Góðir menn sitja ekki þegjandi hjá

Phumzile Mlambo-Ngcuka, forstýra UN Women, Jafnréttisstofnunar Sameinuðu þjóðanna, skrifar um þær milljónir kvenna sem hafa fylkt liði undanfarið á samfélagsmiðlum undir myllumerkinu #MeToo.

Auglýsing

Millj­ónir kvenna um allan heim hafa fylkt liði und­an­farið á sam­fé­lags­miðlum undir myllu­merk­inu #MeToo. Þær hafa þannig deilt reiði sinni og sárs­auka og margar hverjar sagt sínar eigin sögur af kyn­ferð­is­legri áreitni eða ofbeldi.

Þessi mikla sam­staða sem hefur fundið sér far­veg á net­inu, er til marks um hversu brýn þörfin er að finna sam­eig­in­lega rödd, og um umfang vand­ans sem hefur ekki áður verið skráður á jafn áþreif­an­legan hátt. Þegar konur eru nán­ast ósýni­leg­ar, þegar þær sjást ekki greini­lega, er engu lík­ara en fólki standi á sama um örlög þeirra.

Þetta háværa hróp skiptir máli vegna þess að með þessu móti er vakin athygli á gjörðum sem þagg­aðar eru niður eða sópað undir teppi af gömlum vana, þrátt fyrir að fara fram fyrir opnum tjöld­um.  Oft og tíðum er það svo,  að sumir njóta þeirra grimmi­legu for­rétt­inda að geta átölu­laust áreitt stúlku eða konu. Konur hafa fundið styrk með því að hjálp­ast að við að koma frá­sögnum hverr­ar ann­arar á fram­færi og karl­menn hafa tekið undir og við­ur­kennt að þeir hafi hlut­verki að gegna. Allt þetta sýnir rétt­mæti þess að konur láti í sér heyra. Við sjáum líka í verki afl fjöld­ans, þegar hver konan á fæt­ur ann­ari segir frá reynslu sinni.

Auglýsing

Eftir því sem frá­sögn­unum fjölgar, birt­ast æ skýrar útlínur lífs hverrar konu. Við sjáum æ betur það hve slæmar afleið­ingar þess eru þegar ein­stakir menn kom­ast upp með gjörðir sínar í krafti þagn­ar­hefð­ar.

Þessar aðgerðir á net­inu sigla í kjöl­far ann­ara fjölda­hreyf­inga sem hafa virkjað kon­ur. Í Suð­ur­-Am­er­íku hafa konur notað kjör­orð­ið  „ni una men­os“ til að mót­mæla kyn­bundnu ofbeldi, ekki síst þegar það bein­ist gegn þeim sem minnstra for­rétt­inda njóta í þjóð­fé­lag­inu; konur gengu fylktu liði fyrr á þessu ári til að styðja rétt­indi kvenna og til stuðn­ings frelsi; og í Pól­landi og Írlandi hefur banni við fóst­ur­eyð­ingum verið mót­mælt.

Þagn­ar­múr­inn hefur einnig tryggt refsi­leysi við árásum á hinsegin fólk (LGBTI) og á ýmsa sem standa höllum fæti í sam­fé­lag­inu sökum upp­runa, fátæktar eða ald­ur­s.  Konur í þessum hópi sæta oft­ast ofbeldi en eru sjaldn­ast til umræðu. Þær hafa mest að vinna í þeirri hreyf­ingu sem nú er komin í gang og þeim sam­stillta kór sem myndar þrýst­ing jafn­ingja í þágu menn­ing­ar­legrar breyt­ingar í sam­fé­lag­inu.

Það er vert að minn­ast þess að upp­haf „me too“ er að finna í gras­rót­inni, því það var Tar­ana Burke,  sem starfar með ung­um, svörtum konum í New York, sem sýndi frum­kvæðið og vin­kona henn­ar Alyssa Milano sem fylgdi á eft­ir. Snjó­bolt­inn rúll­aði og skila­boðin hafa nú borist millj­örðum manna. 

Full og frjáls þátt­taka kvenna í sam­fé­lagi, stjórn­málum og á vinnu­stað skiptir miklu máli í þeirri við­leitni að raddir kvenna heyr­ist hátt og skýrt og að rétt­indi þeirra verði virt.  

Eftir því sem fleiri konur sem velj­ast til ábyrgð­ar­starfa hvar sem er hjá hinu opin­bera eða í einka­geir­an­um, því fleiri tæki­færi gef­ast til að breyta ósýni­leika og refsi­leysi þegar valda­miklir karlar níð­ast á kon­um.   Kyn­ferð­is­leg áreitni og hvers kyns ann­ars konar áreitni í vinnu, á heim­ili eða utan heim­ilis eru óásætt­an­legar og mega ekki liggja í þagn­ar­gildi.

Fólk má ekki láta eins og ekk­ert sé. Fjöldi karla sem tekið hefur þátt í her­ferð­inni er ánægju­legur en ófull­nægj­andi, enn sem komið er. ( 30% skv.einni frétt) 

Allt of lengi hefur það verið van­inn að snúa blinda aug­anu að slíkri hegð­un. Jafnt konur sem karlar þurfa að breyta við­brögðum sínum við kyn­ferð­is­legri áreitni og taka höndum saman við að gera þetta sýni­legt og óásætt­an­legt. Góðum mönnum ber ekki að sitja þegj­andi hjá.

Raddir allra kvenna ættu að heyr­ast og virða ber rétt­indi þeirra og lík­ama. Það ætti að ver­a ­sjálf­sagt mál að eng­inn kom­ist upp með slíkt athæfi. Refsi­leysi á að heyra sög­unni til. 

Við fögnum þeim þús­undum kvenna sem hafa tekið upp merki bar­átt­unnar gegn hvers kyns brotum á rétt­indum kvenna og stúlka og hvetjum til auk­inna fjár­fest­inga í bar­átt­unni við að binda enda á allt ofbeldi gegn kon­um.

Höf­undur er for­stýra UN Women, Jafn­rétt­is­stofn­unar Sam­ein­uðu þjóð­anna.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Atli Viðar Thorstensen
Hamfarasprengingar í Beirút
Kjarninn 8. ágúst 2020
Nýir íbúðareigendur velja nú frekar að taka lán hjá bönkum en lífeyrissjóðum.
Eðlisbreyting á húsnæðislánamarkaði – Lántakendur flýja lífeyrissjóðina
Í fyrsta sinn síðan að Seðlabanki Íslands hóf að halda utan um útlán lífeyrissjóða greiddu sjóðsfélagar upp meira af lánum en þeir tóku. Á sama tíma hafa útlán viðskiptabanka til húsnæðiskaupa stóraukist. Ástæðan: þeir bjóða nú upp á mun lægri vexti.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Alma Möller, landlæknir á upplýsingafundi dagsins.
Alma: Ungt og hraust fólk getur orðið alvarlega veikt
„Það er ekki að ástæðulausu sem við erum í þessum aðgerðum,“ segir Alma D. Möller landlæknir. „Þessi veira er skæð og getur valdið veikindum hjá mjög mörgum ef ekkert er að gert.“ Maður á fertugsaldri liggur á gjörgæslu með COVID-19.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra.
Ferðamálaráðherra: Áhættan er í mínum huga ásættanleg
„Áhættan af því að skima og hleypa fólki inn [í landið] er svo lítil,“ segir ferðamálaráðherra. „Ég bara get ekki fallist á þau rök að hún sé svo mikil að það eigi bara að loka landi og ekki hleypa fólki inn.“
Kjarninn 8. ágúst 2020
Kanaguri Shizo árið 1912 og við enda hlaupsins 1967.
Ólympíuleikunum frestað – og hvað svo?
Þann 24. júlí hefði opnunarathöfn Ólympíuleikanna 2020 átt að fara fram, en heimsfaraldur hefur leitt til þess að leikunum í Tókýó verður frestað um eitt ár hið minnsta. Það er ekki einsdæmi að Ólympíuleikum sé frestað eða aflýst.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þrjú ný innanlandssmit – 112 í einangrun
Þrjú ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær og tvö í landamæraskimun. 112 manns eru nú með COVID-19 og í einangrun.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, á upplýsingafundi almannavarna fyrr á árinu.
Hafa fengið 210 milljónir til baka frá fyrirtækjum sem nýttu hlutabótaleiðina
Alls hafa 44 fyrirtæki endurgreitt andvirði bóta sem starfsmenn þeirra fengu greiddar úr opinberum sjóðum fyrr á árinu vegna minnkaðs starfshlutfalls. Forstjóri Vinnumálastofnunar segist „nokkuð viss“ um að öll fyrirtækin hafi greitt af sjálfsdáðum.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Þórdís hafnar gagnrýni Gylfa – „Þekki ekki marga sem ætla að fara hringinn í október“
Ráðherra ferðamála segir gagnrýni hagfræðinga á opnun landamæra slá sig „svolítið eins og að fagna góðu stuði í gleðskap á miðnætti án þess að hugsa út í hausverkinn að morgni.“
Kjarninn 8. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar