Auglýsing

Í sumar vorum við sonur minn að vand­ræð­ast bíl­laus uppi í Árbæ eftir sund­nám­skeið svo ég hringdi á leigu­bíl. Leigu­bíl­stjór­inn var skraf­hreif­inn karl á aldur við pabba minn og bíll­inn rétt svo skrið­inn af stað þegar hann lækk­aði í útvarps­frétt­unum með þessum orð­um: Hvað er alltaf hreint verið að tala íslensku krón­una nið­ur!

Á hún ekki að vera svo sterk núna? taut­aði ég kurt­eis.

Hún er þrautseig, íslenska krónan okk­ar, skal ég segja ykk­ur, sagði leigu­bíl­stjór­inn, svo ábúð­ar­fullur að sonur minn flýtti sér að kinka kolli.

Auglýsing

Þeir hérna heima átt­uðu sig ekki á því, þarna um árið, þegar það átti að inn­lima okkur í Evr­ópu­sam­band­ið, bætti þá leigu­bíl­stjór­inn við.

Ég á mjög margar evrur í spari­bauknum mínum í Þýska­landi! til­kynnti sonur minn. En ég er að flytja til Íslands og þá get ég ekk­ert keypt fyrir þær.

Safn­aðu bara íslensku krón­unni okk­ar, sagði leigu­bíl­stjór­inn, þú verður alveg jafn ánægður með hana.

Ókei, sagði sonur minn.

Fávís móðir

Það var nú meiri hel­vítis vit­leysan í þeim, hélt leigu­bíl­stjór­inn áfram. Ég skal segja ykkur það, þetta er alveg það sama og hann reyndi um árið, hann þarna sem er best að nefna ekki á nafn.

Hitler! hróp­aði þá sonur minn alsæll, búinn að vera með seinni heims­styrj­öld­ina og múr­inn á heil­anum síðan hann sá hina sund­ur­sprengdu, gull­brydd­uðu Gedächtniskirche í fyrsta sinn og veit fátt eins krassandi og heyra talað um hann-­sem-er-best-að-­nefna-ekki-á-­nafn – enda sjaldn­ast um Lord Voldamort í Harry Pott­er-­bók­unum að ræða.

Já, hann Hitler, gall í leigu­bíl­stjór­an­um. Hann ætl­aði að gera nákvæm­lega það sama, inn­lima okkur öll í eitt stórt ríki.

Veistu hvaða ár Hitler fædd­ist? kall­aði sonur minn, ör af æsingi.

Nei, muldr­aði leigu­bíl­stjór­inn. Hvenær hann Hitler er fædd­ur!

Hann fædd­ist árið 1889, sagði sonur minn.

Já, þetta veistu, stráksi, sagði þá leigu­bíl­stjór­inn. Ekki vissi ég það.

Þú getur gúgglað allt um Hitler, sagði sonur minn og iðaði áfram af ákafa yfir umræðu­efn­inu meðan hann gerði upp við sig hvaða fróð­leiksmola hann ætti næst að velja úr konfekt­kassa Hitler­s-­upp­lýs­ing­anna sem hann hefur viðað að sér síð­ustu tvö árin. Veistu hvort hann tók eitur eða skaut sig? spurði hann loks.

Hver? hváði leigu­bíl­stjór­inn. Hann Hitler ræf­ilstuskan?

Hvað er ræf­ils ... hvað sagð­irðu aft­ur? spurði sonur minn með auð­heyri­legum þýskum áhersl­um.

Ræf­ilstu­ska, svar­aði ég fyrir leigu­bíl­stjór­ann. Það er ein­hver sem ... sem er bara eins og tuska.

Sonur minn: Hitler var ekki eins og tuska, mamma!

Leigu­bíl­stjór­inn: Nei, það má með sanni segja. Það var hann ekki, karl­ræf­ill­inn.

Sonur minn: En leigu­bíl­stjóri, veistu hvernig Hitler dó?

Ég veit bara að ekk­ert er víst í þeim mál­um, sagði leigu­bíl­stjór­inn. Svona karl eins og hann Hitler gat auð­veld­lega sloppið til Argent­ínu, þeir gerðu það þessir karl­ar.

Sonur minn: Er Hitler í Argent­ín­u!?

Ég: Nei.

Sonur minn: Þú veist ekk­ert um Hitler, mamma. Mað­ur­inn segir að hann sé í Argent­ínu!

Rök­studdur vað­all

Sonur minn mændi á karl­inn þar sem hann sat við stýrið með upp­brettar ermar og gerði sér far um að vera sem karl­mann­leg­astur í fasi. Það var eins og hann hefði hitt Ævar vís­inda­mann, Pál Óskar, jóla­svein­inn og Villa Nagl­bít í einum og sama mann­in­um, augun gljáðu af aðdáun á karl­in­um.

Að vissu leyti var hressandi að hitta þennan karl, einu sinni var ég alltaf að hnjóta um svona karla og hafði gaman af hvernig þeir rök­studdu vað­al­inn sem vall upp úr þeim, enda leyn­ast oft óvænt gull­korn í vaðl­in­um. En eitt er að hafa gaman af svona köll­um, annað að þeir geri sig lík­lega til að heila­þvo einka­son manns.

Í augna­blik­inu var þó um fátt annað að velja en við­ur­kenna van­mátt sinn og ég starði dreymin út um glugg­ann það sem eftir lifði bílt­úrs­ins meðan erf­ing­inn horfði á leigu­bíl­stjór­ann eins og ég hefði horft á David Bowie hefði ég ein­hvern tím­ann hitt hann. Það var líka eitt­hvað nota­legt við að sitja þarna inni í algildum sann­leiks­hýsli bíl­stjór­ans, bíll­inn ramm­aði inn líf­skoð­anir hans  sem voru í sjálfu sér ágætis til­breyt­ing frá alvöru­gefnum pistla­höf­undum þýskra stór­blaða.

Nei Nei Nei!

Næsta dag vorum við mæðginin aftur að vand­ræð­ast við Árbæj­ar­laug­ina og ég hringdi annan dag­inn í röð á leigu­bíl. Og hver birt­ist þá eins og ridd­ari á hvítum hesti nema hann vinur okkar – eða rétt­ara sagt vinur sonar míns sem hækk­aði sam­stundis um nokkra senti­metra af gleði.

Við vorum rétt lögð af stað þegar sonur minn segir rogg­inn: Sjáðu, leigu­bíl­stjóri, mað­ur­inn í næsta bíl er að tala í sím­ann og keyra. Það má ekki!

Nei, það má ekki því ... jarm­aði ég í við­ur­kenn­ing­ar­tón en leigu­bíl­stjór­inn var fljótur að grípa orð­ið: Það er alveg sjálf­sagt að tala í far­síma á ferð, skal ég segja þér, stráksi.

Sonur minn þurfti aðeins að melta þessa alhæf­ingu. Hann leit spyrj­andi á mig sem horfði ennþá van­mátt­ugri á hann en deg­inum áður og sagði síð­an: Ég sá mynd um strák sem tal­aði í síma í bíl og keyrði á vegg.

Það er svo mikil vit­leysa í bíó­mynd­un­um, sagði þá leigu­bíl­stjór­inn, þessum ábúð­ar­fulla rómi sem fékk son minn til að horfa á hann eins og guð.

Var þetta kannski aug­lýs­ing? spurði ég til að miðla mál­um.

Nei, mamma, þú veist ekk­ert! Þetta var myndin um fjöl­skyld­una sem var alltaf í vand­ræð­um, manstu! Þegar strák­ur­inn var með bíla­kenn­ar­anum ...

Já, þessir öku­kenn­arar eru nú alla­vega, botn­aði leigu­bíl­stjór­inn. Ég tala alltaf í sím­ann þegar ég keyri og það myndi ekki þýða neitt fyrir neinn öku­kenn­ara að segja mér ann­að.

Hvað myndir þú þá gera? spurði sonur minn.

Ég myndi bara segja NEI! sagði leigu­bíl­stjór­inn.

NEI! æfði sonur minn sig í að segja og rétti stoltur úr sér.

NEI! mót­mælti ég í aumri til­raun til að mót­mæla þeim báðum sem héldu lík­ast til að ég gæti ekki hamið mig af aðdáun á stað­festu leigu­bíl­stjór­ans.

Trump í turn­inum

Þessi kynni okkar af leigu­bíl­stjór­anum voru ágætis áminn­ing. Áminn­ing um að sama hversu vel ég vil gera við son minn, vernda hann og upp­fræða eftir eigin nefi, þá er heim­ur­inn fullur af alls­konar fólki sem segir alls­konar hluti og sumt segir eitt­hvað af viti meðan annað miðlar fölskum fréttum og sumir gera jafn­vel hvort tveggja, ég veit það ekki, eina sem ég veit er að ég hef enga stjórn á þessu, allra síst fram­tíð sonar míns. Ég get aðeins reynt að fá hann til að til­einka sér gagn­rýna en um leið frjáls­lynda hugs­un. Reynt. Svo er bara að sjá hvað ger­ist.

Að lesa um heim­inn í dag minnir um margt á fantasíu­bæk­ur, nema hvað eilíf­lega góður alls­herjar­endir er utan seil­ing­ar. Mér varð hugsað til þess í sumar þegar sonur minn sagði mér að sér hefði þótt merki­leg­ast að sjá turn­inn hans Trumps þegar við fórum til New York. Ég hugga mig við að honum fannst líka merki­leg­ast að ganga yfir Brook­lyn­brúna og skil að honum finn­ist þessi drunga­legi turn ævin­týri lík­ast­ur. Ævin­týri um bar­áttu góðs og ills og allt það. Og hvernig á maður líka að útskýra fyrir barni mun­inn á ævin­týri og veru­leika þegar fárán­leik­inn er alls ráð­andi?

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar