Góðir menn sitja ekki þegjandi hjá

Phumzile Mlambo-Ngcuka, forstýra UN Women, Jafnréttisstofnunar Sameinuðu þjóðanna, skrifar um þær milljónir kvenna sem hafa fylkt liði undanfarið á samfélagsmiðlum undir myllumerkinu #MeToo.

Auglýsing

Millj­ónir kvenna um allan heim hafa fylkt liði und­an­farið á sam­fé­lags­miðlum undir myllu­merk­inu #MeToo. Þær hafa þannig deilt reiði sinni og sárs­auka og margar hverjar sagt sínar eigin sögur af kyn­ferð­is­legri áreitni eða ofbeldi.

Þessi mikla sam­staða sem hefur fundið sér far­veg á net­inu, er til marks um hversu brýn þörfin er að finna sam­eig­in­lega rödd, og um umfang vand­ans sem hefur ekki áður verið skráður á jafn áþreif­an­legan hátt. Þegar konur eru nán­ast ósýni­leg­ar, þegar þær sjást ekki greini­lega, er engu lík­ara en fólki standi á sama um örlög þeirra.

Þetta háværa hróp skiptir máli vegna þess að með þessu móti er vakin athygli á gjörðum sem þagg­aðar eru niður eða sópað undir teppi af gömlum vana, þrátt fyrir að fara fram fyrir opnum tjöld­um.  Oft og tíðum er það svo,  að sumir njóta þeirra grimmi­legu for­rétt­inda að geta átölu­laust áreitt stúlku eða konu. Konur hafa fundið styrk með því að hjálp­ast að við að koma frá­sögnum hverr­ar ann­arar á fram­færi og karl­menn hafa tekið undir og við­ur­kennt að þeir hafi hlut­verki að gegna. Allt þetta sýnir rétt­mæti þess að konur láti í sér heyra. Við sjáum líka í verki afl fjöld­ans, þegar hver konan á fæt­ur ann­ari segir frá reynslu sinni.

Auglýsing

Eftir því sem frá­sögn­unum fjölgar, birt­ast æ skýrar útlínur lífs hverrar konu. Við sjáum æ betur það hve slæmar afleið­ingar þess eru þegar ein­stakir menn kom­ast upp með gjörðir sínar í krafti þagn­ar­hefð­ar.

Þessar aðgerðir á net­inu sigla í kjöl­far ann­ara fjölda­hreyf­inga sem hafa virkjað kon­ur. Í Suð­ur­-Am­er­íku hafa konur notað kjör­orð­ið  „ni una men­os“ til að mót­mæla kyn­bundnu ofbeldi, ekki síst þegar það bein­ist gegn þeim sem minnstra for­rétt­inda njóta í þjóð­fé­lag­inu; konur gengu fylktu liði fyrr á þessu ári til að styðja rétt­indi kvenna og til stuðn­ings frelsi; og í Pól­landi og Írlandi hefur banni við fóst­ur­eyð­ingum verið mót­mælt.

Þagn­ar­múr­inn hefur einnig tryggt refsi­leysi við árásum á hinsegin fólk (LGBTI) og á ýmsa sem standa höllum fæti í sam­fé­lag­inu sökum upp­runa, fátæktar eða ald­ur­s.  Konur í þessum hópi sæta oft­ast ofbeldi en eru sjaldn­ast til umræðu. Þær hafa mest að vinna í þeirri hreyf­ingu sem nú er komin í gang og þeim sam­stillta kór sem myndar þrýst­ing jafn­ingja í þágu menn­ing­ar­legrar breyt­ingar í sam­fé­lag­inu.

Það er vert að minn­ast þess að upp­haf „me too“ er að finna í gras­rót­inni, því það var Tar­ana Burke,  sem starfar með ung­um, svörtum konum í New York, sem sýndi frum­kvæðið og vin­kona henn­ar Alyssa Milano sem fylgdi á eft­ir. Snjó­bolt­inn rúll­aði og skila­boðin hafa nú borist millj­örðum manna. 

Full og frjáls þátt­taka kvenna í sam­fé­lagi, stjórn­málum og á vinnu­stað skiptir miklu máli í þeirri við­leitni að raddir kvenna heyr­ist hátt og skýrt og að rétt­indi þeirra verði virt.  

Eftir því sem fleiri konur sem velj­ast til ábyrgð­ar­starfa hvar sem er hjá hinu opin­bera eða í einka­geir­an­um, því fleiri tæki­færi gef­ast til að breyta ósýni­leika og refsi­leysi þegar valda­miklir karlar níð­ast á kon­um.   Kyn­ferð­is­leg áreitni og hvers kyns ann­ars konar áreitni í vinnu, á heim­ili eða utan heim­ilis eru óásætt­an­legar og mega ekki liggja í þagn­ar­gildi.

Fólk má ekki láta eins og ekk­ert sé. Fjöldi karla sem tekið hefur þátt í her­ferð­inni er ánægju­legur en ófull­nægj­andi, enn sem komið er. ( 30% skv.einni frétt) 

Allt of lengi hefur það verið van­inn að snúa blinda aug­anu að slíkri hegð­un. Jafnt konur sem karlar þurfa að breyta við­brögðum sínum við kyn­ferð­is­legri áreitni og taka höndum saman við að gera þetta sýni­legt og óásætt­an­legt. Góðum mönnum ber ekki að sitja þegj­andi hjá.

Raddir allra kvenna ættu að heyr­ast og virða ber rétt­indi þeirra og lík­ama. Það ætti að ver­a ­sjálf­sagt mál að eng­inn kom­ist upp með slíkt athæfi. Refsi­leysi á að heyra sög­unni til. 

Við fögnum þeim þús­undum kvenna sem hafa tekið upp merki bar­átt­unnar gegn hvers kyns brotum á rétt­indum kvenna og stúlka og hvetjum til auk­inna fjár­fest­inga í bar­átt­unni við að binda enda á allt ofbeldi gegn kon­um.

Höf­undur er for­stýra UN Women, Jafn­rétt­is­stofn­unar Sam­ein­uðu þjóð­anna.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar