Auglýsing

Í gær var sett lög­bann á frek­ari umfjöllun Stund­ar­innar og Reykja­vik Media sem byggir á upp­lýs­ingum innan úr Glitni banka. Í beiðn­inni segir að það sé „erfitt að mæla það tjón á ímynd og orð­spori gerð­ar­beið­anda sem af hátt­semi gerð­ar­þola hlýst. Af þeim sökum leiðir ólög­mæt hátt­semi gerð­ar­þola til skerð­ingar á rétt­indum gerð­ar­beið­anda þannig að ekki verði úr bætt síð­ar.“ Glitn­ir, banki sem féll á Íslandi fyrir níu árum síðan með gríð­ar­legum sam­fé­lags­legum áhrif­um, telur að umfjöllun Stund­ar­innar um banka­við­skipti stjórn­mála­manns sem nú gegnir mestu valda­stöðu lýð­veld­is­ins, geti skaðað ímynd og orð­spor sitt. Það er firr­ing að halda að Glitn­ir, fyrr­ver­andi spari­baukur fjár­glæfram­anna sem olli fjöl­mörgum venju­legum Íslend­ingum ómældum skaða með fram­ferði sínu, geti skaðað ímynd sína meira en hann gerði með eigin athæfi á meðan að bank­inn var starf­andi. Og orð­spor bank­ans er fyrir löngu ónýtt.

Þá er tekið fram í beiðn­inni að birt­ing þeirra upp­lýs­inga sem Stundin hefur unnið fréttir úr geti rýrt orð­spor ein­stak­linga úr hópi fyrr­ver­andi við­skipta­vina Glitn­is, valdið þeim „veru­legum óþæg­ind­um, van­líðan og and­legum þján­ing­um.“

Sam­an­dregið eru þeir lög­vörðu hags­munir sem Glitnir telur sig eiga fyrir því að fara fram á lög­bann þeir að félag­ið, sem í dag er eign­ar­halds­fé­lag utan um eft­ir­stand­andi eignir gjald­þrota banka, telur frek­ari fréttir geta valdið sér orð­spors­á­hættu, geti skaðað ímynd sína og bakað sér skaða­bóta­kröfu.

Auglýsing

Þögg­un­ar­tól

Lög­bannskrafan sem lögð var fram í gær er þögg­un­ar­tól. Allir lög­lærðir menn sem ég hef rætt við segja engar líkur á að hún haldi fyrir dóm­stól­um. En lög­bann­ið, verði það virt, mun tefja frek­ari umfjöllun þeirra miðla sem það nær til fram yfir kom­andi kosn­ing­ar. Nið­ur­staða í mál­inu fyrir dóm­stólum mun ekki koma fyrr en eftir að þeim verður lok­ið.

Rök Glitnis eru stór­hættu­leg. Sam­kvæmt þeim er verið að gefa sér að sér að fjallað verði um ein­hverja sem upp­lýs­ingar eru um í gögn­unum sem geti orðið fyrir ein­hvers­konar skaða vegna þeirrar umfjöll­un­ar.

Stundin hefur hins vegar ekki birt fréttir byggðar á gögn­unum um neinn annan en for­sæt­is­ráð­herra þjóð­ar­innar og ætt­ingja hans. Þær átta fréttir sem mið­ill­inn hefur birt eru allar þess eðl­is. Um hvað eru þær frétt­ir? Þær eru um það að Bjarni Bene­dikts­son hafi selt allar eignir sínar í Sjóði 9 dag­ana fyrir banka­hrun og að þær eignir hafi verið 50 millj­óna króna virði. Í des­em­ber í fyrra hafði Bjarni verið spurður í sjón­­varps­þætti á Stöð 2 út í eign sína í Sjóði 9 og hvort hann hefði selt. Þá svar­aði hann því til að hann hefði ekki átt neitt sem skipti máli í sjóðn­­­um.

Í umfjöllun Stund­­ar­innar hefur einnig verið fjallað um tveggja millj­­arða króna kúlu­lán sem eign­­ar­halds­­­fé­lag Bjarna og náinna fjöl­­skyld­u­­með­­lima hans fengu til að kaupa allt hlutafé í N1, stærsta elds­neyt­is­sala lands­ins, 50 milljón króna kúlu­lána­skuld hans sem var færð yfir á skuld­­sett eign­­ar­halds­­­fé­lag Bjarna sem var síðan slitið og um að vitn­is­­burður Bjarna í Vafn­ings­­mál­inu svo­­kall­aða stang­ist á við þau gögn sem Stund­in, Reykja­vik Media og The Guar­dian hafi undir hönd­­um.

Þá hefur Stundin einnig greint frá því að gögnin sem mið­ill­inn hafi undir höndum sýni að Bjarni hafi verið virkur þátt­tak­andi í við­­skiptum aflands­­fé­lags­ins Falson. Í þeim gögnum kemur líka skýrt fram að félagið var skráð á Seychelles-eyj­um. Bjarni sagði í fyrra­vor að hann hefði ekki vitað að félagið var skráð á þeim stað. Áður hafði hann sagt í við­tali við Kast­ljós að hann hefði hvorki átt eignir né átt við­skipti í skatta­skjól­um.

Stundin hefur því fjallað um sam­spil stjórn­mála og við­skipta. Hún hefur upp­lýst almenn­ing um þá fyr­ir­greiðslu sem núver­andi for­sæt­is­ráð­herra fékk í banka­kerf­inu fyrir hrun, sem fólst meðal ann­ars í háum lán­veit­ingum til að kaupa fyr­ir­tæki og skuld­skeyt­ingu sem sann­ar­lega ekki öllum býðst. Stundin hefur fjallað um, út frá gögn­um, að ýmis­legt sem for­sæt­is­ráð­herr­ann hefur sagt opin­ber­lega stang­ist á við það sem fram kemur í gögn­un­um.

Með því hefur Stundin sinnt sjálf­sögðu og nauð­syn­legu aðhalds­hlut­verki sínu. Bjarni er ábyrgur fyrir því sem hann segir á opin­berum vett­vangi og verður að sjálf­sögðu að þola umfjöllun um það ef gögn sýna að fyrri stað­hæf­ingar hans gangi ekki upp.

Öll umfjöllun Stund­ar­innar er því full­kom­lega eðli­leg og á fullt erindi við almenn­ing. Enda hefur and­lag frétt­anna, Bjarni sjálf­ur, ekki farið fram á lög­bann eða sagst ætla að stefna miðl­unum fyrir ranga fram­setn­ingu. Lög­bannskrafan, eins hjá­kát­lega og það hljóm­ar, skaðar hann ugg­laust meira en frek­ari frétta­flutn­ingur hefði gert.

Rit­skoðun

Málsvörn Glitnis í mál­inu er fölsk. Lög­bannskrafan er allt of víð­tæk og hún felur í sér rit­skoð­un. Það er ekki verið að leggja bann við neinni sér­tækri umfjöll­un, heldur verið að hindra að eitt­hvað órætt verði skrifað sem hefur enn ekki verið birt. Ákvörðun sýslu­manns að fall­ast á beiðn­ina felur í sér geð­þótta­á­kvörðun um að ekk­ert í þeim gögnum sem Stundin hefur skrifað fréttir upp úr eigi erindi við almenn­ing. Líkt og Sig­ríður Rut Júl­í­us­dótt­ir, lög­maður Stund­ar­inn­ar, sagði við RÚV í gær þá er það ekki ákvörðun sem til­heyrir sýslu­manni. Ákvörðun um hvað eigi erindi við almenn­ing og hvað ekki er tekin inni á rit­stjórn­ar­skrif­stofum fjöl­miðla. Þeir sem eru ósáttir við umfjöllun þeirra, og telja á sér brot­ið, geta síðan stefnt fjöl­miðlum fyrir að valda sér miska telji þeir umfjöll­un­ina ranga eða ólög­lega.

Þetta mál kemur í kjöl­far þess að fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra, Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, þjóð­ar­innar hót­aði því að stefna þremur fjöl­miðlum eftir kosn­ingar vegna umfjöll­unar um Wintris-­mál­ið. Kjarn­inn var aug­ljós­lega einn þeirra miðla. Sig­mundur Davíð hefur aldrei gert efn­is­lega athuga­semd við í frétta­flutn­ingi Kjarn­ans um Wintris-­mál­ið, enda getur hann það ekki þar sem hann byggir á stað­reynd­um. Umfjöllun um Wintris-­málið var auk þess gríð­ar­lega mik­il­væg fyrir lýð­ræð­is­lega umræðu í land­inu. Og hún var auð­vitað sönn að öllu leyti, sem er það sem skiptir mestu máli. Í henni var upp­lýst að for­sæt­is­ráð­herra þjóð­ar­innar var kröfu­hafi í bú föllnu bank­anna á sama tíma og stjórn­völd voru að leysa úr mál­efnum þeirra. Þar var einnig upp­lýst um til­urð aflands­fé­lags í eigu for­sæt­is­ráð­herra­hjón­anna, og sem síðar var ein­ungis í eigu eig­in­konu hans. Og afleið­ingin af þessu var meðal ann­ars sú að breyta þurfti skatt­skilum þeirra hjóna þar sem þau voru ekki í sam­ræmi við lög og regl­ur.

En alvar­leg­ast af öllu er að í fram­ferði Sig­mundar Dav­íðs fellst mjög alvar­leg og illa dul­búin hótun til til þriggja fjöl­miðla frá manni sem er í fram­boði og sæk­ist eftir völdum í sam­fé­lag­inu um að ef þeir hætti ekki að fjalla um Wintris-­málið þá muni það hafa þessar afleið­ing­ar. Þetta er for­dæma­laus aðför að lýð­ræð­is­legri umræðu, til­raun til rit­skoð­unar og árás á tján­ing­ar­frels­ið.

Fyrir hvern á að þegja?

Bæði ofan­greind mál, lög­bannið og hótun Sig­mundar Dav­íðs, koma í kjöl­far tíma­bils þar sem for­dæma­laust magn af málum tengdum íslenskum stjórn­mála­mönnum hafa verið opin­beruð af fjöl­miðl­um, þrýst­ingur stjórn­mála­manna á fjöl­miðla um að hætta slíkum opin­ber­unum hefur aldrei verið meiri og stjórn­völd hafa valið að sitja hjá á meðan að sér­hags­muna­öfl hafa getað borgað millj­arða króna til að hafa áhrif á umræð­una í gegnum fjöl­miðla sem þau ákveða að beita fyrir sig, með alvar­legum rekstr­ar­legum áhrifum fyrir alla þá sem reyna að reka fjöl­miðla með eðli­legum hætti.  

Það er stans­laust verið að reyna að fá okkur til að þegja. Þeir sem lögðu fram lög­banns­kröf­una á Stund­ina eru að reyna það. Sig­mundur Davíð reyndi það. Allir stjórn­mála­menn­irnir sem hafa tjáð sig um fjöl­miðla með óeðli­legum hætti á und­an­förnum árum reyndu það. Kerf­ið, sem umber yfir­töku sér­hags­muna­afla á stærstu fjöl­miðla­sam­steypum lands­ins, reynir það.

En fyrir hverja hvern eigum við að þegja? Er það hagur almenn­ings að fjöl­miðlar hlýði þessum aðförum?

Svarið er ein­falt. Það er nei. Og trún­aður frjálsra fjöl­miðla er við almenn­ing. Til­gangur þeirra er að upp­lýsa og setja í sam­hengi. Þeir gegna lyk­il­hlut­verki í lýð­ræð­is­legri umræðu. Án þeirra er bara spuni og vald­boð.

Hægt er að ger­ast stuðn­­ings­­maður Kjarn­ans hér.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari