Menntamál sem hluti af samfélagsgerðinni

Auglýsing

Staðan í menntamálum þjóðarinnar hefur verið í brennidepli að undanförnu.

Í skýrslu Norrænu ráðherranefndarinnar er fjallað um hana, einkum á grunnskólastiginu og í framhaldsskóla, og dregnar fram staðreyndir sem eru því miður ekki góðar fyrir Ísland.

Niður­stöður PISA-prófa sýna verri út­komu hér en ann­ars staðar á Norður­lönd­um og að við erum und­ir meðaltali OECD-ríkja á öll­um sviðum. Brottfall úr námi í framhaldsskóli er að meðaltali meira en tvöfalt það sem þekkist í löndum sem við berum okkur oft saman við. Þá voru ein­kunn­ir inn­fæddra alls 23 prósent hærri en þeirra sem hingað hafa flust.

Auglýsing

Þekkt vandamál um árabil

Allt eru þetta þekkt vandamál, úr umræðum síðustu ára, þar sem ekki hefur gengið nægilega vel að ná fram góðum niðurstöðum í PISA-prófunum.

Það er hægt að benda á stjórnmálamenn og segja; þið hafið gjörsamlega brugðist. Sveitarfélögin bera vissulega ábyrgð á grunnskólastiginu, þegar kemur að rekstri og daglegu starfi, en línurnar eru lagðar með lögum á Alþingi og í ráðuneytum og stofnunum sem fara með málaflokkinn.

Málin eru þó flóknari en svo.

Þetta hefur verið dregið vel fram í vel unnum umfjöllunum í þættinum Kveiki á RÚV að undanförnu, þar sem kafað hefur verið ofan í stöðu mála, ekki síst þegar kemur að lökum árangri í lestri.

Mikið hefur verið skrifað um vandamálin og rætt um þau við ýmis tilefni. 

Fjögur atriði má telja til (viljandi einfölduð), sem segja má að séu stór viðvörunarmerki fyrir íslenskt samfélag þegar kemur að menntamálum, eins og staða mála er núna.

1. Innan 10 til 20 ára verður skólakerfið svo til óstarfhæft vegna skorts á kennurum, ef ekkert dramatískt breytist. Hvað er til ráða?

2. Árangur í grunnskólakerfinu er lélegur, í alþjóðlegum samanburði. Af hverju?

3. Það gengur illa að laga nýja Íslendinga, sem koma erlendis frá, að íslensku skólakerfi. Tölur um árangur sýna þetta. Af hverju?

4. Laun kennara eru léleg, í samanburði við önnur störf sem krefjast háskólamenntunar í einkageiranum og hjá hinu opinbera. Af hverju?

Burt með meðaltölin, inn með smáatriðin

Svörin við þessum grundvallarspurningum verðandi aldrei tæmandi, en hugum að svörunum, í það minnsta á yfirborðskenndan heimspekilegan hátt.

- Eitt af því sem íslenskt samfélag þarf að varast, þegar sú mikilvæga vinna að endurskoða menntamálin fer fram, er að festast ekki í meðaltalssamanburði við margfalt stærri og flóknari samfélög. Stjórnmálamenn bera þetta mikið á borð, og við fjölmiðlafólk erum of mikið í því að bera atriðin svo til gagnrýnislaust áfram.

PISA-samanburðurinn er þessu marki brenndur. Það má taka dæmi um umræðu af þessu tagi víðar, meðal annars í Bandaríkjunum. Þar sem meðaltalsárangur hefur farið lækkandi, en á sama tíma hefur munurinn á milli ákveðinna svæða orðið sífellt meiri. Tilteknar sýslur í Ohio sýna vondan árangur og lækkandi, á meðan ákveðin borgarsvæði í Boston og Seattle eru á uppleið og sýna stundum góðan árangur, svo dæmi sé tekið. 

Yfirborðskennda ályktunin er sú, að halda að eitthvað geti verið að kennslunni í sýslunni í Ohio en allt sé vel gert á hinum stöðunum.

Í smáatriðaskoðuninni getur komið í ljós, að kennslan í Ohio sé til fyrirmyndar og skólastarfið allt, en vandamálin megi frekar rekja til veikra félagslegra innviða, erfiðleika foreldra - t.d. vegna vinnuálags - og annarra þátta sem tilheyra því sem kalla mætti samfélagsgerð. 

Með öðrum orðum; berum virðingu fyrir samanburðarupplýsingunum, en við skulum ekki halda að lausnin felist í því að grípa til yfirborðslegra aðgerða til að útkoman verði sú sama að meðaltali, og hjá risaþjóðum. 

Skólastarf á borgarsvæðum getur t.d. verið afar krefjandi af félagslegum ástæðum, og hvernig hópar nemenda eru samsettir. Ég sá þetta sjálfur, þegar börnin mín fóru í nám opinberum skóla í New York. Þar sá maður kennara lyfta grettistaki við alveg ótrúlega flóknar og erfiðar aðstæður, eftir á að hyggja, þar sem bakgrunnur svo til allra nemenda í bekk var gjörólíkur, mörg móðurmálstungumál og félagsleg staða gjörólík. Þetta var metnaðarfullt og krefjandi, en líka flókið skólastarf.

Á eina svæðinu á Íslandi, sem talist getur borgarsvæði - þó það nái því bara rétt tæplega sökum fárra íbúa - þá eru samfélagslegar aðstæður í skólastarfinu ekki nándar nærri jafn flóknar. Engu að síður sýna rannsóknir, að það gengur illa að laga fólk af erlendum uppruna að íslensku samfélagi í skólastarfinu.

Hugsanlega höfum við ekki hugað nægilega vel að þessu, því íslenskt samfélag er að breytast hratt og stór hluti íbúa (10 prósent) er af erlendu bergi brotinn. Það er mikilvægt að gefa þessu gaum, og reyna að rýna í vinnu annarra svæða í heiminum sem hafa lengi þurft að glíma við flókna nemenda- og íbúasamsetningu. Einstaka skólar á Íslandi hafa af þessu ágæta reynslu, en heilt yfir mætti eflaust rýna þessu hluti betur, og draga fram atriði sem geta hjálpað til við að gera skólastarfið betra. Lausnirnar eru ekki í viðbrögðunum við meðaltölunum, heldur í smáatriðunum og gaumgæfilegri skoðun.

- Kennarastarfið ætti að vera meira metið, í launum talið. En kjarabætur ættu ekki að koma fram í einu stökki, heldur samkvæmt stefnu sem yfirlega hefur leitt fram. Sveitarfélögin eru t.d. ekki í stakk búin til greiða hærri laun, og því vaknar spurningin hvernig eigi að fjármagna kjarabætur.

Ýmsir hafa bent á að fjármögnun skólastarfsins á Íslandi sé ekki vandamál, séu meðaltölin skoðuð í öðrum ríkjum. Gleymum því samt ekki í þessum samanburði, að hann getur verið hættulegur. Annars vegar flókið og margþætt mengi, úr margfalt stærri samfélögum, og svo tiltölulega einsleit mynd úr örríkinu Íslandi.

Hugsanlega er hið rétta í þessum samanburði, að Ísland þurfi einmitt að vera 10 til 15 prósent yfir öðrum þjóðum, til að geta sinnt hlutunum eins vel og við viljum og þurfum, sem þjóð. Miðað við okkar stöðu og þarfir, til framtíðar litið.

Ekkert er einfalt, allt er flókið, og smáatriðin skipta meira máli en yfirborðið. Alveg eins í kennslunni. 

Mikilvæg vinna bíður nú í íslensks samfélags við að endurskoða menntamálin, meta hvernig best er að nálgast þennan málaflokk heildstætt og manna kennarastöður í skólum framtíðarinnar. Þetta er líklega mikilvægasta verkefni stjórnmálamanna þjóðarinnar, bæði á vettvangi Alþingis og sveitarstjórna.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sema Erla telur að dómsmálaráðherra og staðgengill Útlendingastofnunar ættu að segja starfi sínu lausu.
„Ómannúðlegar, kaldrifjaðar og forkastanlegar“ aðgerðir ÚTL
Formaður Solaris segir að aðgerðir Útlendingastofnunar séu okkur sem samfélagi til háborinnar skammar – að æðstu stjórnendur útlendingamála gerist sekir um ólöglegar aðgerðir gegn fólki á flótta.
Kjarninn 22. júní 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, ásamt samstarfsaðilum frá Namibíu er þeir komu í heimsókn til Íslands.
Samherji „hafnar alfarið ásökunum um mútugreiðslur“
Starfshættir Samherja í Namibíu, sem voru að frumkvæði og undir stjórn Jóhannesar Stefánssonar, voru látnir viðgangast allt of lengi og hefði átt að stöðva fyrr. Þetta kemur fram í „yfirlýsingu og afsökun“ frá Samherja.
Kjarninn 22. júní 2021
Afsökunarbeiðnin sem birtist í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu í morgun. Undir hana skrifar Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherji biðst afsökunar á starfseminni í Namibíu: „Við gerðum mistök“
Forstjóri Samherja skrifar undir afsökunarbeiðni sem birtist í á heilsíðu í tveimur dagblöðum í dag. Þar segir að „ámælisverðir viðskiptahættir“ hafi fengið að viðgangast í starfsemi útgerðar Samherja í Namibíu.
Kjarninn 22. júní 2021
Neyðarástandi vegna faraldurs kórónuveiru var aflétt í Tókýó í gær.
Allt að tíu þúsund áhorfendur á hverjum keppnisstað Ólympíuleikanna
Ákvörðun hefur verið tekin um að leyfa áhorfendum að horfa á keppnisgreinar Ólympíuleikanna á keppnisstað en Japönum einum mun verða hleypt á áhorfendapallana. Ólympíuleikarnir í Tókýó hefjast þann 23. júlí.
Kjarninn 21. júní 2021
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Aðförin að lýðræðinu
Kjarninn 21. júní 2021
Guðrún Johnsen hagfræðingur og lektor við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn.
Segir dálkahöfundinn Tý í Viðskiptablaðinu hafa haft sig á heilanum í meira en áratug
Guðrún Johnsen hagfræðingur segir allt sem hún hafi sagt í viðtali við RÚV um sölu á Íslandsbanka í byrjun árs hafa gengið eftir. Afslátturinn sem hafi verið gefinn á raunvirði bankans sé 20-50 prósent.
Kjarninn 21. júní 2021
Tæpum helmingi íslenskra blaðamanna verið ógnað eða hótað á síðustu fimm árum
Samkvæmt frumniðurstöðum úr nýrri rannsókn um þær ógnir sem steðja að blaðamönnum kemur fram að helmingur blaðamanna hafi ekki orðið fyrir hótunum á síðustu fimm árum. Töluvert um að siðferði blaðamanna sé dregið í efa.
Kjarninn 21. júní 2021
Viðar Halldórsson
Má ekki bara sleppa þessu? Um verðlaunaafhendingar á skólaútskriftum
Kjarninn 21. júní 2021
Meira úr sama flokkiLeiðari