Konur opna á viðkvæma umræðu sem er veruleiki allt of margra. Konur stíga fram því þær kalla á breytt viðhorf, breytta hegðun.
Áherslan í umræðunni er nokkuð skýr.
Í raun þarf að vanda sig mjög til þess að ná ekki inntaki hennar.
En þá stígur fram maður nokkur.
Hann virðist misskilja svo um munar.
Grátlegt í raun.
Og hann er ekki einn. Hann á sér fylgjendur.
Enn grátlegra.
Það er vitundarvakning í samfélaginu.
Sumir eru löngu vaknaðir. Hjúkk!
Sumir eru að þurrka stírurnar. Bravó!
En allt of margir eru enn þá sofandi og hafa engan áhuga á að vakna og vera memm. Hvað er það?
Bless fornöld!
Hvað er að hrjá þig? Erum við fyrir?
Þöggun hugrakkra kvenmannsradda er siður,
og fyrir fólk eins og þig felst í því ákveðinn friður.
Þú tjáir þig opinskátt og finnst þú hafa rétt fyrir þér.
Enginn er þó rökstuðningurinn
þegar eftir því er sóst.
Sem er jú - áhugavert í sjálfu sér.
Menn eins og þú og sumar konur líka,
föst í sorglegri fortíðarþrá.
En Valkyrjur framtíðar eru sterkar konur,
með skýr markmið
og enginn mun stoppa þá vegferð sem hafin er,
ekki einu sinni þið.
Áfram höldum við veginn,
og vonin er að við gerum það saman.
Að við búum okkur jafnréttissamfélag,
þar sem unnið er að allra hag.
Hér og nú!
Taki til sín sem eiga...
fornaldarherrar mínir kærir - já og einstaka frú!
#áframsterkarvalkyrjur #höfumhátt #égergosið #einntveirogþrír