Leiðtogar sem venjulegt fólk getur samsamað sig við

Auglýsing

Síð­ustu vikur hafa verið þétt­setnar hneyksl­is­málum sem hafa rifið aftur upp hið blæð­andi sár sem íslenskt sam­fé­lag hefur burð­ast með síð­ast­lið­inn tæpa ára­tug. Öll eiga þau það sam­eig­in­legt að hluti lands­manna hefur upp­lifað sig sem þolendur leynd­ar­hyggju, sér­hags­muna­gæslu eða óheið­ar­leika. Annar hluti lands­manna upp­lifir síðan sömu aðstæður sem póli­tískar ofsóknir gagn­vart þeim sem hann telur raun­veru­legu fórn­ar­lömb­in, þá stjórn­mála­menn sem eru til umfjöll­un­ar. Og að ger­end­urnir séu óbil­gjarnir fjöl­miðlar eða póli­tískir óvild­ar­menn.

Halla Tóm­as­dóttir gerir þessa stöðu – þetta blæð­andi sár – að umtals­efni í við­tali í Mann­lífi, nýju frí­blaði sem Kjarn­inn stendur að í sam­starfi við Birt­ing. Þar segir hún að Ísland glími við for­ystu­krísu, að við höfum svipt hul­unni af miklum óheið­ar­leika á und­an­förnum árum og glatað því trausti sem nauð­syn­legt er til þess að gildur sam­fé­lags­sátt­máli sé til stað­ar. Orð­rétt segir hún: „„En það sem okkur hefur ekki tek­ist að gera er að sýna fram á að heið­ar­legt sam­fé­lag hafi tekið við af því óheið­ar­lega sam­fé­lagi sem við horfð­umst svo grimmi­lega í augu við þegar allt hrundi. Það verk­efni er flók­ið. En það er eng­inn að veita því verk­efni for­ystu í sam­fé­lag­in­u.“

Halla hefur mikið til síns máls.

Auglýsing

Marg­þættar ástæður fyrir skorti á trausti

Við­fangs­efn­ið, að end­ur­heimta traust til að ná sátt í sam­fé­lag­inu, er bæði menn­ing­ar­legt og stofn­ana­tengt. Það er menn­ing­ar­legt vegna þess að til for­ystu í sam­fé­lag­inu okkar hefur valist fólk sem margt hvert getur vart farið út úr húsi nema að lenda í hags­muna­á­rekstri eða hneyksl­is­mál­um. Og oftar en ekki skortir því auð­mýkt til að geta tek­ist á við þær aðstæður með hætti sem eykur traust fremur en að draga úr því.

Almenn­ingur stendur stans­laust frammi fyrir vend­ingum sem eru þess eðlis að hann þarf að velta því fyrir sér hvort að leið­togar okkar séu heið­ar­legt fólk eða ekki. Og réttur leið­tog­ana til að njóta vafans án þess að hann hafi áhrif á kröfu þeirra til áhrifa virð­ist ætið vera settur ofar en réttur fólks­ins til að losna við þennan efa.

Þetta er stofn­ana­legt við­fangs­efni vegna þess að aðgengi fjöl­miðla og almenn­ings að upp­lýs­ingum er enn tak­markað og háð ger­ræð­is­legu mati stjórn­mála- og emb­ætt­is­manna. Upp­lýs­inga­lög eru til að mynda hér með þeim hætti að heim­ilt er að synja um aðgengi að gögnum telj­ist þau vinnu­gögn. Í lög­unum segir að vinnu­gögn telj­ist „þau gögn sem stjórn­völd eða lög­að­il­ar[...]hafa ritað eða útbúið til eigin nota við und­ir­bún­ing ákvörð­unar eða ann­arra lykta máls.“ Það má því segja að flokka megi nær öll gögn sem vinnu­gögn vilji sá sem ber ábyrgð á ákvörð­un­inni ekki afhenda þau.

Það hafa líka komið upp dæmi þar sem stjórn­völd hafa ein­fald­lega valið að upp­lýsa ekki fjöl­miðla um efni sem þeir hafa spurt um án þess að vísa í neitt sér­stakt. Eitt slíkt dæmi átti sé stað í mars 2015 þegar Kjarn­inn sendi fyr­ir­spurn á upp­lýs­inga­full­trúa rík­is­stjórn­ar­innar og óskaði eftir upp­lýs­ingum um hvort ráð­herrar í rík­is­stjórn Íslands, eða fjöl­skyldur þeirra, ættu eignir erlendis utan hafta. Upp­lýs­inga­full­trú­inn vís­aði fyr­ir­spurn­inni til skrif­stofu­stjóra sem neit­aði að svara fyr­ir­spurn­inni. Hann sagði það ekki í verka­hring for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins að gera það og að lög krefð­ust þess ekki. Fyr­ir­spurnin var þrátt fyrir þetta ítrekuð í nokkur skipti en án árang­urs.

Ári síðar opin­ber­uðu Pana­ma-skjölin að þrír ráð­herrar tengd­ust aflands­fé­lög­um. Og að einn þeirra væri kröfu­hafi í bú fall­ina banka.

Það eru ekki bara stjórn­mála­menn sem eru tregir til að upp­lýsa og skýla sér á bak­við vítt ákvæði í lögum til að neita fjöl­miðlum um sjálf­sagðar upp­lýs­ingar sem varða almenn­ing.

Í lögum um Seðla­banka Íslands er sér­stakt ákvæði um þagn­ar­skyldu bank­ans „um allt það sem varðar hagi við­skipta­manna bank­ans og mál­efni bank­ans sjálfs“. Nú hefur Seðla­banki Íslands verið mið­punktur þeirrar end­ur­skipu­lagn­ingar sem átt hefur sér stað hér­lendis á árunum eftir hrun. Eign­ar­halds­fé­lag í hans eigu, Eign­ar­safn Seðla­banka Íslands, hefur tekið yfir og selt eignir fyrir hund­ruð millj­arða króna. Gjald­eyr­is­eft­ir­lit bank­ans hefur tekið ákvarð­anir um hverjir fá und­an­þágur frá mjög ströngum fjár­magns­höftum sem hér voru við lýði árum saman og hverjir ekki og dæmi hafa komið upp þar sem ekki virð­ist hafa verið farið eftir almennum reglum hvað það varð­ar. Og bank­inn bauð upp á sér­stak­lega leið, Fjár­fest­inga­leið Seðla­banka Íslands, sem 794 efn­aðir íslenskir ein­stak­lingar eða lög­að­ilar nýttu sér til að ferja fé hingað til lands fram­hjá höft­um. Þessi hópur fékk 17 millj­arða króna í virð­is­auka á það fé sem hann kom með inn í landið eftir leið­inni.

Með vísan í ofan­greint þagn­ar­skyldu­á­kvæði hefur Seðla­banki Íslands neitað Kjarn­an­um, og fleiri fjöl­miðl­um, um mikið magn sjálf­sagðra upp­lýs­inga sem almenn­ingur á að eiga fullan rétt á að fá. Og vegna þess­arar inn­byggðu leynd­ar­hyggju lag­ast ekki traust­krísan sem við erum að eiga við.

Vana­­lega er við­­gerðin nefni­lega nær­tæk­­ari

Hverju hefur þetta skilað okk­ur? Jú, að 22 pró­sent lands­manna treysta Alþingi. Að 22,5 pró­sent lands­manna styðja rík­is­stjórn­ina. Að ein­ungis 33 pró­sent treysta Seðla­bank­an­um. Að 19 pró­sent treysta Fjár­mála­eft­ir­lit­inu og 14 pró­sent banka­kerf­inu.

Til að end­­ur­heimta traust á þessum stofn­unum þurfa stjórn­­­mála­­menn­irnir okk­ar, og aðrir leið­togar í sam­fé­lag­inu, að sýna það í verki að þeir ætli að breyta um for­gangs­röð­un. Það þýðir ekki að kenna lát­unum á sam­­fé­lags­miðlum eða karpi úr ræð­u­stól Alþingis um. Það þýðir ekki alltaf að horfa út á við en sleppa því að horfa inn á við. Vana­­lega er við­­gerðin nefni­lega nær­tæk­­ari.

Og það er hægt að end­­ur­heimta traust ansi hratt. Við sáum það til að mynda þegar for­­seti sem setið hafði í 20 ár, og mjög margir töldu að væri ekki með hags­muni almenn­ings að leið­­ar­­ljósi, hætti síð­­asta sum­­­ar. Sá hafði verið veru­­lega umdeildur og ánægja með störf hans mælst á bil­inu 45-64 pró­­sent. Nýr for­­seti kom úr allt annarri átt, ekki hefur verið efast um hvaða erinda hann gangi og ekki er talið lík­­­legt að hann rati í nokkra sýn­i­­lega hags­muna­á­­rekstra í starfi sínu. Nið­­ur­­staðan er sú að 85 pró­­sent lands­­manna eru ánægðir með nýja for­­set­ann, en ein­ungis 2,8 pró­­sent óánægð­­ir.

Póli­tísk hug­mynda­fræði mun ekki leysa traust­krís­una sem við glímum við. Svörin liggja ekki í vinstri eða hægri. Þau liggja í því að leið­tog­ar, hvar sem þeir stað­setja sig á hinu póli­tíska litrofi, séu rétt­sýnt fólk sem hinn almenni borg­ari getur sam­samað sér við.

Við þurfum leið­toga sem almenn­ingur þarf ekki alltaf að vera að velta fyrir sér hvort séu heið­ar­legir eða ekki. Hvort þeir hafi mis­notað aðstöðu sína eða ekki. Sem ráð­ast á fjöl­miðla fyrir að upp­lýsa í stað þess að sýna auð­mýkt og læra af eigin mis­tök­um.

Þá fyrst getum við und­ir­ritað nýjan sam­fé­lags­sátt­mála.

Leið­ar­inn birt­ist fyrst í Mann­lífi 12. októ­ber 2017.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari