Krónuáhættan hefur magnast upp

Hagtölurnar eru góðar, en samt eru mikilvægustu fyrirtæki landsins í þekkingariðnaði mörg hver að glíma við hratt versnandi rekstrarskilyrði.

Auglýsing

Hið nýja íslenska hag­kerfi, þar sem ferða­þjón­ustan er lang­sam­lega fyr­ir­ferða­mesta atvinnu­grein­in, gefur til­efni til þess að velta fyrir sér á hvaða leið hag­kerfið er.

Hag­fræð­ingar hafa ýmsar skoð­anir á hlut­un­um, eins og geng­ur, og það er aldrei hægt að treysta þeirra leið­sögn vegna þess hve mis­mun­andi sýn þeir hafa á hlut­ina. Það er ekk­ert óeðli­legt við það, enda hag­fræðin lif­andi fag eins og öll önn­ur.

Eitt virð­ist blasa við þessi miss­er­in. Áhættan af því að vera með næst minnsta sjálf­stæða pen­inga­kerfi heims­ins (á eftir Seychelles eyj­um, þar sem fjár­mála­ráð­herra þekkir ágæt­lega til við­skipta­hátta) hefur magn­ast upp að und­an­förnu.

Auglýsing

Best að kasta krón­unni

Best væri núna að vera ein­fald­lega með Banda­ríkja­dal eða evru, frekar en krón­una. Ferða­þjón­ustan er betur sett með erlenda mynt, enda hefur hún sínar tekjur að mestu í erlendri mynt. Það kæm­ist meiri vissa í áætl­anir með erlenda mynt, eins og atvinnu­rek­endur hafa marg bent á.

Og án krón­unn­ar, þá væru stjórna­mála­menn ekki að hafa eins miklar áhyggjur af því að hingað væru að koma of margir ferða­menn. Ofris krón­unn­ar, sem að miklu leyti má rekja til inn­spýt­ingar frá erlendum ferða­mönn­um, er eitt­hvað sem getur ekki verið hluti af umhverfi alþjóð­legra fyr­ir­tækja til lengd­ar.

Von­andi tapar fólk sér ekki í veisl­unni núna. Staðan er góð, að mörgu leyti, en það er ekki krón­unni að þakka heldur ferða­mönnum og neyð­ar­að­gerðum í fjár­mála­hrun­inu. Núna er besta tæki­færið í Íslands­sög­unni til að losa okkur við krón­una fyrir fullt og allt. Rétt­ast væri að gera það.

Mörg fyr­ir­tæki í vanda

Hugsið ykkur stöð­una. Tökum dæmi.

Hug­bún­að­ar­fyr­ir­tæki seldi þjón­ustu fyrir millj­arð, í erlendri mynt, árið 2016, og hagn­að­ist um 100 millj­ón­ir. Fyrir sömu tekjur í erlendri mynt komu 850 millj­ónir í kass­ann ári síð­ar, og laun höfðu að auki hækkað um 10 til 15 pró­sent, meðal ann­ars útaf því hvernig stjórn­mála­stéttin hélt á hag­stjórn­inni. Allur hagn­að­ur­inn er far­inn, og varn­ar­bar­átta tekin við.

Svona er þetta víða í hag­kerf­inu, en stjórn­mála­menn á ofur­launum sínum - sem þeir skömmt­uðu sér með því að sam­þykkja alltof brattar hækk­anir kjara­ráðs - virð­ast ekki nenna að hafa fyrir því að tengja sig inn í þennan hluta hag­kerf­is­ins.

Krón­u­á­hætta í veiði­gjöld­unum

Sjáv­ar­út­veg­ur­inn er annað dæmi. Sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki glíma nú við vanda, meðal ann­ars vegna þess að olía er að hækka, launa­skriðið alltof mikið og hratt (blasir við) og krónan sterk. Það er vel hægt að deila um hvernig eigi að inn­heimta auð­linda­gjöld í sjáv­ar­út­vegi, en stað­reyndin er sú að hækkun veiði­gjalda núna kæmi á versta tíma fyrir mörg fyr­ir­tæki, sér­stak­lega þau minni. Þetta blasir við, í ljósi versn­andi rekstr­ar­skil­yrða, og er ekki ein­göngu ein­hver almenn skoðun tals­manna kvóta­kerf­is­ins. Inn­heimta veiði­gjald­anna verður alltaf snúin í krón­u­sveifl­un­um, af þessum sök­um. Umræða um sátt í sjáv­ar­út­vegi held ég að hangi meira saman við hversu þröngt eign­ar­haldið er á sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­un­um, heldur en að þau séu ekki að greiða nægi­lega mikið í veiði­gjöld. Með dreifð­ara eign­ar­haldi væri meiri sátt, en það er önnur saga.

Inn­heimta auð­linda­gjald­anna væri auð­veld­ari við­fangs með erlendar myntir og líka skyn­sam­legri fyrir fyr­ir­tæk­in. Þau hefðu meiri vissu í sínum rekstri og gætu áttað sig á hlut­unum og séð fyrir hornið í efna­hagn­um.

Þetta er öðru­vísi núna

Af hverju nær þetta ekki augum og eyrum ráða­manna? Ástæðan er sú, meðal ann­ars, að hag­töl­urnar eru taldar svo ljóm­andi góð­ar. This time it’s differ­ent.

Samt er það þannig að grunn­rekstrar skil­yrði þekk­ing­ar­fyr­ir­tækj­anna í útflutn­ingi hafa versnað stór­kost­lega á skömmum tíma.

Neyð­ar­lögin og höftin lögðu grunni að við­spyrn­unni, þetta blasir við núna, tæpum ára­tug síð­ar, en til lengdar litið hlýtur áskor­unin að vera sú, hvernig Ísland á að geta verið sam­keppn­is­hæft í alþjóða­væddum heimi. Hvernig ætl­uðum við að vera þátt­tak­endur í hon­um? 

Í landamæra­lausum heimi tækn­innar er þetta stórt atriði. Ein­angrun með sér­tækar pen­inga­mála­lausnir gæti orðið slæm fyrir fram­tíð­ar­kyn­slóð­ir.

Ójafn leikur

Það var fróð­legt að heyra Jón Björns­son, for­stjóra Festi sem rekur meðal ann­ars versl­anir undir merkjum Krón­unn­ar, ræða um sam­keppn­is­stöð­una við útlönd í smá­söl­unni, í spjalli hjá Íslands­banka á dög­un­um. Þar blasir við staða sem gerir leik­inn heldur ójafn­an. Ann­ars vegar eru það alþjóð­leg fyr­ir­tæki sem geta fjár­magnað sig með alvöru gjald­miðlum á lágum vöxt­um, með sveigj­an­legri fjár­mögn­un, og síðan vaxta­okrið sem fylgir íslensku krón­unni.

Þetta snýst ekki bara um Costco, heldur stöð­una almennt eins og hún blasir við núna. Íslenska krónan er að verða að stærri hindrun en áður í íslenska hag­kerf­inu, og er þegar farin að magna upp áhætt­una í kerf­inu, eins og þetta horfir við mér.

Ef Ísland væri núna með Banda­ríkja­dal eða evru, þá væri áhættan í ferð­þjón­ust­unni, þekk­ing­ar­iðn­aði og svo til öllum öðrum rekstri, miklu minni en hún er núna. Til fram­tíðar hefði ung og vel menntuð þjóð sam­keppn­is­for­skot á margar aðrar þjóð­ir, ef ekki væri fyrir þetta ein­angr­aða pen­inga­kerfi, fyrir 200 þús­und manna vinnu­mark­að, sem landið býr við.

Áhug­inn á breyt­ingum er hins vegar lít­ill sem eng­inn, og eins og hefur sést á stjórn­mála­lands­lag­inu þá virð­ast flokk­arnir sem nú eru við völd, Vinstri græn, Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn og Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn, ekki hafa mik­inn áhuga á breyt­ing­um.

Klárum vinn­una

Bene­dikt Jóhann­es­son, fyrr­ver­andi fjár­mála­ráð­herra og for­maður Við­reisn­ar, hefur árum saman haft skýra sýn á pen­inga­mál þjóð­ar­inn­ar, og viljað kastað krón­unni og tengja Ísland betur inn í alþjóða­væddan heim með upp­töku evru og inn­göngu í Evr­ópu­sam­band­ið. Í ljósi stöð­unnar núna, eftir upp­gang ferða­þjón­ust­unn­ar, ættum við líka að vera opin fyrir upp­töku Banda­ríkja­dals, sem er mögu­legt og for­dæmi fyrir því.

Eins og áður hefur verið bent á, þá eru gjald­mið­ils­málin ekk­ert einka­mál hag­fræð­inga, enda sýnir sagan að sjón­ar­mið þeirra eru mörg og breyti­leg, eins og geng­ur. Von­andi verða stjórn­völd til­búin til þess að halda áfram með vinn­una sem Bene­dikt og Við­reisn börð­ust fyr­ir, sem leiddi meðal ann­ars til skip­unar starfs­hóps, sem hefur nú pen­inga­málin til skoð­un­ar. Þetta er mik­il­væg vinna sem verður að fá að halda áfram. Ekki verður unað við það, að krón­u­á­hættan fái að verða hluti af veru­leika Íslands til allrar fram­tíð­ar. Það er engin ástæða til þess, og breytt staða hag­kerf­is­ins býður upp á breyt­ingar til batn­að­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari