Hið opinbera ber ábyrgðina

Stjórnvöld þurfa að líta sér nær vegna margra mála sem hafa komið upp að undanförnu, þar sem dótturfyrirtæki ríkisins eru umsvifamikil í málum sem hafa í sumum tilvikum reynst ólögleg.

Auglýsing

Að und­an­förnu hafa komið upp mál sem sýna glögg­lega að hið opin­bera hefur farið útaf spor­inu. Í það minnsta þrjú mál má telja til sem hafa komið upp með skömmu milli­bili.

Í fyrsta lagi er það mál sem snýr að Borg­un, sem er að mestu í eigu í rík­is­ins, en Íslands­banki - sem er rík­is­banki að öllu leyti - er stærsti eig­andi þess (63 pró­sent).

Sú und­ar­lega staða kom upp á dög­unum að Fjár­mála­eft­ir­litið komst að þeirri nið­ur­stöðu eftir rann­sókn að Borgun hefði brotið lög með því að greiða starfs­fólki sínu of háa bónusa. Var gerð sátt við FME um mál­ið, en lög­brotið var við­ur­kennt. Hið opin­bera var þarna bæði í hlut­verka lög­brjóts­ins og eft­ir­lits­ins.

Auglýsing

Í öðru lagi má nefna klúður rík­is­ins, og dótt­ur­fé­lags­ins Lind­ar­hvols, við söl­una á fyri­tæk­inu Lyfju. Sam­keppn­is­eft­ir­lit­ið, sem líkt og FME er und­ir­stofnun rík­is­ins, stöðv­aði söl­una með því að heim­ila ekki kaup Haga á Lyfju. 

Salan er því komin á byrj­un­ar­reit, en vafa­lítið hleypur kostn­að­ur­inn á tugum millj­óna nú þeg­ar. 

Í ákvörð­un­ar­orðum Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins er fjallað ítar­lega um stöð­una á þeim mark­aði þar sem Lyfja starfar, og eftir þann lestur verður ekki sagt að það komi á óvart að kaupin hafi ekki verið heim­il­uð. Spurn­ingin sem vaknar er hvers vegna Lind­ar­hvoll og stjórn­völd yfir höf­uð, spurðu sig ekki af því hvort þetta gæti geng­ið. 

Ýmis­legt er reyndar á huldu varð­andi Lind­ar­hvol, eins og t.d. árs­reikn­ing­ur­inn fyrir 2016 og hvers vegna þetta dótt­ur­fé­lag rík­is­ins seldi per­sónu­legar kröfur á Kevin Stan­ford, líkt og Mark­að­ur­inn greindi frá á dög­un­um.

Þarnar vantar svör og mik­il­vægt að upp­lýs­ingar verði settar upp á yfir­borðið sem geta skýrt stöðu mála hjá þessu félagi, sem heldur á eign­ar­hlutum upp á marga millj­arða króna fyrir hönd almenn­ings. 

Gagn­sæi er mikið tísku­orð hjá ráða­mönn­um, en það er alveg inn­an­tómt ef það er ekki farið eftir mein­inigu þess. 

Í þriðja lagi má svo nefna skandal­inn í Helgu­vík, vegna fyir­ir­tæk­is­ins United Sil­icon. Það hefur nú óskað eftir greiðslu­stöðv­un, og tug­millj­arða tap gæti lent á almenn­ingi í gegnum líf­eyr­is­sjóði og síðan fjár­mála­kerf­ið. 

Að auki má nefna að stjórn­völd veittu félag­inu íviln­anir og Lands­virkjun samdi um orku­við­skipti. Þeir við­skipta­hags­munir hlaupa á millj­örð­um.

Stjórn­völd verða að taka meira frum­kvæði í mál­inu til að upp­lýsa um hvernig þetta verk­efni, sem var sagt vera með trausta fjár­mögnun og reiðu­búið til að gera lang­tíma­samn­inga um orku­við­skipti, gat kom­ist í þennan far­veg. 

Öll eiga þessi mál sam­eig­in­legt að hið opin­bera er alls staðar við borð­ið. Ábyrgðin er hjá því, þegar svona kemur upp, og það er von­andi að stjórn­völd séu reiðu­búin að læra af þessu. Þar er lyk­il­at­riði að draga öll tjöld frá. Afnema leynd og halda almenn­ingi upp­lýst­um.

Upp­fært 29. ágúst, 15:16: Sam­kvæmt svörum frá fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­inu þá kom krafan á Kevin Stan­ford aldrei til umsýslu hjá Lind­ar­hvoli, og var því aldrei hluti af eigna­safni félags­ins.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sífellt fleiri notendur kjósa að nálgast sjónvarpsþjónustu í gegnum aðrar leiðir en með leigu á myndlykli.
Enn dregst leiga á myndlyklum saman en tekjur vegna sjónvarps halda áfram að aukast
Tekjur fjarskiptafyrirtækja vegna sjónvarpsþjónustu hafa rokið upp á síðustu árum. Þær voru 3,8 milljarðar króna á árinu 2017 en 14,9 milljarðar króna í fyrra. Þorri nýrra tekna í fyrra var vegna sjónvarpsþjónustu.
Kjarninn 27. júní 2022
Hagstofan býst við að hagvöxtur verði enn kröftugri en spáð var í lok vetrar
Hagstofan býst við því að hagvöxtur verði 5,1 prósent á árinu og 2,9 prósent á næsta ári, samkvæmt nýrri þjóðhagsspá. Búist er við því að um 1,6 milljónir ferðamanna sæki landið heim í ár, en fyrri spá gerði ráð fyrir 1,4 milljónum ferðamanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Telja að upplýsingar um fjölda sérstakra vegabréfa geti skaðað tengsl við önnur ríki
Utanríkisráðuneytið vill ekki segja hversu mörg sérstök vegabréf það hefur gefið út til útlendinga á grundvelli nýlegrar reglugerðar. Það telur ekki hægt að útiloka neikvæð viðbrögð ótilgreindra erlendra stjórnvalda ef þau frétta af vegabréfaútgáfunni.
Kjarninn 27. júní 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Fjármálaráðuneytið segist ekki hafa yfirlit yfir fjársópseignirnar sem seldar voru leynilega
Fjármála- og efnahagsráðuneytið segist ekki hafa komið að ákvörðunum um ráðstöfun eigna sem féllu íslenska ríkinu í skaut vegna stöðugleikasamninga við kröfuhafa föllnu bankanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Frá brautarpalli við aðallestarstöðina í þýsku borginni Speyer. Ef til vill hafa einhverjir þessara farþega nýtt sér níu evru miðann.
Aðgangur að almenningssamgöngum í heilan mánuð fyrir níu evrur
Níu evru miðinn gildir í allar svæðisbundnar samgöngur í Þýskalandi til loka ágústmánaðar. Þetta samgönguátak er hluti af aðgerðapakka stjórnvalda vegna vaxandi verðbólgu og hækkandi orkuverðs en er einnig ætlað að stuðla að umhverfisvænni ferðavenjum.
Kjarninn 26. júní 2022
Steingrímur J. Sigfússon hætti á þingi í fyrrahaust. Síðan þá hefur hann verið skipaður til að leiða tvo hópa á vegum ríkisstjórnarinnar.
Steingrímur J., Óli Björn og Eygló skipuð í stýrihóp til að endurskoða örorkukerfið
Fyrrverandi formaður Vinstri grænna, þingmaður Sjálfstæðisflokks, fyrrverandi félagsmálaráðherra og aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar mynda stýrihóp sem á að endurskoða örorkulífeyriskerfið. Hópurinn á að skila af sér eftir tvö ár. Ingu Sæland er óglatt.
Kjarninn 26. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Veðurfræðingar án framtíðar!
Kjarninn 26. júní 2022
Heildartekjur fjarskiptafyrirtækja jukust um 6,1 milljarð í fyrra og voru 72,4 milljarðar
Farsímaáskriftum fjölgaði aftur í fyrra eftir að hafa fækkað í fyrsta sinn frá 1994 á árinu 2020. Tekjur fjarskiptafyrirtækjanna af sölu á farsímaþjónustu jukust gríðarlega samhliða þessari þróun.
Kjarninn 26. júní 2022
Meira úr sama flokkiLeiðari