Að gefa í eða bremsa

Áslaug Kristjánsdóttir segir að kynlíf eigi að snúast um að það sé jafnvægi á milli bensíngjafarinnar og bremsanna. Þegar svo er gengur allt smurt.

Auglýsing

Rann­sóknir á kyn­hegðun manns­ins eru ekki alda gaml­ar. Kyn­fræði, fræðin um kyn­hegðun mann­skepn­unn­ar, er ung fræði­grein. Fyrstu rann­sóknir kyn­fræð­inga könn­uðu hvað ger­ist lík­am­lega þegar við stundum kyn­líf. Fólk var fengið til þess að koma á til­rauna­stofur og stunda sjálfs­fróun eða kyn­líf á meðan lífs­mörk þess voru mæld. Þannig öðl­uð­umst við skiln­ing á kyns­vör­un. Þegar síð­asta öld var að líða undir lok fóru kyn­fræð­ingar að rann­saka hvað veldur kyn­hegðun okk­ar, ekki hvernig hún lítur út á mæli­tækj­um. Spurn­ingin hvað kveikir löngun og hvað slekkur hana varð kveikjan að kenn­ingu sem í dag er kölluð tví­stjórnun (e. Dual control model).

Tví­stjórnun kyn­hegð­unar byggir á því að tauga­kerfið (heil­inn og mæn­an) sé sam­sett úr mörgum pörum af bens­ín­gjöfum og brems­um. Þetta þekkjum við út frá t.d. sympat­íska og para­sympat­íska tauga­kerf­inu. Hug­myndin sem kveikti kenn­ing­una er að kyn­líf hlýtur að lúta sömu tauga­fræði­legu lög­málum og annað í lík­ama og hegðun okk­ar. Nið­ur­staðan var því að við höfum bens­ín­gjöf og bremsu sem stjórna kyn­lífi okk­ar.

Bens­ín­gjöfin er ábyrg fyrir kyn­ferð­is­legri örv­un. Hún skannar umhverfið fyrir kyn­ferð­is­lega jákvæðum eða örvandi skila­boðum - hvað við sjá­um, heyr­um, finnum lykt af, skynjum í gegnum snert­ingu, bragð og ímynd­un. Þegar hún skynjar kyn­ferð­is­lega jákvæð skila­boð segir hún heil­anum að gefa í og kveikja á kyn­ferð­is­legri löngun og örv­un. Bens­ín­gjöfin er stöðugt að skanna umhverfi okkar (líka hugs­anir og til­finn­ing­ar) fyrir kyn­ferð­is­lega við­eig­andi og jákvæðum skila­boð­um. Hún hættir aldrei störfum þó við séum alls ekki alltaf með­vituð um hana. Hún virkar eins og annað sem tauga­kerfið stjórn­ar, s.s öndun og melt­ingu. Við erum ekki með­vituð um þessa starf­semi fyrr en búið er að ræsa kerfið t.d. þegar maginn tæm­ist verðum við svöng. Við­eig­andi skila­boð kalla á við­eig­andi svar.

Auglýsing

Bremsan sér um að hemja kyns­vörun og hegð­un. Þessar hömlur sem hún setur hafa ekk­ert með feimni að gera. Þetta er bara tauga­fræði­legt svar um að slökkva á kyn­ferð­is­legri örv­un. Til þess að flækja málin aðeins sýndu rann­sóknir á tví­skipt­ing­unni að brems­urnar eru tvær. Eins og í góðum bíl þarf fót- og hand­bremsu, sama á við um kynörv­un. Fót­bremsan virkar eins og bens­ín­gjöf­in, hún er alltaf að skanna umhverfið fyrir hættum - það sem við sjá­um, heyr­um, finnum lykt af, skynjum í gegnum snert­ingu, bragð og ímynd­un. Nei­kvæð eða hættu skila­boð segja heil­anum að slökkva á kyn­löngun og örv­un. Fót­bremsan ber þannig ábyrgð á því að við verðum ekki örvuð á óvið­eig­andi stöðum t.d. þegar við erum að halda fyr­ir­lestur eða í fjöl­skyldu­boði. Fót­bremsan er að verkum þegar öll örvun stoppar í skyndi þegar mamma opnar hurð­ina þrátt fyrir að kyn­ferð­is­leg hegðun sé haf­in. Hand­bremsan hins vegar virkar líkt og stöðug en veik­ari bremsa. Hún sendir skila­boðin nei, takk samt.

Brems­urnar þjóna ólíkum til­gangi. Fót­bremsan stjórn­ast af ótta við afleið­ing­ar, en hand­bremsan af ótti um frammi­stöðu. Í dag vinnum við eins með báðar þessar bremsur þegar við viljum ná betri stjórn á kyn­löngun eða svör­un. Það virð­ist ekki skipta máli hvor bremsan er að verki. Hver veit hvort að fram­tíðin beri það í skauti sér að við getum greint þessar bremsur betur í sundur og aðlagað ráð­legg­ingar eða jafn­vel lyfja­með­ferð að annarri hvorri. Verk­efni fólks er núna að finna hvað bremsar hjá mér og hvað geri ég til þess að slökkva á löngun eða hegð­un. Þegar hver og einn hefur fundið það út fyrir sig þá má ná betri stjórn.

Þessi tví­stjórnun er ekki flókin í sjálfu sér en betri skiln­ingur á því hvernig við virkum getur haft veru­legar afleið­ing­ar. Kyn­líf snýst um að það sé jafn­vægi á milli bens­ín­gjaf­ar­innar og bremsanna. Þegar svo er gengur allt smurt.

Pistill­inn birt­ist fyrst í Mann­lífi sem kom út 26. jan­ú­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit