Nyrsta léttlest veraldar

Viðar Freyr Guðmundsson veltir fyrir sér borgarskipulagi og hvort Borgarlínan sé réttur kostur á höfuðborgarsvæðinu.

Auglýsing

Í Þránd­heimi er starf­rækt nyrsta létt­lest ver­ald­ar. Eða alveg þangað til fyr­ir­huguð Borg­ar­lína verður tekin í notkun hér á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Grå­kall Banen, eins og hún er kölluð var opnuð árið 1903 og flutti 4,3 millj­ónir far­þega þegar mest var árið 1918. Þránd­heimur er að mörgu leyti sam­bæri­leg borg við Reykja­vík. Báðar borg­irnar liggja á svip­aðri breidd­argráðu. Reykja­vík 64,1° norður meðan Þránd­heimur er 63,4° norð­ur. Borg­irnar hafa svip­aðan íbúa­fjölda. Á þeim tíma sem Grå­kall Banen var tekin í notkun voru lestar það flottasta sem hægt var að fá í sam­göng­um. Ann­ars varð fólk að láta sér hesta, hjól­hesta eða tvo jafn­fljóta nægja.

Trondheim - Daglegar ferðir Mynd: Viðar Freyr

Sagan illa fer...

Í Þránd­heimi er hins vegar létt­lestin svo lítið notuð und­an­farna ára­tugi að hún var aflögð á tíma­bili. Þegar bif­reiðin kom til sög­unnar og vega­bæt­ur, varð fjöl­skyldu­bíll­inn smám saman vin­sæl­asti ferða­mát­inn. Kannski er það veð­ur­farið sem gerði þetta af verk­um. Eða þá að fólk kann vel við frelsið sem fylgir því að geta farið á milli staða án mik­illar fyr­ir­hafnar eða fyr­ir­fram skipu­lagn­ing­ar. Reyndar eru frændur okkar í Nor­egi tölu­vert dug­legri að ganga, ef marka má Þránd­heim. Í Þránd­heimi eru þrátt fyrir það um 2 bílar á hverju heim­ili. Um helm­ingur allra ferða, hvort sem er til vinnu eða utan eru farnar með fjöl­skyldu­bíln­um. Samt sem áður tölu­vert minna en í Reykja­vík sem er í kringum 75 pró­sent­in.

Auglýsing

Trondheim - Skipting milli almenningssamgangna Mynd: Viðar Freyrr

Flugið vin­sælla en lestin

Það vakti athygli mína að sam­kvæmt tölum frá Norskum ferða­mála­yf­ir­völdum er ferð­ast meira til vinnu í Þránd­heimi með flugi en með létt­lest­inni. Eflaust er það ekki fólk sem fer á hverjum degi, því þessar tölur miða við einn dag í tíma. Þannig að þetta er fjöld­inn sem ein­hver fer með flugi. En líkt og í nán­ast öllum borgum á stærð við Reykja­vík er bif­reiðin vin­sæl­asti máti sam­gangna hjá almenn­ingi. En allar vél­væddar almenn­ings­sam­göngur sam­an­lagt í Þránd­heimi eru 12 pró­sent allra ferða. Það er 3x meira en hlut­deild strætó Reykja­vík nú. Bjart­sýn­ustu spár gera ráð fyrir að Strætó í Reykja­vík muni ná 12 pró­sent árið 2030 ef það tekst að þétta byggð­ina nógu mik­ið. Það er ekki gert ráð fyrir að fólk muni finna það hjá sjálfu sér.

Reykja­vík ekki eins dreifð og af er látið

Stundum er sagt að Reykja­vík sé svo dreif­byggð að það sé ástæðan fyrir að illa gangi að venja borg­ar­búa við strætó. En höf­uð­borg­ar­svæðið er mjög nærri því jafn þétt byggt eins og Þránd­heim­ur. Og raunar ef við skoðum allar borgir sem tölur eru til um á íbúa­fjölda­bili 100.000 – 300.000 íbúar sést að höf­uð­borg­ar­svæðið er nokkuð yfir mið­gild­inu. Þessar tölur spanna yfir 354 borg­ir.

Þéttni borga. Mynd: Viðar Freyr

Hér á næstu glæru sést að það eru ekki endi­lega fjöl­menn­ari borg­irnar sem eru þétt­ari held­ur. Þó að töl­fræðin sýni að það sé ákveðin fylgni á milli stærðar og þétt­leika byggða ef allar stærðir borga eru skoð­aðar (næsta glæra þar á eft­ir). Athugið að íbúa­fjöldi á höf­uð­borg­ar­svæð­inu mið­ast við þær aðferðir sem notað eru í heim­ild, sem gildir þá jafnt yfir allar sam­an­burð­ar­borg­ir.

Þéttni miðað við fólksfjölda. Mynd: Viðar Freyr

Þéttni miðað við íbúafjölda. Mynd: Viðar Freyr

Óraun­hæfur sam­an­burður borg­ar­yf­ir­valda

Í Aðal­skipu­lagi Reykja­víkur 2010-2030 eru for­sendur fyrir því að þétta byggð reif­að­ar. Þar er talið nauð­syn­legt að þétta byggð til að hægt sé að skipu­leggja strætó/létt­lest­ar­sam­göngur bet­ur. Þar er Höf­uð­borg­ar­svæðið borið saman við Kaup­manna­höfn og Osló, í stað þess að skoða borgir sem eru af svip­aðri stærð.

Tölfræðisamsetning úr Aðalskipulagi 2010-2030Ég blæs á þennan sam­an­burð, þó það sé metn­að­ar­fullt að líkja sér saman við þá stór­borgir, þá verðum við samt að vera með fætur á jörð­inni. Við eigum langt í land með að verða eins og þessar borg­ir. Með stærð­ar­hag­kvæmni er hægt að gera ótal hluti. Ef Reykja­vík væri 10 eða 20x fjöl­menn­ari, þá væri líka meiri nátt­úru­leg eft­ir­spurn eftir þétt­ari byggð. Því til­hneig­ing er alltaf að vilja búa nærri kjarn­an­um. En í fámenn­ari borgum eru færri að berj­ast um að vera nærri kjarn­an­um.

Svo kemur í ljós að þær þéttni­tölur sem hér er stuðst við fyrir Reykja­vík taka með hálft Kjal­ar­nesið og allt upp á topp Esj­unn­ar. Ég veit ekki til að það sé nein byggð uppi á Esj­unni. Sá hana í það minnsta ekki þegar ég kom þar síð­ast.

Hér sést svæðið sem þarf að taka með í reikninginn til að fá þá niðurstöðu að Reykjavík sé dreifbyggð borg.

Sam­an­burð­ar­töl­urnar sem ég styðst við not­ast við sann­gjarn­ari aðferða­fræði. En þar er sam­felld byggð talin saman út frá gervi­hnatt­ar­mynd­um. Þar er Kaup­manna­höfn 2000 íbúar á fer­kíló­metra með þeim sveit­ar­fé­lögum sem eru óslitin við, en ekki 5910 eins og kemur fram í Aðal­skipu­lagi. Víst er að í Aðal­skipu­lagi er aðeins mælt svæðið sem til­heyrir ákveðnu sveit­ar­fé­lagi, en ekki tekin með öll nær­liggj­andi byggð sem er allt um kring. Þeir geta ekki heim­ilda varð­andi þessar töl­ur, svo það er erfitt að segja. Eflaust má deila lengi um smá­at­riði í því hvernig mis­mun­andi aðferðir í þessu eru mis­jafn­lega góð­ar. En það verður þá að bera saman tölur sem beita sömu aðferð í öllum til­fell­um. Það lítur ekki út fyrir að það hafi verið gert hjá borg­ar­yf­ir­völd­um.

Að auki er það gagn­rýn­is­vert að telja saman gang­andi, hjólandi og „al­menn­ings­sam­göng­ur“. Nema þá til að gera fjöl­skyldu­bíl­inn tor­tryggi­leg­an. Sem er kannski ástæðan fyrir að Hou­ston er líka höfð með. Sem er alræmd bíla­borg og ein versta umferð­ar­teppa Banda­ríkj­anna. Ef frá eru taldar t.d. Was­hington, Chicago og New York, sem eru reyndar allar með nokkuð öfl­ugar almenn­ings­sam­göng­ur.

Einka­bíll­inn er líka „al­menn­ings­sam­göng­ur“

Sam­kvæmt áður nefndu Aðal­skipu­lagi eru um 75 pró­sent allra ferða á höf­uð­borg­ar­svæð­inu farnar með einka­bíl. Þetta er almenn­ingur sem mannar þessa bíla. Að tala um að það sé eitt­hvað „einka“-­mál er í besta falli ólýð­ræð­is­legt. Ísland er eitt mesta vel­meg­un­ar­sam­fé­lag ver­aldar og hér hefur stór hluti almenn­ings efni á að eiga og reka bíl. Fólk kýs að fara ferða sinna á bíl því hér hefur það frelsi og aðstöðu til þess. Það ætti að vera okkar hlut­verk sem erum í stjórn­málum að hlusta á vilja fólks­ins og reyna að fram­kvæma hann. Það er ekki hlut­verk okkar að reyna að stýra vilja fólks í annan far­veg. Þess síður þegar það er svo mik­ill meiri­hluti sem um ræð­ir.

Ég ákvað að taka fyrir eina borg sem er í svip­aðri stærð og Reykja­vík, á til­tölu­lega norð­lægum slóðum og er mikið þétt­ari. Rak ég þá augun í borg­ina Luton sem er flug­far­þegum eflaust kunn.

Ef borgin væri tvö­falt þétt­ari, væri létt­lest þá hag­kvæm?

Í Luton er þéttnin um 5.100 íbúar á km² en íbúa­fjöld­inn er í kringum 260.000. Maður gæti haldið að borg jafn þétt eins og Luton hlyti að nota létt­lestar og sér­stakar akreinar fyrir hóp­ferða­bíla í hrönn­um. Því ekki einu sinni í blaut­ustu draumum núver­andi borg­ar­stjórnar næði Reykja­vík slíkri þétt­ingu byggð­ar.

Líkt og aðrar borgir þarna í kring eru lest­ar­sam­göngur inn og út úr bæn­um. Sér­stak­lega þar sem einn stærsti alþjóð­legi flug­völlur lands­ins er í borg­inni. En það eina sem lík­ist létt­lest eða Borg­ar­línu í Luton er teng­ing borg­ar­innar við flug­völl­inn. En þangað liggur sér­stök hrað­vagna­akrein til að ferja starfs­fólk og gesti á milli. En það er ekki margar línur í öll úthverf­in, þvers og kruss um alla borg­ina. Það er aðeins ein lína sem liggur nokkuð beint þvert yfir stórt svæði. Það mætti frekar hugsa sér að Borg­ar­lína gengi upp í Reykja­vík ef það væri mögu­legt að þjóna nógu mörgum með einni línu. Íbúa­fjöld­inn er hrein­lega ekki nógu mik­ill hér til að það borgi sig að fara í margar línur með allskyns teng­ing­um.

Kannski er þéttnin ekki vand­inn

Ef við skoðum hins vegar loft­mynd af Luton sést að það er e.t.v. annað en þéttnin sem stendur Reyk­vík­ingum fyrir þrif­um. Heldur er það stað­setn­ing mið­bæj­ar­ins og sam­göngu­æðar þar að. Í Luton er hægt að nálg­ast mið­bæ­inn úr nán­ast öllum átt­um. Enda engin strönd að þvæl­ast fyrir þeim. Í Reykja­vík er það að mestu úr sömu átt­inni. Á mynd­inni hér að neðan eru borg­irnar settar hlið við hlið í réttum stærð­ar­hlut­föll­um. Ég reyndi eftir bestu getu, en þó með nokk­urri fljót­færni, að lita þétt­býl­is­svæðin sterkum litum og skilja græn svæði eft­ir.

Tölur frá: http://www.demographia.com/db-worldua.pdf

Þránd­heimur á við svip­aðan vanda að etja eins og Reykja­vík að ein­hverju leyti með mið­bæ­inn. Nema það sem verra er að mið­bær­inn er nán­ast ein eyja og tak­markast umferð við brýr sem þangað liggja.

En við í Reykja­vík eigum samt tæki­færi á að bæta aðgengi að mið­bænum sem ég hef áður reif­að. Það kalla ég Nesja­braut­ina. Teikn­aði ég hana inn á mynd­ina þar sem Þránd­heimur og Reykja­vík liggja sam­an. Það myndi bæta við alveg nýrri átt til að koma að mið­bæn­um. Þetta væri mikil lausn á umferð­ar­vand­an­um.

Tölur frá: http://www.demographia.com/db-worldua.pdf

Stærðin vinnur með okkur

Alveg eins og stærðin vinnur með borgum sem eru með öfl­ugar „al­menn­ings­sam­göng­ur“ þá vinnur stærðin með okkur í því að hér eru ekki nærri of margir íbúar til að allir geti ekki farið akandi allra sinna ferða. Ekki að það ætti að vera mark­mið, heldur má þá frekar vinna áfram með strætó og efla það kerfi sem fyrir er. En það er margt sem má bæta í gatna­kerf­inu. Margar bestu úrbæt­urnar þurfa heldur ekki að kosta mik­ið. Allar úrbæt­urnar sem við þurfum til að svífa á skýi í vinn­una hvern dag, hvort sem er með strætó eða einka­bíl, má gera fyrir brot af þeim pen­ing sem Borg­ar­línan mun kosta. Ég mun fara í til­lögur að úrbótum á gatna­kerf­inu á næst­unni inni á vef­síðu minni: vid­ar­freyr.is

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hluti ríkisstjórnar Íslands.
Fylgisaukning ríkisstjórnarinnar að mestu gengin til baka
Ríkisstjórnarflokkarnir mælast nú sameiginlega með 40,5 prósent fylgi. Það er nánast sama fylgi og Píratar, Samfylking og Viðreisn mælast sameiginlega með. Mestu munar um lítinn stuðning við Framsóknarflokkinn.
Kjarninn 26. maí 2020
Myrka Ísland
Myrka Ísland
Myrka Ísland – Móðir mín í kví kví
Kjarninn 26. maí 2020
Borghildur Sölvey Sturludóttir
Af ást til skipulagsmála
Kjarninn 26. maí 2020
Hin flókna leið Icelandair að framhaldslífi
Þótt hluthafafundur Icelandair hafi samþykkt að leyfa félaginu að halda hlutafjárútboð eru mörg ljón í veginum að því markmiði að tryggja því rekstrarhæfi til framtíðar. Margt hefur verið gert á skömmum tíma til að gera stöðu Icelandair betri.
Kjarninn 26. maí 2020
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – Does trust provide the key to changed environmental behaviour?
Kjarninn 25. maí 2020
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.
„Þurfum að fara varlega í vindorkuna rétt eins og annað“
Umhverfis- og auðlindaráðherra sagði á þingi í dag að Íslendingar þyrftu að skoða vindorku út frá þeim þáttum er snúa að náttúru og náttúruvernd.
Kjarninn 25. maí 2020
Þríeykið: Þórólfur, Alma og Víðir.
Takk fyrir ykkur
„Í dag er stór dagur,“ sagði sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna í dag. Þar átti hann við enn eitt skrefið í afléttingu takmarkana. Í hugum landsmanna var dagurinn þó ekki síst stór því fundurinn var sá síðasti – í bili að minnsta kosti.
Kjarninn 25. maí 2020
Jón Baldvin Hannibalsson
Um Alaskaarðinn og íslenska arfinn
Kjarninn 25. maí 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar