Þjóðarsjóður fyrir hagsmuni heildarinnar

Ríkisstjórnin ætlar að koma á Þjóðarsjóði. En hvernig gæti hann verið útfærður til framtíðar litið?

Auglýsing

Rík­is­stjórn Katrínar Jak­obs­dóttur hyggst koma á fót Þjóð­ar­sjóði, þar sem safna á fjár­munum sem koma frá auð­lindum í almanna­eigu.

Þetta er gömul hug­mynd, sem komið hefur fram með ýmsum hætti í gegnum tíð­ina, en lík­legt er að í þetta skiptið þá verði þessi hug­mynd að veru­leika. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn, Vinstri græn og Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn eru með það breiða og sterka stöðu á hinu póli­tíska sviði, að ef þau hafa vilja til að hrinda þessu í fram­kvæmd það mun það ger­ast hratt. Stjórn­ar­and­staðan hefur líka verið opin fyrir þessum hug­mynd­um, í það minnsta að miklu leyt­i. 

En hvernig gæti Þjóð­ar­sjóð­ur­inn verið útfærð­ur?

Auglýsing

Rík­is­stjórnin ein­blínir á orku­auð­lindir í stjórn­ar­sátt­mál­anum og segir í stefnu­yf­ir­lýs­ingu sinni: „Þjóð­ar­sjóður verður stofn­aður utan um arð af auð­lindum lands­ins og byrjað á orku­auð­lind­inni. Hlut­verk sjóðs­ins verður að byggja upp við­nám til að mæta fjár­hags­legum áföll­um. Afmark­aður hluti ráð­stöf­un­ar­fjár sjóðs­ins verður not­aður til að efla nýsköpun og styðja við vöxt og þroska sprota­fyr­ir­tækja. Með því verður fræjum sáð til efl­ingar nýrra vel laun­aðra starfa í fram­tíð­inni. Einnig verður hluti nýttur til átaks í upp­bygg­ingu hjúkr­un­ar­rýma fyrir elstu kyn­slóð­ina.“

Auð­lindir lands­ins

Það sem er athygl­is­vert hér er talið um að „byrja á orku­auð­lind­inn­i“. Mér finnst þetta ein­kenni­legt, og virð­ist benda til þess að stjórn­ar­flokk­arnir séu ekki búnir að hugsa hlut­verk og fjár­mögnun sjóðs­ins nægi­lega vel. Þetta er nefni­lega ekki lítið mál, heldur stórt og mik­ið. Fram­tíð okkar litla sam­fé­lags á mikið undir í því að vel tak­ist til. 

Ef horft væri til orku- og sjáv­ar­auð­linda þá væri sjóð­ur­inn með nokkuð aug­ljósa tekju­stofna. 

Tekj­urnar kæmu úr því sem almenn­ingur fengi fyrir auð­lindir sín­ar. Með því að stofna sjóð­inn og koma honum á þá lifnar mik­il­væg rök­ræða við, sem gæti haft mikil áhrif á hið pólítíska lands­lag til fram­tíðar lit­ið. 

Auðvelt er að nefna dæmi því máli til stuðn­ings erlendis frá. Norð­mönnum bar mikil gæfa til þess að byggja upp skyn­sam­legt kerfi í kringum norska olíu­sjóð­inn, sem í dag er stærsti fjár­fest­inga­sjóður heims, með eignir upp á rúm­lega þús­und millj­arða Banda­ríkja­dala, eða sem nemur um 104 þús­und millj­örðum króna. Það er upp­hæð sem nemur tæp­lega 200 þús­und Banda­ríkja­dölum á hvern Norð­mann, eða um 22 millj­ónum króna. Til sam­an­burðar nema eignir íslenska líf­eyr­is­sjóða­kerf­is­ins um 10,8 millj­ónum á hvern Íslend­ing.

Tvennt skipti sköpum við upp­bygg­ingu sjóðs­ins.

1. Stjórn­mála­menn geta ekki teygt sig í fjár­magnið og fjár­magnað gælu­verk­efni. Það er bein­línis ekki hægt, vegna þess hvernig stofn­ana­leg umgjörð sjóðs­ins er. Hún heyrir undir Seðla­banka Nor­egs og rík­is­sjóð, en hefur þannig umgjörð, að ákvarð­anir um notkun fjár­muna getur ekki verið tengd stjórn­mála­mönn­um.

2. Hitt atriðið snéri að því að tryggja að fjár­magnið sem kemur í sjóð­inn fari beint úr norsku hag­kerfi, að lang­mestu leyti, eða 96 pró­sent. Vegna þess hve miklar stærðir eru fyrir hendi, þegar kemur að tekjum af olíu­auð­lindum Nor­egs, þá er það mik­il­vægt hag­stjórn­ar­legt atriði fyrir Noreg að ávaxta fjár­mun­ina á alþjóð­legum mörk­uð­u­m. 

Norska ríkið á tæp­lega 70 pró­sent í Statoil og skatt­legur hagn­að­inn af olíu­vinnsl­unni um tæp­lega 80 pró­sent. Þetta gerir það að verkum að langstærsti hluti hagn­aðar af olíu­vinnsl­unni í Nor­egi fer til almenn­ings, í gegnum norska olíu­sjóð­inn. 

Hann er síðan með lang­tíma fjár­fest­inga­stefnu og miðar áætl­anir sínar fyrir kom­andi kyn­slóð­ir, fyrst og fremst. En ein­staka und­an­tekn­ingar má þó nefna. Til dæmis kemur sjóð­ur­inn að fjár­mögnun inn­viða­verk­efna í Nor­egi á næstu 15 árum. Umfang þeirra er með ólík­ind­um, eða um 15 þús­und millj­arðar íslenskra króna. Sterk­ari inn­við­ir, meðal ann­ars á sviði fjar­skipta og sam­gangna, eru taldir lyk­il­at­riði til að tryggja sam­keppn­is­hæfni Nor­egs í fjórðu iðn­bylt­ing­unni.

Ef horft er til orku- og sjáv­ar­auð­linda, þá gæti Þjóð­ar­sjóð­ur­inn haft þrjá tekju­stofna.

1. Arð­greiðslur Lands­virkj­unar

2. Veiði­gjöld útgerða

3. Leyf­is­gjöld fisk­eldis í sjó

Sé mið tekið af stöð­unni eins og hún er núna þá ætti Þjóð­ar­sjóð­ur­inn að geta fengið á bil­inu 15 til 25 millj­arða á ári, næstu árin, vegna arð­greiðslna Lands­virkj­unar og veiði­gjalda. 

Veiði­gjöldin hafa verið á bil­inu 5 til 13 millj­arðar á síð­ustu árum, og sveifl­ast með afkomu af ein­hverju leyti. Fyr­ir­sjá­an­legt er að arð­greiðslur Lands­virkj­unar muni hækka mikið á næstu árum, vegna sterk­ari fjár­hags­stöðu fyr­ir­tæk­is­ins, þar sem skuldir hafa verið greiddar nið­ur. Fyr­ir­sjá­an­legt er að mikil verð­mæti munu safn­ast upp hjá Lands­virkj­un, eftir því sem skulda­staðan batn­ar, og virkj­anir verða þannig hag­kvæm­ari.

Leyf­is­gjöldin í fisk­eldi eru hins vegar einskis metin á Íslandi, miðað við t.d. hvernig virði þeirra hefur verið metið í við­skiptum í Nor­egi. Þetta er mikið umhugs­un­ar­efni. Þau ættu að geta skilað Þjóð­ar­sjóðnum t.d. 500 til þús­und millj­ónum á ári, en síðan meiru eftir því sem umfang fisk­eldis í sjó verður meira. 

Til ein­föld­unar myndi með þessu móti safn­ast upp­hæð árlega í Þjóð­ar­sjóð­inn sem nemur um 0,8 til 1 pró­sent af árlegri lands­fram­leiðslu, miðað við stöðu mála eins og hún er núna. Það er 20 til 25 millj­arð­ar, miðað við að árleg lands­fram­leiðsla sé um 2.500 millj­arðar króna.

Það skal tekið fram að reglu­verk og umræða um umhverf­is­þætti fisk­eldis í sjó er enn lif­andi umræða. Upp­bygg­ing hefur verið hröð, og umræðan að ein­hverju leyti van­þroskuð þess vegna. Það gæti vel farið svo að lokum að þau alþjóð­legu fyr­ir­tæki sem nú vinna að því að byggja upp starf­semi sína á Íslandi, í sam­starfi við Íslend­inga, muni að lokum greiða mun meira fyrir leyfin en þau gera nú, og muni auk þess búa við strangt eft­ir­lit þar sem eng­inn afsláttur verður gef­inn á nein­u. 

Allar for­sendur eru til þess að skapa þjóð­ar­sátt um Þjóð­ar­sjóð­inn, en það væri ein­feldni að halda að það verði auð­velt að koma honum á og byrja að safna í hann fjár­mun­um. Rök­ræðan um skipt­ingu arðs af auð­lindum í almanna­eigu hangir saman við til­vist hans. Þess vegna er mik­il­vægt að stjórn­mála­menn átti sig strax á mik­il­vægi þess að vanda til verka og bera virð­ingu fyrir því að þeir eiga ekki að geta teygt sig í hann til að fjár­magna gælu­verk­efni. Hann á að vera fyrir kom­andi kyn­slóðir og þannig vel­ferð heild­ar­inn­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari