Menntamál sem hluti af samfélagsgerðinni

Auglýsing

Staðan í mennta­málum þjóð­ar­innar hefur verið í brennid­epli að und­an­förnu.

Í skýrslu Nor­rænu ráð­herra­nefnd­ar­innar er fjallað um hana, einkum á grunn­skóla­stig­inu og í fram­halds­skóla, og dregnar fram stað­reyndir sem eru því miður ekki góðar fyrir Ísland.

Nið­ur­­­stöður PISA-­prófa sýna verri út­komu hér en ann­­ars staðar á Norð­ur­­lönd­um og að við erum und­ir með­al­tali OECD-­ríkja á öll­um sviðum. Brott­fall úr námi í fram­halds­skóli er að með­al­tali meira en tvö­falt það sem þekk­ist í löndum sem við berum okkur oft saman við. Þá voru ein­kunn­ir inn­­­fæddra alls 23 pró­sent hærri en þeirra sem hingað hafa flust.

Auglýsing

Þekkt vanda­mál um ára­bil

Allt eru þetta þekkt vanda­mál, úr umræðum síð­ustu ára, þar sem ekki hefur gengið nægi­lega vel að ná fram góðum nið­ur­stöðum í PISA-­próf­un­um.

Það er hægt að benda á stjórn­mála­menn og segja; þið hafið gjör­sam­lega brugð­ist. Sveit­ar­fé­lögin bera vissu­lega ábyrgð á grunn­skóla­stig­inu, þegar kemur að rekstri og dag­legu starfi, en lín­urnar eru lagðar með lögum á Alþingi og í ráðu­neytum og stofn­unum sem fara með mála­flokk­inn.

Málin eru þó flókn­ari en svo.

Þetta hefur verið dregið vel fram í vel unnum umfjöll­unum í þætt­inum Kveiki á RÚV að und­an­förnu, þar sem kafað hefur verið ofan í stöðu mála, ekki síst þegar kemur að lökum árangri í lestri.

Mikið hefur verið skrifað um vanda­málin og rætt um þau við ýmis til­efn­i. 

Fjögur atriði má telja til (vilj­andi ein­föld­uð), sem segja má að séu stór við­vör­un­ar­merki fyrir íslenskt sam­fé­lag þegar kemur að mennta­mál­um, eins og staða mála er núna.

1. Innan 10 til 20 ára verður skóla­kerfið svo til óstarf­hæft vegna skorts á kenn­ur­um, ef ekk­ert dramat­ískt breyt­ist. Hvað er til ráða?

2. Árangur í grunn­skóla­kerf­inu er léleg­ur, í alþjóð­legum sam­an­burði. Af hverju?

3. Það gengur illa að laga nýja Íslend­inga, sem koma erlendis frá, að íslensku skóla­kerfi. Tölur um árangur sýna þetta. Af hverju?

4. Laun kenn­ara eru léleg, í sam­an­burði við önnur störf sem krefj­ast háskóla­mennt­unar í einka­geir­anum og hjá hinu opin­bera. Af hverju?

Burt með með­al­töl­in, inn með smá­at­riðin

Svörin við þessum grund­vall­ar­spurn­ingum verð­andi aldrei tæm­andi, en hugum að svör­un­um, í það minnsta á yfir­borðs­kenndan heim­speki­legan hátt.

- Eitt af því sem íslenskt sam­fé­lag þarf að varast, þegar sú mik­il­væga vinna að end­ur­skoða mennta­málin fer fram, er að fest­ast ekki í með­al­tals­sam­an­burði við marg­falt stærri og flókn­ari sam­fé­lög. Stjórn­mála­menn bera þetta mikið á borð, og við fjöl­miðla­fólk erum of mikið í því að bera atriðin svo til gagn­rýn­is­laust áfram.

PISA-­sam­an­burð­ur­inn er þessu marki brennd­ur. Það má taka dæmi um umræðu af þessu tagi víð­ar, meðal ann­ars í Banda­ríkj­un­um. Þar sem með­al­talsár­angur hefur farið lækk­andi, en á sama tíma hefur mun­ur­inn á milli ákveð­inna svæða orðið sífellt meiri. Til­teknar sýslur í Ohio sýna vondan árangur og lækk­andi, á meðan ákveðin borg­ar­svæði í Boston og Seattle eru á upp­leið og sýna stundum góðan árang­ur, svo dæmi sé tek­ið. 

Yfir­borðs­kennda álykt­unin er sú, að halda að eitt­hvað geti verið að kennsl­unni í sýsl­unni í Ohio en allt sé vel gert á hinum stöð­un­um.

Í smá­at­riða­skoð­un­inni getur komið í ljós, að kennslan í Ohio sé til fyr­ir­myndar og skóla­starfið allt, en vanda­málin megi frekar rekja til veikra félags­legra inn­viða, erf­ið­leika for­eldra - t.d. vegna vinnu­á­lags - og ann­arra þátta sem til­heyra því sem kalla mætti sam­fé­lags­gerð. 

Með öðrum orð­um; berum virð­ingu fyrir sam­an­burð­ar­upp­lýs­ing­un­um, en við skulum ekki halda að lausnin felist í því að grípa til yfir­borðs­legra aðgerða til að útkoman verði sú sama að með­al­tali, og hjá risa­þjóð­u­m. 

Skóla­starf á borg­ar­svæðum getur t.d. verið afar krefj­andi af félags­legum ástæð­um, og hvernig hópar nem­enda eru sam­sett­ir. Ég sá þetta sjálf­ur, þegar börnin mín fóru í nám opin­berum skóla í New York. Þar sá maður kenn­ara lyfta grettistaki við alveg ótrú­lega flóknar og erf­iðar aðstæð­ur, eftir á að hyggja, þar sem bak­grunnur svo til allra nem­enda í bekk var gjör­ó­lík­ur, mörg móð­ur­málstungu­mál og félags­leg staða gjör­ó­lík. Þetta var metn­að­ar­fullt og krefj­andi, en líka flókið skóla­starf.

Á eina svæð­inu á Íslandi, sem talist getur borg­ar­svæði - þó það nái því bara rétt tæp­lega sökum fárra íbúa - þá eru sam­fé­lags­legar aðstæður í skóla­starf­inu ekki nándar nærri jafn flókn­ar. Engu að síður sýna rann­sókn­ir, að það gengur illa að laga fólk af erlendum upp­runa að íslensku sam­fé­lagi í skóla­starf­inu.

Hugs­an­lega höfum við ekki hugað nægi­lega vel að þessu, því íslenskt sam­fé­lag er að breyt­ast hratt og stór hluti íbúa (10 pró­sent) er af erlendu bergi brot­inn. Það er mik­il­vægt að gefa þessu gaum, og reyna að rýna í vinnu ann­arra svæða í heim­inum sem hafa lengi þurft að glíma við flókna nem­enda- og íbúa­sam­setn­ingu. Ein­staka skólar á Íslandi hafa af þessu ágæta reynslu, en heilt yfir mætti eflaust rýna þessu hluti bet­ur, og draga fram atriði sem geta hjálpað til við að gera skóla­starfið betra. Lausn­irnar eru ekki í við­brögð­unum við með­al­töl­un­um, heldur í smá­at­rið­unum og gaum­gæfi­legri skoð­un.

- Kenn­ara­starfið ætti að vera meira met­ið, í launum talið. En kjara­bætur ættu ekki að koma fram í einu stökki, heldur sam­kvæmt stefnu sem yfir­lega hefur leitt fram. Sveit­ar­fé­lögin eru t.d. ekki í stakk búin til greiða hærri laun, og því vaknar spurn­ingin hvernig eigi að fjár­magna kjara­bæt­ur.

Ýmsir hafa bent á að fjár­mögnun skóla­starfs­ins á Íslandi sé ekki vanda­mál, séu með­al­tölin skoðuð í öðrum ríkj­um. Gleymum því samt ekki í þessum sam­an­burði, að hann getur verið hættu­leg­ur. Ann­ars vegar flókið og marg­þætt mengi, úr marg­falt stærri sam­fé­lög­um, og svo til­tölu­lega eins­leit mynd úr örrík­inu Íslandi.

Hugs­an­lega er hið rétta í þessum sam­an­burði, að Ísland þurfi einmitt að vera 10 til 15 pró­sent yfir öðrum þjóð­um, til að geta sinnt hlut­unum eins vel og við viljum og þurf­um, sem þjóð. Miðað við okkar stöðu og þarf­ir, til fram­tíðar lit­ið.

Ekk­ert er ein­falt, allt er flók­ið, og smá­at­riðin skipta meira máli en yfir­borð­ið. Alveg eins í kennsl­unn­i. 

Mik­il­væg vinna bíður nú í íslensks sam­fé­lags við að end­ur­skoða mennta­mál­in, meta hvernig best er að nálg­ast þennan mála­flokk heild­stætt og manna kenn­ara­stöður í skólum fram­tíð­ar­inn­ar. Þetta er lík­lega mik­il­væg­asta verk­efni stjórn­mála­manna þjóð­ar­inn­ar, bæði á vett­vangi Alþingis og sveit­ar­stjórna.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jeff Bezos forstjóri Amazon
Metfjórðungur hjá Amazon
Tekjur Amazon á síðustu þremur mánuðum voru rúmlega fjórum sinnum meiri en landsframleiðsla Íslands í fyrra.
Kjarninn 30. október 2020
Guðni Bergsson er formaður KSÍ.
Íslandsmótið í knattspyrnu flautað af – efstu liðin krýnd Íslandsmeistarar
Valur er Íslandsmeistari í knattspyrnu karla og Breiðablik Íslandsmeistari kvenna.
Kjarninn 30. október 2020
Þríeykið og aðrir sérfróðir viðbragðsaðilar njóta yfirburðatrausts hjá Íslendingum – en á bilinu 94-96 prósenst segjast treysta því að fá áreiðanlegar upplýsingar um veirufjárann þaðan.
Íslendingar treysta sérfróðum yfirvöldum og fjölmiðlum vel í tengslum við COVID-19
Vinnuhópur þjóðaröryggisráðs um upplýsingaóreiðu í tengslum við COVID-19 hefur skilað af sér skýrslu. Þar kemur m.a. fram að traust til þríeykisins og annarra sérfróðra yfirvalda er afgerandi og traust til innlendra fjölmiðla sömuleiðis mjög mikið.
Kjarninn 30. október 2020
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti hertar aðgerðir vegna útbreiðslu kórónuveirufaraldursins á blaðamannafundi fyrr í dag. Efnahagsaðgerðirnar eru afleiðing af þeirri stöðu.
Tekjufallsstyrkir útvíkkaðir, viðspyrnustyrkir kynntir og rætt um áframhald hlutabótaleiðar
Ríkisstjórn Íslands boðar enn einn efnahagspakkann. Sá nýjasti er sniðinn að mestu að þeim minni fyrirtækjum og einyrkjum sem þurfa að loka vegna kórónuveirufaraldursins.
Kjarninn 30. október 2020
Höfuðstöðvar Arion banka í Borgartúni
Segir umfram eigið fé ekki hafa tengingu við úrræði stjórnvalda
Bankastjóri Arion banka segir viðskiptavini sína hafið notið góðs af minni álagningum stjórnvalda á bankakerfið og litla tengingu vera á milli þess og umfram eigin fé bankans.
Kjarninn 30. október 2020
Frá aðalmeðferð málanna í Héraðsdómi Reykjavíkur í haust.
Seðlabankinn sýknaður af kröfum Samherja en þarf að borga Þorsteini Má persónulega
Héraðsdómur Reykjavíkur kvað í dag upp dóm í skaðabótamálum Samherja og Þorsteins Más Baldvinssonar forstjóra fyrirtækisins á hendur bankanum. Seðlabankinn var sýknaður af kröfu fyrirtækisins, en þarf að borga forstjóranum skaðabætur.
Kjarninn 30. október 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þetta eru áhyggjur Þórólfs
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir tínir til margvísleg áhyggjuefni sín í minnisblaðinu sem liggur til grundvallar hertum samkomutakmörkunum sem eru þær ströngustu í faraldrinum hingað til.
Kjarninn 30. október 2020
Frá blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í dag.
Tíu manna fjöldatakmarkanir næstu vikur
Hertar sóttvarnaráðstafanir taka gildi strax á miðnætti og eiga að gilda til 17. nóvember. Einungis 10 mega koma saman, nema í útförum, matvöruverslunum, apótekum og almenningssamgöngum. Skólar verða áfram opnir.
Kjarninn 30. október 2020
Meira úr sama flokkiLeiðari