Dauði sjoppunnar

Árni Helgason veltir því fyrir sér af hverju enginn lýðræðislega kjörinn hagsmunapotari hafi stigið fram og barist fyrir því að sjoppur legðust ekki af. Þess í stað hafi þær horfið ein af annarri og í staðinn komið íbúðir með skringilega stórum gluggum.

Auglýsing

Ég átt­aði mig á því um dag­inn að börnin mín munu alast upp án þess að hafa sjoppu í hverf­inu. Þau vita reyndar varla hvað fyr­ir­bærið sjoppa er og munu lík­leg­ast bara lesa um það í sögu­bök­um, senni­lega í sama kafla og rifjað verður upp að einu sinni fóru íslenskir ung­lingar á fyll­erí 14 ára gamlir og fólk reykti að stað­aldri inni á heim­ilum og í flug­vél­um.

Þessi sjoppu­lausa æska er alveg örugg­lega heilla­spor upp á heilsu­far að gera en ég get þó ekki að því gert að fyll­ast ákveðnum sökn­uði í garð tím­ans þegar sjoppan var og hét – þunga lykt­in, sem tók á móti manni og var ein­hvers konar sam­bland af steik­arpönnu­brasi og nammi, gólfið var með slitnum lin­o­leum-­dúk á, skruðn­ing­arnir í ísvél­inni, stand­arnir úr plexí­gleri sem stóðu víðs vegar um sjopp­una með hvítum A4-blöðum með helstu til­boð­um, skrifað í boga­dregnum WordAr­t-texta, Mortal Kombat tölvu­leikur og spila­kassar stóðu úti í horni, nammi í 15-20 plast­boxum beið undir gler­borð­inu, selt í græn­um nammi­pokum og svo var veggur með víd­eó­spólum þar sem vin­sæl­ustu mynd­unum var raðað efst. 

Ein­hvern veg­inn svona man ég eftir sjopp­unni. Ekki ein­hverri einni ákveð­inni sjoppu, heldur er þetta sam­suða úr flór­unni sem var í boði á sínum tíma. Og hún var umtals­verð. Bara í  Vest­ur­bænum mátti á sínum tíma (sam­kvæmt óvís­inda­legri upp­rifjun miðað við ca. 1995) telja hvorki fleiri né færri en níu sjoppur á svæð­inu frá Eiðis­torgi í vest­ur, að Dun­haga í austur og Ásvalla­götu í norð­ur. Í þess­ari upp­taln­ingu erum við bara að tala um sjopp­ur, ekki bens­ín­stöðv­ar eða litlar mat­vöru­versl­an­ir.

Auglýsing

Það er svo kald­hæðni örlag­anna að á sama tíma og við viljum fá aukið líf inn í hverfin eru ein­ungis örfá ár frá því sjopp­urnar dóu flestar drottni sín­um. Hvað sem segja má um þær þá voru þær ákveðið lífs­form inni í hverf­un­um. 

Last man stand­ing

Í dag er til dæmis bara ein af þessum níu sjoppum enn starf­andi í Vest­ur­bæn­um, Haga­vagn­inn. Hann er reyndar tíma­bundið lok­aður vegna eig­enda­skipta. Við hljótum öll að biðja fyrir því að sú áreið­an­leika­könnun gangi eftir og að síð­asti móhík­an­inn í hverf­inu fái að lifa áfram. Þetta last man stand­ing móment Haga­vagns­ins má reyndar eflaust þakka afar taktískri stað­setn­ingu, þar sem hann er mitt á milli Sund­laugar Vest­ur­bæjar og Kaffi Vest. Full­komið stopp til að finna mót­vægi í líf­inu, inn­byrða smá þotu­elds­neyti eftir sund­ferð­ina; unnar kjöt­vörur þaktar sósu úr plast­brúsa, umvafðar hvítu brauði og gos til að skola her­leg­heit­unum niður með, svona rétt áður en maður sest inn á Kaffi Vest, setur gamla plötu í spil­ar­ann og ræðir við starfs­fólkið um upp­runa kaff­is­ins í boll­anum og þján­ingar fólks­ins sem ræktar það. 

Sjoppu­kallar og ung­lings­stúlkur með tyggjó

Sjopp­urnar voru menn­ing­ar­fyr­ir­bæri á sinn hátt. Þarna unnu aðal­lega tvenns konar mann­gerð­ir, ann­ars vegar sjoppu­kall­inn, sem er deyj­andi teg­und af mönn­um. Þeir höfðu sitt lag á hlut­un­um, þöglir og yfir­leitt með útvarpið í gangi, með litla þol­in­mæði fyrir krökkum sem þó voru lyk­il­við­skipta­vinir og allir litu þeir út fyrir að hafa séð eitt og annað í líf­inu. Og hins vegar unnu þarna ung­lings­stelpur með tyggjó. 

Risa­Hraun lækk­aði alltaf verðið

Það áttu allir erindi í sjopp­una. Skólakrakkar komu á morgn­ana með klink sem rétt dugði fyrir smá nammi eða sam­loku með skinku og osti, hit­aða í örbylgju­ofni og súper­dós. Salt­pillan var ein­hvers konar gull­fótur íslenska efna­hags­kerf­is­ins á þessum tíma, en hún kost­aði eina krónu nán­ast alla mína æsku. Í hádeg­inu komu svangir iðn­að­ar­menn og völdu sér eitt af þeim fjöl­mörgu til­boðum sem voru í gangi. Til að ein­falda við­skiptin studd­ust sjoppur mikið við ­fyrir fram á­kveðin til­boð, sem við­skipta­vinum var gjarnan beint inn í. Þannig gat kúnn­inn oft sparað nokkur hund­ruð krónur á að fá kannski Risa­Hraun með mál­tíð­inni frekar en að sleppa því, þvert á lög­mál hag­fræð­inn­ar. Eftir kvöld­mat fór að verða renn­erí af úthverfa­pöbbum sem keyptu osta­popp og stjörnu­snakk með papriku­bragði, leigðu spólu og jafn­vel víd­eótæki líka, sem var afhent í stórri svartri skjala­tösku. Þessar töskur voru þungar og miklar og hefðu sómt sér vel í hvaða fíkni­efna­við­skiptum sem er. 

Þrjú jarð­ar­ber gátu breytt heim­inum

Spila­kass­arnir höfðu aðdrátt­ar­afl. Þá erum við ekki að tala um Gull­námu kass­ana, heldur kassa sem Rauði kross­inn rak og tók bara við klinki. Það voru þrír gluggar á kass­anum og það þurfti að ná þremur ávöxtum eins til að fá vinn­ing. Til dæmis gátu þrjú jarð­ar­ber gefið ágæt­lega. Þannig fóru margir langt á nán­ast engu eigin fé, mættu kannski til leiks með tíkall og voru komnir upp í 500 kall eftir nokkrar mín­út­ur. Það jafn­gilti fimm­tíu­faldri ávöxtun eigin fjár á innan við þremur mín­útum og snar­breyttri félags­legri stöðu. Á þessum tímum gat 500 kall dugað fyrir víd­eó­spólu, slatta af ís, 2 lítra af gosi og nammi fyrir afgang­inn. Kaup­mátt­ur­inn var nán­ast óend­an­leg­ur. 

Þetta unga fólk gat auð­vitað ekki áttað sig á því þá hvaða áhrif svona stundir höfðu á verð­mæta­skyn þeirra en 10-15 árum síðar var þetta sama fólk allt búið að skrifa undir sín fyrstu fast­eigna- og bíla­kaup, sem voru fjár­mögnuð með nán­ast engu eigin fé. Jarð­ar­berin voru víða.

Þung högg

Sjoppur voru ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tæki níunda og tíunda ára­tug­ar­ins, flugu nálægt sól­inni þegar gullöldin stóð sem hæst en síðan var á bratt­ann að sækja. Vod-iðNet­flix og aukin kunn­átta lands­manna í ólög­legu nið­ur­hali (gerði Smáís-skandall­inn okkur end­an­lega sam­visku­laus gagn­vart höf­und­ar­rétt­ar­höf­um?) drápu smám saman víd­eó­leigu­brans­ann. 

Náð­ar­höggið var hins vegar veitt þeg­ar nammi­bar­irnir fóru að skjóta upp koll­inum í mat­vöru­búð­um. Óhindrað aðgengi að öllu því nammi sem hug­ur­inn girntist og rús­ín­an í þeim pylsu­enda var auð­vitað sú að allt í einu var eng­inn til að dæma þig leng­ur, þú bara valdir nam­mið sjálfur án þess að þurfa að ganga í gegnum þá síu að þurfa að lýsa því fyrir ókunn­ugum þriðja aðila hvað ætti að fara ofan í nammi­pok­ann þinn. Engar augn­gotur frá ung­lings­stúlkunni sem var að afgreiða þegar maður bað um smá auka kúlusúkk eða „voða­legan tíma tekur þetta“ stuna frá sjoppu­kall­inum ef magnið var orðið mik­ið. Lýð­heilsa þjóð­ar­innar var fyrir þungu höggi þegar þessi félags­legi tálmi var fjar­lægð­ur. Og við­skipta­módel sjopp­unnar var hrun­ið.

Gleymdur tími

Frá og með alda­mót­unum hafa sjopp­urnar horfið ein af annarri og oftar en ekki orðið að íbúðum með skringi­lega stórum gluggum á fram­hlið­inni. Þetta brott­hvarf hefur hins vegar ekki vakið með okkur sama sökn­uð­inn og mynd­ast yfir­leitt gagn­vart öðrum hnign­andi fyr­ir­bærum í sam­fé­lag­inu. 

Það er nán­ast eins og við viljum helst gleyma þeim tímum þegar við eyddum heilu og hálfu kvöld­unum með vitin full af steik­ing­ar­lykt og munn­inn fullan af Hubba Bubba tyggjói, kaup­andi bland í poka og leigj­andi spólur úti í sjoppu. Kannski er þetta veru­leiki sem passar ekki vel inn í með­vit­að narra­tív nú­tím­ans. Sjoppan var ekki woke, straum­línu­löguð eða skil­greind. Þar voru ekki teknar upp sér­stakar áherslur í til­teknum mál­um, ham­borg­ar­arnir voru ekki beint frá bónda og ísinn var glút­en­þrút­inn. Ef ein­hver vara kom frá þró­un­ar­landi var eig­and­anum senni­lega alveg sama. 

Þessi snöggi við­snún­ingur er kannski í ágætu sam­ræmi við okkar rok­gjarna og síbreyti­lega eðli. Þannig erum við bara. Eina stund­ina er ekki til fjár­mála­mark­aður á Íslandi. Nokkrum árum síðar skipa íslensk fyr­ir­tæki þrjú af efstu tíu sæt­unum yfir stærstu gjald­þrot fjár­mála­sög­unn­ar. Eina stund­ina getur íslenska lands­liðið í fót­bolta ekki neitt. Þá næstu erum við orðin föst stærð í öllum loka­keppnum ver­ald­ar. Eina stund­ina erum við sjoppu­fólk en þá næstu erum við lífstíls­fólk sem viljum helst ekk­ert kann­ast við for­tíð okkar í sjopp­un­um. Þetta er hugs­an­lega ástæðan fyrir því að Ísland nær sífellt að troða sér í heims­frétt­irnar fyrir ein­hver ótrú­leg afrek sem eng­inn skilur neitt í. Það vantar í okkur þessa leið­in­leg­u, skand­ína­vísku stöð­ug­leika­bremsu á til­ver­una sem gerir það að verkum að stefnur og áherslur breyt­ast bara hægt og yfir langan tíma. Ekki hjá okk­ur. Við hikum ekki við að fella ham­inn á punkt­inum og verða að ein­hverju allt öðru.

Hvar voru lýð­ræð­is­lega kjörn­ir hags­muna­potarar lands­ins?

Eftir á að hyggja þykir mér sér­kenni­leg­ast í hnign­un­ar­sögu sjopp­unnar að eng­inn hafi fundið það hjá sér að koma þess­ari deyj­andi starf­semi til varn­ar. Hvar voru lýð­ræð­is­lega kjörnir full­trúar lands­ins þegar þetta dauða­færi datt inn? Af hverju steig eng­inn fram og barð­ist fyrir því að sjoppur legð­ust ekki af? Af hverju stofn­uðu sjoppu­kallar ekki hags­muna­fé­lag og lögð­ust í kröfu­gerð­ar­póli­tík? Það hefði t.d. verið hægt að fara í sam­starf með höf­und­ar­rétt­ar­höfum gegn ólög­legu nið­ur­hali og fara í hvatn­ing­ar­á­tak til fólks um að fara aftur út í sjoppu að leigja víd­eó­spólu. Svo hefði verið hægt að fara í bar­áttu gegn nammi­börum. „Sjopp­unammi – þú veist hverjir hafa hand­fjatlað það“, hefði getað verið slag­orð til höf­uðs nammi­bara-út­káf­aða namm­inu. 

Í öllu falli hefði maður viljað sjá að minnsta kosti einn gamlan góðan þing­mann taka þetta upp á sína arma. Þó ekki væri nema bara til þess að ná inn atkvæðum sjoppu­kall­anna og tryggja sér í leið­inni sess í sög­unni. En ekk­ert slíkt gerð­ist og því fór sem fór. 

Hin eilífa hringrás

Við erum að vísu ekki komin þang­að ennþá – gefum því kannski 10-15 ár í við­bót – en þegar allra síð­asta sjoppan í Reykja­vík leggur upp laupana og í stað­inn kemur enn ein nútíma­leg mat­vöru­versl­un­in, með öll gólf slípuð niður að lands­námsösku, sjón­steypu á öllum veggjum og vin­tage hús­gögn sem sýna karakt­er, rekin af hjónum sem gáfust upp á álag­inu í fjár­mála­geir­anum og leggja aðal­á­herslu á ferska hrá­vöru, þá ger­ist það. 

Í sam­ræmi við lög­málið um hina ei­lífu hringrás og okkar rok­gjarna, síbreyti­lega eðli mun sakn­að­ar­bylgjan loks­ins rísa, minn­ingin af fjár­hags­lega rús­sí­ban­anum í spila­köss­unum og steik­ar­bræl­unni á grill­inu fer allt í einu að ljóma í hugum fólks og fyrsta nútíma­sjoppan opnar aft­ur.

Höf­undur er lög­maður og annar umsjón­ar­manna hlað­varps­ins His­m­is­ins.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit