Gagnsæi og alþjóðageirinn

Staða efnahagsmála er sterk um þessar mundir. Þörf er á því að draga fram betur stöðuna hjá þeim, þar sem áhætturnar eru mestar.

Auglýsing

Í nýrri þjóð­hags­spá Hag­stofu Íslands er gert ráð fyrir því að áfram­hald verði á kröft­ugu hag­vaxt­ar­skeiði næstu fimm árin. Á þessu ári er gert ráð fyrir um 5 pró­sent hag­vexti og síðan um 2,5 til 3 pró­sent á ári næstu fimm ár.

Gangi spáin eftir verður áfram­hald á þeirri þróun sem verið hef­ur, þar sem ferða­þjón­ustan knýr áfram mik­inn hag­vöxt og veldur ruðn­ings­á­hrifum á ýmsa aðra geira.

Mikið upp­bygg­ing­ar­á­tak er framundan á hús­næð­is­mark­aði, og spá grein­end­ur, nú síð­ast hjá Íslands­banka, því að eigna­verð muni halda áfram að hækka mikið í alþjóð­legum sam­an­burði, eða um 20 pró­sent á þessu ári, 12 pró­sent á því næsta og 5 pró­sent árið þar á eft­ir.

Auglýsing

Á flesta mæli­kvarða er staða efna­hags­mála á Íslandi góð, verð­bólga er lág, skuldir rík­is­ins hafa lækkað - ekki síst eftir stutt en árang­urs­mikið skeið Bene­dikts Jóhann­es­sonar í stóli fjár­mála­ráð­herra - og atvinnu­leysi er lítið sem ekk­ert, eða 2,7 til 3 pró­sent.

Hvar leyn­ast því hætt­urn­ar?

Einkum tvö atriði finnst mér þörf á því að nefna.

I. Fyrir utan hið aug­ljósa, sem er að spennan verði of mikil í hag­kerf­inu og að það endi með snöggri nið­ur­sveiflu, þá þarf að huga betur að einu atriði, að mínu mati.

Það er að tryggja gott upp­lýs­inga­flæði úr flug­iðn­að­inum vegna kerf­is­á­hætt­unnar sem mynd­ast hefur með auknum umsvifum Kefla­vík­ur­flug­vallar og flug­fé­lag­anna, einkum Icelandair og WOW Air sé horft til íslenskra félaga sér­stak­lega.

Á þriggja mán­aða fresti, jafn­vel örar, ætti að skylda flug­fé­lögin og Kefla­vík­ur­flug­völl til að birta nákvæmar upp­lýs­ingar um rekstur og fleira, til að allir geta glöggvað sig á stöð­unni sem næst raun­tíma. Um 99 pró­sent af gjald­eyr­is­tekjum ferða­þjón­ust­unnar koma í gegnum flug­völl­inn, og full þörf á því að fylgj­ast vel með.

Bara til að setja hlut­ina í sam­hengi, þá getur gjald­þrot eða fall flug­fé­lags, jafn­gilt því að þurrka upp gjald­eyr­is­tekjur vegna þorsk­stofns­ins. Bara 1, 2 og 3. Og það sem verra er, þá er það þannig með flug­iðn­að­inn að það er engin þol­in­mæði fyrir rekstr­ar­vanda þar sem alþjóð­leg hefð er fyrir því að stöðva strax rekstur flug­fé­laga sem ekki geta staðið við skuld­bind­ingar sín­ar. 

Far­þegar verða þá stranda­glópar, eins og nýlegt dæmi um fall Mon­arch flug­fé­lags­ins í Bret­landi sýn­ir. Þá þurfti breska ríkið að koma til bjargar og koma far­þegum á leið­ar­enda, tugum þús­unda vítt og breitt um heim­inn. Þessu getur fylgt orð­spors­á­hætta fyrir lítið land eins og Ísland. Það má ekki van­meta þessa þætti.

Gagn­sæi er gott aðhald og vegna þess hversu mikið álag er á flug­fé­lög­unum og Kefla­vík­ur­flug­velli þá er þetta sjálf­sögð krafa. Það hefur verið verið ánægju­legt að fylgj­ast með WOW Air og Icelandair vaxa og dafna, og sinna þessum fjölda ferða­manna sem koma til lands­ins, en til fram­tíðar litið ætti ekki að van­meta neinar áhætt­ur. Flug­iðn­aður er þekktur af miklum sveiflum og áhætt­um.

II. Þekk­ing­ar­iðn­að­ur­inn á Íslandi glímir nú við erf­ið­leika, að mörgu leyti, ekki síst vegna sterks raun­gengis krón­unn­ar. Þetta eru kunn­ug­legir erf­ið­leik­ar. Kostn­aður hefur rokið upp í krón­um, meðal ann­ars vegna launa­hækk­ana, en á sama tíma fást færri krónur fyrir erlendar tekjur og því verður fram­legðin minni. Sjáv­ar­út­veg­ur­inn er að sjálf­sögðu þarna undir líka og öll hlið­ar­á­hrif sömu­leið­is. 

Nýleg dæmi af sam­drætti og breyt­ingum - þar sem styrk­ing­arfasi krón­unnar skiptir máli - má telja til. Össur ákvað nýlega að færa 50 störf frá Íslandi til Mexíkó. CCP sagði upp 30 manns á Íslandi og tugum erlend­is, og hægt og hljótt eru mörg fyr­ir­tæki að leita leiða til að halda sam­keppn­is­hæfni við erf­iðar aðstæð­ur.

Í stuttu máli þá er þekk­ing­ar­iðn­aður í land­inu - þar sem verð­mæt störf sem byggja á alþjóð­legri þekk­ingu eru undir - í varn­ar­bar­átt­u. 

Við skulum ekki gleyma okkur í veisl­unni í þetta skipt­ið, þó staðan sé góð. Ýmis­legt má bæta og það þarf að fylgj­ast vel með því hvernig okkar mögn­uð­ustu alþjóð­legu fyr­ir­tæki munu takast á við þetta sterka raun­gengi, ef það er komið til að vera, eins og flestar spár núna gera ráð fyr­ir. Það má líka efast um þær spár í ljósi hag­sög­unn­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari