þarf ekki að gera fjár­hags­á­ætlun fyrir það? Fær Jón Gunn­ars­son kannski að leggja sér­stakt Brex­it-­gjald á okk­ur? Eða verður þetta allt saman frjál­st, óheft og bara mikið „chill“? Yfir tebolla?

Höf­undur er MA í stjórn­mála­fræði og situr í stjórn Evr­ópu­sam­tak­anna.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar