Jafnréttisárið mikla

Óhætt er að segja að jafnréttismál hafi verið mikið í umræðunni á árinu.

Auglýsing

Þetta er árið þegar konur risu upp; höfðu hátt, felldu rík­is­stjórn, hófu #metoo bylt­ingu og skor­uðu á hólm feðra­veld­is­menn­ing­una. Ómenn­ingu sem við erum öll alin upp í og íþyngir okkur með alls­konar þögg­un, glæp­um, áreitni og vald­beit­ingu sem byggir á kyni fólks og stöðu. Við sáum ungu kon­urnar sem sögðu stopp þegar þær átt­uðu sig á að ger­andi þeirra var með stuðn­ingi stjórn­sýsl­unar og valda­karla að fá upp­reist æru og end­ur­nýjuð lög­manns­rétt­indi, af því að það væri svo ósann­gjarnt fyrir hann að fá þau ekki aft­ur. Konur stigu fram og sögðu okkur frá við­móti kerf­is­ins þegar þær þó sögðu frá ofbeldi sem þær höfðu orðið fyr­ir, þær jafn­vel útskúf­aðar úr fjöl­skyldum eða heilu bæj­ar­fé­lög­unum meðan ger­and­inn situr áfram, í skjóli valds og kerf­is­ins.

Rík­is­stjórnin sprakk og það komu kosn­ingar en þrátt fyrir allt þá kaus þjóðin eldra fólk, fleiri karla og færri konur til að sitja á alþingi. Lík­lega og von­andi bara tíma­bundið bakslag, enda getur verið óþægi­legt að gera bylt­ingu. Henni fylgir sárs­auki og þá getur verið gott að detta bara í gamla farið sem við kunnum svo vel. En eftir #metoo sam­tal kvenna um allt land í öllum stéttum verður ekki aftur snú­ið. Áskor­unum þús­unda kvenna um aðgerðir gegn mis­beit­ingu valds verður að svara. Það ættu ekki að fylgja því nein völd að fæð­ast sem karla­mað­ur, enda eru afleið­ingar þessa kyn­bundna valda­kerfis gríð­ar­lega umfangs­miklar og kostn­að­ar­samar og þær er erfitt að leið­rétta nema að við ráðumst að rót vand­ans. Kynja­kerf­inu sjálfu. Þar má nefna launa­mun kynj­anna og að allt sem er kven­lægt er ein­hvern­vegin aðeins minna virði en það sem er karllægt sam­an­ber laun hinna hefð­bundnu kvenna­stétta.  

Það er ekki til­viljun að karlar eru í miklum meiri­hluta við­mæl­endur fjöl­miðla, að kvenna­í­þróttir fái minna vægi, að nær allar kvik­myndir fjalla um karla og heim­inn út frá körlum, bækur eða list eftir karla selj­ist betur og svo fram­veg­is. Það er ekki til­viljun að karlar stjórna pen­ingum á íslandi að þeir velj­ast í áhrifa­stöður umfram kon­ur, það er ein­kenni á kyn­bundnu valdi rétt eins og ofbeldið sem karlar beita kon­ur. Birt­inga­mynd­irnar eru bara mis­mun­andi og erfitt að segja endi­lega hvað er alvar­leg­ast. Því miður hafa ekki verið gerðar rann­sóknir á tengslum valds og ofbeldis á vinnu­stað en það er mik­il­vægt að í fram­tíð­inni fáum við slíkar rann­sóknir þannig að við vitum hvaða áhrif ofbeldi og áreitni á vinnu­stað hefur á laun, fram­gang og stöðu kvenna á vinnu­mark­aði.

Auglýsing

Fáir karlar beita valdi sínu með með­vit­uðum og mark­vissum hætti gegn konum en margir karlar og konur taka ómeð­vitað þátt. Þegja eða gera ekk­ert og horfa á konur nið­ur­lægðar eða snið­gengnar á grund­velli kyn­ferð­is. En þeir eru þarna karl­arnir sem vilja engar breyt­ingar sem ógna þeirra stöðu hver sem hún er. Karlar sem sjá efni­legar konur sem ógn eða þurfa að sanna vald sitt með því að gera lítið úr öðrum til að festa sína stöðu í sessi. Kaup á vændi, þreif­andi hend­ur, til­boð um fram­gang gegn kyn­lífi, kyn­ferð­is­legar athuga­semdir þegar þú þarft að vera upp á þitt besta, bak­tal um þá sem ekki spila með.  Allt í þessa átt þarf að heyra sög­unni til. Við þurfum sem þjóð að þakka öllum þeim konum sem hafa risið upp, svipt hul­unni af því hvernig kyn­bundið vald birt­ist þeim og okkur öll­um, alla daga, all­stað­ar, í stað þess að fara í vörn og dæma, útfrá hug­myndum for­tíð­ar, hvort þetta eða hitt sé nú ofbeldi eða ekki. Við þurfum öll að með­taka og hlusta og átta okkur á að við stöndum frami fyrir gríð­ar­legu tæki­færi.

Smættum ekki áskorn­un­ina sem okkur er nú falin sem sam­fé­lag heldur tökum henni því við þurfum algjöra við­horfs­breyt­ingu til að áhrif #metoo bylt­ing­ar­innar nái fram að ganga til fulls. Við viljum fllest að allir geti nýtt sína hæfi­leika, notið sín í starfi og náð árangri okkur öllum til hags­bóta óháð kyni. Rann­sóknir hafa sýnt að fyr­ir­tæki sem hafa bæði konur og karla við stórn­völin eru far­sælli en þegar ein­göngu karlar stjórna. Allir græða á jafn­rétti og ef við náum að hrista of okkur þetta gamla kynj­aða valda­kerfi munum við án efa sjá mun meiri vel­gengni, minni van­líðan og meiri ham­ingju í sam­fé­lag­inu öllu. Með­virkni sam­fé­lags­ins hefur verið skoruð á hólm, krafan er að við öll hættum að taka þátt í þessu aldagamla kynj­aða rugli og þó það sé óþægi­legt, flókið og etv tíma­bundið sárt, þá treysti ég því að flestir komi með. Þá verður 2017 skil­greint sem jafn­rétt­is­árið mikla!

Höf­undur er vara­for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar