Auglýsing

Ný rík­is­stjórn hefur tekið við í land­inu undir for­sæti Katrínar Jak­obs­dótt­ur. Hún tekur við þegar for­dæma­laus efna­hags­leg vel­sæld ríkir á Íslandi en langvar­andi póli­tískur óstöð­ug­leiki. Frá árinu 2007 er enda búið að kjósa fimm sinnum á Íslandi, fyrst og síð­ast vegna stans­lausra hneykslis- og spill­ing­ar­mála sem hafa ofboðið þjóð­inni.

Ein­ungis ein þeirra rík­is­stjórna sem setið hafa frá 2007 hefur setið heilt kjör­tíma­bil, sú sem sat við nán­ast von­laus efna­hags­leg skil­yrði árin 2009 til 2013.

Nýja stjórnin stendur því frammi fyrir stóru verk­efni.

Auglýsing

Íhald umfram frjáls­lyndi

Stjórn­ar­sátt­máli nýrrar rík­is­stjórnar ber öll merki þess að hana mynda mjög ólíkir flokkar með mjög ólík mark­mið. Rík­is­stjórnin er kynnt sem breið stjórn sem end­ur­spegli allt hið póli­tíska lit­róf. Það er í besta falli hálf­sann­leik­ur. Þótt hún raði sér þvert yfir hinn að mörgu leyti úr sér gengna vinstri-hægri kvarða þá ráð­ast allir flokk­arnir á sama ásinn á íhalds­sem­is­-frjáls­lyndis kvarð­an­um.

Stjórn­ar­sátt­mál­inn er mjög loð­inn á köflum og erfitt að átta sig á með hvaða hætti flokk­arnir ætla að fram­kvæma hlut­ina. Svo virð­ist sem hluta þeirra áskor­ana eigi að leysa við gerð fjár­laga og nýrrar fjár­mála­á­ætl­un­ar.  

Helstu ágrein­ings- eða vand­ræða­mál eru annað hvort fjar­ver­andi eða þau leyst með því að setja í þverpóli­tískar nefndir sem starfa vænt­an­lega út kjör­tíma­bil­ið, þangað til að næstu þverpóli­tísku nefndir um nið­ur­stöðu þeirra verða skip­að­ar.

Þar ber auð­vitað hæst stjórn­ar­skrár­mál­efni, sem eng­inn stjórn­ar­flokk­anna hefur sér­stakan áhuga á miklum breyt­ingum á.

„Skatta-Kata“ og „Pana­ma-prinsinn“

Í aðdrag­anda síð­ustu kosn­inga mátti ætla, af nafn­lausum kosn­inga­á­róðri stuðn­ings­manna Sjálf­stæð­is­manna og orð­ræðu for­ystu­manna þess flokks, að Ísland myndi fest­ast í ein­hvers konar efna­hags­legu svart­nætti nán­ast sam­stundis ef „Skatta-Kata“ kæm­ist til valda.

Sömu­leiðis var það afstaða lyk­il­manna hjá Vinstri grænum að ekki væri hægt að snerta Sjálf­stæð­is­flokk­inn „með töng­um“ þar sem hann væri „smit­beri spill­ing­ar, sér­hags­muna, hags­muna­gæslu, leynd­ar­hyggju, frænd­hygli, græðgi og óstjórn­ar.“ „Pana­ma-prins­ar“ væru ekki stjórn­tækir.

Odd­vit­inn í Reykja­vík skor­aði á flokk­inn að leiða Sjálf­stæð­is­flokk­inn ekki til valda og for­mað­ur­inn kall­aði Sjálf­stæð­is­menn „höf­uð­and­stæð­ing“ Vinstri grænna. Þing­maður flokks­ins sagði Sjálf­stæð­is­flokk­inn hafa „skapað þá menn­ingu sam­­trygg­ingar og leynd­­ar­hyggju sem við getum nú gengið á hólm við.“ Allir ofan­greindir hafa síðan skipt um skoð­un.

Þótt stjórn­ar­sátt­mál­inn sé rúm­lega 6.200 orð og fram­settur á 40 síðum (reyndar með mynd­um) þá er ekki minnst einu orði á spill­ingu, sið­ferði, afnám leynd­ar­hyggju né hvernig eigi að útrýma frænd­hygli. Þessi atriði sem skiptu, að því er virtist, öllu máli fyrir rúmum mán­uði eru nú óvið­kom­andi.

Þar er lítið talað um skatta­hækk­anir utan þess sem tákn­ræn aðgerð á hækkun fjár­magnstekju­skatts og breyt­ing á skatt­stofni hans er sett fram. Hún skilar ein­ungis 2,5 millj­örðum króna í við­bót­ar­tekjur fyrir rík­is­sjóð.

Raunar er mun meira um skatta­lækk­un­ar­til­lögur og -áform. T.d á að afnema skatt á bók­um. Svo er stefnt að því að lækka tekju­skatt og trygg­ing­ar­gjald og hætt við að láta ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tæki borga hærri virð­is­auka­skatt, sem átti að skila yfir 20 millj­örðum króna á ári í nýjar tekjur fyrir rík­is­sjóð. Þetta eru skatta­breyt­ing­arnar í rík­is­stjórn „Skatta-Kötu“.

Skatta­eft­ir­litið sem Vinstri græn ætl­uðu að láta borga fyrir aukna vel­ferð fyrir kosn­ingar er afgreitt í stjórn­ar­sátt­mála með eft­ir­far­andi hætti: „Skatt­rann­sóknir verða efldar sam­hliða því að vinna með aðilum vinnu­mark­að­ar­ins að ábyrg­ari vinnu­mark­að­i.“

Gengið á póli­tíska inn­eign Katrínar

Það er margt gott í sátt­mál­an­um. Meg­in­á­herslur hans eru rétt­ar. Þær eru á því að styrkja inn­viði. Auka og efla nýsköpun og stækka hin svo­kall­aða alþjóða­geira til að mæta þeim for­dæma­lausu sam­fé­lags­breyt­ingum sem við stöndum frammi fyrir vegna fjórðu iðn­bylt­ing­ar­inn­ar. Og svo auð­vitað á loft­lags­mál, sem er langstærsta mál sam­tím­ans.

Vinstri græn virð­ast vera með leik­á­ætl­un. Hún snýst um að koma í gegn sínum áherslum úr þeim ráð­herra­stólum sem flokk­ur­inn fær, þótt þær séu ekki skýrt fram settar í stjórn­ar­sátt­mála.

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn verður þó að teljast, einu sinni sem oft­ar, sig­ur­veg­ari þess­ara stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræðna þangað til annað kemur í ljós. Hann tap­aði mest allra í síð­ustu kosn­ing­um, alls fimm þing­mönn­um, og fékk sína næst verstu útreið í sögu flokks­ins. Það er nú stað­reynd að síð­ustu þrjár rík­is­stjórnir sem hann hefur myndað hafa sprungið og slóð hneyksl­is­mála sem Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn er nú með á eftir sér er orðin ansi löng.

Þrátt fyrir að bera sig alltaf sem sig­ur­veg­ara, þá var staða Bjarna Bene­dikts­son­ar, for­manns Sjálf­stæð­is­flokks­ins, mjög veik eftir kosn­ing­arnar í síð­asta mán­uði. Hann þurfti að kom­ast í rík­is­stjórn til að halda póli­tísku lífi. Það tókst og Bjarni fær nú skjól frá Katrínu, vin­sælasta stjórn­mála­manni þjóð­ar­inn­ar. En um leið er hann að ganga á hennar póli­tísku inn­eign. Það mun hún nýta til að koma sínum áherslum að.

Stefnan er rétt, en svo er það fram­kvæmdin

Þótt tónn­inn í sátt­mál­anum sé réttur á enn eftir að koma í ljós hversu vel Katrínu og Vinstri græn­um, og hinum fram­sýnu stjórn­mála­mönn­unum í rík­is­stjórn­inni á borð við Lilju Alfreðs­dóttur og Þór­dísi Kol­brúnu Reykja­fjörð Gylfa­dótt­ur, sem bera ábyrgð á lyk­il­mála­flokkum í þess­ari veg­ferð, mun ganga að hrinda þessum nauð­syn­legu breyt­ingum í gagn­ið.

Það er nefni­lega þannig, og hefur alltaf ver­ið, að stefna er eitt, en fram­kvæmd ann­að. Þegar reynt verður að ýta breyt­ingum úr vör, og ná í aukið fjár­magn til að koma þeim á, mun hin öfl­uga sér­hags­muna­gæsla íslensku eigna­stétt­ar­inn­ar, sem á þorra fjár­magns hér­lendis og vill halda því þannig, birt­ast af alvöru.

Yfir til ykkar

Það er hægt að gera allt á Íslandi. Tæki­færin hér eru óþrjót­andi. Hér er hægt að byggja upp fjöl­breytt og fram­sækið sam­fé­lag sem getur séð um alla sína þegna og veitt þjón­ustu á heims­mæli­kvarða. Það er hægt að vera leið­andi í breyt­ingum vegna loft­lags­mála. Það er hægt að vera í fremstu röð í nýsköpun og með því er hægt að skapa þau störf sem munu þykja eft­ir­sókn­ar­verð­ust í fram­tíð sem verður allt öðru­vísi en sá veru­leiki sem við þekkjum í dag. Það er hægt að auka jöfn­uð, láta gagn­sæi, heið­ar­leika og mannúð vera leið­ar­stef í okkar sam­fé­lags­gerð.

Í ljósi þeirrar tor­tryggni og úlfúðar sem ríkt hefur í þjóð­fé­lag­inu í tæpan ára­tug þá fær ný rík­is­stjórn tæki­færi til þess að sýna það í verki að hún vilji bæta það ástand. Að hún taki almanna­hags­muni fram yfir sér­hags­muni. Að fúsk, vald­níðsla, spill­ing og leynd­ar­hyggja sé eitt­hvað sem heyri nú sög­unni til og verði ekki lið­ið. Þau fá nýtt tæki­færi til að sýna fyrir hvern þau raun­veru­lega vinna. Og að þau vinni líka fyrir þann hluta þjóð­ar­innar sem kaus ekki flokk­inn þeirra.

Það eina sem þarf er vilja. Yfir til ykkar rík­is­stjórn Katrínar Jak­obs­dótt­ur. Gangi ykkur vel.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari