Kæri vinur

Björg Árnadóttir veltir fyrir sér krafti orðanna í ofbeldisumræðunni. Orð eru til alls fyrst, líka ofbeldis.

Auglýsing

Ég kýs að kalla þig vin þótt kynni okkar séu ein­göngu raf­ræn. Aðrir kalla þig elti­hrelli og segja mér að eyða þér af face­book en ég hef þessa ein­kenni­legu þörf fyrir að útskýra hvað mér mis­líkar í stað þess að eyða því. Þess vegna geri ég jafnt og þétt athuga­semdir við skrif þín á vegg minn sem þú svarar alltaf á sama hátt:

 En ég hef ekki sagt neitt ljótt um þig! 

Það er í raun­inni alveg rétt. Hástemmd lýs­ing­ar­orð í efsta stigi um útlit mitt væru hrós í öðru sam­hengi. Tíu athuga­semdir á dag um bros mitt draga hins vegar tenn­urnar úr því sem ég vildi sagt hafa. Mér finnst þú rýra boð­skap minn með skrifum þín­um. 

Auglýsing

Þú veist að fólk leggur mis­jafna merk­ingu í allt sem sagt er og skrif­að. Úr orðum þínum les ég ekki þá stund­ar­hrifn­ingu karls á ókunnri konu sem þú vilt sjálf­sagt tjá mér heldur end­ur­vekja þau óþægi­legar minn­ingar um önnur orð sem voru heldur ekk­ert ljót í sjálfum sér en virk­uðu samt ekki á tíu ára stelpu sem hvetj­andi lofs­yrði heldur sem hamlandi ofbeldi. Mér mis­líka orð þín af því að í þeim skynja ég árþús­unda gamla sögu um óvið­ur­kvæmi­leg orð. 

Bylt­ingin sem nú er að brjót­ast út snýst ekki síst um að kryfja ofbeldið í orð­ræð­unni. Orð eru til alls fyrst, líka ofbeld­is. Gull­hamr­ar, slegnir í góðri trú, geta kýlt við­tak­and­ann kaldan ef hann upp­lifir í þeim langa sögu orð­anna sem valda­tæk­is. 

Þú velur ekki hvernig aðrir upp­lifa orð þín. 

Þing­konan og koss­inn

Ég sá að þér lík­aði við upp­tök­una sem fór nýlega um netheima og sýndi karl­kyns fram­bjóð­anda spyrja fram­bjóð­anda af kven­kyni hvort hann mætti kyssa hana. Ég veit ekki hvað það var sem þér lík­aði en við vitum bæði að ekk­ert er óeðli­legt við að gagn­kvæm, lík­am­leg hrifn­ing kvikni á milli póli­tískra sam­herja eða and­stæð­inga. Við vitum líka að í kast­ljósi fjöl­miðl­anna var ósenni­legt að konan yrði kysst gegn vilja sín­um. Samt flokk­ast það undir kyn­ferð­is­lega áreitni að einn fram­bjóð­andi smækki annan með því að draga athygl­ina að kyn­veru hans eða hennar í óvið­eig­andi aðstæð­um. Reyndar fannst mér í þessu til­viki karl­fram­bjóð­and­inn einkum lít­il­lækka sjálfan sig með því að beina athygl­inni að eigin kyn­veru og ætl­ast til að öðrum þætti það fynd­ið. Þol­in­mæði flestra fyrir slíku gríni er þrot­ið. 

Tím­arnir breyt­ast bless­un­ar­lega og sam­skipti mann­anna með. 

Sjálf fylgd­ist ég þó með atrið­inu af áfergju enda hafði ég stuttu áður staðið í sam­bæri­legum sporum og karl­fram­bjóð­and­inn þótt á öðru sviði væri. Í valda­hlut­verki sem kenn­ari gerði ég mig seka um að lít­il­lækka fatl­aðan nem­anda með vor­kunn­semi minni. Ég sagði í sjálfu sér ekk­ert ljótt en í grein­ar­góðu bréfi lét nem­and­inn mig vita að síst af öllu vant­aði hann sam­úð. Honum fannst með­aumkun mín niðr­andi á sama hátt og mér finnst aðdáun þín. Það þýðir þó engan veg­inn að sá sem lifir við fötlun geti aldrei þegið vor­kunn né heldur að ég frá­biðji mér aðdáun undir öllum kring­um­stæð­um. 

Bylt­ingin sem nú er að byrja snýst meðal ann­ars um að við hjálpum hvert öðru að velja orðin eftir aðstæð­um. Með því að svara alltaf ummælum þínum reyni ég að útskýra fyrir þér þær breyt­ingar sem ég upp­lifi að séu að verða á orð­ræðu okkar og sam­skipt­um. Ég vil ekki að þú missir af lest­inni. 

Afsökun og ef-­sökun

Reyndar fannst mér áður­nefndur nem­andi oftúlka orð mín. Samt vand­aði ég mig þegar ég baðst afsök­un­ar. Ég vildi síður lenda í því að biðj­ast ef-­sök­unar eins og það kall­ast nú að biðj­ast afsök­unar með fyr­ir­vara. Auð­vitað skipti það engu máli í sam­heng­inu hvernig orð mín voru meint heldur ein­ungis hvernig þau hittu fyrir mann­eskju sem myndað hefur ævi­langt óþol fyrir vor­kunn­semi ókunn­ugra. 

Atvik­inu fylgdi gagn­leg umræða og sumir í hópnum fengu í fyrsta sinn tæki­færi til að setja sig til­finn­inga­lega í fót­spor fólks með fötl­un. Samt leyfði ég mér að taka fram að ég sæi ekki eftir ummælum mínum né vildi ég draga þau til baka. Þetta ákvað ég að mér skyldi finn­ast af virð­ingu fyrir mál­frels­inu. Þótt við séum nú um stundir farin að greina orð­ræðu hvert ann­ars á annan hátt en áður – nú skoðum við hversu við­eig­andi ummæli eru í stað þess að benda á mál­blóm og þágu­falls­sýki eins og forð­um – finnst mér að hver og einn verði að fá að taka til máls einmitt þar sem hann er staddur á þroska­braut umræð­unn­ar. Við lærum af við­brögðum ann­arra við orðum okk­ar. Ég ótt­ast að umræðan staðni ef fólk veigrar sér við að tjá sig og að þá tökum við ekki af fullum þunga út mik­il­vægan þroska­kipp sem nú er kom­inn af stað. Ég aðhyllist þá upp­eld­is­fræði að við lærum mest af reynsl­unni. 

For­boðin her­bergi

Ég geri ráð fyrir að þú hafir í bernsku lesið sömu ævin­týri og ég. Þau gátu verið grimm. Manstu sög­urnar um for­boðnu her­berg­in? Karls­sonum og dætrum var boðið að lifa ljúfu lífi í höllum með því skil­yrði einu að þau opn­uðu ekki ákveðnar dyr. Hvað gerð­ist? Jú, hið for­boðna fór smám saman að eitra allt líf þeirra. 

Slík minni er að finna í ótal sögum sem mót­ast hafa í þjóð­arsálum um ald­ir. Þau segja okkur að fólki sé óeðli­legt að lifa með leynd­ar­málum enda hafi leynd­ar­mál til­hneig­ingu til að opin­ber­ast. Margt í sagna­arf­inum vísar lík­lega til þess kyn­ferð­is­of­beldis sem við­gengst hefur í ald­anna rás, þeirrar þagnar sem um það hefur ríkt og þögg­un­ar­innar sem umlykur það. Þöggun hefur verið kölluð síð­ara níð­ings­verkið vegna þess að hún magnar þá van­líðan sem fylgir fyrra níð­ings­verk­inu, sjálfum verkn­að­in­um. 

Ómálga barn veit hvenær á því er brot­ið. Full­orðnir hafa líka flestir í sér inn­byggð leið­ar­ljós til að rata rétta leið í lík­am­legum sam­skipt­um. Ómálga börn bregð­ast oft við mis­notkun með því að seinka mál­töku. Það er eins og þau skynji að ætl­ast sé til að þau þegi. Árþús­unda­langur skortur á heil­brigðri og heið­ar­legri umræðu um kyn­líf og kyn­ferð­is­of­beldi, sem og brengluð valda­hlut­föll í sam­fé­lagi okk­ar, verða til þess að fólk villist af leið.

Fyrir daga Druslu­göng­unnar

Ég veit ekki hversu vel þú hefur fylgst með umræðu síð­ustu ára­tuga um kyn­ferð­is­of­beldi. Lastu kannski við­talið sem ég tók fyrir næstum þrjá­tíu árum við konu sem hafði verið nauðg­að? Það vakti tölu­verða athygli enda þá ekki birtar á hverjum degi langar greinar um nauðg­anir og afleið­ingar þeirra. Það höfðu margir sam­band við blaðið og höfðu áhyggjur af geð­heilsu nafn­lausa fórn­ar­lambs­ins. Fólk lýsti þó sjaldn­ast áhyggjum sínum af afleið­ingum ofbeld­is­ins heldur hafði það áhyggjur af þeirri stórfurðu­legu ákvörðun kon­unnar að bera sorg sína á torg. Vissi hún ekki að Íslend­ingar bera harm sinn best í hljóði?

Sem blaða­maður studdi ég að sjálf­sögðu vilja kon­unnar til að leysa frá skjóð­unni. Ég var líka á þeim tíma farin að fikra mig fram til þeirrar algengu skoð­unar nútím­ans að í tján­ing­unni felist frelsi. En þegar ég hugsa til baka staldra ég við önnur við­brögð sem við­talið vakti. Konan nefndi nefni­lega nokkuð sem margir áttu erfitt með að sætta sig við, það að þrátt fyrir reynslu sína lang­aði hana enn til að vera sæt og sexí. Ég man að rót­tæk­asta fólk tjáði afdrátt­ar­laust þá skoðun að kona sem hefði látið nauðga sér hefði fyr­ir­gert rétti sínum til að vera glyðru­leg – hafi hún þá nokkurn tíma haft hann. Mig minnir að mér hafi fund­ist það líka. Þetta var fyrir daga drusl­unn­ar. 

Allt sem við vitum nú um ofbeldi

Í dag sæki ég fyr­ir­mynd­ir, þekk­ingu og kjark til ungs fólks. Dásam­legar druslur af öllum kynjum kenna okkur svo margt, mér og þér. Þegar ég skrif­aði við­talið í kringum 1990 hélt ég að aðeins örfáum konum hefði verið nauðgað á Íslandi. Ég hélt að nauðgun fælist í því að karl­maður réð­ist á ókunna konu á almanna­færi í því skyni að svala þeim hold­legu fýsnum sem hún vekti honum með klæða­burði sínum og fasi. Ég hef örugg­lega vitað betur innst inni en valdi að halda mig sem lengst frá þekk­ing­unni sem falin var í for­boðna her­berg­inu. 

Nú vitum við bæði, þú og ég, að kyn­ferð­is­of­beldi er og hefur alltaf verið algengt á Íslandi eins og ann­ars staðar í heim­in­um. Við vitum að það ger­ist frekar í einka­rými meðal fólks sem þekk­ist heldur en meðal ókunn­ugra í almanna­rým­inu. Við vitum að hug­mynd um mis­notkun kviknar óháð klæða­burði við­fangs­ins af því að mis­notkun teng­ist þörf­inni fyrir að flíka völdum fremur en kyn­hvöt­inni. Við vitum að þolendur og ger­endur eru af öllum kynjum en þolendur eru gjarnan þeir sem minnsta við­spyrnu geta veitt og segja síst frá. Við vitum að atferlið er eins og annað mann­legt atferli á eins­hvers konar rófi, frá til­tölu­lega sak­lausum orða­skiptum til skipu­lagðra fjölda­nauð­gana í hern­að­ar­til­gangi. 

Við vitum að eitt stórra úrlausn­ar­efna mann­kyns er að sigr­ast á ofbeldi og að frelsi undan því oki getur leitt til lausnar marg­vís­legs vanda ann­ars. Umræða um ofbeldi er að galopn­ast um þessar mundir enda eru orð til alls fyrst – bæði til að skapa vand­ann og til að leysa hann. Þess vegna hvetjum við nú hvert annað til að nota orðin og hafa hátt.

Kæri vinur

Ég er fegin að ég skrif­aði í stað þess að eyða þér. Við það hætti ég að taka eftir athuga­semdum þínum eða kannski hætt­irðu að senda þær. Ég end­ur­skoð­aði þá ákvörðun að skipta út opnu­mynd­inni af mér í   bron­skjólnum í sex­tugs­af­mæl­inu og ætla að halda áfram að brosa við fólki á face­book. Drusl­urnar hafa kennt mér að við getum verið sætar og trú­verð­ugar í senn. Við megum vera sexí en samt ósnert­an­legar öllum nema þeim sem við kjósum sjálf­ar. Við megum ljóma bara af því að okkur langar til þess. Ég færi aldrei að ráðum ímynd­ar­fræð­ings sem segði mér að hemja hárið og klæð­ast jakka­fata­í­gildi í felu­lit­um. Slík ráð­gjöf er úrelt. Við­horf drusl­unnar eru komin til að vera. Við erum komnar til að sjást.

Nú bíður okkar allra, kvenna og karla, það risa­stóra verk­efni að opna for­boðna her­bergið og henda lyklun­um. Í sam­ein­ingu þurfum við að velta við hverjum steini í orð­ræðu okkar og athöfn­um. Ertu ekki til í það?

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar