100 atriði sem ég hef lært á tólf ára listnámi

Friðgeir Einarsson, sviðslistamaður, rithöfundur og hollnemi, ávarpaði nýnema á skólasetningu Listaháskólans sem fram fór 21. ágúst síðastliðinn. Hann fór gaumgæfilega í gegnum 100 atriði sem hann hefur lært frá því hann útskrifaðist sjálfur.

Auglýsing

Ágæta sam­koma.

Sem holl­nema Lista­há­skól­ans hefur mér verið falið að flytja ykkur hvatn­ingu í upp­hafi vetr­ar, og gefa holl­ráð. Það er mér mik­ill heiður að fá að ávarpa nem­endur Lista­há­skól­ans á fyrsta degi skóla­árs­ins, sem fyrir marga er jafn­framt fyrsti dagur skóla­göng­unn­ar.

Það eru liðin níu ár síðan ég útskrif­að­ist úr skól­anum eftir þriggja ára nám. Þó er ekki þar með sagt að ég hafi hætt að læra eftir að nám­inu hér lauk; það er ótal­margt sem ég hef lært síð­an. Því má segja að list­nám mitt hafi varað í alls tólf ár.

Auglýsing

Þar sem þið eruð mörg og vafa­laust ólík, veit ég svo sem ekki hvernig ég get ráðið ykkur heilt. Ólíkir lista­menn hafa ólíkar þarf­ir, og það er ekki endi­lega víst að það sem hefur gagn­ast mér að vita gagn­ist ykkur líka. Það getur jafn­vel spillt fyr­ir.

Þess vegna hef ég tekið saman lista yfir eitt hund­rað hluti sem ég hef lært og flyt ykkur hann hér og nú. Þið getið von­andi til­einkað ykkur eitt­hvað, kannski á eitt­hvað á list­anum erindi við ykkur en ég bið ykkur um að gleyma öllu hinu.

100 atriði sem ég hef lært á tólf ára list­námi

(List­inn er ekki tæm­and­i).

  1. Stundum er allt í lagi að setja sér óraun­hæf mark­mið.
  2. Á ein­hverjum tíma­punkti þarf maður að hætta við óraun­hæf mark­mið og setja sér raun­hæf mark­mið í stað­inn.
  3. Það getur verið gott að geyma brott­far­ar­spjöld þegar maður ferð­ast til útlanda vegna vinnu. Stundum þarf maður að skila inn brott­far­ar­spjöldum til að fá borg­að. (Ekki alltaf sam­t).
  4. Græjurnar skipta ekki öllu máli, en það er engu að síður hægt að hafa gaman af flottum græj­um.
  5. nnra með hverjum manni er svarta­gall, mýr­lendi, ókannað svæði sem lista­menn geta dundað sér við að kort­leggja.
  6. Þó að hug­mynd sé góð á styrk­um­sókn þarf ekki að vera að hún sé góð í raun og veru. 
  7. nbsp;Það er ekki alltaf gaman að búa til list, stundum er miklu skemmti­legra að vera búinn að skapa list.
  8. List er alvöru vinna sem fólk fær borgað fyr­ir, lista­menn eru ekki bara að leika sér.
  9. Eng­inn lista­maður sem ég þekki er let­ingi.
  10. Það getur verið að ég þekki ein­hverja lata lista­menn en þeir eru ekki latir af því að þau eru lista­menn.
  11. Sumir segja að það sé betra að gera list þegar maður er full­ur, en það á ekki við um mig.
  12. Þegar það gengur illa verður maður halda áfram og gera bet­ur.
  13. Þegar maður er að vinna með öðrum kemur vel út að vera skýr og heið­ar­leg­ur.
  14. Þegar maður er að vinna með öðrum kemur vel út að vera skipu­lagð­ur.
  15. Það fer í taug­arnar á fólki þegar það upp­lifir að tíma þess sé sóað.-
  16. Að pirra fólk er ekki það versta sem getur gerst.
  17. Fólk er yfir­leitt betur móti­verað ef það skilur hvað það er að gera.
  18. Þegar maður gerir per­formans með öðrum er gott að hafa hand­rit.
  19. Þegar allir byrja að ríf­ast um hvað á að gera er gott að geta vísað í hand­rit­ið.
  20. Maður þarf ekk­ert alltaf að vinna með öðr­um.
  21. Maður þarf ekk­ert alltaf að vinna einn.
  22. Óreiða getur verið skemmti­leg í sköp­un, en slæm tíma­stjórnun skilar engu.
  23. Þegar maður er að biðja fólk um að gera eitt­hvað ókeypis eða fyrir lít­inn pen­ing er snið­ugt að bjóða upp á eitt­hvað að borða.
  24. Þegar maður er að gera kvik­myndað verk­efni er nauð­syn­legt að hafa mat á töku­stað.
  25. Þegar maður er að bjóða fólki upp á eitt­hvað að borða er ekki snið­ugt að kaupa það ódýrasta í Bón­us. Mörgum finnst Bónus sam­loku­brauð og Bónus majónessallat ógeðs­legt.
  26. Þegar maður býður fólki upp á mat er snið­ugt að spyrja hvort ein­hver hafi sér­þarf­ir, sé græn­mætisæta, vegan o.s.frv. Það  má heldur ekki gleyma hvað kjöt­ætur geta verið matsár­ar.
  27. Það er ekki hægt að gera öllum til geðs.
  28. Þegar maður á lít­inn pen­ing til að borga ein­hverjum til að vinna með sér er best að fronta það strax, það er hægt að kalla það „tákn­ræna greiðslu“, eða eitt­hvað í þeim dúr.
  29. Þegar maður borgar fólki pen­ing er auð­veld­ara að biðja það um að gera eitt­hvað fyrir sig.
  30. Ef maður er stjórn­andi í verk­efni er snið­ugt að gefa fólki pásur með reglu­legu milli­bili, manni hættir til að gleyma sér af því að það er svo gaman að stjórna.
  31. Ef maður er stjórn­andi þarf maður að vera óragur að segja hvenær pásan er búin, fólk býst við því af stjórn­and­an­um.
  32. Það hefur alltaf komið vel út fyrir mig þegar ein­hver annar sér um fjár­hags­hlið verk­efna.
  33. Það hefur komið mjög vel út fyrir mig að láta bók­ara gera skatta­skýrsl­una mína.
  34. Ef maður frestar því of lengi að rukka hættir því til að gleym­ast
  35. Það er snið­ugt að taka nótu þegar maður kaupir eitt­hvað sem maður notar í vinn­unni, til dæmis tölvu, mynda­vél, mynd­list­ar­vörur eða bara hvað sem er.
  36. Það er líka snið­ugt að taka nótu ef maður kaupir eitt­hvað eins og föt, heim­il­is­tæki, eða fer út að borða eða á kaffi­hús. Það er aldrei að vita hvað er hægt að reikna  sem kostn­að.
  37. Það er snið­ugt að safna nótum á einn stað, setja þær í skúffu eða skó­kassa eða eitt­hvað.
  38. Stundum er skýr­ara að senda ímeil í stað­inn fyrir að halda fund.
  39. Stundum er skýr­ara að senda ímeil í stað­inn fyrir að gera lista­verk.
  40. List sem er gerð sér­stak­lega til að vera póli­tísk list er oft­ast frekar fyr­ir­sjá­an­leg og væm­in. Maður verður að passa sig á því.
  41. Að lesa bækur er bæði inspírer­andi og róandi.
  42. Maður þarf ekki að vera búinn að lesa ein­hverja bók til að byrja að skapa.
  43. Að horfa á sjón­varpið getur líka verið inspírer­andi og róandi.
  44. Að fara í bíó er alveg örugg­lega inspírer­andi og róandi.
  45. Face­book er tíma­só­un, Twitter líka.
  46. Instagram er aðeins skárra.
  47. Podcast er mjög snið­ugt.
  48. Þegar maður notar margar let­ur­gerðir í kynn­ing­ar­efni er hætt við að fólki finn­ist það ekki líta fag­mann­lega út.
  49. Fag­mennska er ofmet­in, en nauð­syn­leg upp að vissu marki.
  50. Gott hand­verk og list á alls ekki alltaf sam­leið.
  51. Maður ætti líka að láta próf­arka­lesa allt sem maður sendir frá sér.
  52. Ef það er allt of mik­ill texti nennir eng­inn að lesa hann.
  53. Ef text­inn er í allt of litlu letri nennir eng­inn að lesa hann.
  54. Það er alltaf hægt að stytta texta og það er oft­ast til mik­illa bóta.
  55. Það þýðir ekk­ert að óska sér að eitt­hvað sé gott, maður verður bara að vinna í því þangað til það er orðið gott.
  56. Stundum langar mann svo mikið að eitt­hvað gangi upp að maður neitar í augu við að horfast í augu við að það gangi ekki upp.
  57. Það er ágætt að vinna á aug­lýs­inga­stofu í smá tíma til að fá pen­inga, en maður má alls ekki gera það of lengi.
  58. Ef maður vinnur of lengi við texta­gerð á aug­lýs­inga­stofu fer maður að hugsa í orða­gríni.
  59. Lista­menn geta gert aug­lýs­ingar en aug­lýs­ingar eru ekki list.
  60. Lista­verk sem byggja á orða­gríni eru oft­ast léleg.
  61. Mínar skoð­anir eru alls ekki algildur mæli­kvarði á alla hluti.
  62. Það er í alvöru hægt að vinna of mik­ið.
  63. Það er hægt að und­ir­búa sig of mik­ið.
  64. Það er samt miklu algeng­ara að fólk und­ir­búi sig of lít­ið.
  65. List er mik­il­væg.
  66. Líf er mik­il­væg­ara en list.
  67. Maður á að heim­sækja ömmu sína og afa meðan þau eru enn þá lif­andi, nema manni sé illa við þau.
  68. Í öllum fjöl­skyldu­boðum er alltaf ein­hverjir sem skilja ekki hvað maður er að gera og geta ekki skilið það. Það þýðir ekk­ert að pirra sig á því, það er ekk­ert við því að gera.
  69. Ef þú færð engin tæki­færi í list­inni er það mjög senni­lega þér sjálfum eða sjálfri að kenna. Það getur verið að það sé ein­hverjum öðrum að kenna, en hvað veit ég um það.
  70. Ég ætti ekki að vera að predika yfir öðr­um.
  71. Ég get bara talað út frá sjálfum mér.
  72. Þó að ein­hver sé að tala meðan aðrir þegja þýðir það ekki að hann viti hvað hann er að tala um.
  73. Það getur vel verið að það komi vel út fyrir ein­hvern að vera alltaf full­ur.
  74. Það getur vel verið að það komi vel út að hafa margar let­ur­gerðir á plaggati. Kannski verður maður bara að treysta hönn­uð­inum fyrir því
  75. Stundum er gott að end­ur­taka sig og koma aftur að hlutum sem maður er búinn að pres­entera.
  76. End­ur­tekn­ing getur verið stíll, en end­ur­tekn­ing getur líka verið stöðn­un.
  77. Þegar maður er að lesa upp, les maður eig­in­lega alltaf allt of hratt. Manni hættir til að halda að öllum þyki það sem maður er að segja hræði­lega leið­in­legt.
  78. Það er engin leið að vita hvað annað fólk er að hugsa.
  79. Stundum eru áhorf­endur með fýlu­svip þó að þeim þyki gam­an.
  80. Ég þarf alltaf að vera með skrif­færi á mér svo ég geti punktað hjá mér hug­mynd­ir.
  81. „Góð­ar„ hug­myndir geta verið versti óvinur þinn.
  82. Góð vinna er það sem maður er í raun­inni að leit­ast eft­ir.
  83. Það er gott að vera með góða reffa til að útskýra hvað maður er að hugsa.
  84. Það er ekki gott að vera alltaf að sýna fólki reffa í stað­inn fyrir að vinna.
  85. Oft­ast er ein­falt betra en flók­ið.
  86. Það er svo mis­mun­andi hvað maður vill; stundum vill maður vera í flæði og stundum vill maður meiri áskor­un, gera eitt­hvað erfitt.
  87. Stundum  heldur maður að maður þurfi að gera eitt­hvað sem er í raun óþarfi.
  88. Það geta ótrú­leg­ustu hlutir gerst undir lok ferl­is, það er eins og það hægist á tím­anum þegar pressan eykst.
  89. Það er ekki þar með sagt að maður eigi að fresta öllu þangað til í lok­in.
  90. Frestun er alvöru vanda­mál. Það er ekki til nein töfra­lausn á því.
  91. Þegar maður þarf að taka of margar ákvarð­anir í einu er hætt við að maður geti ekki gefið hverri ákvörðun þann gaum sem þarf og taki þess vegna verri ákvarð­an­ir.
  92. Það er ekki hægt að vita allt, oft­ast verður maður bara að taka ákvörðun út frá „gut-­feel­ing“ eins og það kall­ast á ensku.
  93. Það er gaman að taka ákvarð­anir þegar maður kemst upp á lagið með það.
  94. Maður þarf alls ekki að útskýra allt; það er gott að skilja eftir smá rými fyrir fólk að túlka, leyfa hlutum að anda.
  95. Það er gott að hita upp, sér­stak­lega ef maður er stress­að­ur.
  96. Það er allt í lagi að vera smá stress­að­ur, þá veit maður að manni er ekki alveg sama.
  97. Að koma skakkt að hlut­unum er yfir­leitt áhuga­verð­ara en að koma beint að þeim.
  98. Allir deyja og allir gleymast, líka dáðir lista­menn.
  99. Maður verður að passa sig að drekka ekki of mikið kaffi, kvíði er svo hindr­andi og leið­in­leg­ur.
  100. Allt of oft hef ég gleymt að dokjúm­entera, taka ljós­myndir og vid­eó. Það má ekki klikka á því.                   

Til ham­ingju með Lista­há­skól­ann og gangi ykkur vel í vet­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar