#mannréttindi

Menntun barna í hælisleit

Vegna umræðu í sam­fé­lag­inu um skóla­göngu barna á Íslandi sem eru í leit að alþjóð­legri vernd vill Rauði kross­inn á Íslandi benda á nokkur atriði.

­Menntun er aldrei til einskis. Fólk sem neyð­ist til að flýja heim­kynni sín og leita sér alþjóð­legrar verndar í öðru landi gerir það ekki að gamni sínu. Börn í hæl­is­leit sem ganga í skóla á Íslandi hafa fengið menntun sem þau ann­ars hefðu ekki feng­ið. Þau hefðu í stað þess setið aðgerð­ar­laus að bíða örlaga sinna í nýju landi, langt frá vinum og fjöl­skyldu. Sum þess­ara barna fá hér alþjóð­lega vernd og halda áfram að ganga í skóla, fá jafn­vel eftir nokkurn tíma íslenskan rík­is­borg­ara­rétt og eru jafn­gildir þjóð­fé­lags­þegnar og allir sem svo heppnir voru að fæð­ast hér á landi.

Í þess­ari umræðu er nauð­syn­legt að hafa í huga að þau börn sem sækja um alþjóð­lega vernd njóta sömu mann­rétt­inda og önnur börn hér á landi. Barna­sátt­máli Sam­ein­uðu þjóð­anna hefur verið lög­festur hér á landi en sátt­mál­inn tryggir börnum grund­vall­ar­mann­rétt­indi og aukna vernd sama hvar þau komu í heim­inn. Jafn­framt er réttur barna sem sækja um alþjóð­lega vernd tryggður sér­stak­lega í lögum nr. 91/2008 um grunn­skóla er kveðið á um að öllum börnum á aldr­inum 6-16 ára sé skylt að sækja grunn­skóla. Í 2. mgr. 33. gr. laga um útlend­inga nr. 80/2016 segir að barn sem sækir um alþjóð­lega vernd skuli eiga þess kost að stunda skyldu­nám í grunn­skóla eða sam­bæri­legt nám innan hins almenna skóla­kerfis eða á dval­ar­stað eins fljótt og unnt er.

Auglýsing

Þrátt fyrir þessi atriði þá njóta börn í hæl­is­leit á Íslandi ekki öll mennt­unar hér á landi. Börn sem sótt hafa um alþjóð­lega vernd eru ýmist á for­ræði þriggja sveit­ar­fé­laga skv. samn­ingi við inn­an­rík­is­ráðu­neyt­ið, þau eru Hafn­ar­fjörð­ur, Reykja­nes­bær og Reykja­vík­ur­borg, eða á vegum Útlend­inga­stofn­un­ar. Börn sem eru í þjón­ustu sveit­ar­fé­laga hafa átt greið­ari aðgang að menntun en þau börn sem hafa verið í þjón­ustu Útlend­inga­stofn­un­ar. Börnum er því mis­munað eftir því hvar þau eru í þjón­ustu.

Rauði kross­inn á Íslandi ásamt UNICEF, Umboðs­manni barna, Barna­heill – Save the Children á Íslandi og Kenn­ara­sam­bandi Íslands sendu í maí sl. bæði dóms- og mennta­mála­ráð­herra bréf þar sem bent er á aðstæður þess­ara barna og að taf­ar­lausra úrræða væri þörf.

Í lok mán­að­ar­ins hefj­ast grunn­skól­ar. Börnum er mis­munað og fræðslu­skyldu þeirra allra er ekki sinnt. Það er grafal­var­legt mál. Hvað ætla stjórn­völd að gera í því?

Höf­undur er upp­lýs­inga­full­trúi Rauða kross­ins á Íslandi.

Viltu styrkja sjálfstæða íslenska fjölmiðlun?
Lesendur Kjarnans geta kosið að greiða fast mánaðarlegt framlag til fjölmiðilsins til að efla starfsemi hans enn frekar. Markmiðið er upplýstari, gagnrýnni og málefnalegri umræða. Hjálpið okkur við að ná því markmiði með því að ganga til liðs við Kjarnasamfélagið.
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar