Góðir menn sitja ekki þegjandi hjá

Phumzile Mlambo-Ngcuka, forstýra UN Women, Jafnréttisstofnunar Sameinuðu þjóðanna, skrifar um þær milljónir kvenna sem hafa fylkt liði undanfarið á samfélagsmiðlum undir myllumerkinu #MeToo.

Auglýsing

Milljónir kvenna um allan heim hafa fylkt liði undanfarið á samfélagsmiðlum undir myllumerkinu #MeToo. Þær hafa þannig deilt reiði sinni og sársauka og margar hverjar sagt sínar eigin sögur af kynferðislegri áreitni eða ofbeldi.

Þessi mikla samstaða sem hefur fundið sér farveg á netinu, er til marks um hversu brýn þörfin er að finna sameiginlega rödd, og um umfang vandans sem hefur ekki áður verið skráður á jafn áþreifanlegan hátt. Þegar konur eru nánast ósýnilegar, þegar þær sjást ekki greinilega, er engu líkara en fólki standi á sama um örlög þeirra.

Þetta háværa hróp skiptir máli vegna þess að með þessu móti er vakin athygli á gjörðum sem þaggaðar eru niður eða sópað undir teppi af gömlum vana, þrátt fyrir að fara fram fyrir opnum tjöldum.  Oft og tíðum er það svo,  að sumir njóta þeirra grimmilegu forréttinda að geta átölulaust áreitt stúlku eða konu. Konur hafa fundið styrk með því að hjálpast að við að koma frásögnum hverrar annarar á framfæri og karlmenn hafa tekið undir og viðurkennt að þeir hafi hlutverki að gegna. Allt þetta sýnir réttmæti þess að konur láti í sér heyra. Við sjáum líka í verki afl fjöldans, þegar hver konan á fætur annari segir frá reynslu sinni.

Auglýsing

Eftir því sem frásögnunum fjölgar, birtast æ skýrar útlínur lífs hverrar konu. Við sjáum æ betur það hve slæmar afleiðingar þess eru þegar einstakir menn komast upp með gjörðir sínar í krafti þagnarhefðar.

Þessar aðgerðir á netinu sigla í kjölfar annara fjöldahreyfinga sem hafa virkjað konur. Í Suður-Ameríku hafa konur notað kjörorðið  „ni una menos“ til að mótmæla kynbundnu ofbeldi, ekki síst þegar það beinist gegn þeim sem minnstra forréttinda njóta í þjóðfélaginu; konur gengu fylktu liði fyrr á þessu ári til að styðja réttindi kvenna og til stuðnings frelsi; og í Póllandi og Írlandi hefur banni við fóstureyðingum verið mótmælt.

Þagnarmúrinn hefur einnig tryggt refsileysi við árásum á hinsegin fólk (LGBTI) og á ýmsa sem standa höllum fæti í samfélaginu sökum uppruna, fátæktar eða aldurs.  Konur í þessum hópi sæta oftast ofbeldi en eru sjaldnast til umræðu. Þær hafa mest að vinna í þeirri hreyfingu sem nú er komin í gang og þeim samstillta kór sem myndar þrýsting jafningja í þágu menningarlegrar breytingar í samfélaginu.

Það er vert að minnast þess að upphaf „me too“ er að finna í grasrótinni, því það var Tarana Burke,  sem starfar með ungum, svörtum konum í New York, sem sýndi frumkvæðið og vinkona hennar Alyssa Milano sem fylgdi á eftir. Snjóboltinn rúllaði og skilaboðin hafa nú borist milljörðum manna. 

Full og frjáls þátttaka kvenna í samfélagi, stjórnmálum og á vinnustað skiptir miklu máli í þeirri viðleitni að raddir kvenna heyrist hátt og skýrt og að réttindi þeirra verði virt.  

Eftir því sem fleiri konur sem veljast til ábyrgðarstarfa hvar sem er hjá hinu opinbera eða í einkageiranum, því fleiri tækifæri gefast til að breyta ósýnileika og refsileysi þegar valdamiklir karlar níðast á konum.   Kynferðisleg áreitni og hvers kyns annars konar áreitni í vinnu, á heimili eða utan heimilis eru óásættanlegar og mega ekki liggja í þagnargildi.

Fólk má ekki láta eins og ekkert sé. Fjöldi karla sem tekið hefur þátt í herferðinni er ánægjulegur en ófullnægjandi, enn sem komið er. ( 30% skv.einni frétt) 

Allt of lengi hefur það verið vaninn að snúa blinda auganu að slíkri hegðun. Jafnt konur sem karlar þurfa að breyta viðbrögðum sínum við kynferðislegri áreitni og taka höndum saman við að gera þetta sýnilegt og óásættanlegt. Góðum mönnum ber ekki að sitja þegjandi hjá.

Raddir allra kvenna ættu að heyrast og virða ber réttindi þeirra og líkama. Það ætti að vera sjálfsagt mál að enginn komist upp með slíkt athæfi. Refsileysi á að heyra sögunni til. 

Við fögnum þeim þúsundum kvenna sem hafa tekið upp merki baráttunnar gegn hvers kyns brotum á réttindum kvenna og stúlka og hvetjum til aukinna fjárfestinga í baráttunni við að binda enda á allt ofbeldi gegn konum.

Höfundur er forstýra UN Women, Jafnréttisstofnunar Sameinuðu þjóðanna.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir
Vonandi hægt að aflétta nokkuð hratt á næstu vikum
Helsta áskorunin í faraldrinum nú er sá fjöldi ferðamanna sem hingað er að koma sem er umfram spár. Breyta gæti þurft fyrirkomulagi á landamærum því heildargeta til skimunar takmarkast við 3-4.000 sýni á dag.
Kjarninn 6. maí 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 36. þáttur: Nunnusjóguninn II
Kjarninn 6. maí 2021
Deilan snýst um verksamning á milli ÍAV og 105 Miðborgar um fyrstu þrjú húsin sem eru þegar risin á reitnum í Laugarnesi. Hér má sjá tölvuteikningu af því hvernig áformað er að svæðið líti út í framtíðinni.
ÍAV stefna og setja fram 3,8 milljarða kröfur vegna deilu á Kirkjusandsreit
Íslenskir aðalverktakar eru búnir að stefna Íslandssjóðum og félaginu 105 Miðborg til greiðslu 3,8 milljarða króna vegna deilu um verksamning á Kirkjusandsreit. Verktakafyrirtækið missti verkið í febrúarmánuði.
Kjarninn 6. maí 2021
Andrés Ingi Jónsson
Þegar Tyrkir þjörmuðu að þingmönnum
Kjarninn 6. maí 2021
Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað.
Síldarvinnslan einnig í vandræðum með tæknilegu hliðina á aðalfundi SFS
Mistök urðu þess valdandi að Síldarvinnslan náði ekki að greiða atkvæði í kjöri til stjórnar SFS á aðalfundi á föstudaginn. Tillaga um að greiða atkvæði á ný var þó samþykkt í kjölfarið, en þá lentu Samherji og Nesfiskur í svipuðum vandræðum.
Kjarninn 6. maí 2021
Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari í dómsal í dag.
„Hér er ekki um leikaraskap, slysni eða eitthvað grín að ræða“
Það er mat ákæruvaldsins að Marek sé ekki að segja nákvæmlega allt sem hann muni frá deginum sem bruninn á Bræðraborgarstíg varð. Verjandi fer fram á að ef hann verði fundinn sekur og ósakhæfur verði hann ekki dæmdur til öryggisgæslu.
Kjarninn 5. maí 2021
Birna Einarsdóttir bankastjóri segir ljóst að spennandi tímar séu framundan, vegna fyrirhugaðrar sölu ríkisins á hluta af hlut sínum í Íslandsbanka.
Íslandsbanki hagnaðist um 3,6 milljarða á fyrsta ársfjórðungi
Eigið fé Íslandsbanka nam 185 milljörðum króna í lok mars. Bankastjórinn segir spennandi tíma framundan, í ljósi þess að stefnt sé að skráningu bankans á verðbréfamarkað að undangengnu útboði á hluta af hlut ríkisins í honum.
Kjarninn 5. maí 2021
Höfuðstöðvar Arion banka í Borgartúninu
Arion hagnast um 6 milljarða á þremur mánuðum
Þrátt fyrir lága vexti og efnahagssamdrátt var hagnaður Arion banka á fyrsta fjórðungi þessa árs mun meiri en á sama tímabili í fyrra.
Kjarninn 5. maí 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar