Kæru karlar

Sóley Tómasdóttir skrifar um kynbundið ofbeldi, þolendur og gerendur og hvernig best er að bæta fyrir gjörðir sínar.

Auglýsing

Það þarf ekki að fjöl­yrða um áhrif #metoo. Sam­fé­lagið er slegið og virð­ist skyndi­lega reiðu­búið að horfast í augu við að kyn­bundið ofbeldi er hvers­dags­legur hluti af lífi kvenna. Vand­inn er kerf­is­læg­ur, umfangs­mik­ill og grafal­var­legur og sam­fé­lagið reynir að bregð­ast við eftir bestu getu, þó úrlausn­ar­efnið sé vissu­lega flók­ið.

Í kjöl­far #metoo hefur fjöldi karla hefur leitað ráða hjá mér og femínískum vin­konum mín­um. Karlar sem ég þekki mis­mikið og karlar sem hafa mis­góða sam­visku. Sumir velta fyrir sér hvað þeir geti gert til að bæta fyrir brot sín, aðrir vilja vita hvað þeir geta lagt af mörkum til að stöðva kyn­bundið ofbeldi í sam­fé­lag­inu. Hvort tveggja þykir mér vænt um. Ég við­ur­kenni svo sem að mér finnst við femínistar eiga alveg nóg með að berj­ast gegn kynja­mis­rétti og fást við afleið­ingar þess án þess að við þurfum líka að vera að ráð­leggja körlum í til­vist­ar­kreppu, en hjá því verður ekki kom­ist. Karl­ar, sama hversu vel­vilj­aðir þeir eru, hafa ekki for­sendur til að breyta einir og óstudd­ir. Það er meira að segja raun­veru­leg hætta á að við­brögð þeirra valdi enn meiri skaða er til stað­ar. Nú þegar er hægt að benda á dæmi um slíkt.

Ger­andi sem aug­ljós­lega þekkti eigin verknað í einni af #metoo sög­unum sendi þol­anda sínum tölvu­póst þar sem hann krafði hana um sam­tal og bað um síma­núm­er. Hann ítrek­aði beiðn­ina þegar hún svar­aði ekki og að lokum sendi hann henni skila­boð á Face­book til að spyrja hvort hann væri með rétt net­fang. Jafn­vel þó við gefum okkur að hann hafi viljað bæta fyrir brot sín, sýna iðrun eða biðj­ast afsök­un­ar, þá er þessi fram­koma, þessar þrjár frekju­legu til­raunir til að krefja hana um sam­tal sem hann veit ekk­ert hvort hún kæri sig um, til marks um að við­kom­andi eigi margt ólært. Honum fannst sjálf­sagt og eðli­legt að krefj­ast sam­tals og gekk til verks fum­laust og ákveðið án þess að setja fyr­ir­vara um líðan hennar eða lang­an­ir. Hann átti heimt­ingu á ein­hverju og kærði sig kollótan um áhrifin sem það gæti haft á hana.

Auglýsing

All­nokkrir ger­endur hafa skrifað um gjörðir sínar á sam­fé­lags­miðla. Sumir fjalla um að þeir hafi almennt farið yfir mörk eða hegðað sér ósæmi­lega, aðrir um afmark­aða verkn­aði sem þeir sjá eft­ir. Þessi skrif hafa stundum verið gerð eftir sam­töl við þolendur en líka án nokk­urs fyr­ir­vara. Ég geng út frá því að til­gangur þess­ara skrifa sé í öllum til­fellum að bæta fyrir brot­in, sýna iðrun og biðj­ast afsök­un­ar. En lífið er bara ekki svo ein­falt. Reynslan sýnir að jafn­vel þótt ger­endum kunni að líða betur í kjöl­far skrif­anna, geta þau vakið upp og ýkt áhrif verkn­að­ar­ins meðal þolenda. Fyrir því eru margar ástæð­ur.

  • Þol­and­inn er ekki endi­lega í ástandi til að rifja upp það sem gerst hefur og langar ekk­ert að lesa um það á Face­book. Í bata­ferli eftir ofbeldi verða þolendur sjálfir að stjórna því hvenær og við hvern brotin eru rædd.

  • Sagan er sögð frá sjón­ar­hóli ger­anda. Jafn­vel þótt ger­andi greini eins sam­visku­sam­lega frá og honum er frekast unnt eru allar líkur á að þol­andi hafi upp­lifað verkn­að­inn með öðrum hætti.  Þolendur verða sjálfir að stjórna því frá hverju er sagt og hvernig það er orð­að.

  • Skrifin inni­halda oft ein­hvers­konar afsökun eða rétt­læt­ingu á verkn­að­in­um, t.d. neyslu eða óvita­skap. Þolendur hafa sjaldan áhuga á skýr­ingum og það getur ekk­ert rétt­lætt það sem gert hefur verið á þeirra hlut.

  • Skrifin inni­halda oft yfir­lýs­ingar um breytta og bætta hegð­un, s.s. lækn­ingu, með­ferð eða edrú­mennsku. Þolendur hafa sjaldan áhuga fyrir slíkum yfir­lýs­ing­um, enda er hegðun for­senda þess að byggja upp traust, ekki yfir­lýs­ing­ar.

  • Ger­endur eru oft ekki með­vit­aðir um allt sem þeir hafa gert. Skrifin geta því haft alvar­leg og nei­kvæð áhrif á aðra þolendur en þá sem ætl­unin er að biðja afsök­un­ar.

  • Við­brögðin við skrif­unum lýsa oftar en ekki tak­marka­laus aðdáun almenn­ings á ger­and­an­um. Læk, hjörtu og vel­gengn­isóskir dynja á þeim, ásamt straumi yfir­lýs­inga um hug­rekki, heið­ar­leika og and­legt atgervi ger­and­ans. Það getur reynt á þolendur sem oft eiga langt í land með að vinna úr brot­unum að fylgj­ast með slíku.

Sjálf­sagt eru þessar leiðir farnar af góðum hug en þar eru það enn og aftur hags­munir og sjón­ar­horn ger­and­ans sem ræður för­inni. Þessar leiðir eru nefni­lega síst til þess fallnar að bæta líðan þolenda. Þær lýsa skorti á skiln­ingi á kyn­bundnu ofbeldi, afleið­ingum þess og úrvinnslu. Þær lýsa skorti á vilja til að setja hags­muni þolenda sinna ofar sínum eig­in. Ég vildi að ég gæti bent á aðr­ar, ein­faldar og áhrifa­ríkar leið­ir, en við­fangs­efnið býður því miður ekki upp á það. Það eru engin ein­föld og algild svör eða lausn­ir.

En ég get þó sagt þetta. Kyn­bundið ofbeldi er afleið­ing for­rétt­inda­blindu. Það er stundað í sam­fé­lagi þar sem karlar hafa óskorað vald til að taka sér pláss án þess að þurfa að setja sig í spor ann­arra, velta fyrir sér líðan fólks eða afleið­ingum gjörða sinna. Kyn­bundið ofbeldi er stundað í skjóli karllægra gilda; ákveðni, virkni og frum­kvæð­is. Við­brögð við #metoo mega ekki ein­kenn­ast af þessu sama. Þar þarf að koma til auð­mýkt gagn­vart umræðu­efn­inu og aðstæð­un­um, hóg­værð og næmni, til­finn­inga­læsi og vilji til sam­vinnu.

Vilji karlar láta gott af sér leiða, sem ger­endur eða ekki, þá er ráð mitt til þeirra að hugsa fyrst og fremst um líðan og þarfir þolenda. Karlar þurfa að reyna að skilja áhrif ofbeld­is­ins, hvað það er sem kallar fram end­ur­tekna van­líðan í kjöl­farið og hvernig það er að búa við nokkuð sam­fellda ógn um kyn­bundið ofbeldi allt líf­ið. Eina leiðin til þess er að hlusta. Og trúa. Bera virð­ingu fyir þessum reynslu­heimi kvenna og reyna að skilja að konur hafa gengið í gegnum ólíka hluti og upp­lifa hlut­ina ólíkt. Það eina sem konum ber saman um er að þær vilja ekki meir. Allt hitt er flókið og við­kvæmt og verður að ræð­ast á for­sendum hverrar konu fyrir sig, þegar henni sýn­ist og eftir þeim leik­reglum sem hún set­ur.

Höf­undur er upp­eld­is- og kynja­fræð­ing­ur.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar