Auglýsing

Með til­komu upp­lýs­inga­tækni og þannig bættum aðgangi að upp­lýs­ingum hefur líf okkar allra breyst. Við vitum meira og það sem við vitum ekki er aðeins í smellu­fjar­lægð. Flæðið er enda­laust og stöðugt, æðið algjört. Face­book, Twitt­er, Snapchat, Instagram og allt hitt sem kemur og fer svo hratt að það er engin leið að halda í við allar nýj­ung­arnar og upp­lýs­ing­arn­ar.

Fram­þró­unin er gíf­ur­leg og í raun stefnir fram­tíðin á okkur á ógn­ar­hraða, breyt­ingar með nýrri tækni og fram­förum sem lík­ast til á sér engin for­dæmi. Hug­myndir hand­rits­höf­unda Hollywood á síð­ustu öld um tækni­breyt­ingar eru aðeins hárs­breidd frá því að ræt­ast og ekki ólík­legt að við náum öll að þeys­ast Aftur til fram­tíðar í lif­anda lífi.

Þetta er þegar farið að hafa áhrif. Við höfum aðlagað okkur og breyst, hvort sem um er að ræða hegðun okk­ar, neyslu­mynstur eða skoð­an­ir. Allir hafa rödd. Hvað liggur þér á hjarta? Hvað er að ger­ast? Komdu því frá þér í 280 stafa­bil­um. Lestu örskýr­ingu á flókn­ustu umfjöll­un­ar­efnum sam­tím­ans.

Auglýsing

En upp­lýs­inga­flóðið gerir það erf­ið­ara, flókn­ara og tíma­frekara að beita gagn­rýnni hugsun í þessum nýja veru­leika. Og spurn­ing­arnar eru, eins og lík­leg­ast ávallt hefur ver­ið, stór­ar. Við­fangs­efnin knýj­andi. Hver er til­gangur mann­skepn­unn­ar? Erum við að eyði­leggja plánet­una? Mis­skipt­ing auðs. Upp­gangur popúlista víða um ver­öld.

Stjórn­málin fara ekki var­hluta öllum þessum hröðu breyt­ingum sem hafa, eru og munu eiga sér stað. Almenn­ingur skilur nú betur en nokkru sinni fyrr að vanda­málin sem þarf að tækla eru stór, ógn­vekj­andi og tækni­leg. Fyrir ein­stak­ling­inn eru þau óvið­ráð­an­leg. Eina leiðin til að tækla þau er að gera það sam­an. Sam­fé­lagið og sam­fé­lög­in. Og sam­fé­lag sam­fé­lag­anna.

Auð­veld­ast væri að álykta að þetta myndi leiða til þess að eft­ir­spurn eftir gamla stjórn­mála­mann­inum myndi deyja út. Freka kall­in­um. Þessum gamla, alls­vit­andi, óskeik­ula sam­fé­lags­stjórn­anda sem axlar þá ábyrgð að gera hlut­ina fyrir mann, hugsa fyrir mann og vita fyrir mann. Í stað­inn ykist eft­ir­spurnin eftir nýja stjórn­mála­mann­in­um. Þessum mjúka. Þessum sem við­ur­kennir að hann er bara einn mað­ur. Eða kona. Eða hvor­ugt. Og að ein mann­eskja getur bara vitað svo og svo mik­ið. Gert svo og svo mikið og kunnað svo og svo mik­ið. Umfram það þarf hún hjálp. Ráð­legg­ing­ar. Og jafn­vel inn­legg og ákvarð­anir fjöld­ans. Þessum sem veit að nútím­inn kallar á leið­toga sem hvetur fólk áfram í stað þess að skipa fyr­ir.

Ýmsar tölur benda til að þessi ályktun sér rétt. Ungt fólk, bæði á Íslandi og víða ann­ars stað­ar, virð­ist sýna gamla kall­inum minni áhuga en þeim nýja. Vera spennt­ari fyrir þeim sem lofa vald­dreif­ingu og gagn­sæi. Leggja áherslu á ein­stak­ling­inn, sem og heild­ina. Sjá trén fyrir skóg­inum og skóg­inn fyrir trján­um. Nýjar kyn­slóð­ir, sem þekkja ekk­ert annað en nýja tíma, ný tæki­færi og nýja tækni, vilja ný vinnu­brögð.

Annað bendir til að þetta sé einmitt hreint ekki rétt. Í kraðaki hrað­ans, ótt­ans og ógn­andi úrlausn­ar­efna er sú leiðin styst að fá ein­hvern til að stjórna fyrir sig. Segja sér hvernig hlut­irnir eru og eru ekki. Hverjir eru góðir og hverjir vond­ir. Hugsa fyrir sig. Stjórna sér. Það er nota­legri til­hugsun að geta setið heima yfir Net­fl­ix, skrolla ann­ars hugar niður vegg­inn, like-a mynd­band af sund­laug fullri af Golden Retri­ever hundum og sofna síðan undir núvit­undar hug­leiðslu podcasti, heldur en að kynna sér, taka þátt, veita aðhald­ið, hafa áhyggj­urn­ar. Skilja. Gagn­rýna. Láta ein­hvern annan um þetta, meðan maður hjólar á lífs­hjól­inu áfram veg­inn. Við höfum öll okkar eigin áhyggj­ur, okkar eigið líf, okkar eigin efna­hag og sam­fé­lag.

Það skiptir máli hverja við veljum til að stjórna. Það skiptir máli hverjir stjórna úti í heimi, land­inu og sveit­ar­fé­lag­inu okk­ar. Það skiptir máli hverjir stjórna fyr­ir­tækj­unum okk­ar. Hverja við veljum til að leiða okkur skiptir máli.

Tíma­bær dauði gamla leið­tog­ans hefur gerst hægar en aðrar breyt­ingar á sam­fé­lag­inu. Nýi leið­tog­inn á ekki eins auð­velt upp­dráttar og ætla mætti. Þess vegna skiptir máli að lesa gögn­in. Skýr­ing­arnar í heild sinni. Mæta á fund­ina. Nýta rétt­inn til að greiða atkvæði. Vera með. Jarða­förin er handan við horn­ið. Þeir hræddu vilja fresta henni. Hinir þurfa bara að taka þátt til að hún verði að veru­leika.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari