Það er val að leyna almenning upplýsingum

Auglýsing

Rík­is­stjórn er sprung­in. Ástæðan er sú að dóms­mála­ráð­herra sagði for­sæt­is­ráð­herra í júlí að faðir hans hefði skrifað með­mæli fyrir dæmdan barn­a­níð­ing sem óskaði eftir upp­reist æru. Engin lög eða reglur eru til sem segja að dóms­mála­ráð­herra beri að upp­lýsa for­sæt­is­ráð­herra um slík mál umfram aðra. Á sama tíma stóð sami dóms­mála­ráð­herra í vegi fyrir því að fjöl­miðl­ar, almenn­ing­ur, þolendur brota­manna sem höfðu fengið upp­reist æru og aðrir þing­menn fengu þessar upp­lýs­ing­ar. Það er eft­irá­skýr­ing að segja að beðið hafi verið úrskurðar Úrskurð­ar­nefndar um upp­lýs­inga­mál. Sú nefnd er enda ekki afgreiðslu­stofnun sem tekur ákvörðun um hvort rétt sé að afhenda gögn eða ekki. Hún er kæru­nefnd þar sem ákvörðun stjórn­valds um að synja eða heim­ila aðgang að upp­lýs­ingum er úrskurðuð rétt­mæt eða ekki.

Nið­ur­staða úrskurð­ar­nefnd­ar­innar um að afhenda ætti fjöl­miðlum gögnin var því nið­ur­staða um að ákvörðun Sig­ríð­ur And­er­sen um að afhenda þau ekki væri and­stæð lög­bund­inni skyldu ráðu­neytis henn­ar. Í ljósi þess að í gögn­unum voru upp­lýs­ingar sem aug­ljós­lega myndu reyn­ast for­manni flokks hennar og for­sæt­is­ráð­herra þjóð­ar­innar erf­iðar þá er erfitt að sjá að þetta ferli sé nokkuð annað en yfir­hylm­ing þar sem hags­munir stjórn­mála­flokks voru teknir fram yfir rétt almenn­ings til upp­lýs­inga. 

Sú skýr­ing Bjarna Bene­dikts­sonar for­sæt­is­ráð­herra að hann hefði ekki mátt greina frá aðkomu föður síns að upp­reist æru dæmds barn­a­níð­ings stenst enga skoðun og á sér enga laga­stoð. Aug­ljóst er að Bjarni hefur rætt málið við föður sinn og ef honum var umhugað um per­sónu­vernd hans þá gat hann ein­fald­lega fengið leyfi hjá föður sínum til að upp­lýsa almenn­ing og þing­heim um þessa stöðu. Það kaus Bjarni að gera ekki. Það var ekki þvinguð staða, heldur val. 

Auglýsing

Ekki frá­vik, heldur regla

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem upp vaknar grunur um að Bjarni Bene­dikts­son hafi tekið þátt í að hylma yfir upp­lýs­ingum sem gæti komið honum illa. Slíkur grunur kom til að mynda upp þegar Bjarni var fjár­mála­ráð­herra og það dróst í um ár að kaupa gögn um aflands­fé­lög í eigu Íslend­inga skráð í gegn­um Mossack Fon­seca í Panama. Ástæða þess að grun­ur­inn vakn­aði var að í apríl í fyrra var opin­berað að félag í eigu Bjarna var í gögn­un­um. 

Í byrjun þessa árs vakn­aði aftur grunur um að Bjarni hefði tekið með­vit­aða ákvörðun um að halda upp­lýs­ingum sem gætu reynst honum póli­tískt erf­iðar frá almenn­ingi. Um var að ræða tvær skýrsl­ur, aðra um aflandseignir Íslend­inga og hina um það hvernig Leið­rétt­ingin skipt­ist á milli eign­ar­hópa. Báðar skýrsl­urnar voru til­búnar fyrir kosn­ing­arnar í októ­ber 2016, en ekki birtar fyrr en í jan­úar 2017. Í annarri skýrsl­unni kom fram hversu miklu fé íslenskir eig­endur aflands­fé­laga höfðu komið undan skatti. Í hinni kom fram hversu mikið af skattfé hafi verið fært úr rík­is­sjóði til ríkra Íslend­inga með Leið­rétt­ing­unn­i. 

Ógjörn­ingur er að segja hvaða áhrif það hefði haft að skila þessum skýrslum fyrir síð­ustu kosn­ing­ar. En fyrir liggur að ákvörð­unin um að halda þeim frá almenn­ingi mán­uðum saman var val þess stjórn­mála­manns sem bar ábyrgð á birt­ingu þeirra. 

Það eru því mun fleiri en eitt dæmi sem liggja fyrir um að for­sæt­is­ráð­herra þjóð­ar­innar hafi beitt sér fyrir því að leyna almenn­ing upp­lýs­ing­um ­sem koma hon­um póli­tískt illa. Þetta eru ekki frá­vik, heldur reglu­bundin og end­ur­tekin hegð­un. 

Kyn­slóða­skipti

Ísland er að breyt­ast mjög hratt. Sam­fé­lagið er eins og fjöl­skylda þar sem for­eldr­arnir eru íhalds­samir og vanaf­ast­ir. Þeir vilja að börnin þeirra alist upp með sömu gildi og mark­mið og þau að leið­ar­ljósi. Þau gildi eru að alltaf eigi að horfa inn á við og verja heim­il­ið. En börnin fyr­ir­líta gild­is­mat for­eldra sinna og finnst það í hæsta máta óeðli­legt. Þau upp­lifa sig sem hluta af stærra mengi. Hluta af sam­fé­lagi. Þau vilja lifa lífi sínu með allt öðrum hætti, vilja allt öðru­vísi sam­fé­lag og leggja áherslu á allt aðra hluti þegar þau leggja mælistiku á hversu gott lífið sé. Sam­trygg­ing, hylm­ing, sér­hags­muna­gæsla og algjör skortur á sam­kennd eru til að mynda allt atriði sem börnin hafna. Þetta sést á því að nán­ast jafn margir kjós­endur styðja flokka sem hafa verið stofn­aðir á síð­ustu fimm árum og styðja gömlu valda­flokk­anna tvo, sem hafa stýrt og mótað Ísland nán­ast sleitu­laust frá lýð­veld­is­stofn­un. 

Við­brögðin við þeirri stöðu sem kom upp í lok viku, og sprengdi rík­is­stjórn, voru við­bú­in. Það er regla númer eitt hjá kerf­is­varn­ar­flokk­unum að við­ur­kenna aldrei mis­tök. Þegar ein­hver verður reiður við þá á að bregð­ast við með því að verða reiður yfir reið­inni. Helst af heil­agri vand­læt­ing­u. Að kenna við­brögð­unum um aðstæð­urnar sem skap­ast frekar en að líta í eigin barm og við­ur­kenna mis­tökin sem hafa svo aug­ljós­lega verið gerð. 

Lyk­il­orð sem notuð eru í þeirri við­spyrnu eru póli­tískar ofsókn­ir, galdra­brenn­ur, ístöðu­leysi og múgæs­ing­ur. Það er því mik­il­vægt að anda með nef­inu í gegnum þennan storm og láta ekki þaul­æfða við­bragðs­vél­ina, sem kann betur en allir aðrir að kasta drullu og þvæla umræðu með því að hengja sig í auka­at­riði, byrgja sér sýn á stöð­una sem upp er kom­in. Þar sem hags­munir þeirra fáu til að leyn­ast eru teknir fram yfir hags­muni allra hinna til að vita. 

Ákvarð­anir hafa afleið­ingar

Það eru blæð­andi sam­fé­lags­sár á Íslandi. Þau eru til­komin vegna þess að kerfin okkar hafa verið til fyrir hina fáu og í sumum til­fellum unnið bein­línis gegn öllum hin­um. Þess vegna erum við svona reið þrátt fyrir að vera svona rík. Það þarf auð­mýkt og skýran vilja til breyt­inga til að græða þessi sár. Ekki vald­hroka. 

Skila­boð Bjarna Bene­dikts­sonar á blaða­manna­fundi á föstu­dag sýndu ekki snefil af auð­mýkt. Þau voru ein­fald­lega að það vanti fleiri eins og okkur en færri eins og ykk­ur. Brynjar Níels­son, sem hefur sjálfur staðið fast í vegi fyrir aðgengi almenn­ings að uplýs­ingum sem for­maður stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar, hefur síðan hamrað þá stefnu inn með því að kalla aðra stjórn­mála­menn sem telja leynd­arhyggju óboð­lega „full­komin flón“. Fjöl­miðla­fólk með­ ára­tuga reynslu sem skrifa skyn­samar skoð­ana­greinar um ­at­burða­rás­ina eru „blaða­börn“ sem hefðu betur lesið Reykja­vík­ur­bréf Dav­íðs Odds­sonar áður en þau fóru að hugsa sjálf­stætt. Og stjórn­mála­flokkar sem standa fast á prinsipp­um sínum eru að setja „heims­met í vit­leysu“. Gamlir Sjálf­stæð­is­menn sem taki undir gagn­rýn­ina eru komnir í hóp með „upp­hlaupslýð“. Þessi mantra er sífellt end­ur­tekin af stórum hópi ann­arra úr Val­hall­ar­vél­inni sam­hliða því að gagn­rýnendur eru ásak­aðir um gíf­ur­yrði og offors. Heygafflastemmn­ingu. Staðan er öllum öðrum að kenna en þeim sem hún er ber­sýni­lega að kenna. Hóp­ur­inn sem bjó til kerfið er brjál­aður út í hóp­inn sem er brjál­aður út í kerfið fyrir að vera brjál­að­ur.

Líta þarf fram hjá þessu að öllu leyti og ein­beita sér að aðal­at­riðum máls­ins. Þau eru að valda­menn tóku ákvörðun um að leyna almenn­ing upp­lýs­ing­um. Þær ákvarð­anir hafa tak­markað getu kjós­enda til taka upp­lýstar ákvarðanir fyrir kosn­ing­ar. Þær hafa valdið þolendum hræði­legra afbrota, og aðstand­endum þeirra, algjör­lega óþörfum við­bótar sárs­auka. Og þær hafa aukið á óein­ingu í sam­fé­lag­inu.  

Spill­ing er sam­kvæmt orða­bók hug­tak sem þýðir mis­notkun á valdi eða stöðu þar sem ein­stakir aðilar eða hópur þeirra nýtir sér aðstöðu sína á óeðli­legan hátt til að hafa áhrif á stöðu mála. Það ferli sem við höfum upp­lifað á síð­ustu dögum er því tær spill­ing. 

Ákvarð­an­irnar sem voru teknar voru val­kvæð­ar. Og þær höfðu afleið­ing­ar. 

Þess vegna erum við að fara að kjósa í annað sinn á rúmu ári.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari