Auglýsing

Fátt er mik­il­væg­ara en að eiga heim­ili. Þrátt fyrir for­dæma­laust efna­hags­legt góð­æri á und­an­förnum árum er staðan samt sem áður sú að fjöl­margir Íslend­ingar glíma við þá stöðu að eiga annað hvort ekki í nein hús að venda, eða þurfa að lifa við mikið óör­yggi á leigu­mark­aði. Tugir manna búa til að mynda á tjald­svæð­um. Þetta fólk á nær enga mögu­leika á að kaupa sér hús­næði. Verð á slíkt á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hefur hækkað um 94 pró­sent á sjö árum. Verðið síð­ustu tvö ár hefur hækkað langt umfram kaup­mátt­ar­aukn­ingu.

Flest lág­tekju­fólk sem kemst þó í hús­næði leigir slíkt. Nær eng­inn er á leigu­mark­aði vegna þess að hann langar til þess. Á Hús­næð­is­þingi sem vel­ferð­ar­ráðu­neytið og Íbúða­lána­sjóður boð­uðu til í októ­ber kom fram að 80 pró­sent leigj­enda vilji kaupa sér íbúð. 57 pró­sent sögð­ust vera á leigu­mark­aði af nauð­syn. Þar kom líka fram að þriðji hver leigj­andi borgar meira en helm­ing af ráð­stöf­un­ar­tekjum sínum í leigu og að fáir tekju­lágir leigj­endur geti safnað sér nokkru spari­fé.

Alls eru 17 pró­sent heim­ila á Íslandi á leigu­mark­aði. Leigu­verð hefur sam­tals hækkað um 75-80 pró­sent frá því í byrjun árs 2011. Á sama tíma hefur hið opin­bera varið lægra hlut­falli af lands­fram­leiðslu í hús­næð­is­stuðn­ing en það hefur gert að með­al­tali síð­ast­liðin 15 ár. Til að ná með­al­tal­inu vantar um fimm millj­arða króna árlega upp á. Og ofan á það fóru 90 pró­­­sent þeirra vaxta­­­bóta sem greiddar voru út í fyrra til efna­­­meiri helm­ings þjóð­­­ar­inn­­­ar.

Auglýsing

Af hverju er þetta svona? Og hefur þetta alltaf verið svona? Svarið við því er nei. Ára­tugum saman var rekið á Íslandi félags­legt hús­næð­is­kerfi. Það óx mest á níunda og tíunda ára­tug síð­ustu ald­ar. Innan þess gat tekju­lágt fólk bæði keypt eða leigt hús­næði á verði sem það réði við.

Þeir sem keyptu gátu tekið félags­leg lán. Þau voru þannig að vextir á þeim voru lægri, láns­tím­inn lengri og veitt voru hærri lán sem hlut­fall af kostn­aði íbúð­ar. Þetta kerfi gerði það að verkum að lág­tekju­fólk átti mun auð­veld­ara með að eign­ast þak yfir höf­uð­ið. Árið 1998 voru félags­legar íbúðir á land­inu alls 11.044 tals­ins.

Rík­is­stjórn Sjálf­stæð­is­flokks og Fram­sókn­ar­flokks, sem mynduð var eftir alþing­is­kosn­ingar vorið 1995, boð­aði í mál­efna­samn­ingi veru­legar breyt­ingar á hús­næð­is­mál­um. Í þeim fólst m.a. að leggja niður Hús­næð­is­stofnun rík­is­ins, fyrri lán­veit­ingum í félags­legum til­gangi var hætt og öll lána­starf­semi Bygg­inga­sjóðs verka­manna var aflögð.

Það þýddi að þeir sem voru í félags­lega kerf­inu voru allir komnir inn í almenna kerf­ið. Þurftu að taka lán á sömu kjörum og aðrir sem þar voru en höfðu meira á milli hand­anna og keppa við þá um tak­markað magn leigu­í­búða.

Þessi póli­tíska ákvörðun gerði það að verkum að eft­ir­spurn eftir íbúðum til kaups og leigu á almenna mark­aðnum jókst marg­falt á einni nóttu. Þegar eft­ir­spurnin varð síðan mun meiri en fram­boðið eftir hrun­ið, vegna sam­dráttar í bygg­ingu íbúða árum saman og svo ferða­manna­sprengju, skap­að­ist síðan neyð­ar­á­stand sem bitnar fyrst og síð­ast á fátæk­ustu íbúum þessa lands.

Um síð­ustu ára­mót voru félags­legar íbúðir á Íslandi rúm­lega helm­ingi færri en þær voru þegar kerfið var afnu­mið, eða 5.065 tals­ins. Til við­bótar reka Félags­bú­stað­ir, Búseti, Félags­stofnun stúd­enta, Bygg­inga­fé­lag Náms­manna og Öryrkja­banda­lag Íslands sam­tals nokkur þús­und íbúð­ir. Þessar íbúðir eru fjarri því nægj­an­lega margar og það er póli­tísk ákvörðun að þeim hafi ekki fjölgað meira.

Því fer fjarri að þetta nægi til að takast á við þann vanda sem nú er til stað­ar. Þess vegna er unnið að því að stand­setja neyð­ar­hús­næði í Víði­nesi. Þess vegna býr fólk á tjald­svæð­um.

Og það er þjóð­ar­skömm.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari