Hernaðurinn gegn íslenskum fjölmiðlum

Auður Jónsdóttir rithöfundur fylgdist með fundi í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þar sem rætt var um lögbann sýslumanns á umfjöllun Stundarinnar.

Auglýsing

Síð­ustu vik­urnar hef ég tekið við­töl við blaða­menn og lög­fræð­inga af því að ég er að skrifa litla bók um tján­ing­ar­frelsið og íslenska fjöl­miðla. Á þessum örfáu vikum hefur fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Íslands, Sig­mundur Dav­íð, hótað m.a. Kjarn­anum lög­sóknum eftir kosn­ing­ar, en það var nýskeð dag­inn sem ég tók við­tal við Þórð Snæ Júl­í­us­son, og dag­inn sem ég mætti á Stund­ina til að taka við­tal við Jón Trausta Reyn­is­son þurftum við að hætta spjall­inu í miðjum klíðum því hann þurfti að taka á móti lög­mönnum vegna lög­banns­ins sem er kraf­ist á umfjöllun í Stund­inni um við­skipti núver­andi for­sæt­is­ráð­herra Íslands við banka sem féll í hrun­inu með miklum afleið­ingum fyrir íslenskan almenn­ing.

Að Sig­mundur Davíð skuli hóta lög­sóknum eftir kosn­ingar lítur út fyrir að vera til­raun til að hafa áhrif á umræðu fyrir kosn­ingar en það var áður en krafan um lög­bannið setti allt á hvolf – svo hann hefði getað sparað sér ómak­ið. 

Stöðugar hót­anir um mál­sóknir

Þessir tveir smáu en knáu fjöl­miðl­ar, Kjarn­inn og Stund­in, mega búa við stöðugar hót­anir um mál­sókn­ir. Jón Trausti hefur þurft að standa af sér á annan tug meið­yrða­mála, bæði sem blaða­maður og rit­stjóri, og unnið öll nema það fyrsta – sem hann trúir í dag að hefði unn­ist hefði það farið áfram til mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu. Og Þórður Snær segir mér að rit­stjórnin á Kjarn­anum búi svo vel að eiga að vel­viljað fólk, lög­fræð­inga sem eru reiðu­búnir að vinna frítt fyrir fjöl­mið­il­inn í málum sem þessum en slík mál­sókn gæti að öðrum kosti gert út af við mið­il­inn.

Auglýsing

Hér er hlut­fall meið­yrða­mála sem rata fyrir dóm­stóla miklu hærra en í nágranna­ríkjum okk­ar, skilst mér svo á Örnu Schram, nefnd­ar­manni í fjöl­miðla­nefnd og Heið­dísi Lilju Magn­ús­dótt­ur, lög­fræð­ingi fjöl­miðla­nefnd­ar, sem sátu fyrir svörum á fundi stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefndar Alþingis um lög­banns­mál Stund­ar­innar og Reykja­vík Media sem ég sat í þrjár áhuga­verðar klukku­stund­ir. 

Vil­hjálmur að grínast?

Í sjálfu sér var áhuga­vert að sitja þarna með full­trúum allra stjórn­mála­flokk­anna og heyra þá ræða hug­myndir um tján­ing­ar­frelsi, inn­spírer­aða af inn­leggi lög­fræð­inga, blaða­manna, laga­pró­fess­ors og full­trúa sam­tak­anna Gagn­sæi, að ógleymdu emb­ætt­is­fólki og sýslu­mann­inum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, Þórólfi Hall­dórs­syn­i. 

Flest virt­ist fólk annað hvort skept­ískt eða gagn­rýnið á gjörn­ing­inn, þó að Brynjar Níels­son hafi borið á borð ákveðnar efa­semdir um efa­semdir ann­arra, svo ég taki mér skáld­legt leyfi, enda hæpið að nokkur stefni mér fyrir óná­kvæmt orða­lag á þverpóli­tískum fundi um tján­ing­ar­frels­ið. Og Vil­hjálmur Bjarna­son gekk reyndar á dyr, ofboðið að lög­mað­ur­inn Sig­ríður Rut Júl­í­us­dóttir skyldi gang­ast við þeim skiln­ingi sínum að tján­ing­ar­þörf og tján­ing­ar­frið­helgi blaða­manna væri meiri heldur en ann­arra í þessu land­i. 

Ég hélt reyndar fyrst að Vil­hjálmur væri að grínast, ekki frá því að hann hefði snögg­glott til mín sem sat beint fyrir aftan hann þegar hann tók mynd­ar­legan snún­ing á leið­inni út og ein­hver taut­aði að Vil­hjálmur væri of seinn á fund. 

Stundin fékk á sig lögbann, vegna umfjöllunar um gögn sem komu frá Glitni Holdco, félagi sem heldur á eignum sem áður tilheyrðu slitabúi Glitnis banka.

Gríð­ar­leg ábyrgð fjöl­miðla

Spurn­ingar flestra þing­mann­anna báru vottu um að eitt­hvað, ef ekki allt, hefði að ein­hverju leyti mátt fara betur í téðu vinnu­ferli sýslu­manns­ins. Ein­hverjir spurðu var­fær­inna spurn­inga um fram­kvæmd­ina meðan aðrir fóru ekki dult með álit sitt að fram­kvæmdin væri gróf aðför að lýð­ræð­in­u. 

Inn á milli örl­aði á skorti á inn­sýn í gang­verk fjöl­miðla og þá þurftu þeir sem sátu fyrir svörum m.a. að útskýra ábyrgð og fag­legt vinnu­ferli rit­stjórna við úrvinnslu gagna, að fjöl­mið­ill bæri ábyrgð á fram­setn­ingu og hvort farið væri yfir umdeil­an­leg mörk. 

Sig­ríður Rut útskýrði fyrir þing­mönnum að það væri t.d. munur á því hvort gögn birt­ust beint á Wiki­leaks eða hvort rit­stjórnir vinni úr gögn­unum eins og í til­viki Panama­skjal­anna – en það ættum við að styrkja. 

Hún útskýrði líka að íslenskir fjöl­miðlar sættu gríð­ar­legri ábyrgð og væru undir mjög ströngum skyld­um, nú þegar laga- og starfs­um­hverfi fjöl­miðla væri með þeim hætti að það ríkti eng­inn skiln­ingur á hversu mikil sú ábyrgð væri. Því bæri okkur frekar að hlú að fjöl­miðlum en sækja að þeim. 

Við þessi orð hennar varð mér hugsað til þess að bæði Þórður Snær og Jón Trausti höfðu sér­stak­lega talað um að sjálf­stæðir fjöl­miðlar á Íslandi, sem gengu ekki erinda sér­hags­muna­afla með djúpa vasa, nytu hvorki styrkja né íviln­ana í formi skatta­af­slátt­ar. Róð­ur­inn er harður á báðum stöð­um, keyrður áfram af hug­sjón og vel­vilja fólks sem vill styðja við óháða fjöl­miðlun á Ísland­i. 

Hjálmar Jóns­son, for­maður blaða­manna­fé­lags Íslands, sagði nauð­syn­legt að treysta mati og fag­mennsku rit­stjórna, að sú blaða­mennsku­vinna sem fari fram sé hnökra­laus og eigi erindi við almenn­ing – það væru við­mið mann­rétt­inda­dóm­stóls­ins.

Samúð með sýslu­manni

Oftar en einu sinni var vitnað í yfir­lýs­ingu fjöl­miðla­frels­is­full­trúa Örygg­is- og sam­vinnu­stofn­unar Evr­ópu, ÖSE, þar sem lög­bann á umfjöllun Stund­ar­innar og Reykja­vík Media hafði verið gagn­rýnt. En sýslu­mað­ur­inn kvaðst ekki hafa séð yfir­lýs­ing­una. Ég veit ekk­ert hvað stendur í þessu skjali, sagði hann. Nokkuð sem ýmsum þing­mönnum þótti ámæl­is­vert. 

Reyndar var oftar en einu sinni haft á orði að sýslu­manni væri vor­kunn að þurfa að taka afstöðu í öðru eins máli (sýslu­mað­ur­inn var þá far­inn). Laga­pró­fess­or­inn Eiríkur og Brynjar gátu sam­mælst um að hann væri ekki öfunds­verður en Eiríkur benti á að mann­rétt­inda­dóm­stóll­inn myndi þó ekki hafa mikla samúð með sýslu­mann­in­um, utan frá sé væri full­trúi rík­is­valds að banna fjöl­miðli að vera með til­tekna umfjöll­un. Inn­grip ríks­ins – og þó að það kæm­ist á end­anum til dóm­stóla væri það búið að eiga sér stað. 

Eins varð þing­mönn­unum tíð­rætt um að full­trúar sýslu­manns­emb­ætt­is­ins hefðu getað kynnt gerð­ar­þola rétt­ar­stöðu sína bet­ur. Blaða­mönnum á Stund­inni gáfust tíu mín­útur til að yfir­fara kröf­una og fengu að ráð­fær­ast sím­leiðis við lög­mann sinn en lögð var áhersla á tak­mark­aðan tíma; síðan fékk Jón Trausti tíu mín­útur til að semja mót­bár­ur, skrifa upp and­mæli. 

En Jón Trausti hafði einmitt sagt mér að við mót­bárur sínar hefði full­trú­inn svarað að það væri almennt gert ráð fyrir því að fólk þekkti lög og reglur í lýð­ræð­is­sam­fé­lag­i. 

Þá kom líka til tals að þegar sýslu­maður birt­ist fyr­ir­vara­laust á rit­stjórn­ar­skrif­stofu væri verið að ógna vernd fjöl­mið­ils­ins og draga úr trausti heim­ild­ar­manna, því að heim­ilda­menn vilji koma efni til fjöl­miðla og það geti haft áhrif á aðgengi að heim­ild­um. 

Tíma­setn­ing fréttar

Um ótal margt og sumt hvað ítrekað var rætt og tek­ist á um á þessum fundi sem átti upp­haf­lega að vera klukku­stund en varð þrjár því fund­ar­stjóri Jón Stein­dór virti tján­ing­ar­frelsið í hví­vetna. 

Ákveðin atriði bar þó hæst og voru rædd aftur og aft­ur. Að lög­bannið væri of víð­tækt og hvort mögu­legt hefði verið að tak­marka það og hvort mögu­legt væri að flýta ferl­inu þar sem það væri hættu­lega stór breyta í lýð­ræð­is­legri umfjöllun í aðdrag­anda kosn­inga. Upp­lýs­ingar dag­inn fyrir kosn­ingar væru ekki það sama og upp­lýs­ingar dag­inn eftir kosn­ing­ar. Að lýð­ræð­is­legt gildi fjöl­miðla væri aldrei meira en fyrir kosn­ing­ar. Og að tíma­setn­ing gæti verið aðal­at­riðið í frétta­flutn­ingi.

Eins var mikið rætt hvort æski­legra væri að þeir sem taki ákvarð­anir sem þessar hafi reynslu af því að vinna með tján­ing­ar­frels­is­mál, hvort það hefði ekki verið heppi­legra að fyr­ir­fram­gefið vald til tálm­unnar ætti frekar að vera í höndum dóm­ara en sýslu­manns. 

Hjálmar var mjög gagn­rýn­inn á aðgerð­ina og sagði: Ég held að það sem skipti mestu máli í þessu sé að horfa ekki á per­sónur og leik­endur heldur um hvað þetta mál snýst í raun og veru. Þarna er um að ræða aðför gegn lýð­ræð­inu og ekki hægt að gera of lítið úr því. 

Og um það snýst mál­ið, finnst mér. 

Það er of langt mál að segja fá öllu sem kom upp á þessum fundi og hann vakti vissu­lega upp margar flóknar spurn­ing­ar, svo áleitnar að von­andi horfa sem flestir á hann. 

En eftir að hafa setið hans virð­ist birt­inga­mynd þessa máls vera ósköp ein­föld, hvað sem líður löngum umræðum um flókin lög­fræði­leg tækni­at­riði. Það er verið að banna umfjöllun um for­sæt­is­ráð­herra nokkrum dögum fyrir kosn­ingar – umfjöllun sem teng­ist eitr­aðri blöndu við­skipta og stjórn­mála í hrun­inu – og þving­un­ar­að­gerð á rit­stjórn­ar­frelsi notuð til að setja hags­muni almenn­ings til hlið­ar. Aðgerð sem gæti verið for­dæm­is­gef­andi og ógnað lýð­ræð­is­legum grunn­stoð: starfs­frelsi fjöl­miðla. 

Skortur á skiln­ingi

Maður spyr sig: Getur verið að Íslend­ingar kunni ekki nægi­lega vel með fjöl­miðla að fara? Að okkur skorti skiln­ing á mik­il­vægi þeirra, hvernig þeir eru súr­efn­is­gjafar lýð­ræð­is­ins. 

Hvernig hefði umfjöllun eft­ir-hruns-ár­anna verið ef ekki fyrir Kjarn­ann og Stund­ina? Maður spyr sig. 

Jú, þú getur átt á hættu að fjöl­mið­ill gagn­rýni þig eða fjalli um þig í óþægi­legu ljósi. En áður en þú stefnir honum er ágætt að hafa í huga hvernig væri að lifa án sprækra fjöl­miðla. Þeir sem lög­sækja smáan en knáan fjöl­miðil af minni ástæðu en raun­veru­legu mann­orðs­morði eiga ekki skilið að búa í lýð­ræð­is­ríki. Því þá skortir skiln­ing­inn á gang­verki þess.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar