Róhingjar á flótta – Kjarni vandans

Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar um bága stöðu Róhingja, minnihlutahóps í Mjanmar, sem eru í raun ríkisfangslausir í eigin landi. Eftir nýliðna atburði standa þeir enn verr að vígi.

Auglýsing

Það er ekki að ástæðu­lausu að Róhingjar hafa lengi verið nefndir mest ofsótti minni­hluta­hópur heims. Í þess­ari grein verður leit­ast við að varpa ljósi á kjarna vand­ans og þær lausnir sem ríki, sam­tök full­valda ríkja og frjáls félaga­sam­tök þurfa að sam­ein­ast um og fylgja eftir á kom­andi miss­er­um.

Lengi hefur mikil spenna ein­kennt sam­skipti Róhingja sem eru minni­hluta­hópur í Mjan­mar og búddista sem eru meiri­hluti lands­manna. Hund­ruð þús­unda Róhingja hafa flúið til nágranna­ríkja Mjan­mar (áður Búr­ma) ára­tugum sam­an. Stein­inn tók úr árið 1982, þegar ný lög­gjöf var sam­þykkt þar sem Róhingjar eru ekki við­ur­kenndir sem þjóð­ar­brot í land­inu. Þessi lög gerðu Róhingja í raun rík­is­fangs­lausa. Í ágúst síð­ast­liðnum náði vandi þeirra svo nýjum hæðum eftir að sveit her­skárra Róhingja réð­ist gegn tugum varð­stöðva í Mjan­mar og drápu tólf með­limi örygg­is­sveita. Her­inn brást við án þess að gera grein­ar­mun á upp­reisn­ar­mönnum og almennum borg­ur­um. Þorp Róhingja voru sum hver brennd til grunna og hund­ruðir Róhingja drepn­ir. Um 600.000 Róhingjar flúðu í kjöl­farið til nágranna­rík­is­ins Bangla­dess sem er eitt fátæk­asta ríki heims. Þar búa þeir nú við slæman kost í flótta­manna­búð­um.

Umfang vand­ans

Aleksandar Knezevic, einn af sendi­full­trúum Rauða kross­ins á Íslandi í Bangla­dess sagði nýverið að ástandið í flótta­manna­búð­unum sé það versta sem hann hafi séð, en hann á að baki langan feril fyrir Rauða kross­inn. Zeid Ra-ad al-Hussein, yfir­maður Mann­rétt­inda­stofn­unar Sam­ein­uðu þjóð­anna hefur kallað ástandið „kennslu­bók­ar­dæmi um þjóð­ern­is­hreins­un.“ Fil­ippo Grandi, flótta­manna­full­trúi Sam­ein­uðu þjóð­anna, sem heim­sótti flótta­manna­búð­irnar síð­ustu helgi (25.-26. nóv­.), sagði neyð­ina vera mikla og að þangað til stjórn­völd í Mjan­mar finni póli­tíska lausn verði að tryggja aukna neyð­ar­að­stoð inn á svæð­ið. Í sam­ræmi við orð flótta­manna­full­trúa Sam­ein­uðu þjóð­anna má skipta vand­anum í tvennt: Ann­ars vegar vantar hjálp­ar­sam­tök meiri fjár­muni til að hafa burði til að sinna tíma­bund­inni neyð­ar­að­stoð fyrir svangt og veikt fólk í flótta­manna­búð­unum og byggja aftur upp þorp Róhingja. Hins vegar þarf póli­tíska lang­tíma lausn í Mjan­mar. Nánar til­tekið þurfa Róhingjar að öðl­ast rík­is­borg­ara­rétt­indi í land­inu.

Auglýsing



Hvað merkir það að vera rík­is­fangs­laus?

Í Samn­ingi um rétt­ar­stöðu rík­is­fangs­lausra manna kemur fram að rík­is­fangs­laust fólk sé ekki rík­is­borg­arar í neinu ríki. Rík­is­fangs­leysi eða það að vera „í raun“ rík­is­fangs­laus (effect­i­vely statel­ess) er nú  skil­greint sem sú staða að hafa engin laga­leg rétt­indi né skyld­ur. Fræði­menn í þjóða­rétti hafa sumir talið rétt­inn til rík­is­fangs vera und­ir­stöðu­rétt­indi, vegna þess að sá réttur sé í raun réttur til að hafa rétt­indi. Áætlað er að um tíu millj­ónir manna séu rík­is­fangs­lausir í dag með skelfi­legum afleið­ingum fyrir afkomu þeirra, rétt­indi og reisn. Til dæmis skortir rík­is­fangs­laust fólk almennt laga­lega auð­kenn­ingu sem gerir fólki erfitt um vik að ferð­ast á milli landa, ganga í lög­legan hjú­skap, stofna fyr­ir­tæki og fá vinnu. Þá fylgir rík­is­fangs­leysi venju­lega ófull­nægj­andi aðgangur að heilsu­gæslu og skól­um.

Ein af afleið­ingum rík­is­fangs­leysis Róhingja í áranna rás hefur einmitt verið að þeir hafa búið við mikla fátækt og félags­legt óör­yggi. Þá hefur veik staða Róhingja verði mis­notuð af vinnu­veit­endum sem sjá sér leik á borði að ráða þá í svarta vinnu á verri kjör­um. Róhingjar hafa því oft á tíðum neyðst til að vinna illa laun­aða skamm­tíma­vinnu. Þá hafa Róhingjar átt sífellt erf­ið­ara með að fá aðgang að heil­brigð­is­þjón­ustu og hús­næði og börnum þeirra hefur end­ur­tekið verið vikið frá skól­um. Síð­ast en ekki síst hafa borg­ara­leg og stjórn­mála­leg rétt­indi þeirra verið fótum troð­in, til dæmis með því að stjórn­völd hafa stundað að hneppa Róhingja í varð­hald án dóms og laga.

Varn­ar­leysi rík­is­fangs­lauss fólks kom ber­lega fram í seinni heims­styrj­öld­inni þegar rík­is­stjórn nas­ista svipti alla gyð­inga á sínu yfir­ráða­svæði rík­is­borg­ara­rétti og gerði þar með ómögu­legt fyrir nokk­urt ríki að kanna aðstæður þeirra og afdrif eða koma þeim til hjálp­ar. Stuttu eftir heims­styrj­öld­ina eða árið 1950 var Flótta­manna­stofnun Sam­ein­uðu þjóð­anna stofn­sett. Stofn­unin er eina ígildi stjórn­valds sem tekur ein­hverja ábyrgð á rík­is­fangs­lausu fólki.

Rík­is­fang er for­senda virkra mann­rétt­inda

Á átj­ándu öld þró­að­ist hug­myndin um mann­rétt­indi. Rétt­indi ein­stak­linga voru þá merkt þeim sjálf­um, sem fæð­ing­ar­réttur hvers ein­stak­lings. Í lok átj­ándu aldar fór þessi nýja hugsun að end­ur­spegl­ast í lögum ríkja. Hug­myndin varð ein af for­sendum þess að alþjóða­sam­fé­lagið gat farið að setja ein­hverjar hömlur á með­ferð ríkja á eigin þegn­um. Utan við þetta kerfi er hins vegar rík­is­fangs­laust fólk. Til dæmis reynd­ust mann­rétt­indi rík­is­fangs­lausra gyð­inga þeim gagns­laus þar sem þeir sátu í þrælk­un­ar- og fanga­búð­um, vegna þess að engri rík­is­stjórn bar að veita þau né verja. Þetta vissu stjórn­völd í Þýska­landi nas­ism­ans og sviftu gyð­inga því rík­is­borg­ara­rétti áður en þeim var safnað saman í slíkar búð­ir. Það hefur tak­markað gildi að hafa rétt­indi ef eng­inn hefur skyldu til að veita þau.

Þrátt fyrir að 15. grein Mann­rétt­inda­yf­ir­lýs­ingar Sam­ein­uðu þjóð­anna (MSÞ) verji rétt allra til rík­is­fangs gengur eng­inn samn­ingur Sam­ein­uðu þjóð­anna svo langt að skylda ríki til að veita fólki rík­is­borg­ara­rétt. Eft­ir­lits­að­ilar nota helst þá aðferð að fylgj­ast með og eftir atvikum hvetja aðild­ar­ríki til dáða við að að draga úr afleið­ingum rík­is­fangs­leysis og koma í veg fyrir það. Alþjóða­lög og full­veldi ríkja eru hér í mót­sögn því ekk­ert yfir­þjóð­legt vald getur tryggt fram­kvæmd­ina og neytt full­valda ríki til að taka við ein­stak­lingum sem sínum borg­ur­um. Sumir fræði­menn líta svo á að ofan­greint ákvæði MSÞ sé því meira í ætt við stefnu­yf­ir­lýs­ingu. Þó má benda á að sum ríki standa vel á bak við alþjóð­legar skuld­bind­ingar sín­ar. Stjórn­völd í Sri Lanka og Indo­nesíu sam­þykktu til að mynda lög sem veittu stórum hópi fólks rík­is­borg­ara­rétt­indi á einu bretti. Í fyrra til­vik­inu var um að ræða Tamil fólkið og hinu síð­ara fólk af kín­versku þjóð­erni. Hið sama getur gerst fyrir Róhingja í Mjan­mar.

Neyð­ar­að­stoð

Á meðan unnið er að póli­tískri lausn og Róhingjar hafa ekki rík­is­borg­ara­rétt­indi þarf að tryggja til­tekin grunn rétt­indi og öryggi óbreyttra borg­ara með öðrum hætti. Flótta­manna­stofnun Sam­ein­uðu þjóð­anna hefur tekið ákveðna ábyrgð á rík­is­fangs­lausu fólki. Það hafa frjáls félaga­sam­tök einnig gert í ein­hverjum mæli. Þess vegna leita nú sam­tök á borð við Rauða kross­inn til almennra borg­ara til að styrkja verk­efni á vett­vangi. Rauði kross­inn hefur reynst afar skil­virkur í slíkum verk­efnum um allan heim. Eitt af grund­vallar gildum Rauða kross­ins er að taka ekki afstöðu til stjórn­mála til að geta haldið opnu sam­tali við stjórn­völd og stríð­andi fylk­ingar hvar sem er og til að fá aðgang að stríðs­hrjáðum svæð­um, flótta­manna­búðum og öðrum stöðum þar sem neyð fólks er mik­il. Þannig hafa sam­tökin oft á tíðum náð að koma brýn­ustu nauð­synjum og lækn­is­að­stoð til almennra borg­ara, á meðan von­ast er til að hið póli­tíska svið leiti lang­tíma lausna.

Mann­vinir Rauða kross­ins hafa gert störf íslenskra sendi­boða í flótta­manna­búð­unum í Bangla­dess mögu­leg und­an­farna mán­uði. Til að mynda starfa nokkrir íslenskri hjúkr­un­ar­fræð­ingar þar í tjald­sjúkra­húsi í sam­starfi við norska og finnska Rauða krossinn, aðrir starfa við mat­ar­út­hlutun og fleiri brýn verk­efni. Ann­ast þarf örmagna, veikt og vannært fólk og áætlað er að á milli þrjú og fjögur þús­und börn þurfi taf­ar­lausa með­höndlun vegna alvar­legrar vannær­ing­ar. Þá þurfa um þús­und börn sér­staka vernd eftir að hafa orðið við­skila við fjöl­skyldur sín­ar.

Tuttug­asta og þriðja nóv­em­ber síð­ast­lið­inn bár­ust fréttir af því að sam­komu­lag hefði náðst milli Aung San Suu Kyi, leið­toga Mjan­mar og Abul Hassan Mahmud Ali utan­rík­is­ráð­herra Bangla­dess um að Róhingjar fengju að snúa aftur heim innan tveggja mán­aða. Það gæti þó tekið mán­uði eða ár að flytja allt fólkið til baka og byggja aftur upp þau þorp sem brennd hafa verið til grunna. Þangað til mun fólkið halda til í flótta­manna­búð­un­um. Rauði kross­inn mun því um óákveð­inn tíma leit­ast við að fjár­magna neyð­ar­að­stoð á svæð­inu.

Grunnur bágrar stöðu Róhingja er rík­is­fangs­leysi þeirra. Án rík­is­fangs eru þeir í raun rétt­inda­laus­ir. Vinnu­veit­endur og aðrir hafa mis­notað veika stöðu þeirra. Mikil spenna hefur því ein­kennt sam­skipti Róhingja og ann­arra íbúa Mjan­mar. Upp úr sauð í ágúst síð­ast­liðn­um. Í kjöl­farið flúðu hund­ruð þús­unda Róhingja til Bangla­dess. Á meðan von­ast er eftir að tekið verði á rót vand­ans er nauð­syn­legt að hið borg­ara­lega sam­fé­lag sýni ábyrgð og styrki sam­tök sem eru með fólk á vett­vangi. Fyr­ir­séð er að það taki mán­uði eða ár að vinda ofan af hinu tíma­bundna ástandi. Hægt er að leggja neyð­ar­söfnun Rauða kross­ins á Íslandi lið með því að senda sms-ið TAKK í núm­erið 1900 og styrkja þannig söfn­un­ina um 1900 kr. Þá er einnig hægt að nota Kass appið með því að nota KassTag-ið takk@raudikross­inn eða leggja inn á reikn­ing 0342-26-12, kt. 530269-2649.

Mel­korka Mjöll Krist­ins­dóttir er meist­ara­nemi í hnatt­rænum tengslum og sjálf­boða­liði fyrir Rauða kross­inn á Íslandi.





Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar