Menntun barna í hælisleit

Auglýsing

Vegna umræðu í sam­fé­lag­inu um skóla­göngu barna á Íslandi sem eru í leit að alþjóð­legri vernd vill Rauði kross­inn á Íslandi benda á nokkur atriði.

­Menntun er aldrei til einskis. Fólk sem neyð­ist til að flýja heim­kynni sín og leita sér alþjóð­legrar verndar í öðru landi gerir það ekki að gamni sínu. Börn í hæl­is­leit sem ganga í skóla á Íslandi hafa fengið menntun sem þau ann­ars hefðu ekki feng­ið. Þau hefðu í stað þess setið aðgerð­ar­laus að bíða örlaga sinna í nýju landi, langt frá vinum og fjöl­skyldu. Sum þess­ara barna fá hér alþjóð­lega vernd og halda áfram að ganga í skóla, fá jafn­vel eftir nokkurn tíma íslenskan rík­is­borg­ara­rétt og eru jafn­gildir þjóð­fé­lags­þegnar og allir sem svo heppnir voru að fæð­ast hér á landi.

Í þess­ari umræðu er nauð­syn­legt að hafa í huga að þau börn sem sækja um alþjóð­lega vernd njóta sömu mann­rétt­inda og önnur börn hér á landi. Barna­sátt­máli Sam­ein­uðu þjóð­anna hefur verið lög­festur hér á landi en sátt­mál­inn tryggir börnum grund­vall­ar­mann­rétt­indi og aukna vernd sama hvar þau komu í heim­inn. Jafn­framt er réttur barna sem sækja um alþjóð­lega vernd tryggður sér­stak­lega í lögum nr. 91/2008 um grunn­skóla er kveðið á um að öllum börnum á aldr­inum 6-16 ára sé skylt að sækja grunn­skóla. Í 2. mgr. 33. gr. laga um útlend­inga nr. 80/2016 segir að barn sem sækir um alþjóð­lega vernd skuli eiga þess kost að stunda skyldu­nám í grunn­skóla eða sam­bæri­legt nám innan hins almenna skóla­kerfis eða á dval­ar­stað eins fljótt og unnt er.

Auglýsing

Þrátt fyrir þessi atriði þá njóta börn í hæl­is­leit á Íslandi ekki öll mennt­unar hér á landi. Börn sem sótt hafa um alþjóð­lega vernd eru ýmist á for­ræði þriggja sveit­ar­fé­laga skv. samn­ingi við inn­an­rík­is­ráðu­neyt­ið, þau eru Hafn­ar­fjörð­ur, Reykja­nes­bær og Reykja­vík­ur­borg, eða á vegum Útlend­inga­stofn­un­ar. Börn sem eru í þjón­ustu sveit­ar­fé­laga hafa átt greið­ari aðgang að menntun en þau börn sem hafa verið í þjón­ustu Útlend­inga­stofn­un­ar. Börnum er því mis­munað eftir því hvar þau eru í þjón­ustu.

Rauði kross­inn á Íslandi ásamt UNICEF, Umboðs­manni barna, Barna­heill – Save the Children á Íslandi og Kenn­ara­sam­bandi Íslands sendu í maí sl. bæði dóms- og mennta­mála­ráð­herra bréf þar sem bent er á aðstæður þess­ara barna og að taf­ar­lausra úrræða væri þörf.

Í lok mán­að­ar­ins hefj­ast grunn­skól­ar. Börnum er mis­munað og fræðslu­skyldu þeirra allra er ekki sinnt. Það er grafal­var­legt mál. Hvað ætla stjórn­völd að gera í því?

Höf­undur er upp­lýs­inga­full­trúi Rauða kross­ins á Íslandi.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Börkur Smári Kristinsson
Hvað skiptir þig máli?
Kjarninn 16. nóvember 2019
Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra.
Segir VG standa frammi fyrir prófraun í kjölfar Samherjamálsins
Fyrrverandi forsætisráðherra segir að grannt verði fylgst með viðbrögðum Katrínar Jakobsdóttur og VG í tengslum við Samherjamálið. Hún segir að setja verði á fót sérstaka rannsóknarnefnd sem fari ofan í saumana á málinu.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Bára Halldórsdóttir
Klausturgate – ári síðar
Bára Halldórsdóttir hefur skipulagt málþing með það að markmiði að gefa þolendum „Klausturgate“ rödd og rými til að tjá sig og til þess að ræða Klausturmálið og eftirmál þess fyrir samfélagið.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Ragnar Þór Ingólfsson er formaður VR.
Vill að verkalýðshreyfingin bjóði fram stjórnmálaafl gegn spillingu
Formaður VR kallar eftir þverpólitísku framboði, sem verkalýðshreyfingin stendur að. „Tökum málin í eigin hendur og stigum fram sem sameinað umbótaafl gegn spillingunni,“ segir hann í pistli.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Jón Baldvin Hannibalsson
Ætlar enginn (virkilega) að gera neitt í þessu?
Kjarninn 16. nóvember 2019
Fólk geti sett sig í spor annarra
Gylfi Zoega segir að hluti af því að hagkerfið geti virkað eins og það eigi að gera, sé að fólk og fjölmiðlar veiti valdhöfum aðhald.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Þórður Snær Júlíusson
Uppskrift að því að drepa umræðuna með börnum
Kjarninn 16. nóvember 2019
Rannsókn Alþingis á fjárfestingarleiðinni gæti náð yfir Samherja
Samherji flutti rúmlega tvo milljarða króna í gegnum fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands. Þeir peningar komu frá félagi samstæðunnar á Kýpur, sem tók við hagnaði af starfsemi Samherja í Namibíu.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar