Daginn eftir byltinguna

Þingflokksformaður Viðreisnar skrifar um stjórnmálin á árinu 2017 og komandi nýtt ár.

Auglýsing

„Jafn­vel hinn rót­tæk­asti bylt­ing­ar­maður verður íhalds­maður dag­inn eftir bylt­ing­una.” Þessi frægu orð Hönnu Arendt eiga vel við í póli­tísku upp­gjöri árs­ins 2017.  En þótt ýmis­legt hafi á dag­ana drifið í póli­tík á Íslandi á árinu 2017 má telja víst að árs­ins verður ekki síst minnst fyrir #MeToo og #Höf­um­Hátt bylt­ing­arn­ar.  

Konur stigu fram og gáfu bolt­ann. Alda­löng þöggun um kyn­ferð­is­legt áreiti, vald­beit­ingu og ofbeldi var dregið fram í dags­ljós­ið. Nú er það okkar allra að grípa og beita okkur fyrir bættri menn­ingu og auk­inni virð­ingu. Þannig verður sam­fé­lagið betra fyrir alla, konur og karla.

Íslenskt sam­fé­lag þarf að skipa sér í lið með þolend­um, halda umræð­unni á lofti og kalla hlut­ina réttu nafni, hversu óþægi­leg sem slík nafla­skoðun kann að vera. Kyn­ferð­is­legt áreiti og kyn­ferð­is­legt ofbeldi er ein­fald­lega áreiti og ofbeldi sem á að vera óvel­komið í sam­fé­lagi okk­ar, alltaf og alls stað­ar. Og ef árið 2017 færir okkur slík tíma­mót, þá var það frá­bært ár.

Auglýsing

Að slá nýjan tón

Bylt­ing­arnar snertu flest svið sam­fé­lags­ins og stjórn­málin eru þar ekki und­an­skil­in. #Höf­um­Hátt felldi enda rík­is­stjórn á árinu. Leynd­ar­hyggja yrði ekki lengur liðin í stjórn­mál­un­um. Tími nýrra stjórn­mála, sem boðuð hafa verið frá hruni, virt­ist kom­inn. Kosið var ein­ungis ári eftir síð­ustu kosn­ing­ar. Beðið var með eft­ir­vænt­ingu eftir breyt­ing­um. Það verður þó að segja eins og er að nið­ur­staða kosn­ing­anna var ekki mjög afger­andi.

Stjórn­ar­sátt­máli rík­is­stjórnar Sjálf­stæð­is­flokks, Vinstri grænna og Fram­sókn­ar, sem birtur var 1. des­em­ber sl., hefst á þessum orð­um: „Í nýrri rík­is­stjórn munu flokkar sem spanna hið póli­tíska lit­róf allt frá vinstri til hægri freista þess að slá nýjan tón.“  Þessi orð vekja bæði athygli og vænt­ing­ar.

Verður sleg­inn nýr tónn í afstöðu þess­ara þriggja íhalds­flokka um frek­ari greiðslur stór­út­gerða til íslensks almenn­ings fyrir afnot af þjóð­ar­auð­lind­inni? Eða rennur sá arður sem þar skap­ast að mestu leyti áfram í vasa örfárra?

Verður sleg­inn nýr tónn í afstöðu þess­ara þriggja íhalds­flokka til hags­muna íslenskra neyt­enda þegar kemur að land­bún­að­ar­mál­um? Eða verður haldið í forn­eskju­legt kerfi, sem tekur ekk­ert mið af breyttum aðstæðum og gagn­ast fyrst og fremst fáeinum útvöld­um?

Verður sleg­inn nýr tónn í afstöðu þess­ara þriggja íhalds­flokka til gjald­mið­ils­mála? Eða verður þar áfram­hald­andi sam­staða um að láta íslensk fyr­ir­tæki og heim­ili bera  kostn­að­inn af hinum sveiflu­kennda örgjald­miðli okk­ar?

Að lokum en þó umfram allt, verður sleg­inn nýr tónn í stjórn­mála­um­ræð­una?

Aukin útgjöld og hvað svo?

Rík­is­stjórnin nýja tekur við góðu búi. Flest hefur gengið okkur Íslend­ingum í hag­inn í efna­hags­stjórn und­an­far­inna ára og fjár­hagur hins opin­bera hefur notið góðs af því. Tæki­færin til breyt­inga hafa sjaldan verið aug­ljós­ari. Það eru því ákveðin von­brigði að sjá að rík­is­stjórn Vinstri grænna, Sjálf­stæð­is­flokks og Fram­sóknar ætla að losa tökin á rík­is­fjár­mál­un­um, með til­heyr­andi áhættu fyrir almenn­ing og atvinnu­líf­ið. Og ekki ætla flokk­arnir þrír að fylgja aukn­ingu rík­is­út­gjalda eftir með kröfum um bæði skýra stefnu og skyn­sam­lega nýt­ingu þeirra útgjalda. Í stjórn­ar­sátt­mála rík­is­stjórn­ar­innar er að minnsta kosti ekki að finna vís­bend­ingar um for­gangs­röðun og árang­urs­mæli­kvarða. Það er því ástæða til að hafa áhyggjur af því að átaka- og ákvarð­ana­fælin stjórn­völd freist­ist til að kaupa sér skamm­tíma­frið en ráði ekki við að ná póli­tískri sam­stöðu um hvernig best sé að nýta fjármagn­ið.

Ef svo fer sem horfir er hætt við að rík­is­stjórnin sitji uppi með þá arf­leifð að hafa hleypt efna­hags­legum stöð­ug­leika í upp­nám fyrir skamm­tíma­hags­muni sína.  Ljósið í myrkr­inu er að skiln­ingur fag­fólks, til dæmis í heil­brigð­is- og mennta­mál­um, virð­ist mik­ill á mik­il­vægi þess að fjár­magni fylgi kröfur um skýra stefnu og skil­virka fram­kvæmd. Von­andi bera stjórn­völd gæfu til að hlusta á þær radd­ir.

Við í  Við­reisn erum reiðu­búin til þess að leggja okkur fram um bætt vinnu­brögð og að koma öllum málum sem til fram­fara horfa áfram í þing­inu. Við viljum nýja nálgun og aðferð­ir.

Við erum til­bú­in. Við ætlum ekki að breyt­ast í íhalds­menn dag­inn eftir bylt­ing­una.

Ég óska stjórn­völdum vel­farn­aðar og lands­mönnum öllum gleði og gæfu á nýju ári. Megi bylt­ingin lifa #MeToo

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar