Menntamál sem hluti af samfélagsgerðinni

Auglýsing

Staðan í mennta­málum þjóð­ar­innar hefur verið í brennid­epli að und­an­förnu.

Í skýrslu Nor­rænu ráð­herra­nefnd­ar­innar er fjallað um hana, einkum á grunn­skóla­stig­inu og í fram­halds­skóla, og dregnar fram stað­reyndir sem eru því miður ekki góðar fyrir Ísland.

Nið­ur­­­stöður PISA-­prófa sýna verri út­komu hér en ann­­ars staðar á Norð­ur­­lönd­um og að við erum und­ir með­al­tali OECD-­ríkja á öll­um sviðum. Brott­fall úr námi í fram­halds­skóli er að með­al­tali meira en tvö­falt það sem þekk­ist í löndum sem við berum okkur oft saman við. Þá voru ein­kunn­ir inn­­­fæddra alls 23 pró­sent hærri en þeirra sem hingað hafa flust.

Auglýsing

Þekkt vanda­mál um ára­bil

Allt eru þetta þekkt vanda­mál, úr umræðum síð­ustu ára, þar sem ekki hefur gengið nægi­lega vel að ná fram góðum nið­ur­stöðum í PISA-­próf­un­um.

Það er hægt að benda á stjórn­mála­menn og segja; þið hafið gjör­sam­lega brugð­ist. Sveit­ar­fé­lögin bera vissu­lega ábyrgð á grunn­skóla­stig­inu, þegar kemur að rekstri og dag­legu starfi, en lín­urnar eru lagðar með lögum á Alþingi og í ráðu­neytum og stofn­unum sem fara með mála­flokk­inn.

Málin eru þó flókn­ari en svo.

Þetta hefur verið dregið vel fram í vel unnum umfjöll­unum í þætt­inum Kveiki á RÚV að und­an­förnu, þar sem kafað hefur verið ofan í stöðu mála, ekki síst þegar kemur að lökum árangri í lestri.

Mikið hefur verið skrifað um vanda­málin og rætt um þau við ýmis til­efn­i. 

Fjögur atriði má telja til (vilj­andi ein­föld­uð), sem segja má að séu stór við­vör­un­ar­merki fyrir íslenskt sam­fé­lag þegar kemur að mennta­mál­um, eins og staða mála er núna.

1. Innan 10 til 20 ára verður skóla­kerfið svo til óstarf­hæft vegna skorts á kenn­ur­um, ef ekk­ert dramat­ískt breyt­ist. Hvað er til ráða?

2. Árangur í grunn­skóla­kerf­inu er léleg­ur, í alþjóð­legum sam­an­burði. Af hverju?

3. Það gengur illa að laga nýja Íslend­inga, sem koma erlendis frá, að íslensku skóla­kerfi. Tölur um árangur sýna þetta. Af hverju?

4. Laun kenn­ara eru léleg, í sam­an­burði við önnur störf sem krefj­ast háskóla­mennt­unar í einka­geir­anum og hjá hinu opin­bera. Af hverju?

Burt með með­al­töl­in, inn með smá­at­riðin

Svörin við þessum grund­vall­ar­spurn­ingum verð­andi aldrei tæm­andi, en hugum að svör­un­um, í það minnsta á yfir­borðs­kenndan heim­speki­legan hátt.

- Eitt af því sem íslenskt sam­fé­lag þarf að varast, þegar sú mik­il­væga vinna að end­ur­skoða mennta­málin fer fram, er að fest­ast ekki í með­al­tals­sam­an­burði við marg­falt stærri og flókn­ari sam­fé­lög. Stjórn­mála­menn bera þetta mikið á borð, og við fjöl­miðla­fólk erum of mikið í því að bera atriðin svo til gagn­rýn­is­laust áfram.

PISA-­sam­an­burð­ur­inn er þessu marki brennd­ur. Það má taka dæmi um umræðu af þessu tagi víð­ar, meðal ann­ars í Banda­ríkj­un­um. Þar sem með­al­talsár­angur hefur farið lækk­andi, en á sama tíma hefur mun­ur­inn á milli ákveð­inna svæða orðið sífellt meiri. Til­teknar sýslur í Ohio sýna vondan árangur og lækk­andi, á meðan ákveðin borg­ar­svæði í Boston og Seattle eru á upp­leið og sýna stundum góðan árang­ur, svo dæmi sé tek­ið. 

Yfir­borðs­kennda álykt­unin er sú, að halda að eitt­hvað geti verið að kennsl­unni í sýsl­unni í Ohio en allt sé vel gert á hinum stöð­un­um.

Í smá­at­riða­skoð­un­inni getur komið í ljós, að kennslan í Ohio sé til fyr­ir­myndar og skóla­starfið allt, en vanda­málin megi frekar rekja til veikra félags­legra inn­viða, erf­ið­leika for­eldra - t.d. vegna vinnu­á­lags - og ann­arra þátta sem til­heyra því sem kalla mætti sam­fé­lags­gerð. 

Með öðrum orð­um; berum virð­ingu fyrir sam­an­burð­ar­upp­lýs­ing­un­um, en við skulum ekki halda að lausnin felist í því að grípa til yfir­borðs­legra aðgerða til að útkoman verði sú sama að með­al­tali, og hjá risa­þjóð­u­m. 

Skóla­starf á borg­ar­svæðum getur t.d. verið afar krefj­andi af félags­legum ástæð­um, og hvernig hópar nem­enda eru sam­sett­ir. Ég sá þetta sjálf­ur, þegar börnin mín fóru í nám opin­berum skóla í New York. Þar sá maður kenn­ara lyfta grettistaki við alveg ótrú­lega flóknar og erf­iðar aðstæð­ur, eftir á að hyggja, þar sem bak­grunnur svo til allra nem­enda í bekk var gjör­ó­lík­ur, mörg móð­ur­málstungu­mál og félags­leg staða gjör­ó­lík. Þetta var metn­að­ar­fullt og krefj­andi, en líka flókið skóla­starf.

Á eina svæð­inu á Íslandi, sem talist getur borg­ar­svæði - þó það nái því bara rétt tæp­lega sökum fárra íbúa - þá eru sam­fé­lags­legar aðstæður í skóla­starf­inu ekki nándar nærri jafn flókn­ar. Engu að síður sýna rann­sókn­ir, að það gengur illa að laga fólk af erlendum upp­runa að íslensku sam­fé­lagi í skóla­starf­inu.

Hugs­an­lega höfum við ekki hugað nægi­lega vel að þessu, því íslenskt sam­fé­lag er að breyt­ast hratt og stór hluti íbúa (10 pró­sent) er af erlendu bergi brot­inn. Það er mik­il­vægt að gefa þessu gaum, og reyna að rýna í vinnu ann­arra svæða í heim­inum sem hafa lengi þurft að glíma við flókna nem­enda- og íbúa­sam­setn­ingu. Ein­staka skólar á Íslandi hafa af þessu ágæta reynslu, en heilt yfir mætti eflaust rýna þessu hluti bet­ur, og draga fram atriði sem geta hjálpað til við að gera skóla­starfið betra. Lausn­irnar eru ekki í við­brögð­unum við með­al­töl­un­um, heldur í smá­at­rið­unum og gaum­gæfi­legri skoð­un.

- Kenn­ara­starfið ætti að vera meira met­ið, í launum talið. En kjara­bætur ættu ekki að koma fram í einu stökki, heldur sam­kvæmt stefnu sem yfir­lega hefur leitt fram. Sveit­ar­fé­lögin eru t.d. ekki í stakk búin til greiða hærri laun, og því vaknar spurn­ingin hvernig eigi að fjár­magna kjara­bæt­ur.

Ýmsir hafa bent á að fjár­mögnun skóla­starfs­ins á Íslandi sé ekki vanda­mál, séu með­al­tölin skoðuð í öðrum ríkj­um. Gleymum því samt ekki í þessum sam­an­burði, að hann getur verið hættu­leg­ur. Ann­ars vegar flókið og marg­þætt mengi, úr marg­falt stærri sam­fé­lög­um, og svo til­tölu­lega eins­leit mynd úr örrík­inu Íslandi.

Hugs­an­lega er hið rétta í þessum sam­an­burði, að Ísland þurfi einmitt að vera 10 til 15 pró­sent yfir öðrum þjóð­um, til að geta sinnt hlut­unum eins vel og við viljum og þurf­um, sem þjóð. Miðað við okkar stöðu og þarf­ir, til fram­tíðar lit­ið.

Ekk­ert er ein­falt, allt er flók­ið, og smá­at­riðin skipta meira máli en yfir­borð­ið. Alveg eins í kennsl­unn­i. 

Mik­il­væg vinna bíður nú í íslensks sam­fé­lags við að end­ur­skoða mennta­mál­in, meta hvernig best er að nálg­ast þennan mála­flokk heild­stætt og manna kenn­ara­stöður í skólum fram­tíð­ar­inn­ar. Þetta er lík­lega mik­il­væg­asta verk­efni stjórn­mála­manna þjóð­ar­inn­ar, bæði á vett­vangi Alþingis og sveit­ar­stjórna.

Magnús Halldórsson
Þau leynast víða tækifærin
Kjarninn 15. febrúar 2019
Uppsveifla án fordæma en nú er komið að kólnun
Gylfi Zoega prófessor í hagfræði fjallar um stöðu mála í hagkerfinu og kjaraviðræðum í grein í Vísbendingu, sem kom til áskrifenda í dag.
Kjarninn 15. febrúar 2019
Vilja að hlutfall efnis verði lækkað svo Fréttablaðið teljist styrkhæft
Fréttablaðið uppfyllir ekki skilyrði fyrir endurgreiðslu á kostnaði við ritstjórn, samkvæmt „lauslegri“ talningu.
Kjarninn 15. febrúar 2019
Ummæli í Hlíðamálinu dæmd dauð og ómerk
Hér­aðs­dómur Reykja­víkur dæmdi í dag ummæli manns um Hlíðamálið svokallaða dauð og ómerk sem og ummæli sem birtust á netmiðlinum Hringbraut.
Kjarninn 15. febrúar 2019
Fjórðungur bankastarfsmanna með yfir milljón á mánuði
Bankastarfsmenn leggja mesta áherslu á styttingu vinnuviku í yfirstandandi kjarasamningum. Meðaltal heildarlauna þeirra eru 838 þúsund krónur á mánuði. Hjá Eflingu er launahækkun langmikilvægasta baráttumálið, enda meðallaun þar 479 þúsund.
Kjarninn 15. febrúar 2019
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA.
Bjóða hækkun upp á 20.000 krónur á mánuði
Tilboð Samtaka atvinnulífsins til verkalýðsfélaganna hljóðar upp á að laun upp að 600.000 krónum hækki um 20.000 krónur á mánuði hvert ár samningsins.
Kjarninn 15. febrúar 2019
Snæbjörn Guðmundsson
Drangajökulsvíðerni og villtasta prósentið
Kjarninn 15. febrúar 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Blizzard rekur 800 manns, Apple viðburður lekur og Amazon kaupir Eero
Kjarninn 15. febrúar 2019
Meira úr sama flokkiLeiðari